„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2002/ Ævintýri undir Heimakletti“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><big><big><center>'''Ævintýri undir Heimakletti'''</center></big></big></big></big></center><br><br> Gísli J. Johnsen segir frá þróun útgerðar og verslunar í Vestmannaey...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
<big><big><big><center>'''Ævintýri undir Heimakletti'''</center></big></big></big></big></center><br><br>
<big><big><big><center>'''Ævintýri undir Heimakletti'''</center></big></big></big></big></center><br><br>
Gísli J. Johnsen segir frá þróun útgerðar og verslunar í Vestmannaeyjum frá 1890'''</center></big></big></big></center><br><br>
<big><big><center>Gísli J. Johnsen segir frá þróun útgerðar og verslunar í Vestmannaeyjum frá 1890'''</center></big></big></center><br><br>
   
   
Eftirfarandi viðtal við Gísla J. Johnsen stórkaupmann og útgerðarmann frá Vestmannaeyjum birtist í blaðínu Sjómaðurinn, 1.-2. tbl. jan - maí 1941.<br> Sjómaðurinn var gefinn út af Stýrimannafélagi Íslands, og var Jón Axel Pétursson ábyrgðarmaður. Ekki kemur fram hver tók viðtalið, í tilefni af sextugsafmæli Gísla 10. mars 1941. Gísli var fæddur 1881. Á þessu ári er því 121 ár frá fæðingu hans en hann lést 6. september 1965.<br>
Eftirfarandi viðtal við Gísla J. Johnsen stórkaupmann og útgerðarmann frá Vestmannaeyjum birtist í blaðínu Sjómaðurinn, 1.-2. tbl. jan - maí 1941.<br> Sjómaðurinn var gefinn út af Stýrimannafélagi Íslands, og var Jón Axel Pétursson ábyrgðarmaður. Ekki kemur fram hver tók viðtalið, í tilefni af sextugsafmæli Gísla 10. mars 1941. Gísli var fæddur 1881. Á þessu ári er því 121 ár frá fæðingu hans en hann lést 6. september 1965.<br>

