„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2003/ Jón Björnsson í Bólstaðarhlíð“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<big><big><center>'''Jón Björnsson í Bólstaðarhlíð'''</center></big></big><br> | <big><big><center>'''Jón Björnsson í Bólstaðarhlíð'''</center></big></big><br> | ||
Um síðustu áramót sæmdi forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Jón í Ból-staðarhlíð riddarakrossi fálkaorðunnar fyrir söfnun skipa- og bátamynda, upplýsinga um flotann og útgáfu í níu bindum bóka.<br> | Um síðustu áramót sæmdi forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Jón í Ból-staðarhlíð riddarakrossi fálkaorðunnar fyrir söfnun skipa- og bátamynda, upplýsinga um flotann og útgáfu í níu bindum bóka.<br>[[Mynd:Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð og níu binda útgáfa hans, Íslensk skip.png|250px|thumb|Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð og níu binda útgáfa hans, Íslensk skip]] | ||
Jón fæddist í Víðidal í Vestmannaeyjum 17. júní 1924. Fluttist með foreldrum sínum, á fyrsta árí, í Bólstaðarhlíð. Sextán ára byrjaði hann á sjó hjá Angantý Elíassyni, mági sínum, á Mýrdælingi sem var 17 tonn að stærð. Hann var áfram hjá Týra á Maí, Skúla fógeta og Hrafnkeli goða. Hann var líka á báti foreldra sinna, Emmu, Halkion hjá Stefáni Guðlaugssyni í Gerði, Kára, bæði gamla og nýja og Birni riddara hjá Sigurði Bjarnasyni í Svanhól, föðurbróður sínum. Allt voru þetta bátar hér í Eyjum. Einnig var hann á togaranum Elliðaey VE og Ingólfi Arnarssyni og Agli Skallagrímssyni, togurum úr Reykjavík. Á Elliðaey vorum við samskipa smátíma og það verð ég að segja að öðrum eins fjörkálfi og æringja var ég aldrei með til sjós. Allt er það ljúft og gott í minningunni. Hann var á Guðrúnu VE þegar hún fórst fyrir rúmum fimmtíu árum, 23. febrúar 1953, hér inni á Ál, norðvestur af Elliðaey og bjargaðist ásamt þremur öðrum í gúmmíbjörgunarbáti upp á Landeyjasand. Fimm fórust í þessu sorglega slysi. Jón og fjölskylda fluttust til Reykjavíkur 1965. Hann rak steypustöð í Hafnarfirði í átta ár. Vann hjá Landsvirkjun og síðast Bæjarsímanum í Reykjavík.<br> | Jón fæddist í Víðidal í Vestmannaeyjum 17. júní 1924. Fluttist með foreldrum sínum, á fyrsta árí, í Bólstaðarhlíð. Sextán ára byrjaði hann á sjó hjá Angantý Elíassyni, mági sínum, á Mýrdælingi sem var 17 tonn að stærð. Hann var áfram hjá Týra á Maí, Skúla fógeta og Hrafnkeli goða. Hann var líka á báti foreldra sinna, Emmu, Halkion hjá Stefáni Guðlaugssyni í Gerði, Kára, bæði gamla og nýja og Birni riddara hjá Sigurði Bjarnasyni í Svanhól, föðurbróður sínum. Allt voru þetta bátar hér í Eyjum. Einnig var hann á togaranum Elliðaey VE og Ingólfi Arnarssyni og Agli Skallagrímssyni, togurum úr Reykjavík. Á Elliðaey vorum við samskipa smátíma og það verð ég að segja að öðrum eins fjörkálfi og æringja var ég aldrei með til sjós. Allt er það ljúft og gott í minningunni. Hann var á Guðrúnu VE þegar hún fórst fyrir rúmum fimmtíu árum, 23. febrúar 1953, hér inni á Ál, norðvestur af Elliðaey og bjargaðist ásamt þremur öðrum í gúmmíbjörgunarbáti upp á Landeyjasand. Fimm fórust í þessu sorglega slysi. Jón og fjölskylda fluttust til Reykjavíkur 1965. Hann rak steypustöð í Hafnarfirði í átta ár. Vann hjá Landsvirkjun og síðast Bæjarsímanum í Reykjavík.<br> | ||
Jón byrjaði að safna skipa- og bátamyndum í upphafi árs 1980 þegar hann átti eina slíka af Emmunni. Þegar yfir lauk voru myndirnar orðnar um 5600.<br> | Jón byrjaði að safna skipa- og bátamyndum í upphafi árs 1980 þegar hann átti eina slíka af Emmunni. Þegar yfir lauk voru myndirnar orðnar um 5600.<br> | ||
Lína 8: | Lína 8: | ||
Jóni í Bólstaðarhlíð eru sendar hamingjuóskir með íslensk skip og riddarakrossinn sem hann átti skilinn fyrir bráðnauðsynlegt og merkt starf.<br> | Jóni í Bólstaðarhlíð eru sendar hamingjuóskir með íslensk skip og riddarakrossinn sem hann átti skilinn fyrir bráðnauðsynlegt og merkt starf.<br> | ||
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Friðrik Ásmundsson'''</div><br> | <div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Friðrik Ásmundsson'''</div><br> | ||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Útgáfa síðunnar 21. ágúst 2017 kl. 09:36
Um síðustu áramót sæmdi forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Jón í Ból-staðarhlíð riddarakrossi fálkaorðunnar fyrir söfnun skipa- og bátamynda, upplýsinga um flotann og útgáfu í níu bindum bóka.
