„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2000/Björgunarafrek fyrir hálfri öld“: Munur á milli breytinga
StefánBjörn (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
Karibjarna2 (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 6: | Lína 6: | ||
Báðir vom þeir vanir að busla og synda í sjó. Í nokkur haust áður en þetta skeði hafði Adólf ásamt Magnúsi bróður sínum farið daglega austur í [[Skansinn|Skansfjöru]]. Hún var þá sandur, en er núna grýtt fjara. Þeir afklæddust í björgunarbátaskýlinu þama og syntu út með suður hafnargarðinum að innanverðu. Þeir bræður eru sammála um að þetta hafi styrkt þá og eflt og þeir búi að því enn. Adólf lærði sund í Seljavallalauginni undir A-Eyjafjöllum. Hann hafði verið sendur í sveit að Berjanesi til Andrésar Andréssonar bónda og konu hans Mörtu Guðjónsdóttur. Jóna móðir Adólfs hafði sett það sem skilyrði fyrir sumarvinnunni að hann lærði sund. Við það var staðið, og lá Adólf í tjaldi inni við Seljavelli í viku meðan á sundkennslunni stóð.<br> | Báðir vom þeir vanir að busla og synda í sjó. Í nokkur haust áður en þetta skeði hafði Adólf ásamt Magnúsi bróður sínum farið daglega austur í [[Skansinn|Skansfjöru]]. Hún var þá sandur, en er núna grýtt fjara. Þeir afklæddust í björgunarbátaskýlinu þama og syntu út með suður hafnargarðinum að innanverðu. Þeir bræður eru sammála um að þetta hafi styrkt þá og eflt og þeir búi að því enn. Adólf lærði sund í Seljavallalauginni undir A-Eyjafjöllum. Hann hafði verið sendur í sveit að Berjanesi til Andrésar Andréssonar bónda og konu hans Mörtu Guðjónsdóttur. Jóna móðir Adólfs hafði sett það sem skilyrði fyrir sumarvinnunni að hann lærði sund. Við það var staðið, og lá Adólf í tjaldi inni við Seljavelli í viku meðan á sundkennslunni stóð.<br> | ||
Sigurgeir fór oft undir Löngu með félögum sínum áður en skólaganga og sundkennsla hófst hjá honum. Þarna lærði hann að synda af þeim félögunum og sjálfum sér. Þegar hann var orðinn sæmilega syndur stungu þeir sér af [[Edinborgarbryggja|Edinborgarbryggjunni]], syntu yfir höfnina undir Löngu og aftur til baka þegar þeir höfðu leikið sér þar daglangt. Fötin voru geymd á Edinborgarbryggjunni.<br> | Sigurgeir fór oft undir Löngu með félögum sínum áður en skólaganga og sundkennsla hófst hjá honum. Þarna lærði hann að synda af þeim félögunum og sjálfum sér. Þegar hann var orðinn sæmilega syndur stungu þeir sér af [[Edinborgarbryggja|Edinborgarbryggjunni]], syntu yfir höfnina undir Löngu og aftur til baka þegar þeir höfðu leikið sér þar daglangt. Fötin voru geymd á Edinborgarbryggjunni.<br> | ||
Nánar skv. frásögn þeirra. Adólf var stýrimaður á [[Muggur VE|Muggi VE]] 322, 35 tonn að stærð eigandi [[Helgi Benediktsson|Helgi Benediktsson]] útgerðarmaður. Skipstjóri var [[Einar Sveinn Jóhannesson|Einar Sveinn Jóhannesson]], síðar á [[Lóðsinn|Lóðsinum]]. Þeir | Nánar skv. frásögn þeirra. Adólf var stýrimaður á [[Muggur VE|Muggi VE]] 322, 35 tonn að stærð eigandi [[Helgi Benediktsson|Helgi Benediktsson]] útgerðarmaður. Skipstjóri var [[Einar Sveinn Jóhannesson|Einar Sveinn Jóhannesson]], síðar á [[Lóðsinn|Lóðsinum]]. Þeir voru á reknetum og höfðu lagt í Grindavíkurdýpinu. Þegar farið var að draga voru 5 - 6 vindstig af austri og sjór svipaður. Þetta var 8. október 1949. Kokkurinn [[Árni Pálsson (Auðsstöðum)|Árni Pálsson]] Auðsholti hér í Eyjum dró kapalinn af spilinu, en Adólf var aftur í gangi með öðrum skipverjum að hrista síldina úr netunum. Þegar belgir sem festir voru