„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1993/Bjartsýni og áræði“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 13: Lína 13:
Tímar koma og fara, aðstæður breytast, en hlutverk okkar mannanna er ætíð hið sama: að takast á við tímann og aðstæðurnar í þeirri viðleitni að finna mannlífi farveg. Þar reynir á kjark og samstöðu. Kall Guðs til okkar er kall til samstöðu. „Vér elskum því hann elskaði oss að fyrra bragði.“ Sá er vitnisburður ritningarinnar. Guð hefur, í Jesú Kristi, sýnt okkur fulla samstöðu og í samfélagi við hann hljótum við því að sýna hvert öðru stuðning og umhyggju. Ávöxtur þeirrar umhyggju er bjartsýni og áræði í glímu hversdagsins.<br>
Tímar koma og fara, aðstæður breytast, en hlutverk okkar mannanna er ætíð hið sama: að takast á við tímann og aðstæðurnar í þeirri viðleitni að finna mannlífi farveg. Þar reynir á kjark og samstöðu. Kall Guðs til okkar er kall til samstöðu. „Vér elskum því hann elskaði oss að fyrra bragði.“ Sá er vitnisburður ritningarinnar. Guð hefur, í Jesú Kristi, sýnt okkur fulla samstöðu og í samfélagi við hann hljótum við því að sýna hvert öðru stuðning og umhyggju. Ávöxtur þeirrar umhyggju er bjartsýni og áræði í glímu hversdagsins.<br>


'''Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir'''<br>
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir'''<br>


{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Útgáfa síðunnar 30. mars 2017 kl. 12:24

SR. JÓNA HRÖNN BOLLADÓTTIR:


HUGVEKJA í TILEFNI SJÓMANNADAGS VESTMANNAEYJA


BJARTSÝNI OG ÁRÆÐI


Í ár minnast Vestmanneyingar þess að liðin eru 20 ár frá eldsumbrotunum á Heimaey. Þessum tímamótum hafa verið gerð skil á margvíslegan hátt, bæði í sjónvarpi og útvarpi, en einnig með samkomum hér í Eyjum.
Þessir atburðir mörkuðu mikil þáttaskil í lífi Vestmanneyinga og hver og einn hefur sínar upplifanir og skoðanir á þeim miklu breytingum sem urðu á lífi manna hér. Allir Íslendingar tóku þátt í þessum atburðum með einum eða öðrum hætti því slíkir atburðir hljóta að snerta alla.
Ég var aðeins átta ára stelpa í sveitinni þegar þessir atburðir áttu sér stað, en man eftir fréttum og áhyggjufullum umræðum fullorðna fólksins. Nú, þegar ég á allt í einu heima hér við rætur Eldfells og upplifi með fólki þessi 20 ára tímamót, þá er eftirtektarvert að sjá það æðruleysi sem fólk sýndi er það varð að yfirgefa eigur sínar á flótta fyrir lífi sínu. Og þá er ekki síður merkilegt áræðið og bjartsýnin sem einkenndi heimkomuna og uppbyggingu byggðarinnar af rústum eyðileggingarinnar. En þetta er ekki aðeins hægt að segja um Vestmanneyinga í kringum eldgosið 1973 heldur eru þetta lýsingarorð sem oft voru notuð um þá sem sækja sjóinn.
Íslenskir sjómenn hafa ekki talið eftir sér erfiðið og áhættuna sem fylgir sjósókninni. Iðulega heyrir maður frásagnir af atvikum þar sem ósérhlífni og kjarkur breytti óheillavænlegri atburðarás til hins betra. Allir hér í bæ kunna slíkar sögur. Kannski hefur þó heldur lítið verið haldið á lofti dugnaði og myndarskap eiginkvenna þessara vösku pilta. En það er nokkuð sem ég hef kynnst þó ég hafi ekki lengi búið í Eyjum. Það hefur verið hollur skóli fyrir mig, sem hef þó setið á skólabekk hálfa ævina. Því það er lærdómsríkt að fylgjast með því hvernig þær af elju og útsjónarsemi reka sameiginlegt heimili fjölskyldunnar og leggja á sig mikið erfiði til þess að allir í fjölskyldunni eigi góða daga. Það er ómetanlegt fyrir sjómanninn að vita af heimili sínu í góðum höndum. Það gefur honum bjartsýni og áræði í glímunni við Ægi.
Á hverjum tíma stöndum við andspænis erfiðum aðstæðum. Nú eru erfiðleikar gosáranna löngu að baki, við horfum um öxl í þakklæti til Guðs að lífi manna skyldi vera þyrmt og að hamfarir elds og jarðar náðu ekki að eyða byggð á okkar ástsælu eyju.
En dagurinn í dag er þó ekki án áhyggju. Gæftaleysi og atvinnuleysi hefur herjað á byggð okkar. Og það sem verra er: mótlætið hefur ekki þrýst okkur saman eins og það gerði á gostímanum. Þar liggur versta meinið.
Tímar koma og fara, aðstæður breytast, en hlutverk okkar mannanna er ætíð hið sama: að takast á við tímann og aðstæðurnar í þeirri viðleitni að finna mannlífi farveg. Þar reynir á kjark og samstöðu. Kall Guðs til okkar er kall til samstöðu. „Vér elskum því hann elskaði oss að fyrra bragði.“ Sá er vitnisburður ritningarinnar. Guð hefur, í Jesú Kristi, sýnt okkur fulla samstöðu og í samfélagi við hann hljótum við því að sýna hvert öðru stuðning og umhyggju. Ávöxtur þeirrar umhyggju er bjartsýni og áræði í glímu hversdagsins.

Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir