„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1958/ Erfiður róður“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3: Lína 3:
<big><big><center>'''ERFIÐUR RÓÐUR'''</center></big></big><br>
<big><big><center>'''ERFIÐUR RÓÐUR'''</center></big></big><br>
   
   
Nokkrar vertíðir, skömmu eftir síðustu aldamót, var ég til sjóróðra í Vogum í Gullbringusýslu. Skipið, sem ég var á, hét „Sæfell“, stór áttæringur, sterkbyggt og ágætt sjóskip. Eigandi þess og formaður var Klemens Egilsson í Minni-Vogum, alkunnur sjósóknari og athafnamaður. — Hann átti alla útgerð skipsins, en galt hásetum sínum umsamið kaup fyrir vertíðina. — Þá var netjavertíð við Faxaflóa frá 14. marz til 11. maí. — Skipverjar voru 9. Meðal háseta voru synir formannsins, Þórður og Sæmundur, hinir voru úr ýms-um áttuni. Einn þeirra var Magnús Ólafs-son, bóndi að Eyjum í Kjós, afrenndur kraftajötunn ogstor vexti. AUt voru þetta góðir menn og samhentir.
Nokkrar vertíðir, skömmu eftir síðustu aldamót, var ég til sjóróðra í Vogum í Gullbringusýslu. Skipið, sem ég var á, hét „Sæfell“, stór áttæringur, sterkbyggt og ágætt sjóskip. Eigandi þess og formaður var Klemens Egilsson í Minni-Vogum, alkunnur sjósóknari og athafnamaður. — Hann átti alla útgerð skipsins, en galt hásetum sínum umsamið kaup fyrir vertíðina. — Þá var netjavertíð við Faxaflóa frá 14. marz til 11. maí. — Skipverjar voru 9. Meðal háseta voru synir formannsins, Þórður og Sæmundur, hinir voru úr ýmsum áttum. Einn þeirra var Magnús Ólafsson, bóndi að Eyjum í Kjós, afrenndur kraftajötunn og stór vexti. Allt voru þetta góðir menn og samhentir.<br>
Framan af vertíð var alllangt að sækja á miðin, á meðan fiskur var aðeins í Garðsjó. Þá var oft lengi verið á leiðinni, ef logn var eða mótvindur, og betra var aðöruggar hendur héldu um stjórnvöl og seglklær, þegar Kári byrsti sig. Vanalega höfðum við þrjár 12 neta trossur í sjó. En þegar fiskur gekk nær, t. d. undir Stapann, þá var bætt við fjórðu tross-unni.
Framan af vertíð var alllangt að sækja á miðin, á meðan fiskur var aðeins í Garðsjó. Þá var oft lengi verið á leiðinni, ef logn var eða mótvindur, og betra var að öruggar hendur héldu um stjórnvöl og seglklær, þegar Kári byrsti sig. Vanalega höfðum við þrjár 12 neta trossur í sjó. En þegar fiskur gekk nær, t. d. undir Stapann, þá var bætt við fjórðu trossunni.<br>
Einatt voru sjóferðir erfiðar ú þessum opnu skipum. Þá voru engar vélar til að létta undir, aðeins henclur manna og segl-in. Aldrei var matarbiti hafður með á sjóinn, en drykkjarkútur var sjálfsagður með í hvern róður.
Einatt voru sjóferðir erfiðar á þessum opnu skipum. Þá voru engar vélar til að létta undir, aðeins hendur manna og seglin. Aldrei var matarbiti hafður með á sjóinn, en drykkjarkútur var sjálfsagður með í hvern róður.<br>
Einn vetur, skömmu fyrir páska, gerði stórviðri, svo ckki var fært á sjó. Þá áttu allir net sín í Garðsjó, því einungis þar var fiskjar von.
Einn vetur, skömmu fyrir páska, gerði stórviðri, svo ekki var fært á sjó. Þá áttu allir net sín í Garðsjó, því einungis þar var fiskjar von.<br>
Eftir þetta óveður voru netin hjá flest-um meira eða minna flækt og rekin til, og margir voru þeir, sem ekki fundu allt sitt næstu daga.