á kapalinn, komu að stefni bátsins þurfti Árni að fara fram á til þess að losa þá af. Árni var léttur og snaggaralegur maður m. a. mikill hlaupari og einnig góður taflmaður. Í einni ferðinni fram að stefni hrasaði hann og féll fyrir borð. Báturinn var fastur undir netunum og bar Árna frá honum og kallaði á hjálp. Adólf hljóp fram á hádekk í sjóstakk og klofstígvélum. Þá var Árni farinn að sökkva. Stakk Adólf sér þá í öllum gallanum, synti til hans og náði honum þegar honum skaut upp öðru sinni. Adólf synti með hann að skipshlið. Þegar þangað kom réttu skipverjarnir hakaenda til þeirra og gátu þeir innbyrt þá með honum, fyrst Árna og síðan Adólf. Töluvert var af Árna dregið, og drifu skipverjarnir hann niður í lúkar. Adólf man sérstaklega hvað Guðlaugur Sigurðsson í Hruna var natinn við að hjúkra honum. Árni vildi ekki sjá Adólf nálægt sér þarna og á landleiðinni. Sjúkrabíll beið á bryggjunni þegar til Eyja kom og flutti Árna á sjúkrahúsið. Þar lá hann í nokkra daga og kom svo hress um borð.<br> | ||
Adólf segir að Árni hafi verið mjög góður skipsfélagi, léttur og kátur, skínandi kokkur og duglegur á dekki.<br> | Adólf segir að Árni hafi verið mjög góður skipsfélagi, léttur og kátur, skínandi kokkur og duglegur á dekki.<br> | ||
Það var 17. júní 1950 að [[Páll Þorbjörnsson|Páll Þorbjörnsson]] fyrrverandi skipstjóri afhenti Adólfi verðlaun fyrir björgunarafrekið. Það var afreksbikar Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda 1949. Það var venja að afhenda þessi verðlaun á sjómannadaginn, en á sjómannadaginn þetta ár var Adólf á sjó á [[Elliðaey|Elliðaeynni]] með Ásmundi á [[Lönd|Löndum]]. Páll sæmdi Adólf einnig við þetta tækifæri heiðursmerki Slysavarnafélags Íslands. Eftirfarandi bréf fylgdi með.<br> | Það var 17. júní 1950 að [[Páll Þorbjörnsson|Páll Þorbjörnsson]] fyrrverandi skipstjóri afhenti Adólfi verðlaun fyrir björgunarafrekið. Það var afreksbikar Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda 1949. Það var venja að afhenda þessi verðlaun á sjómannadaginn, en á sjómannadaginn þetta ár var Adólf á sjó á [[Elliðaey|Elliðaeynni]] með Ásmundi á [[Lönd|Löndum]]. Páll sæmdi Adólf einnig við þetta tækifæri heiðursmerki Slysavarnafélags Íslands. Eftirfarandi bréf fylgdi með.<br> | ||
Lína 13: | Lína 13: | ||
Hr. Adólf Magnússon stýrimaður<br> | Hr. Adólf Magnússon stýrimaður<br> | ||
Vestmannaeyjum<br> | Vestmannaeyjum<br> | ||
Í þakklætis og viðurkenningarskyni fyrir það að þér hættuð yður við að bjarga skipsfélaga yðar er fallið hafði útbyrðis í rúmsjó af m. b. Mugg þá hefur stjórn Slysavarnafélags | Í þakklætis og viðurkenningarskyni fyrir það að þér hættuð yður við að bjarga skipsfélaga yðar er fallið hafði útbyrðis í rúmsjó af m. b. Mugg þá hefur stjórn Slysavarnafélags Íslands ákveðið að veita yður meðfylgjandi heiðursmerki félagsins, sem eru fyrstu verðlaun félagsins fyrir björgun.<br> | ||
Með þakklæti og virðingu Slysavarnafélag | Með þakklæti og virðingu Slysavarnafélag Íslands, Henry Hálfdánarson.<br> | ||
[[Sigurgeir Ólafsson]] var bátsmaður á bv. [[Elliðaey VE]] 10, nýsköpunartogara, í eigu Bæjarútgerðar Vestmannaeyja. Þeir voru á Halanum í leiðindaveðri, stormi og töluverðum sjó. Rétt fyrir vaktaskipti á hádegi voru þeir að taka trollið. Hlerar, ross og klafi voru komnir í gálga. Guðjón Aanes, forhleramaður, var að teygja sig í rópinn, þegar kvika dró grandarana út af spilinu. Hentist hann þá út í sjó með rossinu. Fyrst var kastað til hans björgunarhring og spottum. Vegna reks skipsins tókst ekki að kasta þessu nógu langt til hans. Sigurgeir hljóp þá fram undir gálga og í sjóinn í öllum galla, meira að segja með vettlinga á höndum. Hann kom úr kafi rétt hjá björgunarhringnum, náði honum og gat kastað til Guðjóns, sem náði honum.<br> | [[Sigurgeir Ólafsson]] var bátsmaður á bv. [[Elliðaey VE]] 10, nýsköpunartogara, í eigu Bæjarútgerðar Vestmannaeyja. Þeir voru á Halanum í leiðindaveðri, stormi og töluverðum sjó. Rétt fyrir vaktaskipti á hádegi voru þeir að taka trollið. Hlerar, ross og klafi voru komnir í gálga. Guðjón Aanes, forhleramaður, var að teygja sig í rópinn, þegar kvika dró grandarana út af spilinu. Hentist hann þá út í sjó með rossinu. Fyrst var kastað til hans björgunarhring og spottum. Vegna reks skipsins tókst ekki að kasta þessu nógu langt til hans. Sigurgeir hljóp þá fram undir gálga og í sjóinn í öllum galla, meira að segja með vettlinga á höndum. Hann kom úr kafi rétt hjá björgunarhringnum, náði honum og gat kastað til Guðjóns, sem náði honum.<br> | ||
Sigurgeir synti til hans. Var Guðjón þá búinn að missa hringinn. Þeir kröfluðu sig saman að skipshliðinni. Vegna veltings skipsins voru þar mikil sog sem gerðu þeim erfitt fyrir. Karlarnir um borð komu björgunarhring með línu í til þeirra og gat Sigurgeir | Sigurgeir synti til hans. Var Guðjón þá búinn að missa hringinn. Þeir kröfluðu sig saman að skipshliðinni. Vegna veltings skipsins voru þar mikil sog sem gerðu þeim erfitt fyrir. Karlarnir um borð komu björgunarhring með línu í til þeirra og gat Sigurgeir smeygt hringnum á Guðjón. Þá var farið að draga af honum. Þannig var hann hífður upp. Hringnum var síðan hent til Sigurgeirs og var hann dreginn um borð. Hann hafði hringinn undir hægri handlegg og hélt um hann báðum höndum. Eins og áður kom fram var þetta rétt fyrir vaktaskipti á hádegi. Þegar Sigurgeir hafði haft fataskipti og borðað, fór hann í koju. Þar brotnaði hann saman, hríðskalf og grét.<br> | ||
Skipstjórinn, Halldór Guðmundsson úr Reykjavík, kom þarna til hans, þakkaði honum fyrir björgunarafrekið, og bætti við: „Gerðu þetta ekki aftur nema að setja á þig línu áður en þú stingur þér í sjóinn. | Skipstjórinn, Halldór Guðmundsson úr Reykjavík, kom þarna til hans, þakkaði honum fyrir björgunarafrekið, og bætti við: „Gerðu þetta ekki aftur nema að setja á þig línu áður en þú stingur þér í sjóinn.“ Báðir mættu þeir Sigurgeir og Guðjón á dekk að lokinni kojuvakt klukkan hálf sjö um eftirmiðdaginn eins og ekkert hefði komíð fyrir.<br> | ||
Afreksbikar Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda var veittur Sigurgeir á sjómannadegi 1951.<br> | Afreksbikar Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda var veittur Sigurgeir á sjómannadegi 1951.<br> | ||
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hetjudáð þeirra félaganna Adólfs og Sigurgeirs. Svona afrek eins og hér hefur verið lýst vinna ekki aðrir en karlmenni og hetjur. Til þess þarf mikið æðruleysi og þrek.<br> | Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hetjudáð þeirra félaganna Adólfs og Sigurgeirs. Svona afrek eins og hér hefur verið lýst vinna ekki aðrir en karlmenni og hetjur. Til þess þarf mikið æðruleysi og þrek.<br> |
Útgáfa síðunnar 2. mars 2017 kl. 11:09
Lengi hafa verið meðal okkar ofurhugar. sem hafa ekki vílað fyrir sér að stinga sér til sunds í rúmsjó í alls lags veðrum til þess að bjarga skipsfélögum sínum, sem fallið hafa fyrir borð, og ekki getað björg sér veitt.
