„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1971/ Aflakóngur Vestmannaeyja 1970“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Karibjarna2 (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Jón Valgeir Guðjónsson.png| | [[Mynd:Jón Valgeir Guðjónsson.png|200px|left|Jón Valgeir Guðjónsson.]] | ||
[[Mynd:Farandgripur sem gefinn var af netagerðinni.png|200px|thumb]] | |||
[[Mynd:Ísleifur IV á nótaveiðum.png|300px|thumb|Ísleifur IV á nótaveiðum.]] | |||
[[Mynd:Farandgripur sem gefinn var af netagerðinni.png|300px|thumb]] | <big><big><center>'''Aflakóngur Vestmannaeyja árið 1970</center></big></big> | ||
AFLAKÓNGUR Vestmannaeyja 1970 varð Jón Valgeir Guðjónsson, skipstjóri á Ísleifi IV, og hlýtur hann Ingólfsstöngina. Ingólfsstöngin er veitt þeim skipstjóra á Vestmannaeyjabát, sem leggur á land mesta aflaverðmæti næstliðins árs frá 1. janúar til 31. desember, og er miðað við skiptaverðmæti aflans til áhafnar.<br> | |||
Jón Valgeir eða Gæsi, eins og við könnumst betur við hann, er borinn og barnfæddur Vestmannaeyingur. Hann er fæddur 8. október 1931, sonur hjónanna Guðjóns Jónssonar vélstjóra og konu hans, Mörtu Jónsdóttur, sem búsett eru hér í bæ. Hann hóf sjómennsku kornungur eða 15 ára gamall og var fyrst skráður í skiprúm með Binna í Gröf á Hilmi 1. júlí 1946. Hann getur því haldið „þríheilagt“ á þessu ári: Aflakóngur Vestmannaeyja 1970, 25 ár til sjós og fertugur í haust.<br> | |||
Gæsi fór þetta fyrsta sumar á síld; og voru þeir þá tvílembingar Hilmir og Gullborg. Hann getur því munað tvenna tímana þó að hann sé eigi eldri maður, því að þá var nótinni róið út og farið um borð í annan bátinn og borðað þar. Gæsi var síðan með Binna næstu árin bæði á Andvara og togaranum Sævari, síðan á Sjöfn með Þorsteini heitnum Gíslasyni.<br> | |||
Gæsi lauk vélstjóraprófi árið 1950 og hinu meira skipstjóraprófi árið 1954. Hann hóf formennsku árið 1955 með Blátind og tók síðar Sæbjörgu, sem Ingólfur Theódórsson gerði út.<br> | |||
Um 1960 keypti hann Hafþór Guðjónsson;70 tonna blöðrubát. Gerði hann bátinn út og var með hann í tvö ár; en þetta voru erfið ár hjá útgerðinni og hætti hann útgerð. Fór hann þá stýrimaður til Villa Fischer á Hringver og Páls Ingibergssonar á Reyni.<br> | |||
Gæsi tók við Reyni á sumarsíldveiðum árið 1964; rótfiskuðu þeir og voru um tíma hæsti bátur á þeim veiðum. Skömmu síðar tók hann svo við Engey og var með hana þar til hann tók við Ísleifi IV vorið 1967 af Gunnari Jónssyni. | |||
Gæsi hefur verið skemmtilega vaxandi maður í starfi og síðari árin í röð albeztu fiskimanna — einkum á nótaveiðum. Er hann glöggur í notkun tækja og opinn fyrir nýjungum í fiskveiðitækni. Vertíðina 1969 gerði hann gagnmerkar tilraunir með loðnunót, þegar hann reyndi nót með sérstökum botni eftir hugmynd Ingólfs Theódórssonar. Tókust þessar tilaunir svo vel, að „Ingólfsbotninn“ var strax tekinn upp almennt af loðnubátunum og hrósaði hinn landskunni aflamaður Eggert Gíslason á Gísla Árna mjög þessu veiðarfæri og sagðist hafa náð miklum afla með nótinni. Síðan uppfinning þessi kom fram, hefur verið minna sett upp af síldarnótum, en Gæsi telur, að þetta myndi reynast sérlega vel á síldarnót, einkum við stygga síld.<br> | |||
Ísleifur IV er mikið aflaskip og er þetta í 2. skipti sem báturinn er með mest aflaverðmæti Vestmannaeyjabáta. Hið fyrra skipti var undir skipstjórn Gísla Jónassonar árið 1965.<br> | |||