Jón fæddist í Víðidal í Vestmannaeyjum 17. júní 1924. Fluttist með foreldrum sínum, á fyrsta árí, í Bólstaðarhlíð. Sextán ára byrjaði hann á sjó hjá Angantý Elíassyni, mági sínum, á Mýrdælingi sem var 17 tonn að stærð. Hann var áfram hjá Týra á Maí, Skúla fógeta og Hrafnkeli goða. Hann var líka á báti foreldra sinna, Emmu, Halkion hjá Stefáni Guðlaugssyni í Gerði, Kára, bæði gamla og nýja og Birni riddara hjá Sigurði Bjarnasyni í Svanhól, föðurbróður sínum. Allt voru þetta bátar hér í Eyjum. Einnig var hann á togaranum Elliðaey VE og Ingólfi Arnarssyni og Agli Skallagrímssyni, togurum úr Reykjavík. Á Elliðaey vorum við samskipa smátíma og það verð ég að segja að öðrum eins fjörkálfi og æringja var ég aldrei með til sjós. Allt er það ljúft og gott í minningunni. Hann var á Guðrúnu VE þegar hún fórst fyrir rúmum fimmtíu árum, 23. febrúar 1953, hér inni á Ál, norðvestur af Elliðaey og bjargaðist ásamt þremur öðrum í gúmmíbjörgunarbáti upp á Landeyjasand. Fimm fórust í þessu sorglega slysi. Jón og fjölskylda fluttust til Reykjavíkur 1965. Hann rak steypustöð í Hafnarfirði í átta ár. Vann hjá Landsvirkjun og síðast Bæjarsímanum í Reykjavík.
Jón byrjaði að safna skipa- og bátamyndum í upphafi árs 1980 þegar hann átti eina slíka af Emmunni. Þegar yfir lauk voru myndirnar orðnar um 5600.
Árið 1990 komu fjögur fyrstu bindi íslenskra skipa út, með myndum af bátum og stærri skipum og árið 2000 eitt til viðbótar með sama flokki skipa. Arið 2000 komu einnig út fjögur bindi með myndum af trillum og smærri skipum. Alls er þetta því níu binda útgáfa.
Undir hverri mynd er skráður smíðastaður og ár, stærð skips og vélar, ásamt tegund. Eigandi er nefndur og nýir eigendur ef skipið hefur verið selt. Breytingar á skipi og vél eru skráðar og hvað varð um skipið ef það var ekki til þegar bækurnar komu út. Sum skip og bátar hafa gengið kaupum og sölum margoft, allt að átta sinnum eigenda- og eða nafnaskipti og umdæmaskipti. Það hefur því verið mikil vinna að ná þessu öllu saman og fáum hefði tekist að leika það eftir kraftaverkakarlinum Jóni í Bólstaðarhlíð. Þetta er þegar orðin merk heimild um siglingasögu og útgerð okkar Islendinga í heila öld.
Jóni í Bólstaðarhlíð eru sendar hamingjuóskir með íslensk skip og riddarakrossinn sem hann átti skilinn fyrir bráðnauðsynlegt og merkt starf.