Hér verður getið tveggja þeirra, sem eru meðal okkar hér í Eyjum. Adólfs Magnússonar Sjónarhóli og Sigurgeirs Ólafssonar Heiðarbæ, báðir frá Vestmannaeyjum. Adólf bjargaði skipsfélaga sínum í Grindarvíkurdýpinu 8. október 1949, og Sigurgeir sínum á Halanum haustið 1950.
Adólf hlaut afreksbikar Félags íslenskra boruvörpuskipaeigenda 1949, og Sigurgeir afreksbikar sama félags 1950.
Báðir vom þeir vanir að busla og synda í sjó. Í nokkur haust áður en þetta skeði hafði Adólf ásamt Magnúsi bróður sínum farið daglega austur í Skansfjöru. Hún var þá sandur, en er núna grýtt fjara. Þeir afklæddust í björgunarbátaskýlinu þama og syntu út með suður hafnargarðinum að innanverðu. Þeir bræður eru sammála um að þetta hafi styrkt þá og eflt og þeir búi að því enn. Adólf lærði sund í Seljavallalauginni undir A-Eyjafjöllum. Hann hafði verið sendur í sveit að Berjanesi til Andrésar Andréssonar bónda og konu hans Mörtu Guðjónsdóttur. Jóna móðir Adólfs hafði sett það sem skilyrði fyrir sumarvinnunni að hann lærði sund. Við það var staðið, og lá Adólf í tjaldi inni við Seljavelli í viku meðan á sundkennslunni stóð.
Sigurgeir fór oft undir Löngu með félögum sínum áður en skólaganga og sundkennsla hófst hjá honum. Þarna lærði hann að synda af þeim félögunum og sjálfum sér. Þegar hann var orðinn sæmilega syndur stungu þeir sér af Edinborgarbryggjunni, syntu yfir höfnina undir Löngu og aftur til baka þegar þeir höfðu leikið sér þar daglangt. Fötin voru geymd á Edinborgarbryggjunni.
Nánar skv. frásögn þeirra. Adólf var stýrimaður á Muggi VE 322, 35 tonn að stærð eigandi Helgi Benediktsson útgerðarmaður. Skipstjóri var Einar Sveinn Jóhannesson, síðar á Lóðsinum. Þeir voru á reknetum og höfðu lagt í Grindavíkurdýpinu. Þegar farið var að draga voru 5 - 6 vindstig af austri og sjór svipaður. Þetta var 8. október 1949. Kokkurinn Árni Pálsson Auðsholti hér í Eyjum dró kapalinn af spilinu, en Adólf var aftur í gangi með öðrum skipverjum að hrista síldina úr netunum. Þegar belgir sem festir voru á kapalinn, komu að stefni bátsins þurfti Árni að fara fram á til þess að losa þá af. Árni var léttur og snaggaralegur maður m. a. mikill hlaupari og einnig góður taflmaður. Í einni ferðinni fram að stefni hrasaði hann og féll fyrir borð. Báturinn var fastur undir netunum og bar Árna frá honum og kallaði á hjálp. Adólf hljóp fram á hádekk í sjóstakk og klofstígvélum. Þá var Árni farinn að sökkva. Stakk Adólf sér þá í öllum gallanum, synti til hans og náði honum þegar honum skaut upp öðru sinni. Adólf synti með hann að skipshlið. Þegar þangað kom réttu skipverjarnir hakaenda til þeirra og gátu þeir innbyrt þá með honum, fyrst Árna og síðan Adólf. Töluvert var af Árna dregið, og drifu skipverjarnir hann niður í lúkar. Adólf man sérstaklega hvað Guðlaugur Sigurðsson í Hruna var natinn við að hjúkra honum. Árni vildi ekki sjá Adólf nálægt sér þarna og á landleiðinni. Sjúkrabíll beið á bryggjunni þegar til Eyja kom og flutti Árna á sjúkrahúsið. Þar lá hann í nokkra daga og kom svo hress um borð.
