„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1995/ Ísfélagsdagurinn“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: <big><big>'''Ísfélagsdagurinn'''</big></big> Laugardaginn 4. júní 1994 var haldinn á vegum Ísfélags Vestmannaeyja svokallaður „Ísfélagsdagur". Þrjár deildir fyrirtækis...) |
Karibjarna2 (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<big><big>'''Ísfélagsdagurinn'''</big></big> | <big><big>'''Ísfélagsdagurinn'''</big></big> | ||
Laugardaginn 4. júní 1994 var haldinn á vegum Ísfélags Vestmannaeyja svokallaður „Ísfélagsdagur | Laugardaginn 4. júní 1994 var haldinn á vegum Ísfélags Vestmannaeyja svokallaður „Ísfélagsdagur.“ Þrjár deildir fyrirtækisins voru til sýnis almenningi þann dag. Starfsmenn frá hverri deild sátu fyrir svörum og sögðu frá starfsemi fyrirtækisins. | ||
Ísfélag Vestmannaeyja hf. er elsta starfandi hlutafélag á Íslandi en það var stofnað 1. des. 1901. Það hóf snemma frystingu á fiski og hefur verið eitt af stærstu frystihúsum landsins frá upphafi. Á þessum langa tíma hafa bæði skipst á skin og skúrir í sögu Ísfélagsins. | [[Ísfélag Vestmannaeyja]] hf. er elsta starfandi hlutafélag á Íslandi en það var stofnað 1. des. 1901. Það hóf snemma frystingu á fiski og hefur verið eitt af stærstu frystihúsum landsins frá upphafi. Á þessum langa tíma hafa bæði skipst á skin og skúrir í sögu Ísfélagsins. | ||
Ísfélagsdagurinn var haldinn laugardaginn fyrir sjómannadag þar sem útlit var fyrir að margir bæjarbúar væru á ferðinni. Kynningin stóð frá kl. 15-17 svo að hún stangaðist sem minnst á við hátíðarhöld sjómannadagsins. Boðið var upp á léttar veitingar á þeim stöðum þar sem kynningin fór fram. | Ísfélagsdagurinn var haldinn laugardaginn fyrir sjómannadag þar sem útlit var fyrir að margir bæjarbúar væru á ferðinni. Kynningin stóð frá kl. 15-17 svo að hún stangaðist sem minnst á við hátíðarhöld sjómannadagsins. Boðið var upp á léttar veitingar á þeim stöðum þar sem kynningin fór fram. | ||
Lína 10: | Lína 10: | ||
Í frystihúsinu var sýnd móttakan, vinnslurásin og aðstaða starfsfólks. Á milli 160-170 manns heimsóttu frystihúsið á þessum degi og var sá hópur mjög margbreytilegur, núverandi og fyrrverandi starfsmenn, afkomendur og makar þeirra, starfsfólk í öðrum fiskvinnslufyrirtækjum og annað áhugasamt fólk. Það kom í ljós að þeim, sem komu í heimsókn, fannst þetta allt öðruvísi heldur en þeir höfðu hugsað sér og betur komið fyrir og glæsilegra en fólk átti von á. | Í frystihúsinu var sýnd móttakan, vinnslurásin og aðstaða starfsfólks. Á milli 160-170 manns heimsóttu frystihúsið á þessum degi og var sá hópur mjög margbreytilegur, núverandi og fyrrverandi starfsmenn, afkomendur og makar þeirra, starfsfólk í öðrum fiskvinnslufyrirtækjum og annað áhugasamt fólk. Það kom í ljós að þeim, sem komu í heimsókn, fannst þetta allt öðruvísi heldur en þeir höfðu hugsað sér og betur komið fyrir og glæsilegra en fólk átti von á. | ||
''' | '''Sigurður VE 15:'''<br> | ||
Nótaskipið Sigurður VE 15 var líka til sýnis. Skipverjar sýndu skipið og svöruðu spurningum almennings um það. Á annað hundrað manns kom í heimsókn í skipið til að skoða það. Fólk hafði mjög gaman af því að skoða skipið og var skipið miklu stærra en fólk hafði reiknað með. | Nótaskipið Sigurður VE 15 var líka til sýnis. Skipverjar sýndu skipið og svöruðu spurningum almennings um það. Á annað hundrað manns kom í heimsókn í skipið til að skoða það. Fólk hafði mjög gaman af því að skoða skipið og var skipið miklu stærra en fólk hafði reiknað með. | ||