Eftir þetta óveður voru netin hjá flestum meira eða minna flækt og rekin til, og margir voru þeir, sem ekki fundu allt sitt næstu daga.<br>
Við fundum tvajr trossur, sem voru í sæmilegu ástandi, svo hægt reyndist að greiða þær og leggja aftur, án þess að fara með þær í land. Þriðja trossan fannst ekki, þótt leitað væri nálægt staðnum, þar sem hún átti að vera. Líða svo 2—3 dagar. En á skírdagskvöld koma þær fréttir, að einhver hefði séð bauju frá Sæ-fetanum á einhverjum tilteknum stað.
Við fundum tvær trossur, sem voru í sæmilegu ástandi, svo hægt reyndist að greiða þær og leggja aftur, án þess að fara með þær í land. Þriðja trossan fannst ekki, þótt leitað væri nálægt staðnum, þar sem hún átti að vera. Líða svo 2—3 dagar. En á skírdagskvöld koma þær fréttir, að einhver hefði séð bauju frá Sæfetanum á einhverjum tilteknum stað.<br>
Morguninn eftir, föstudaginn langa, var Klemens snemma á fótum og kvaðst vilja reyna að leita trossunnar, fyrst veður væri sæmilegt. Enginn mótmælti tilmæl-um formannsins, og með flýti var af stað búizt.
Morguninn eftir, föstudaginn langa, var Klemens snemma á fótum og kvaðst vilja reyna að leita trossunnar, fyrst veður væri sæmilegt. Enginn mótmælti tilmælum formannsins, og með flýti var af stað búizt.<br>
Vindur var sunnanstæður og því hag-stætt leiði, enda voru öll segl upp sett strax og komið var á frían sjó og venju-Iegri sjóferðabæn var lokið.
Vindur var sunnanstæður og því hagstætt leiði, enda voru öll segl upp sett strax og komið var á frían sjó og venjuIegri sjóferðabæn var lokið.<br>
Sunnanblærinn, þótt léttur væri, fyllti \roðimar. Sæfetinn skreið Ijúft og létt, og þótt hafaldan, allkröpp, léti högg dynja á hans breiða brjósti, lyfti hann sér mjiik-lega móti henni, svo ekki kom dropi inn fyrir borðstokkinn. Þannig gekk útleiðin, og furðu fljcjtt var komið á staðinn, scm til var vísað.
Sunnanblærinn, þótt léttur væri, fyllti voðinar. Sæfetinn skreið Ijúft og létt, og þótt hafaldan, allkröpp, léti högg dynja á hans breiða brjósti, lyfti hann sér mjúklega móti henni, svo ekki kom dropi inn fyrir borðstokkinn. Þannig gekk útleiðin, og furðu fljótt var komið á staðinn, sem til var vísað.<br>
JLÍ, fréttin reyndist sönn. Þarna voru rluflin ,,Franska Jóka" og „Tip o 'Tip" alveg saman. (Öll okkar dufl hétu sér-stökum nöfnum.) Nú voru seglin tekin saman, möstur lögð og hendur hafðar á duflunum. Sorti var í lofti og snjóhreyt-ingur kominn; þó sást til lands. Fljótt fannst, að þungt var í neðri enda. Tóku menn því á færunum af þeim kröftum sem hver liafði. Og þumlung eftir þuml-ung tosaðist upp eftir. ,,Tíu toga að ofan, tólf að neðan; og takið betur á, piltarl" var sagt, enda þótt einn vantaði á töluna að ofan. Fleiri hvatningarorð fuku, sem léttu dráttinn, og loks komst þessi iieljar-linútur upp að borði. En nú var eftir að innbyrða ferlíkið. Öll netin voru í ein-um Iinút. Steinar og kúlur héngu út úr honum víðsvegar, og nokkuð af dauðum, hálfmorknum fiski var í þessu. Fljótt sást, að annar „stjórinn" var slitinn burtu, og hinn var nú skorinn af og innbyrtur. Svo var seilzt til og skorið á steina og kúlu-lykkjur, eftir því sem til náðist. Yið þetta léttist hnúturinn og greiddist ofurlítið.
