„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2005/Þrír skipstjórar fórust í Stokkseyrarhöfn 1970“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2: Lína 2:


<big><big><center>'''Þrír skipstjórar fórust í Stokkseyrarhöfn 18. jan. 1970'''</center></big></big><br>
<big><big><center>'''Þrír skipstjórar fórust í Stokkseyrarhöfn 18. jan. 1970'''</center></big></big><br>
   
  [[Mynd:Arnþór Helgason sj.blað.png|250px|center|thumb|Arnþór Helgason]]
Það er einkennilegt að koma til Stokkseyrar, ganga niður að höfninni og hlusta á þögnina. Í lygnu veðri er sjórinn spegilsléttur. Örsmáar bárur gjálfra við sand og steina en úti fyrir skerjagarðinum kyrjar brimið sinn eilífa söng, ógnandi en oft á tíðum ægifagurt og síbreytilegt ásýndar og áheyrnar. Þessar andstæður laða að sér ferðamenn sem njóta hreina sjávarloftsins og margvíslegra gæða sem hafið veitir. Í mildi hafsins er fólgin ægileg ógn sem enginn fær skilið eða skynjað til fulls. Gegn afli þess má maðurinn sín einskis.<br>
Það er einkennilegt að koma til Stokkseyrar, ganga niður að höfninni og hlusta á þögnina. Í lygnu veðri er sjórinn spegilsléttur. Örsmáar bárur gjálfra við sand og steina en úti fyrir skerjagarðinum kyrjar brimið sinn eilífa söng, ógnandi en oft á tíðum ægifagurt og síbreytilegt ásýndar og áheyrnar. Þessar andstæður laða að sér ferðamenn sem njóta hreina sjávarloftsins og margvíslegra gæða sem hafið veitir. Í mildi hafsins er fólgin ægileg ógn sem enginn fær skilið eða skynjað til fulls. Gegn afli þess má maðurinn sín einskis.<br>
Lítið fer nú fyrir því mannlífi sem iðaði á þessum slóðum fyrir nokkrum áratugum. Bátaflotinn er horfinn og íbúarnir hafa annaðhvort snúið sér að öðru en sjósókn eða þeir stunda róðra frá Þorlákshöfn. Það er ekkert tiltökumál. Óseyrarnesbrúin styttir leiðina og Þorlákshöfn er hættuminni en innsiglingin til Stokkseyrar. Þeim fer nú óðum fækkandi sem muna Stokkseyrarferðirnar en útgerðarmenn í Vestmannaeyjum héldu þeim uppi áratugum saman. Við, sem fædd erum eftir miðja síðustu öld, kunnum einungis örfáar sögur eins og þá að afi minn, Stefán Björnsson í Skuld, stýrði vélbátnum Mugg dálítinn tíma í Stokkseyrarferðum og flutti m.a. ÍragerðisMóra til Vestmannaeyja. Ýmsum sögum fer af þessum flutningi. Sagan segir að þegar þau heiðurshjón, Sæmundur Benediktsson og Ástríður Helgadóttir, fluttu búferlum til Eyja hafi Móri staðið eftir grátandi á bryggjunni. En Móri komst síðar til Eyja, sennilega með Mugg. Þar tók hann upp sína fyrri iðju að glettast við kýr. Móri undi hins vegar ekki í Eyjum og tók sér far með Mugg til Stokkseyrar að nokkrum tíma liðnum. Þá fluttu skipverjar á Skíðblaðni einhvern tíma vörubifreið til Stokkseyrar. Guð má vita hvernig þeim tókst að komast klakklaust frá því, báturinn rúmlega 20 tonn og bifreiðin náði borða á milli.<br> Á göngu okkar um þorpið og meðfram ströndinni rifjast einnig upp sögur um sjósókn, harðræði og slys - um Þuríði formann og lágbyrt skip og aðstöðuleysi sem sá, er aldrei hefur migið í saltan sjó, getur ekki gert sér í hugarlund. Þótt Ægir væri gjöfull, heimti hann vægðarlaust tolla sína og skeytti engu um aðstæður fólks. Einnig kemur í hugann sagan um lítinn skemmtibát frá Vestmannaeyjum sem varð oíulaus í niðdimmri þoku um miðjan vetur fyrir um fjórum áratugum og rak gegnum skerjagarðinn upp í fjöru skammt utan við þorpið á Stokkseyri. Þar hlífði Ægir ungum piltum og ættingjum þeirra við þungum raunum.<br>