Lína 20: | Lína 20: | ||
Frystihúsið er eitt hið fullkomnasta á landinu með fimm flökunarvélar, 12 frystiskápa, 3 frystipressur og mjög fullkomna flæðilínu. Þarna er hægt að vinna allar tegundir af fiski til frystingar. Framleiðsla hússins á seinasta ári var u.þ.b. 6.000 tonn, fjórða framleiðsluhæsta frystihús SH í tonnum talið. | Frystihúsið er eitt hið fullkomnasta á landinu með fimm flökunarvélar, 12 frystiskápa, 3 frystipressur og mjög fullkomna flæðilínu. Þarna er hægt að vinna allar tegundir af fiski til frystingar. Framleiðsla hússins á seinasta ári var u.þ.b. 6.000 tonn, fjórða framleiðsluhæsta frystihús SH í tonnum talið. | ||
Fyrirtækið selur frystar afurðir í gegnum Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sem reynir að nýta alla markaði sem best. Þorskur og ýsa fer aðallega til Bandaríkjanna, karfi til Þýskalands og Bandaríkjanna, ufsi til Þýskalands og Frakklands, síld til Evrópu og Japans, loðna og loðnuhrogn Japans. Saltaðar afurðir eru seldar í gegnum Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda. Þorskflökin fara til Spánar og | Fyrirtækið selur frystar afurðir í gegnum Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sem reynir að nýta alla markaði sem best. Þorskur og ýsa fer aðallega til Bandaríkjanna, karfi til Þýskalands og Bandaríkjanna, ufsi til Þýskalands og Frakklands, síld til Evrópu og Japans, loðna og loðnuhrogn til Japans. Saltaðar afurðir eru seldar í gegnum Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda. Þorskflökin fara til Spánar og Ítalíu, ufsaflökin fara til Spánar og Þýskalands, gellur til Portúgals og söltuð loðnuhrogn til Svíþjóðar. | ||
Í starfsemi félagsins skiptir miklu máli að gæta hreinlætis og koma hlutunum sem best fyrir. Reynt hefur verið að hafa aðbúnað starfsfólks sem bestan. | Í starfsemi félagsins skiptir miklu máli að gæta hreinlætis og koma hlutunum sem best fyrir. Reynt hefur verið að hafa aðbúnað starfsfólks sem bestan. | ||
Lína 28: | Lína 28: | ||
Samningur um skipið var gerður árið 1958 og smíði þess lauk haustið 1960. Skipið var upphaflega smíðað fyrir Ísfell hf. á Flateyri og hafði einkennisstafina ÍS 33, en eigandi þess félags var Einar Sigurðsson útgerðarmaður. | Samningur um skipið var gerður árið 1958 og smíði þess lauk haustið 1960. Skipið var upphaflega smíðað fyrir Ísfell hf. á Flateyri og hafði einkennisstafina ÍS 33, en eigandi þess félags var Einar Sigurðsson útgerðarmaður. | ||
Skipið var gert út frá Reykjavík og fór fyrst 2-3 túra sem togari 1960. Síðan var því lagt í tvö ár áður en það hóf síldarflutninga. Skipið hóf aftur veiðar sem togari árið 1962 undir stjórn Auðunar Auðunssonar skipstjóra sem var með skipið til 1965 en þá tók við því Guðbjörn Jensson sem var með það í eitt ár. Síðan varð skipstjóri á | Skipið var gert út frá Reykjavík og fór fyrst 2-3 túra sem togari 1960. Síðan var því lagt í tvö ár áður en það hóf síldarflutninga. Skipið hóf aftur veiðar sem togari árið 1962 undir stjórn Auðunar Auðunssonar skipstjóra sem var með skipið til 1965 en þá tók við því Guðbjörn Jensson sem var með það í eitt ár. Síðan varð skipstjóri á togveiðum Arinbjörn Sigurðsson til 1973. Skipið var árum saman aflahæsta skip íslenska togaraflotans undir skipstjórn Auðunar Auðunssonar og Arinbjarnar Sigurðssonar en þá bar skipið einkennisstafina RE 4. | ||