, fréttin reyndist sönn. Þarna voru duflin „Franska Jóka“ og „Tip o Tip“ alveg saman. (Öll okkar dufl hétu sérstökum nöfnum.) Nú voru seglin tekin saman, möstur lögð og hendur hafðar á duflunum. Sorti var í lofti og snjóhreytingur kominn; þó sást til lands. Fljótt fannst, að þungt var í neðri enda. Tóku menn því á færunum af þeim kröftum sem hver hafði. Og þumlung eftir þumlung tosaðist upp eftir. „Tíu toga að ofan, tólf að neðan; og takið betur á, piltar!“ var sagt, enda þótt einn vantaði á töluna að ofan. Fleiri hvatningarorð fuku, sem léttu dráttinn, og loks komst þessi heljarhnútur upp að borði. En nú var eftir að innbyrða ferlíkið. Öll netin voru í einum hnút. Steinar og kúlur héngu út úr honum víðsvegar, og nokkuð af dauðum, hálfmorknum fiski var í þessu. Fljótt sást, að annar „stjórinn“ var slitinn burtu, og hinn var nú skorinn af og innbyrtur. Svo var seilzt til og skorið á steina og kúlulykkjur, eftir því sem til náðist. Við þetta léttist hnúturinn og greiddist ofurlítið.<br>
Vindur fór vaxandi, og snjókoma fól nú alla landsýn.
Vindur fór vaxandi, og snjókoma fól nú alla landsýn.<br>
Lengi áttum við í þessu braski, en loks-ins eftir mikið erfiði og vos náðist allt inn fyrir borðstokkinn, og þótti þá sem mikill öldungur væri að velli lagður.
Lengi áttum við í þessu braski, en loksins eftir mikið erfiði og vos náðist allt inn fyrir borðstokkinn, og þótti þá sem mikill öldungur væri að velli lagður.<br>
Nú var komið slærnt veður, allhvasst og bylur. Líklegt var, að vindstaða væri breytt frá því um morguninn, og efalaust var, að skipið hafði rekið talsvert, á með-an ;í þessu stóð. En hvert? Auðvitað var enginn áttaviti með í ferðinni né nein önnur tæki, sem nú þykja ómissandi.
Nú var komið slæmt veður, allhvasst og bylur. Líklegt var, að vindstaða væri breytt frá því um morguninn, og efalaust var, að skipið hafði rekið talsvert, á meðan í þessu stóð. En hvert? Auðvitað var enginn áttaviti með í ferðinni né nein önnur tæki, sem nú þykja ómissandi.<br>
„Hvar erurn við nú, piltar mínir?" spurði Klemens.
„Hvar erum við nú, piltar mínir?spurði Klemens.<br>
„Líklega einhvers staðar í Faxabugt," anzaði einhver.
„Líklega einhvers staðar í Faxabugt,anzaði einhver.<br>
„Jæja, upp með seglin." Því var hlýtt og hröð handtök viðhöfð. „Ásið út á stjór."
„Jæja, upp með seglin.Því var hlýtt og hröð handtök viðhöfð. „Ásið út á stjór.“<br>
Sæfeti tók skriðinn og hratt allóþyrmi-lega frá sér áleitni Ægisdætra. Nokkra stund var siglt þannig, án þess að nokkuð sæist, en brátt sást til lands gegnum hyl-kófið, og fljótt þekktust utustu húsin í Garði. Allt var í bezta lagi.