Útgáfa síðunnar 3. febrúar 2017 kl. 11:58

Ævintýri undir Heimakletti



Gísli J. Johnsen segir frá þróun útgerðar og verslunar í Vestmannaeyjum frá 1890



Eftirfarandi viðtal við Gísla J. Johnsen stórkaupmann og útgerðarmann frá Vestmannaeyjum birtist í blaðínu Sjómaðurinn, 1.-2. tbl. jan - maí 1941.
Sjómaðurinn var gefinn út af Stýrimannafélagi Íslands, og var Jón Axel Pétursson ábyrgðarmaður. Ekki kemur fram hver tók viðtalið, í tilefni af sextugsafmæli Gísla 10. mars 1941. Gísli var fæddur 1881. Á þessu ári er því 121 ár frá fæðingu hans en hann lést 6. september 1965.
Það er svipótt í Vestmannaeyjum. Vindarnir leika um klettana. Stundum er stillilogn en allt í einu kemur hvöss vindhviða svo að þeir, sem ekki eru því grónari að kröftum, verða að hafa sig alla við að standa uppréttir. Náttúran er margbreytileg í Vestmannaeyjum, háir, hrikalegir, svartir klettar, ávöl fell, grænar hlíðar og grösugir balar og sjórinn svo margbreytilegur eins og hann er, stundum spegilsléttur svo langt sem augað eygir og stundum í ægilegum ham svo að löður strýkur upp að kolli Heimakletts og döggvar gluggarúðurnar í húsunum þar sem byggðin kúrir. Sá, sem þetta ritar, hefur aldrei séð fegurri sýn en kvöldið hálfrokkið, sjóinn út að svörtum smáeyjunum rjómasléttan og mánaljósið eins og silfurrák. - Það er sagt að náttúran, þar sem maður elst upp, hafi mikil áhrif á skapgerðina og margir finna í svip innfæddra Vestmannaeyinga drætti náttúru þessara eyja.
Vestmannaeyjar eru umluktar sjó, umluktar frægum fiskimiðum enda hafa íbúarnir í aldaraðir byggt afkomu sína á sjónum - og það er því að líkindum engin hending að einn snarasti þátturinn í framfarasögu íslenskrar útgerðar nútímans hefur gerst þar.
Og það er víst enginn einn maður sem getur sagt þessa sögu eins vel og Gísli J. Johnsen, stórkaupmaður, enda hefur hann verið frá því að hann stiklaði á sauðskinnsskónum sínum, lítill hnokki, í fjörunni í Eyjum, þar sem nú eru veglegar bryggjur og stórhýsi verslunar og útgerðar, driffjöðrin í útgerðarmálum Eyjanna og verslun þeirra. Þetta er ekki ofsagt. Hann byrjaði að selja fiskinn, sem heimili hans átti, þegar hann var svo ungur að hann fór að leika sér í fjörunni með jafnöldrum sínum, með andvirði fiskjarins, marga gullpeninga, í lófanum - og datt í sjóinn - en sleppti þeim ekki.
Sjómaðurinn notaði tækifærið þegar Gísli átti sextugsafmæli, 10 mars, og bað hann að skýra í stórum dráttum frá hinum stórfelldu breytingum sem urðu í útgerðarmálunum frá því hann var í æsku og þar til hann komst á fullorðinsár. Gísli tók því vel en afsakaði aðeins að frásögnin yrði ef til vill of persónuleg „af því ég hef hrærst svo í þessu,“ bætti hann við.
Þegar ég var að alast upp, voru aðeins þrjár verslanir og allar í höndum erlendra kaupmanna. Ég ólst upp við harðrétti það sem þessi einokun skapaði og ekkert mótaði skapgerð mína og lífsskoðun eins mjög og sú kúgun sem almenningur varð að þola af hendi þessarar einokunar. Sjómennirnir seldu allan afla sinn til þessara verslana og fengu aðeins vörur fyrir. Það var ekki viðlit fyrir lítilsmegandi alþýðufólk að rísa upp og reyna að hagnýta sér lífsbjörgina svo hún yrði jafn mikils virði fyrir það og aflinn raunverulega var.
Allmargir bátar voru gerðir út um þetta leyti. Áttu verslanirnar suma þeirra en stærstu bændur áttu nokkra báta í samlögum. Stærstu bátarnir voru um 6 tonn að stærð og voru 18 - 20 á hverjum. Sjósóknin var vitanlega ákaflega erfið og ekki hægt að sækja nema stutt, lengst mun hafa verið farið nokkuð suðaustur af Eyjum á svokallaða Ledd. á þessum tíma voru líka stundaðar hákarlaveiðar og lágu bátar úti við þær veiðar. Einkennilegt finnst mér að það var eiginlega ekki farið á hákarlaveiðar nema í slæmu veðri, helst í éljagangi og útsynningi.
Aðbúnaður á sjónum var ekki upp á marga fiska. Sjómenn fóru ekki með nesti með sér og skil ég ekki hvers vegna en vitanlega var þeim færður matur og kaffi strax og þeir lentu. Eins og að líkindum lætur voru skipin alltaf sett upp þegar komið var og fram er róið var. Var þetta mjög erfitt en þekktist úr öllum verstöðvum.
Þó að Vestmannaeyingar lifðu að mestu leyti á sjóföngum, höfðu þeir mjög lífsframfæri af fuglatekju og einnig af búskap. Í Vestmannaeyjum voru um þetta leyti 48 jarðir. Grasnyt Eyjanna var skipt í 48 jarðir og áttu jarðirnar einnig nytjar í úteyjunum, bæði til hagagöngu og fuglatekju og má segja að þessu hafi verið mjög viturlega fyrir komið. Sama er að segja um reka. hver jörð átti ákveðinn stað.
Ég missti föður minn aðeins 12 ára gamall og af því að ég var elstur af 5 bræðrum, fannst mér að mest ábyrgðin hvíldi á mér og fór því að braska í ýmsu. Árið 1897, aðeins 16 ára gamall, eignaðist ég „part“ í skipi. Það var aðeins sjöundi partur þess en karlarnir vildu gjarna hafa mig með vegna þess, að ég var fjandi duglegur í því að útvega síld til beitu. Ég var þá þegar búinn að komast í samband við enska línuveiðara og náði í síld frá þeim. - Ég vil í þessu sambandi minna á að svo rík var einokunin í Vestmannaeyjum á þessum tíma - og hafði raunar alltaf verið - að þeir, sem skulduðu hjá kaupmönnunum, fengu ekki út veiðarfæri til útgerðar sinnar, eða annað, nema skila aflanum strax - blautum upp úr sjónum. Beita var raunverulega alveg nýtt fyrir sjómennina. Áður höfðu þeir rennt önglunum berum og sá, sem gat útvegað beitu, var ákaflega mikils metinn og getið þér ímyndað yður hvort ég hafi ekki fundið til mín vegna síldarútvegananna.
Nú fór allt að ganga með meiri hraða. Ég varð einn þeirra allra fyrstu til að brjótast undan veldi selstöðukaupmannanna. Ég setti upp mína eigin verslun, undir nafni móður minnar þó, eignaðist einn bát að fullu, verkaði sjálfur fisk minn að öllu leyti. Varð eigin húsbóndi og rak minn útveg í samkeppni við hina erlendu kaupmenn - og gegn þeim. Ég verð að játa að mér fannst þetta vera brautryðjendastarf því að draumur minn var sá að verslunin yrði innlend og atvinnureksturinri yfir höfuð að tala.
Vald einokunar fór sífellt minnkandi en verslun mín og útgerð óx hröðum skrefum. Jafnframt óx frelsi Eyjaskeggja og afkoma