Skipinu var breytt í nótaveiðiskip árið 1974. Hefur það stundað nótaveiðar frá 1974 og oft verið aflahæsta skip íslenska nótaveiðiflotans. Á þessum árum hefur skipið stundað veiðar á fjarlægum miðum, s.s. við Nýfundnaland, í Barentshafi og við Máritaníu. Árið 1975 veiddi skipið samtals 40.208 tonn af bræðslufiski. | Skipinu var breytt í nótaveiðiskip árið 1974. Hefur það stundað nótaveiðar frá 1974 og oft verið aflahæsta skip íslenska nótaveiðiflotans. Á þessum árum hefur skipið stundað veiðar á fjarlægum miðum, s.s. við Nýfundnaland, í Barentshafi og við Máritaníu. Árið 1975 veiddi skipið samtals 40.208 tonn af bræðslufiski. | ||
Lína 37: | Lína 37: | ||
'''NETAGERÐIN INGÓLFUR'''<br> | '''NETAGERÐIN INGÓLFUR'''<br> | ||
Netagerðin Ingólfur var stofnuð 24. apríl 1947 af Ingólfi Theodórssyni netagerðarmeistara. Fyrirtækið óx og dafnaði mjög fljótt enda kom fljótlega í ljós að Ingólfur var einn af færustu netagerðarmönnum landsins. Á þessum fyrstu árum var netagerðin ekki eingöngu rekin hér í Eyjum heldur var hún einnig á síldarárunum rekin á Siglufirði, Reyðarfirði og Seyðisfirði. Árið 1963 var byggt við netagerðina og húsnæðið þrefaldað að stærð og var þá ein best búna netagerð landsins. | Netagerðin Ingólfur var stofnuð 24. apríl 1947 af Ingólfi Theodórssyni netagerðarmeistara. Fyrirtækið óx og dafnaði mjög fljótt enda kom fljótlega í ljós að [[Ingólfur Theódórsson|Ingólfur]] var einn af færustu netagerðarmönnum landsins. Á þessum fyrstu árum var netagerðin ekki eingöngu rekin hér í Eyjum heldur var hún einnig á síldarárunum rekin á Siglufirði, Reyðarfirði og Seyðisfirði. Árið 1963 var byggt við netagerðina og húsnæðið þrefaldað að stærð og var þá ein best búna netagerð landsins. | ||
Árið 1972 var fyrirtækið gert að hlutafélagi. | Árið 1972 var fyrirtækið gert að hlutafélagi. | ||
Lína 45: | Lína 45: | ||
Árið 1977 var aftur byggt við netagerðina og það svo um munaði. Húsnæðið var stækkað um helming og sett upp eitt fullkomnasta blakkarkerfi landsins, auk þess sem byggð var 4200 rúmmetra eldtraust veiðarfærageymsla. | Árið 1977 var aftur byggt við netagerðina og það svo um munaði. Húsnæðið var stækkað um helming og sett upp eitt fullkomnasta blakkarkerfi landsins, auk þess sem byggð var 4200 rúmmetra eldtraust veiðarfærageymsla. | ||
Árið 1985 keypti Hraðfrystistöð Vestmannaeyja netagerðina og var Ingólfi falið að reka fyrirtækið áfram óbreytt. | Árið 1985 keypti [[Hraðfrystistöð Vestmannaeyja]] netagerðina og var Ingólfi falið að reka fyrirtækið áfram óbreytt. | ||
Ingólfi Theodórssyni var árið 1988 veittur riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands fyrir störf sín að veiðarfæragerð. Var það auðvitað mikill heiður fyrir Ingólf ekki síður en fyrir netagergðina. | Ingólfi Theodórssyni var árið 1988 veittur riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands fyrir störf sín að veiðarfæragerð. Var það auðvitað mikill heiður fyrir Ingólf ekki síður en fyrir netagergðina. |
Núverandi breyting frá og með 10. apríl 2017 kl. 12:01
Ísfélagsdagurinn
Laugardaginn 4. júní 1994 var haldinn á vegum Ísfélags Vestmannaeyja svokallaður „Ísfélagsdagur.“ Þrjár deildir fyrirtækisins voru til sýnis almenningi þann dag. Starfsmenn frá hverri deild sátu fyrir svörum og sögðu frá starfsemi fyrirtækisins.