Lítið fer nú fyrir því mannlífi sem iðaði á þessum slóðum fyrir nokkrum áratugum. Bátaflotinn er horfinn og íbúarnir hafa annaðhvort snúið sér að öðru en sjósókn eða þeir stunda róðra frá Þorlákshöfn. Það er ekkert tiltökumál. Óseyrarnesbrúin styttir leiðina og Þorlákshöfn er hættuminni en innsiglingin til Stokkseyrar. Þeim fer nú óðum fækkandi sem muna Stokkseyrarferðirnar en útgerðarmenn í Vestmannaeyjum héldu þeim uppi áratugum saman. Við, sem fædd erum eftir miðja síðustu öld, kunnum einungis örfáar sögur eins og þá að afi minn, Stefán Björnsson í Skuld, stýrði vélbátnum Mugg dálítinn tíma í Stokkseyrarferðum og flutti m.a. ÍragerðisMóra til Vestmannaeyja. Ýmsum sögum fer af þessum flutningi. Sagan segir að þegar þau heiðurshjón, Sæmundur Benediktsson og Ástríður Helgadóttir, fluttu búferlum til Eyja hafi Móri staðið eftir grátandi á bryggjunni. En Móri komst síðar til Eyja, sennilega með Mugg. Þar tók hann upp sína fyrri iðju að glettast við kýr. Móri undi hins vegar ekki í Eyjum og tók sér far með Mugg til Stokkseyrar að nokkrum tíma liðnum. Þá fluttu skipverjar á Skíðblaðni einhvern tíma vörubifreið til Stokkseyrar. Guð má vita hvernig þeim tókst að komast klakklaust frá því, báturinn rúmlega 20 tonn og bifreiðin náði borða á milli.<br> Á göngu okkar um þorpið og meðfram ströndinni rifjast einnig upp sögur um sjósókn, harðræði og slys - um Þuríði formann og lágbyrt skip og aðstöðuleysi sem sá, er aldrei hefur migið í saltan sjó, getur ekki gert sér í hugarlund. Þótt Ægir væri gjöfull, heimti hann vægðarlaust tolla sína og skeytti engu um aðstæður fólks. Einnig kemur í hugann sagan um lítinn skemmtibát frá Vestmannaeyjum sem varð oíulaus í niðdimmri þoku um miðjan vetur fyrir um fjórum áratugum og rak gegnum skerjagarðinn upp í fjöru skammt utan við þorpið á Stokkseyri. Þar hlífði Ægir ungum piltum og ættingjum þeirra við þungum raunum.<br>[[Mynd:Strax var hafin leit á slysstað.png|250px|thumb|Strax var hafin leit á slysstað]]
Hinn 18. janúar, síðastliðinn, voru 35 ár liðin frá því er þrír ungir skipstjórar fórust í Stokkseyrarhöfn en þeir höfðu farið fjórir saman til þess að koma fyrir innsiglingarbauju. Tómas Karlsson, einn þeirra. komst af við illan leik og er grein sú, er hér birtist, byggð á frásögn hans. Hún birtist í bókinni0132 „Helnauð“ sem Eiríkur St. Eiríksson tók saman og gefin var út árið 1993. Þá var einnig stuðst við bókina „Þrautgóðir á raunastundu“ eftir Steinar J. Lúðvíksson, 18. bindi, sem gefin var út árið 1987. Tómas las greinina yfir og eru honum færðar sérstakar þakkir.<br>
Hinn 18. janúar, síðastliðinn, voru 35 ár liðin frá því er þrír ungir skipstjórar fórust í Stokkseyrarhöfn en þeir höfðu farið fjórir saman til þess að koma fyrir innsiglingarbauju. Tómas Karlsson, einn þeirra. komst af við illan leik og er grein sú, er hér birtist, byggð á frásögn hans. Hún birtist í bókinni0132 „Helnauð“ sem Eiríkur St. Eiríksson tók saman og gefin var út árið 1993. Þá var einnig stuðst við bókina „Þrautgóðir á raunastundu“ eftir Steinar J. Lúðvíksson, 18. bindi, sem gefin var út árið 1987. Tómas las greinina yfir og eru honum færðar sérstakar þakkir.<br>