Gæsa líkar vel við bátinn, en segir að hann sé í minna lagi til síldveiða í Norðursjónum, en þeir eru með 1200 síldarkassa. Lönduðu þeir aðallega í Cuxhaven og Hirtshals síðastliðið sumar. Sami mannskapur hefur fylgt honum nú í mörg ár. Afli og úthald Ísleifs IV árið 1970 skiptist í stórum dráttum þannig:<br> | |||
Vertíðin 1970: Frá 26. febrúar til 9. apríl loðnuveiðar. Afli 3.610 tonn, aflaverðmæti 3.806.500 kr. Net frá 11. apríl til 30. apríl, afli 386 tn., aflaverðmæti 1.935.300 kr. Samtals aflaverðmæti á vetrarvertíð 5.714.814 kr. | |||
Maímánuður var notaður til að hreinsa bátinn og útbúa til síldveiða í Norðursjó. Lögðu þeir af stað 8. júní frá Vestmannaeyjum, en fyrsta löndun í Cuxhaven var 15. júní.<br> | |||
Með veiðihléi í ágúst veiddu þeir ca. 350 tonn af ísvarinni síld fram til septemberloka - fyrir kr. 6.517.227 kr. Haustsíldveiðar hér sunnanlands hófust 17. október og stóðu fram til 7. desember. Var afli ca. 350 tonn á þeim veiðum. Gerðu þeir oft geysilega góða túra t.d. nam aflaverðmæti úr einum túr, rúmum 160 tonnum, um 1,5 millj. króna, og hásetahlutur rúmar 47.000 kr. Sézt af þessu hvílíkt gull síldin er orðin og mikilvægt að hún nýtist sjómönnum okkar og þjóðinni sem bezt.<br> | |||
Heildaraflaverðmæti Ísleifs IV varð árið 1970 16.830.295 kr, en skiptaverðmæti 13.768.523. | |||
Jón Valgarð - okkar ágæti Gæsi - er maður í blóma lífsins Hann er kvæntur Guðlaugu Gunnarsdóttur héðan frá Vestmannaeyjum og búa þau að Heiðarvegi 53.<br> | |||
Gæsa er sannarlega sjómennskan í blóð borin og það væri vel og reyndar á honum að heyra, að hann hugsi sér að fylgja sjótrjánum, a. m. k. næstu 25 árin.<br> | |||
Eiga vel við hann vísuorð Magnúsar Stefánssonar (Örn Arnarson) í Oddsrímum:<br> | |||
::Ungur gáði út á Svið,<br> | |||
::ungur dáði hafsins nið,<br> | |||
::ungur þáði Ægi við afl<br> | |||
::og dáð og sjómanns snið.<br> | |||
Vestmannaeyingar óska Gæsa og skipshöfn hans á Ísleifi IV allra heilla. Njóti hann vel titils aflakóngs Vestmannaeyja árið 1970.<br> | |||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} | |||
Útgáfa síðunnar 17. maí 2017 kl. 14:24
AFLAKÓNGUR Vestmannaeyja 1970 varð Jón Valgeir Guðjónsson, skipstjóri á Ísleifi IV, og hlýtur hann Ingólfsstöngina. Ingólfsstöngin er veitt þeim skipstjóra á Vestmannaeyjabát, sem leggur á land mesta aflaverðmæti næstliðins árs frá 1. janúar til 31. desember, og er miðað við skiptaverðmæti aflans til áhafnar.
Jón Valgeir eða Gæsi, eins og við könnumst betur við hann, er borinn og barnfæddur Vestmannaeyingur. Hann er fæddur 8. október 1931, sonur hjónanna Guðjóns Jónssonar vélstjóra og konu hans, Mörtu Jónsdóttur, sem búsett eru hér í bæ. Hann hóf sjómennsku kornungur eða 15 ára gamall og var fyrst skráður í skiprúm með Binna í Gröf á Hilmi 1. júlí 1946. Hann getur því haldið „þríheilagt“ á þessu ári: Aflakóngur Vestmannaeyja 1970, 25 ár til sjós og fertugur í haust.
Gæsi fór þetta fyrsta sumar á síld; og voru þeir þá tvílembingar Hilmir og Gullborg. Hann getur því munað tvenna tímana þó að hann sé eigi eldri maður, því að þá var nótinni róið út og farið um borð í annan bátinn og borðað þar. Gæsi var síðan með Binna næstu árin bæði á Andvara og togaranum Sævari, síðan á Sjöfn með Þorsteini heitnum Gíslasyni.
Gæsi lauk vélstjóraprófi árið 1950 og hinu meira skipstjóraprófi árið 1954. Hann hóf formennsku árið 1955 með Blátind og tók síðar Sæbjörgu, sem Ingólfur Theódórsson gerði út.