Sæfeti tók skriðinn og hratt allóþyrmilega frá sér áleitni Ægisdætra. Nokkra stund var siglt þannig, án þess að nokkuð sæist, en brátt sást til lands gegnum hylkófið, og fljótt þekktust utustu húsin í ''Garði''. Allt var í bezta lagi.<br>
Nú kom í ljós, að vindur hafði snúizt til austurs, og var því allmótdrægt inn í Voga. Var nú strengt á öllum seglum og bcitt svo nærri vindi sem hægt var. Krappar kvikur skullu á síðum, og ein og ein sletti hvítu faxi sínu inn á milli keip-anna.
Nú kom í ljós, að vindur hafði snúizt til austurs, og var því allmótdrægt inn í Voga. Var nú strengt á öllum seglum og beitt svo nærri vindi sem hægt var. Krappar kvikur skullu á síðum, og ein og ein sletti hvítu faxi sínu inn á milli keipanna.<br>
„Gutlið undir á kulið," heyrðist kallað úr skutnum.
„Gutlið undir á kulið,heyrðist kallað úr skutnum.<br>
Strax voru lagðar út fjórar árar, og þannig var róið til skiptis alla leiðina. Arin hélt á manni hita, og góður skriður var á. Þegar komið var móts við opna Keflavík, birti til og bylnum slotaði. — Færðist nú óðum nær heimavörum, og hugðu menn gott til.
Strax voru lagðar út fjórar árar, og þannig var róið til skiptis alla leiðina. Árin hélt á manni hita, og góður skriður var á. Þegar komið var móts við opna Keflavík, birti til og bylnum slotaði. — Færðist nú óðum nær heimavörum, og hugðu menn gott til.<br>
„Við getum ekki lent heima með þenn-an farm. Það er brimsúgur," sagði for-maður.
„Við getum ekki lent heima með þennan farm. Það er brimsúgur,sagði formaður.<br>
„Hvert förum við j:>á?" var spurt.
„Hvert förum við þá?var spurt.<br>
„Í Hólminn. Þar er ágætt."
„Í Hólminn. Þar er ágætt.“<br>
Hólmurinn er sunnan við Vogavík, rctt við Stapann. Þar er bær, sern heitir Brekka. Þangað var nú stefnt og lent heilu oghöldnu. Rétt í því sem við vorum að lenda, kom bóndinn á Brekku hlaup-andi niður að sjónum. Þegar hann sá hver kominn var, sagði hann:
Hólmurinn er sunnan við Vogavík, rétt við Stapann. Þar er bær, sem heitir Brekka. Þangað var nú stefnt og lent heilu og höldnu. Rétt í því sem við vorum að lenda, kom bóndinn á Brekku hlaupandi niður að sjónum. Þegar hann sá hver kominn var, sagði hann:<br>
„Ég hefði ekki þurft að hlaupa svona, fyrst ekki var ókunnugri maður á ferð en þú."
„Ég hefði ekki þurft að hlaupa svona, fyrst ekki var ókunnugri maður á ferð en þú.“<br>
Svo var búið um skipið eins og þurfa þótti og síðan gengið til bæjar og mikið drukkið af góðu kaffi.
Svo var búið um skipið eins og þurfa þótti og síðan gengið til bæjar og mikið drukkið af góðu kaffi.<br>
Ekki var lengi dvalið á Brekku; heim var gengið. Fegnir settust menn á rúm sín og tóku rösklega til matar. Innanstundar voru allir komnir í rekkjur. Erf-iðu dagsverki var lokið.
Ekki var lengi dvalið á Brekku; heim var gengið. Fegnir settust menn á rúm sín og tóku rösklega til matar. Innan stundar voru allir komnir í rekkjur. Erfiðu dagsverki var lokið.<br>
Snemma næsta morgun vorum við allir komnir að skipi okkar og því róið heim. Nú var gott veður. Hröðum handtök-um var draslinu komið upp á klöppina og síðan farið að vitja um netin, sem úti voru.
Snemma næsta morgun vorum við allir komnir að skipi okkar og því róið heim. Nú var gott veður. Hröðum handtökum var draslinu komið upp á klöppina og síðan farið að vitja um netin, sem úti voru.<br>
,,Sjómennskan er ekkert grín".