Veturinn 1970 hafði tíðarfar verið rysjótt frá áramótum og gæftir því litlar. Var vertíðin því varla hafin þegar saga þessi hefst. Sá siður var ríkjandi að koma fyrir fjórum leiðarbaujum í innsiglingunni til Stokkseyrar og höfðu fjórir skipstjórar bundist fastmælum um að fara til þessa verks þegar færi gæfi. Baujur þessar voru festar með keðjubúntum sem dugðu sem stjóri og hreyfðust þær yfirleitt lítið úr stað. Þær voru yfirleitt teknar á land eða rak upp á haustin og þurfti því að koma þeim fyrir í vertíðarbyrjun.<br>
Veturinn 1970 hafði tíðarfar verið rysjótt frá áramótum og gæftir því litlar. Var vertíðin því varla hafin þegar saga þessi hefst. Sá siður var ríkjandi að koma fyrir fjórum leiðarbaujum í innsiglingunni til Stokkseyrar og höfðu fjórir skipstjórar bundist fastmælum um að fara til þessa verks þegar færi gæfi. Baujur þessar voru festar með keðjubúntum sem dugðu sem stjóri og hreyfðust þær yfirleitt lítið úr stað. Þær voru yfirleitt teknar á land eða rak upp á haustin og þurfti því að koma þeim fyrir í vertíðarbyrjun.<br>
Lína 17: Lína 17:
„Ég var að undirbúa hádegismatinn og þar sem ég er fædd og uppalin við sjó, var ég vön að fylgjast með ferðum bátanna. Höfnin og innsiglingin blasa við úr eldhúsglugganum hjá mér og á meðan ég hreinsaði sviðin, sem vera áttu í sunnudagsmatinn, leit ég af og til út um gluggann og fylgdist með ferðum fjórmenninganna. Ég þurfti að sinna ýmsum öðrum verkum og fór því af og til út úr eldhúsinu og í eitt skiptið, þegar ég kom til baka, sá ég bátinn hvergi. Ég hélt að hann væri e.t.v. í hvarfi en þegar hann kom ekki fram, bað ég manninn minn um að fara austur á bryggju og svipast um eftir bátnum. Hann gerði það en taldi þó að ég væri áhyggjufyllri en efni stæðu til.“<br>
„Ég var að undirbúa hádegismatinn og þar sem ég er fædd og uppalin við sjó, var ég vön að fylgjast með ferðum bátanna. Höfnin og innsiglingin blasa við úr eldhúsglugganum hjá mér og á meðan ég hreinsaði sviðin, sem vera áttu í sunnudagsmatinn, leit ég af og til út um gluggann og fylgdist með ferðum fjórmenninganna. Ég þurfti að sinna ýmsum öðrum verkum og fór því af og til út úr eldhúsinu og í eitt skiptið, þegar ég kom til baka, sá ég bátinn hvergi. Ég hélt að hann væri e.t.v. í hvarfi en þegar hann kom ekki fram, bað ég manninn minn um að fara austur á bryggju og svipast um eftir bátnum. Hann gerði það en taldi þó að ég væri áhyggjufyllri en efni stæðu til.“<br>
Eftir að maður hennar var farinn, helltist yfir hana hyldýpis örvænting og máttleysi. Hún hringdi því til Valdimars Jónssonar og bað hann að fara út á báti að athuga um fjórmenningana. Hann brást skjótt við og fékk með sér þrjá menn, þá Einar Helgason, Jón Eðvarðsson og Þorstein Guðbrandsson til þess að fara með sér út á árabáti. Var það upp úr kl. 10.<br>
Eftir að maður hennar var farinn, helltist yfir hana hyldýpis örvænting og máttleysi. Hún hringdi því til Valdimars Jónssonar og bað hann að fara út á báti að athuga um fjórmenningana. Hann brást skjótt við og fékk með sér þrjá menn, þá Einar Helgason, Jón Eðvarðsson og Þorstein Guðbrandsson til þess að fara með sér út á árabáti. Var það upp úr kl. 10.<br>
Þegar Aðalbjörg hafði talað við Valdimar, brá hún sér út fyrir dyr að svipast um eftir bátnum. Sá hún þá mann vera að skríða upp á sker. Hennar ósjálfráðu viðbrögðu urðu þau að hlaupa inn eftir hvítu laki sem hún setti á kústskaft. Veifaði hún því til þess að gera honum ljóst að sést hefði til hans úr landi. Síðar kom í ljós að Tómas sá aldrei þetta merki.<br>