Ísfélag Vestmannaeyja hf. er elsta starfandi hlutafélag á Íslandi en það var stofnað 1. des. 1901. Það hóf snemma frystingu á fiski og hefur verið eitt af stærstu frystihúsum landsins frá upphafi. Á þessum langa tíma hafa bæði skipst á skin og skúrir í sögu Ísfélagsins.
Ísfélagsdagurinn var haldinn laugardaginn fyrir sjómannadag þar sem útlit var fyrir að margir bæjarbúar væru á ferðinni. Kynningin stóð frá kl. 15-17 svo að hún stangaðist sem minnst á við hátíðarhöld sjómannadagsins. Boðið var upp á léttar veitingar á þeim stöðum þar sem kynningin fór fram. Frystihúsið að Strandvegi 102:
Í frystihúsinu var sýnd móttakan, vinnslurásin og aðstaða starfsfólks. Á milli 160-170 manns heimsóttu frystihúsið á þessum degi og var sá hópur mjög margbreytilegur, núverandi og fyrrverandi starfsmenn, afkomendur og makar þeirra, starfsfólk í öðrum fiskvinnslufyrirtækjum og annað áhugasamt fólk. Það kom í ljós að þeim, sem komu í heimsókn, fannst þetta allt öðruvísi heldur en þeir höfðu hugsað sér og betur komið fyrir og glæsilegra en fólk átti von á.
Sigurður VE 15:
Nótaskipið Sigurður VE 15 var líka til sýnis. Skipverjar sýndu skipið og svöruðu spurningum almennings um það. Á annað hundrað manns kom í heimsókn í skipið til að skoða það. Fólk hafði mjög gaman af því að skoða skipið og var skipið miklu stærra en fólk hafði reiknað með.
Netagerðin Ingólfur:
Netagerðin var einnig til sýnis þennan dag. Starfsemin var kynnt og starfsmenn þar tóku á móti fólkinu. Nokkrir tugir mættu og skoðuðu aðstæður.
FRYSTIHÚS
Einn af stóratburðunum í sögu Ísfélagsins var sameining félagsins við Hraðfrystistöð Vestmannaeyja 1. jan. 1992. Þá var fyrirtækið með tvö frystihús og ákveðið var að flytja alla fiskvinnslu félagsins að Strandvegi 102 og byggja það hús upp.
Frystihúsið er eitt hið fullkomnasta á landinu með fimm flökunarvélar, 12 frystiskápa, 3 frystipressur og mjög fullkomna flæðilínu. Þarna er hægt að vinna allar tegundir af fiski til frystingar. Framleiðsla hússins á seinasta ári var u.þ.b. 6.000 tonn, fjórða framleiðsluhæsta frystihús SH í tonnum talið. Fyrirtækið selur frystar afurðir í gegnum Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sem reynir að nýta alla markaði sem best. Þorskur og ýsa fer aðallega til Bandaríkjanna, karfi til Þýskalands og Bandaríkjanna, ufsi til Þýskalands og Frakklands, síld til Evrópu og Japans, loðna og loðnuhrogn til Japans. Saltaðar afurðir eru seldar í gegnum Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda. Þorskflökin fara til Spánar og Ítalíu, ufsaflökin fara til Spánar og Þýskalands, gellur til Portúgals og söltuð loðnuhrogn til Svíþjóðar.
Í starfsemi félagsins skiptir miklu máli að gæta hreinlætis og koma hlutunum sem best fyrir. Reynt hefur verið að hafa aðbúnað starfsfólks sem bestan. Helstu yfirmenn eru Jón Ólafur Svansson framleiðslustjóri, Einar Bjarnason starfsmannastjóri, Helga Magnúsdóttir, Herdís Kristmannsdóttir, Sigurður Sigurbjörnsson og Þorkell Þorkelsson eru verkstjórar. Vélstjóri er Jón Ragnar Sævarsson og vélaverkstæðisformaður Ólafur Óskarsson.
SIGURÐUR VE 15
Samningur um skipið var gerður árið 1958 og smíði þess lauk haustið 1960. Skipið var upphaflega smíðað fyrir Ísfell hf. á Flateyri og hafði einkennisstafina ÍS 33, en eigandi þess félags var Einar Sigurðsson útgerðarmaður.