Um 1960 keypti hann Hafþór Guðjónsson;70 tonna blöðrubát. Gerði hann bátinn út og var með hann í tvö ár; en þetta voru erfið ár hjá útgerðinni og hætti hann útgerð. Fór hann þá stýrimaður til Villa Fischer á Hringver og Páls Ingibergssonar á Reyni.
Gæsi tók við Reyni á sumarsíldveiðum árið 1964; rótfiskuðu þeir og voru um tíma hæsti bátur á þeim veiðum. Skömmu síðar tók hann svo við Engey og var með hana þar til hann tók við Ísleifi IV vorið 1967 af Gunnari Jónssyni.
Gæsi hefur verið skemmtilega vaxandi maður í starfi og síðari árin í röð albeztu fiskimanna — einkum á nótaveiðum. Er hann glöggur í notkun tækja og opinn fyrir nýjungum í fiskveiðitækni. Vertíðina 1969 gerði hann gagnmerkar tilraunir með loðnunót, þegar hann reyndi nót með sérstökum botni eftir hugmynd Ingólfs Theódórssonar. Tókust þessar tilaunir svo vel, að „Ingólfsbotninn“ var strax tekinn upp almennt af loðnubátunum og hrósaði hinn landskunni aflamaður Eggert Gíslason á Gísla Árna mjög þessu veiðarfæri og sagðist hafa náð miklum afla með nótinni. Síðan uppfinning þessi kom fram, hefur verið minna sett upp af síldarnótum, en Gæsi telur, að þetta myndi reynast sérlega vel á síldarnót, einkum við stygga síld.
Ísleifur IV er mikið aflaskip og er þetta í 2. skipti sem báturinn er með mest aflaverðmæti Vestmannaeyjabáta. Hið fyrra skipti var undir skipstjórn Gísla Jónassonar árið 1965.
Gæsa líkar vel við bátinn, en segir að hann sé í minna lagi til síldveiða í Norðursjónum, en þeir eru með 1200 síldarkassa. Lönduðu þeir aðallega í Cuxhaven og Hirtshals síðastliðið sumar. Sami mannskapur hefur fylgt honum nú í mörg ár. Afli og úthald Ísleifs IV árið 1970 skiptist í stórum dráttum þannig:
Vertíðin 1970: Frá 26. febrúar til 9. apríl loðnuveiðar. Afli 3.610 tonn, aflaverðmæti 3.806.500 kr. Net frá 11. apríl til 30. apríl, afli 386 tn., aflaverðmæti 1.935.300 kr. Samtals aflaverðmæti á vetrarvertíð 5.714.814 kr.
Maímánuður var notaður til að hreinsa bátinn og útbúa til síldveiða í Norðursjó. Lögðu þeir af stað 8. júní frá Vestmannaeyjum, en fyrsta löndun í Cuxhaven var 15. júní.
Með veiðihléi í ágúst veiddu þeir ca. 350 tonn af ísvarinni síld fram til septemberloka - fyrir kr. 6.517.227 kr. Haustsíldveiðar hér sunnanlands hófust 17. október og stóðu fram til 7. desember. Var afli ca. 350 tonn á þeim veiðum. Gerðu þeir oft geysilega góða túra t.d. nam aflaverðmæti úr einum túr, rúmum 160 tonnum, um 1,5 millj. króna, og hásetahlutur rúmar 47.000 kr. Sézt af þessu hvílíkt gull síldin er orðin og mikilvægt að hún nýtist sjómönnum okkar og þjóðinni sem bezt.
Heildaraflaverðmæti Ísleifs IV varð árið 1970 16.830.295 kr, en skiptaverðmæti 13.768.523.
Jón Valgarð - okkar ágæti Gæsi - er maður í blóma lífsins Hann er kvæntur Guðlaugu Gunnarsdóttur héðan frá Vestmannaeyjum og búa þau að Heiðarvegi 53.
Gæsa er sannarlega sjómennskan í blóð borin og það væri vel og reyndar á honum að heyra, að hann hugsi sér að fylgja sjótrjánum, a. m. k. næstu 25 árin.
Eiga vel við hann vísuorð Magnúsar Stefánssonar (Örn Arnarson) í Oddsrímum:
- Ungur gáði út á Svið,
- ungur dáði hafsins nið,
- ungur þáði Ægi við afl
- og dáð og sjómanns snið.
- Ungur gáði út á Svið,
Vestmannaeyingar óska Gæsa og skipshöfn hans á Ísleifi IV allra heilla. Njóti hann vel titils aflakóngs Vestmannaeyja árið 1970.