Þegar Aðalbjörg hafði talað við Valdimar, brá hún sér út fyrir dyr að svipast um eftir bátnum. Sá hún þá mann vera að skríða upp á sker. Hennar ósjálfráðu viðbrögðu urðu þau að hlaupa inn eftir hvítu laki sem hún setti á kústskaft. Veifaði hún því til þess að gera honum ljóst að sést hefði til hans úr landi. Síðar kom í ljós að Tómas sá aldrei þetta merki.<br>[[Mynd:Árilíus, Geir, Jósef og Tómas.png|500px|center|thumb|Árilíus Óskarsson, Geir Jónasson, Jósef Geir Zóphoníasson og Tómas Karlsson]]
Á meðan háði Tómas harða baráttu fyrir lífi sínu. Hann greinir svo frá:<br>
Á meðan háði Tómas harða baráttu fyrir lífi sínu. Hann greinir svo frá:<br>
Ég stóð í sjó upp í hné og af og til skullu á mér stórar öldur sem þó voru ekki svo stórar að þær færðu mig í kaf. Það var að falla að og staða mín versnaði með hverri mínútunni sem leið. Mér var því ljóst að við svo búið mátti ekki standa. Ég varð að halda áfram. Ég fann að ég var orðinn dofinn af kulda og mjög stirður en þrátt fyrir það tók ég þá ákvörðun að freista þess að synda alla leið til lands. Ég vissi í raun ekkert hvað ég var að gera vegna þess að ég sá illa frá mér vegna saltbruna í augum og þess hve kaldur ég var orðinn. Reyndar fann ég ekkert fyrir kuldanum er þarna var komið sögu. Ég fann fyrir doða og stirðleika en ekki kulda. Ég var orðinn tilfinningalaus af kuldanum. Þótt ég væri krókloppinn á höndunum reyndi ég að renna niður rennilásnum á úlpunni en ég ætlaði að fara úr henni til þess að létta mig á sundinu. Til þess kom þó aldrei því í sama mund kom bátur með fjórum mönnum upp að skerinu. Ég hafði ekki veitt þeim athygli og vegna þess hve sjónin var orðin slæm þá sá ég ekki bátinn fyrr en hann kom alveg að mér.“<br>
Ég stóð í sjó upp í hné og af og til skullu á mér stórar öldur sem þó voru ekki svo stórar að þær færðu mig í kaf. Það var að falla að og staða mín versnaði með hverri mínútunni sem leið. Mér var því ljóst að við svo búið mátti ekki standa. Ég varð að halda áfram. Ég fann að ég var orðinn dofinn af kulda og mjög stirður en þrátt fyrir það tók ég þá ákvörðun að freista þess að synda alla leið til lands. Ég vissi í raun ekkert hvað ég var að gera vegna þess að ég sá illa frá mér vegna saltbruna í augum og þess hve kaldur ég var orðinn. Reyndar fann ég ekkert fyrir kuldanum er þarna var komið sögu. Ég fann fyrir doða og stirðleika en ekki kulda. Ég var orðinn tilfinningalaus af kuldanum. Þótt ég væri krókloppinn á höndunum reyndi ég að renna niður rennilásnum á úlpunni en ég ætlaði að fara úr henni til þess að létta mig á sundinu. Til þess kom þó aldrei því í sama mund kom bátur með fjórum mönnum upp að skerinu. Ég hafði ekki veitt þeim athygli og vegna þess hve sjónin var orðin slæm þá sá ég ekki bátinn fyrr en hann kom alveg að mér.“<br>

Útgáfa síðunnar 1. ágúst 2017 kl. 10:26

ARNÞÓR HELGASON


Þrír skipstjórar fórust í Stokkseyrarhöfn 18. jan. 1970


Arnþór Helgason

Það er einkennilegt að koma til Stokkseyrar, ganga niður að höfninni og hlusta á þögnina. Í lygnu veðri er sjórinn spegilsléttur. Örsmáar bárur gjálfra við sand og steina en úti fyrir skerjagarðinum kyrjar brimið sinn eilífa söng, ógnandi en oft á tíðum ægifagurt og síbreytilegt ásýndar og áheyrnar. Þessar andstæður laða að sér ferðamenn sem njóta hreina sjávarloftsins og margvíslegra gæða sem hafið veitir. Í mildi hafsins er fólgin ægileg ógn sem enginn fær skilið eða skynjað til fulls. Gegn afli þess má maðurinn sín einskis.