„Sjómennskan er ekkert grín“.<br>
 
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Útgáfa síðunnar 17. janúar 2017 kl. 13:42

EINAR SIGURFINNSSON


ERFIÐUR RÓÐUR


Nokkrar vertíðir, skömmu eftir síðustu aldamót, var ég til sjóróðra í Vogum í Gullbringusýslu. Skipið, sem ég var á, hét „Sæfell“, stór áttæringur, sterkbyggt og ágætt sjóskip. Eigandi þess og formaður var Klemens Egilsson í Minni-Vogum, alkunnur sjósóknari og athafnamaður. — Hann átti alla útgerð skipsins, en galt hásetum sínum umsamið kaup fyrir vertíðina. — Þá var netjavertíð við Faxaflóa frá 14. marz til 11. maí. — Skipverjar voru 9. Meðal háseta voru synir formannsins, Þórður og Sæmundur, hinir voru úr ýmsum áttum. Einn þeirra var Magnús Ólafsson, bóndi að Eyjum í Kjós, afrenndur kraftajötunn og stór vexti. Allt voru þetta góðir menn og samhentir.
Framan af vertíð var alllangt að sækja á miðin, á meðan fiskur var aðeins í Garðsjó. Þá var oft lengi verið á leiðinni, ef logn var eða mótvindur, og betra var að öruggar hendur héldu um stjórnvöl og seglklær, þegar Kári byrsti sig. Vanalega höfðum við þrjár 12 neta trossur í sjó. En þegar fiskur gekk nær, t. d. undir Stapann, þá var bætt við fjórðu trossunni.
Einatt voru sjóferðir erfiðar á þessum opnu skipum. Þá voru engar vélar til að létta undir, aðeins hendur manna og seglin. Aldrei var matarbiti hafður með á sjóinn, en drykkjarkútur var sjálfsagður með í hvern róður.
Einn vetur, skömmu fyrir páska, gerði stórviðri, svo ekki var fært á sjó. Þá áttu allir net sín í Garðsjó, því einungis þar var fiskjar von.
Eftir þetta óveður voru netin hjá flestum meira eða minna flækt og rekin til, og margir voru þeir, sem ekki fundu allt sitt næstu daga.
Við fundum tvær trossur, sem voru í sæmilegu ástandi, svo hægt reyndist að greiða þær og leggja aftur, án þess að fara með þær í land. Þriðja trossan fannst ekki, þótt leitað væri nálægt staðnum, þar sem hún átti að vera. Líða svo 2—3 dagar. En á skírdagskvöld koma þær fréttir, að einhver hefði séð bauju frá Sæfetanum á einhverjum tilteknum stað.
Morguninn eftir, föstudaginn langa, var Klemens snemma á fótum og kvaðst vilja reyna að leita trossunnar, fyrst veður væri sæmilegt. Enginn mótmælti tilmælum formannsins, og með flýti var af stað búizt.
Vindur var sunnanstæður og því hagstætt leiði, enda voru öll segl upp sett strax og komið var á frían sjó og venjuIegri sjóferðabæn var lokið.
Sunnanblærinn, þótt léttur væri, fyllti voðinar. Sæfetinn skreið Ijúft og létt, og þótt hafaldan, allkröpp, léti högg dynja á hans breiða brjósti, lyfti hann sér mjúklega móti henni, svo ekki kom dropi inn fyrir borðstokkinn. Þannig gekk útleiðin, og furðu fljótt var komið á staðinn, sem til var vísað.