Adólf segir að Árni hafi verið mjög góður skipsfélagi, léttur og kátur, skínandi kokkur og duglegur á dekki.
Það var 17. júní 1950 að Páll Þorbjörnsson fyrrverandi skipstjóri afhenti Adólfi verðlaun fyrir björgunarafrekið. Það var afreksbikar Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda 1949. Það var venja að afhenda þessi verðlaun á sjómannadaginn, en á sjómannadaginn þetta ár var Adólf á sjó á Elliðaeynni með Ásmundi á Löndum. Páll sæmdi Adólf einnig við þetta tækifæri heiðursmerki Slysavarnafélags Íslands. Eftirfarandi bréf fylgdi með.
Reykjavík, 3. júní 1950
Hr. Adólf Magnússon stýrimaður
Vestmannaeyjum
Í þakklætis og viðurkenningarskyni fyrir það að þér hættuð yður við að bjarga skipsfélaga yðar er fallið hafði útbyrðis í rúmsjó af m. b. Mugg þá hefur stjórn Slysavarnafélags Íslands ákveðið að veita yður meðfylgjandi heiðursmerki félagsins, sem eru fyrstu verðlaun félagsins fyrir björgun.
Með þakklæti og virðingu Slysavarnafélag Íslands, Henry Hálfdánarson.
Sigurgeir Ólafsson var bátsmaður á bv. Elliðaey VE 10, nýsköpunartogara, í eigu Bæjarútgerðar Vestmannaeyja. Þeir voru á Halanum í leiðindaveðri, stormi og töluverðum sjó. Rétt fyrir vaktaskipti á hádegi voru þeir að taka trollið. Hlerar, ross og klafi voru komnir í gálga. Guðjón Aanes, forhleramaður, var að teygja sig í rópinn, þegar kvika dró grandarana út af spilinu. Hentist hann þá út í sjó með rossinu. Fyrst var kastað til hans björgunarhring og spottum. Vegna reks skipsins tókst ekki að kasta þessu nógu langt til hans. Sigurgeir hljóp þá fram undir gálga og í sjóinn í öllum galla, meira að segja með vettlinga á höndum. Hann kom úr kafi rétt hjá björgunarhringnum, náði honum og gat kastað til Guðjóns, sem náði honum.
Sigurgeir synti til hans. Var Guðjón þá búinn að missa hringinn. Þeir kröfluðu sig saman að skipshliðinni. Vegna veltings skipsins voru þar mikil sog sem gerðu þeim erfitt fyrir. Karlarnir um borð komu björgunarhring með línu í til þeirra og gat Sigurgeir smeygt hringnum á Guðjón. Þá var farið að draga af honum. Þannig var hann hífður upp. Hringnum var síðan hent til Sigurgeirs og var hann dreginn um borð. Hann hafði hringinn undir hægri handlegg og hélt um hann báðum höndum. Eins og áður kom fram var þetta rétt fyrir vaktaskipti á hádegi. Þegar Sigurgeir hafði haft fataskipti og borðað, fór hann í koju. Þar brotnaði hann saman, hríðskalf og grét.
Skipstjórinn, Halldór Guðmundsson úr Reykjavík, kom þarna til hans, þakkaði honum fyrir björgunarafrekið, og bætti við: „Gerðu þetta ekki aftur nema að setja á þig línu áður en þú stingur þér í sjóinn.“ Báðir mættu þeir Sigurgeir og Guðjón á dekk að lokinni kojuvakt klukkan hálf sjö um eftirmiðdaginn eins og ekkert hefði komíð fyrir.
Afreksbikar Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda var veittur Sigurgeir á sjómannadegi 1951.
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hetjudáð þeirra félaganna Adólfs og Sigurgeirs. Svona afrek eins og hér hefur verið lýst vinna ekki aðrir en karlmenni og hetjur. Til þess þarf mikið æðruleysi og þrek.
Sjómannadagsblað Vestmannaeyja sendir þeim félögum bestu óskir og kveðjur
Kappróður SJÓMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA.
Gísli Eiríksson