Lítið fer nú fyrir því mannlífi sem iðaði á þessum slóðum fyrir nokkrum áratugum. Bátaflotinn er horfinn og íbúarnir hafa annaðhvort snúið sér að öðru en sjósókn eða þeir stunda róðra frá Þorlákshöfn. Það er ekkert tiltökumál. Óseyrarnesbrúin styttir leiðina og Þorlákshöfn er hættuminni en innsiglingin til Stokkseyrar. Þeim fer nú óðum fækkandi sem muna Stokkseyrarferðirnar en útgerðarmenn í Vestmannaeyjum héldu þeim uppi áratugum saman. Við, sem fædd erum eftir miðja síðustu öld, kunnum einungis örfáar sögur eins og þá að afi minn, Stefán Björnsson í Skuld, stýrði vélbátnum Mugg dálítinn tíma í Stokkseyrarferðum og flutti m.a. ÍragerðisMóra til Vestmannaeyja. Ýmsum sögum fer af þessum flutningi. Sagan segir að þegar þau heiðurshjón, Sæmundur Benediktsson og Ástríður Helgadóttir, fluttu búferlum til Eyja hafi Móri staðið eftir grátandi á bryggjunni. En Móri komst síðar til Eyja, sennilega með Mugg. Þar tók hann upp sína fyrri iðju að glettast við kýr. Móri undi hins vegar ekki í Eyjum og tók sér far með Mugg til Stokkseyrar að nokkrum tíma liðnum. Þá fluttu skipverjar á Skíðblaðni einhvern tíma vörubifreið til Stokkseyrar. Guð má vita hvernig þeim tókst að komast klakklaust frá því, báturinn rúmlega 20 tonn og bifreiðin náði borða á milli.
Á göngu okkar um þorpið og meðfram ströndinni rifjast einnig upp sögur um sjósókn, harðræði og slys - um Þuríði formann og lágbyrt skip og aðstöðuleysi sem sá, er aldrei hefur migið í saltan sjó, getur ekki gert sér í hugarlund. Þótt Ægir væri gjöfull, heimti hann vægðarlaust tolla sína og skeytti engu um aðstæður fólks. Einnig kemur í hugann sagan um lítinn skemmtibát frá Vestmannaeyjum sem varð oíulaus í niðdimmri þoku um miðjan vetur fyrir um fjórum áratugum og rak gegnum skerjagarðinn upp í fjöru skammt utan við þorpið á Stokkseyri. Þar hlífði Ægir ungum piltum og ættingjum þeirra við þungum raunum.

Strax var hafin leit á slysstað

Hinn 18. janúar, síðastliðinn, voru 35 ár liðin frá því er þrír ungir skipstjórar fórust í Stokkseyrarhöfn en þeir höfðu farið fjórir saman til þess að koma fyrir innsiglingarbauju. Tómas Karlsson, einn þeirra. komst af við illan leik og er grein sú, er hér birtist, byggð á frásögn hans. Hún birtist í bókinni0132 „Helnauð“ sem Eiríkur St. Eiríksson tók saman og gefin var út árið 1993. Þá var einnig stuðst við bókina „Þrautgóðir á raunastundu“ eftir Steinar J. Lúðvíksson, 18. bindi, sem gefin var út árið 1987. Tómas las greinina yfir og eru honum færðar sérstakar þakkir.