Jú, fréttin reyndist sönn. Þarna voru duflin „Franska Jóka“ og „Tip o Tip“ alveg saman. (Öll okkar dufl hétu sérstökum nöfnum.) Nú voru seglin tekin saman, möstur lögð og hendur hafðar á duflunum. Sorti var í lofti og snjóhreytingur kominn; þó sást til lands. Fljótt fannst, að þungt var í neðri enda. Tóku menn því á færunum af þeim kröftum sem hver hafði. Og þumlung eftir þumlung tosaðist upp eftir. „Tíu toga að ofan, tólf að neðan; og takið betur á, piltar!“ var sagt, enda þótt einn vantaði á töluna að ofan. Fleiri hvatningarorð fuku, sem léttu dráttinn, og loks komst þessi heljarhnútur upp að borði. En nú var eftir að innbyrða ferlíkið. Öll netin voru í einum hnút. Steinar og kúlur héngu út úr honum víðsvegar, og nokkuð af dauðum, hálfmorknum fiski var í þessu. Fljótt sást, að annar „stjórinn“ var slitinn burtu, og hinn var nú skorinn af og innbyrtur. Svo var seilzt til og skorið á steina og kúlulykkjur, eftir því sem til náðist. Við þetta léttist hnúturinn og greiddist ofurlítið.
Vindur fór vaxandi, og snjókoma fól nú alla landsýn.
Lengi áttum við í þessu braski, en loksins eftir mikið erfiði og vos náðist allt inn fyrir borðstokkinn, og þótti þá sem mikill öldungur væri að velli lagður.
Nú var komið slæmt veður, allhvasst og bylur. Líklegt var, að vindstaða væri breytt frá því um morguninn, og efalaust var, að skipið hafði rekið talsvert, á meðan í þessu stóð. En hvert? Auðvitað var enginn áttaviti með í ferðinni né nein önnur tæki, sem nú þykja ómissandi.
„Hvar erum við nú, piltar mínir?“ spurði Klemens.
„Líklega einhvers staðar í Faxabugt,“ anzaði einhver.
„Jæja, upp með seglin.“ Því var hlýtt og hröð handtök viðhöfð. „Ásið út á stjór.“
Sæfeti tók skriðinn og hratt allóþyrmilega frá sér áleitni Ægisdætra. Nokkra stund var siglt þannig, án þess að nokkuð sæist, en brátt sást til lands gegnum hylkófið, og fljótt þekktust utustu húsin í Garði. Allt var í bezta lagi.
Nú kom í ljós, að vindur hafði snúizt til austurs, og var því allmótdrægt inn í Voga. Var nú strengt á öllum seglum og beitt svo nærri vindi sem hægt var. Krappar kvikur skullu á síðum, og ein og ein sletti hvítu faxi sínu inn á milli keipanna.
„Gutlið undir á kulið,“ heyrðist kallað úr skutnum.
Strax voru lagðar út fjórar árar, og þannig var róið til skiptis alla leiðina. Árin hélt á manni hita, og góður skriður var á. Þegar komið var móts við opna Keflavík, birti til og bylnum slotaði. — Færðist nú óðum nær heimavörum, og hugðu menn gott til.
„Við getum ekki lent heima með þennan farm. Það er brimsúgur,“ sagði formaður.
„Hvert förum við þá?“ var spurt.
„Í Hólminn. Þar er ágætt.“
Hólmurinn er sunnan við Vogavík, rétt við Stapann. Þar er bær, sem heitir Brekka. Þangað var nú stefnt og lent heilu og höldnu. Rétt í því sem við vorum að lenda, kom bóndinn á Brekku hlaupandi niður að sjónum. Þegar hann sá hver kominn var, sagði hann:
„Ég hefði ekki þurft að hlaupa svona, fyrst ekki var ókunnugri maður á ferð en þú.“
Svo var búið um skipið eins og þurfa þótti og síðan gengið til bæjar og mikið drukkið af góðu kaffi.
Ekki var lengi dvalið á Brekku; heim var gengið. Fegnir settust menn á rúm sín og tóku rösklega til matar. Innan stundar voru allir komnir í rekkjur. Erfiðu dagsverki var lokið.
Snemma næsta morgun vorum við allir komnir að skipi okkar og því róið heim. Nú var gott veður. Hröðum handtökum var draslinu komið upp á klöppina og síðan farið að vitja um netin, sem úti voru.
„Sjómennskan er ekkert grín“.