Skipið var gert út frá Reykjavík og fór fyrst 2-3 túra sem togari 1960. Síðan var því lagt í tvö ár áður en það hóf síldarflutninga. Skipið hóf aftur veiðar sem togari árið 1962 undir stjórn Auðunar Auðunssonar skipstjóra sem var með skipið til 1965 en þá tók við því Guðbjörn Jensson sem var með það í eitt ár. Síðan varð skipstjóri á togveiðum Arinbjörn Sigurðsson til 1973. Skipið var árum saman aflahæsta skip íslenska togaraflotans undir skipstjórn Auðunar Auðunssonar og Arinbjarnar Sigurðssonar en þá bar skipið einkennisstafina RE 4.
Skipinu var breytt í nótaveiðiskip árið 1974. Hefur það stundað nótaveiðar frá 1974 og oft verið aflahæsta skip íslenska nótaveiðiflotans. Á þessum árum hefur skipið stundað veiðar á fjarlægum miðum, s.s. við Nýfundnaland, í Barentshafi og við Máritaníu. Árið 1975 veiddi skipið samtals 40.208 tonn af bræðslufiski. Byggt var yfir skipuð árið 1977 og ber það nú tæp 1.400 tonn af loðnu. Skipstjóri á loðnuveiðum frá upphafi hefur verið Kristbjörn Árnason, en um árabil var Haraldur Ágústsson skipstjóri á móti honum. Skipið hefur alla tíð reynst vera mikið happaskip. Skipið er 985 rúmlestir, vélin er Nohab Polar, 2400 hestöfl, síðan 1978, en upphafleg vél var Werkspoor frá 1960 sem skipt var um eftir að sveifarásinn brotnaði í skipinu. Skipið er 72,51 m að lengd og 10,33 m að breidd. Skipið er mjög vel búið tækjum og er eitt öflugasta nótaveiðiskip í Evrópu þó að það sé orðið 34 ára gamalt.
Helstu yfirmenn á skipinu eru: Kristbjörn Árnason skipstjóri, Andrés Þ. Sigurðsson 1. stýrimaður og Ingibergur Sigurðsson yfirvélstjóri.
NETAGERÐIN INGÓLFUR
Netagerðin Ingólfur var stofnuð 24. apríl 1947 af Ingólfi Theodórssyni netagerðarmeistara. Fyrirtækið óx og dafnaði mjög fljótt enda kom fljótlega í ljós að Ingólfur var einn af færustu netagerðarmönnum landsins. Á þessum fyrstu árum var netagerðin ekki eingöngu rekin hér í Eyjum heldur var hún einnig á síldarárunum rekin á Siglufirði, Reyðarfirði og Seyðisfirði. Árið 1963 var byggt við netagerðina og húsnæðið þrefaldað að stærð og var þá ein best búna netagerð landsins.
Árið 1972 var fyrirtækið gert að hlutafélagi.
Gosárið 1973 starfrækti fyrirtækið tvö útibú, í Grindavík og í Hafnarfirði, auk þess sem það var rekið í Eyjum til þess að geta þjónað sem best Eyjaflotanum sem landaði víða.
Árið 1977 var aftur byggt við netagerðina og það svo um munaði. Húsnæðið var stækkað um helming og sett upp eitt fullkomnasta blakkarkerfi landsins, auk þess sem byggð var 4200 rúmmetra eldtraust veiðarfærageymsla.
Árið 1985 keypti Hraðfrystistöð Vestmannaeyja netagerðina og var Ingólfi falið að reka fyrirtækið áfram óbreytt.
Ingólfi Theodórssyni var árið 1988 veittur riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands fyrir störf sín að veiðarfæragerð. Var það auðvitað mikill heiður fyrir Ingólf ekki síður en fyrir netagergðina.
Í mars 1988 lést Ingólfur Theodórsson og við rekstrinum tók Birkir Agnarsson sem framkvæmdastjóri og starfar enn sem slíkur.
Um áramótin 1992 varð svo Netagerðin Ingólfur hluti af Ísfélaginu, en rekstrinum haldið óbreyttum eftir sameiningu Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja hf. Netagerðin er eitt fullkomnasta netaverkstæði á landinu hvað varðar vinnuaðstöðu og tækjabúnað, leiðandi afl í gerð og þróun nýrra veiðarfæra og jafnan í beinni samvinnu við skipstjóra og sjómenn um land allt.