Veturinn 1970 hafði tíðarfar verið rysjótt frá áramótum og gæftir því litlar. Var vertíðin því varla hafin þegar saga þessi hefst. Sá siður var ríkjandi að koma fyrir fjórum leiðarbaujum í innsiglingunni til Stokkseyrar og höfðu fjórir skipstjórar bundist fastmælum um að fara til þessa verks þegar færi gæfi. Baujur þessar voru festar með keðjubúntum sem dugðu sem stjóri og hreyfðust þær yfirleitt lítið úr stað. Þær voru yfirleitt teknar á land eða rak upp á haustin og þurfti því að koma þeim fyrir í vertíðarbyrjun.
Eins og ýmsum, sem lesa þetta greinarkorn, er kunnugt, er innsiglingin til Stokkseyrar talin erfið og vandrötuð. Er hægt að velja um tvær leiðir milli skerjanna og er sú vestari yfirleitt valin nema veður sé því betra. Tvö sjómerki voru við innsiglinguna auk þriggja leiðarbauja til þess að auka enn á öryggi sjófarenda.
Kvöldið 17. janúar var veðurútlit gott og ákváðu þeir því að róa út á leguna til þess að ganga frá baujunum morguninn eftir. Um morguninn var dálítið frost og hæg norðanátt en talsvert brim úti fyrir og nokkur hreyfing í höfninni. Tóku þeir lítinn skjöktbát sem frystihúsið átti, báru um borð keðjur og baujur ásamt nauðsynlegum búnaði og lögðu frá landi. Það mun hafa verið um níuleytið. Tómas hafði orð á því að báturinn hefði ekki verið góður sjóbátur en þeir töldu öllu óhætt enda voru þeir aðstæðum þaulkunnugir. Auk Tómasar, sem var annar eigandi Hólmsteins ÁR 27, voru með í för þeir Árilíus Óskarsson, skipstjóri á Vigfúsi Þórðarsyni ÁR, 27 ára gamall, kvæntur og þriggja barna faðir; Geir Jónasson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni ÁR 9, 29 ára gamall, hann var nýkvæntur og átti tvö stjúpbörn; Jósep Geir Zóphoníasson, skipstjóri á Fróða ÁR 33, 33 ára gamall. Hann var kvæntur og átti fjögur börn. Tómas var 46 ára gamall þegar þessir atburðir gerðust og því elstur þeirra fjórmenninganna.
Vel gekk að ganga frá tveim fyrstu baujunum en þeirri þriðju átti að koma fyrir við svo kallaðar Skælur. Þeir Tómas og Geir sátu undir árum en hinir bjuggu sig undir að setja baujuna út. Í grein Eiríks St. Eiríkssonar segir Tómas svo frá:
„Við vorum komnir með baujuna á réttan stað en áttum eftir að setja hana út er kröpp alda reið yfir bátinn. Stefnið sneri upp í báruna en vegna þess hve báturinn var viðtakalítill, og þá sérstaklega að aftan, þá stakkst afturendinn einfaldlega á kaf í stað þess að fylgja öldunni. Um leið helltist sjór inn í bátinn að aftan og fyllti hann á svipstundu. Þetta gerðist í einni svipan og okkur vannst aldrei tími til þess að gera neitt. Jósep Geir og Árilíus stukku fram á og okkar fyrstu viðbrögð voru þau að reyna að ausa bátinn. Það var ekki til neins enda maraði báturinn þá þegar í hálfu kafi. Það var lítið flot í honum og mér varð fljótlega ljóst að það þýddi ekkert að treysta á bátinn til björgunar. Við Geir héldum okkur í hann til að byrja með en Jósep Geir og Árilíus náðu taki á baujunni sem hvolfdist úr bátnum um leið og sjór komst í hann.“
Tómas sá sér þann kost vænstan að reyna að synda til lands. Hann var þrekmikill maður og taldi sig sæmilegan sundmann. Það háði honum þó að hægri öxlin hafði verið hálfbólgin undanfarna daga og hann var mikið klæddur - í ullarnærfötum, vinnubuxum, peysu og þykkri kuldaúlpu auk þess sem hann var í bomsum. Það vildi honum til happs að hann rakst fljótlega á ár, úr bátnum sem hann hélt um hægri hendi og nýtti þá vinstri til þess að fleyta sér áfram. Hann sá það síðast til félaga sinna að Jósep Geir komst upp á sker sem var í kafi og reyndi að standa upp. Alda féll yfir hann og sópaði honum af skerinu.
Tómas synti undan öldunni og gætti þess að súpa ekki sjó. Honum sóttist sundið heldur seint. Skyndilega kenndi hann grunns og gat skreiðst upp á sker sem sjór gekk að vísu yfir. En hann gat stutt sig með árinni og haldið sér þannig kyrrum. Engir sjónarvottar urðu að slysinu. Því er ekki vitað nákvæmlega hvenær það varð en víst þykir að það hafi orðið um hálftíu leytið. Þá voru húsmæður farnar að huga að sunnudagsmatnum. Þeirra á meðal var Aðalbjörg Oddgeirsdóttir, móðir Geirs Jónassonar, en hún átti þá heima í húsinu Nýja-Kastala sem stendur skammt fyrir ofan höfnina vestan við Frystihúsið. Í áður nefndri frásögn, sem Eiríkur St. Eiríksson skráði, segir hún svo frá:
„Ég var að undirbúa hádegismatinn og þar sem ég er fædd og uppalin við sjó, var ég vön að fylgjast með ferðum bátanna. Höfnin og innsiglingin blasa við úr eldhúsglugganum hjá mér og á meðan ég hreinsaði sviðin, sem vera áttu í sunnudagsmatinn, leit ég af og til út um gluggann og fylgdist með ferðum fjórmenninganna. Ég þurfti að sinna ýmsum öðrum verkum og fór því af og til út úr eldhúsinu og í eitt skiptið, þegar ég kom til baka, sá ég bátinn hvergi. Ég hélt að hann væri e.t.v. í hvarfi en þegar hann kom ekki fram, bað ég manninn minn um að fara austur á bryggju og svipast um eftir bátnum. Hann gerði það en taldi þó að ég væri áhyggjufyllri en efni stæðu til.“
Eftir að maður hennar var farinn, helltist yfir hana hyldýpis örvænting og máttleysi. Hún hringdi því til Valdimars Jónssonar og bað hann að fara út á báti að athuga um fjórmenningana. Hann brást skjótt við og fékk með sér þrjá menn, þá Einar Helgason, Jón Eðvarðsson og Þorstein Guðbrandsson til þess að fara með sér út á árabáti. Var það upp úr kl. 10.

Þegar Aðalbjörg hafði talað við Valdimar, brá hún sér út fyrir dyr að svipast um eftir bátnum. Sá hún þá mann vera að skríða upp á sker. Hennar ósjálfráðu viðbrögðu urðu þau að hlaupa inn eftir hvítu laki sem hún setti á kústskaft. Veifaði hún því til þess að gera honum ljóst að sést hefði til hans úr landi. Síðar kom í ljós að Tómas sá aldrei þetta merki.

Árilíus Óskarsson, Geir Jónasson, Jósef Geir Zóphoníasson og Tómas Karlsson

Á meðan háði Tómas harða baráttu fyrir lífi sínu. Hann greinir svo frá:
Ég stóð í sjó upp í hné og af og til skullu á mér stórar öldur sem þó voru ekki svo stórar að þær færðu mig í kaf. Það var að falla að og staða mín versnaði með hverri mínútunni sem leið. Mér var því ljóst að við svo búið mátti ekki standa. Ég varð að halda áfram. Ég fann að ég var orðinn dofinn af kulda og mjög stirður en þrátt fyrir það tók ég þá ákvörðun að freista þess að synda alla leið til lands. Ég vissi í raun ekkert hvað ég var að gera vegna þess að ég sá illa frá mér vegna saltbruna í augum og þess hve kaldur ég var orðinn. Reyndar fann ég ekkert fyrir kuldanum er þarna var komið sögu. Ég fann fyrir doða og stirðleika en ekki kulda. Ég var orðinn tilfinningalaus af kuldanum. Þótt ég væri krókloppinn á höndunum reyndi ég að renna niður rennilásnum á úlpunni en ég ætlaði að fara úr henni til þess að létta mig á sundinu. Til þess kom þó aldrei því í sama mund kom bátur með fjórum mönnum upp að skerinu. Ég hafði ekki veitt þeim athygli og vegna þess hve sjónin var orðin slæm þá sá ég ekki bátinn fyrr en hann kom alveg að mér.“
Í frásögnum af slysinu er mikið lof borið á björgunarmenn fyrir hárrétt viðbrögð. Þegar í land var komið, var hann studdur heim til sín þar sem hann var færður úr vosklæðum og komið upp í rúm.
Tómas segist, í frásögninni, af þessum atburðum, muna óljóst þegar haldið var í land. Hann var orðinn algerlega dofinn eins og áður segir og fór ekki að finna til kuldans fyrr en hann hafði legið nokkra stund fyrir. Hann var talinn úr lífshættu daginn eftir slysið. En hann lá rúmfastur í fimm vikur. Einna verst leið honum í fótunum, einkum á innanverðum lærunum. Hann sagði að það hefði verið eins og hann hefði ofreynt hvern vöðva. Tómas endurheimti heilsu sína að fullu.
Björgunarbátur þeirra Stokkseyringa hélt þegar til leitar og lá við að illa færi þegar hann fékk yfir sig ólag svo að hann hálffyllti. Varð það bátsverjum sennilega til bjargar að flotholt voru á bátnum.
Menn úr slysavarnardeildum í nágrenni Stokkseyrar héldu þegar til leitar og þyrla Andra Heiðbergs var notuð við leitina. Daginn eftir fundu kafarar úr björgunarsveitinni Ingólfi lík Arilíusar Óskarssonar skammt frá slysstaðnum. En lík þeirra Geirs og Jóseps Geirs fundust ekki fyrr en nokkrum dögum síðar.
Mikil sorg lagðist yfir byggðarlagið og fjölmargir áttu um sárt að binda. Slysið kom mönnum í opna skjöldu. Þrátt fyrir erfið hafnarskilyrði höfðu einungis orðið tvö slys við innsiglinguna undanfarna áratugi, annað árið 1922 þann 17. apríl, þegar vélbáturinn Atli fórst með 7 mönnum á svipuðum slóðum og árabáturinn sökk hinn 18. janúar 1970. Hitt slysið varð er lítill vélbátur fékk á sig brot árið 1938. Brotið hreif með sér stýrishúsið ásamt tveimur mönnum. Fórust þeir báðir. Annar þeirra var bróðir Tómasar.
Slysið við Stokkseyri hefur geymst í minni margra. Hinir ungu skipstjórar voru hvarvetna vel látnir og þeirra söknuðu margir. Meðal annars höfðu þeir verið alltíðir gestir í Vestmannaeyjum og fundu ýmsir Vestmannaeyingar sárt til hins mikla missis Stokkseyringa.
Um þetta leyti voru gerðir út 5 vélbátar frá Stokkseyri. Þrátt fyrir þetta mikla áfall varð þó vertíðin gjöful.
Nú heyra siglingar til Stokkseyrar sögunni til og enginn skorar Ægi konung framar á hólm sér og sínum til bjargar á þessum stað. En sagan andar á móti okkur í hverju spori og á kyrrum morgnum er sem heyra megi óm hins liðna, nið aldanna eins og Þórbergur Þórðarson orðaði það. Hljómar ekki fyrir eyrum okkar dauft áraglam og ómur af röddum manna sem kallast á? Dokið við og látið hugann reika. Sjáið ekki fyrir ykkur litla bátskel þræða brimskaflana og heyrið ekki hljóðið í gamalli glóðarhausvél álengdar? Jú, ef grannt er hlustað, er þetta allt einhvers staðar í eilífðinni handa þeim sem gefur sig minningunum á vald.

Arnþór Helgason