„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1984/ Aflaklær og sjóvíkingar“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Gísli Pálsson:''' Atiaklær og sjóvíkingar Snemma á þessari öld var starfsheitiö „skipstjóri" almennt tekið í notkun á ís-lenska veiðiflotanum. Aður var jafnan t...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
'''Gísli Pálsson:''' | '''Gísli Pálsson:''' | ||
<big><big><center>'''Aflaklær''' | |||
og sjóvíkingar | '''og''' '''sjóvíkingar'''</center></big></big> | ||
Snemma á þessari öld var starfsheitiö „skipstjóri" almennt tekið í notkun á ís-lenska veiðiflotanum. Aður var jafnan talað um „formenn". Ingólfur Árnason, kemst svo að orði í bókinni Faðir minn — skipstjórinn (bls 7), að það kunni að koma ungu kynslóð-inni „ókunnuglega" fyrir sjónír „að nota virðingarheitið" skipstjóri um gömlu ára-bátaformennina. Sennilega hefur hann á réttu að standa. En hver er munurinn á þeim hugmyndum sem fólk gerir sér um starfs-heitin tvö og af hverju stafar sá munur? Ætla mætti að skipstjórinn nyti meiri virðingar en formaðurinn sálugi einfaldlega vegna þess að hann ber ábyrgð á stærri íleytum og flóknari tækjabúnaði. Sú skýring dugar þó skammt, eins og hér verður sýnt fram á. Ég mun leiða í ljós að ímynd skipstjórans speglaði djúp-stæðar breytingar á hugmyndaheimi sjó-manna. Þessar breytingar taka bæði til þess skilnings sem sjómenn leggja í störf sín og hugmynda þeirra um fiskinn sem þeir leggja sig í líma við að handsama, heimkynni hans og náttúru. | Snemma á þessari öld var starfsheitiö „skipstjóri" almennt tekið í notkun á ís-lenska veiðiflotanum. Aður var jafnan talað um „formenn". Ingólfur Árnason, kemst svo að orði í bókinni Faðir minn — skipstjórinn (bls 7), að það kunni að koma ungu kynslóð-inni „ókunnuglega" fyrir sjónír „að nota virðingarheitið" skipstjóri um gömlu ára-bátaformennina. Sennilega hefur hann á réttu að standa. En hver er munurinn á þeim hugmyndum sem fólk gerir sér um starfs-heitin tvö og af hverju stafar sá munur? Ætla mætti að skipstjórinn nyti meiri virðingar en formaðurinn sálugi einfaldlega vegna þess að hann ber ábyrgð á stærri íleytum og flóknari tækjabúnaði. Sú skýring dugar þó skammt, eins og hér verður sýnt fram á. Ég mun leiða í ljós að ímynd skipstjórans speglaði djúp-stæðar breytingar á hugmyndaheimi sjó-manna. Þessar breytingar taka bæði til þess skilnings sem sjómenn leggja í störf sín og hugmynda þeirra um fiskinn sem þeir leggja sig í líma við að handsama, heimkynni hans og náttúru. |
Útgáfa síðunnar 30. desember 2016 kl. 13:33
Gísli Pálsson:
Snemma á þessari öld var starfsheitiö „skipstjóri" almennt tekið í notkun á ís-lenska veiðiflotanum. Aður var jafnan talað um „formenn". Ingólfur Árnason, kemst svo að orði í bókinni Faðir minn — skipstjórinn (bls 7), að það kunni að koma ungu kynslóð-inni „ókunnuglega" fyrir sjónír „að nota virðingarheitið" skipstjóri um gömlu ára-bátaformennina. Sennilega hefur hann á réttu að standa. En hver er munurinn á þeim hugmyndum sem fólk gerir sér um starfs-heitin tvö og af hverju stafar sá munur? Ætla mætti að skipstjórinn nyti meiri virðingar en formaðurinn sálugi einfaldlega vegna þess að hann ber ábyrgð á stærri íleytum og flóknari tækjabúnaði. Sú skýring dugar þó skammt, eins og hér verður sýnt fram á. Ég mun leiða í ljós að ímynd skipstjórans speglaði djúp-stæðar breytingar á hugmyndaheimi sjó-manna. Þessar breytingar taka bæði til þess skilnings sem sjómenn leggja í störf sín og hugmynda þeirra um fiskinn sem þeir leggja sig í líma við að handsama, heimkynni hans og náttúru. Veröld fonnannsins Víkjum fyrst að formönnunum. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að fyrr á öldum voru fiskveiðar landsmanna yfirleitt stund-aðar í nánum tengslum við Iandbúskap. Þær voru ekki sjálfstæð atvinnugrein. í tíð ára-bátanna réðu lendingarskilyrði úrslitum um útgerð víða um land og því var aðgangur að hafinu og auðlindum þess jafnan háður sam-þykki þeirra sem áttu land að sjó. Bændur og sjómenn litu svo á aö hæfileik-inn til að draga fisk úr sjó væri einstaklings¬bundinn, að sumir ættu því láni að fagna að vera fisknir en aðrir ekki. Sumir voru jafnvel „fiskifælur". Og gamalt máltæki segir að „enginn dragi annars fisk úr sjó". Þorsteinn Jónsson segir svo í bók sinni Formannsævi í Eyjum (b!s. 231), að fiskna manninum hafi staðið „betri skiprúm frekar opin en þeim ófiskna". Þorsteinn telur að um „ósjálfráða eiginleika" hafi verið að ræða. „Ég verð," segir hann, „að hallast að þeirri skoðun, þótt hún sé ekki sennileg, að eitthvert óþekkt afl ráði því, hvj þessu er misskipt á milli mann-anna." Stöku sinnum var talað um „aflafor-menn." Sagt var um Þuríði formann, að hún væri hverjum manni fisknari. Þó var formað-urinn sjaldnast talinn skara fram úr hásetum sínum hvað fiskni snerti. Aflanum var skipt á milli skipverja í jafna hluta, þótt einstaka fisktegundir hafi falliö í hlut þess sem veiddi. Formaöurinn raðaði mönnum sínum í skips-rúm með hliðsjón af fiskni þeirra. Ófisknir menn sátu jafnan undir árum á meðan hinir glímdu við þann gula. Formaðurinn réð því hvenær skyldi róa og á hvaða með, en oft hafði hann svonefnda „bitamenn" sér til ráðgjafar. Þekking á fiskimiðum var ekki bundin við formanninn og sjaldan hvíldi leynd yfir miðum. Sú staðreynd að aðgangur að fiskimiðum var háður eignarhaldi á Iandi hafði vissa þýðingu fyrir skilning sjómanna á hafinu. Þótt hafið væri dularfullt, sáu menn ekki ástæðu til að kanna hvað við tók handan hins þekkta. Yfirleitt drógu miðin nafn sitt af kennileitum, sem auðvelduðu mönnum að finna þau, og fátítt var að nöfn þessi breytt-ust. Þótt fiskni hafi verið álitin einstaklings-bundinn hæfileiki, var það hald manna að hún lyti yfirnáttúrulegri skipan, sem mann-legur máttur hefði engin áhrif á. Það var talið feigðarmerki ef ófiskinn maður aflaði vel og sömuleiðis ef fiskinn maður fékk ekki bein úr sjó. Talað var um aflann sem „guðsgjöf' og veiðum sjávardýra tengdust bæði töfrar og bannhelgi. Farið var með sjóferðarbæn í upp-hafi róðrar til að tryggja góðan afla og öryggi áhafnar og bátar voru skreyttir með trúar-legum táknum. Fiskni var ekki mælikvarði á ágæti for-manna, en brýnt var að þeir væru prýddir öðrum kostum. Þeir þurftu að hafa lag á að stjórna mönnum sínum og sækja sjóinn af dugnaði. I minningargreinum og ævisögum formanna er þessum eiginleikum gjarna haldið á iofti. Þeir formenn voru fremstir sem sóttu stíft og voru lagnir verkstjórar. Stund-um voru þeir nefndir „sjóvíkingar". Sagt hefur verið um einn fræknasta sjósóknara á Suðurlandi á 19. öld, að hann hafi náð fimm-tíu róðrum á einni vetrarvertíð, eða róið að jafnaði annan hvern dag. Sjóferðafjöldinn var frekar hafður sem viðmiðun en afla-magnið.
Hugmyndaheimur formanna fyrri alda helgaðist af þeim tæknilegu og félagslegu skilyrðum. sem þeir bjúggu við: Veiðisvæði og afli takmörkuðust af bátakostinum og veiðarfærunum sem völ var á. Aðgangur að hafinu var háður samþykki landeigenda og um tíma kom einokunarverslun í veg fyrir að framleiðendur gætu valið kaupanda að vöru sinni. Þótt stór hluti af afla árabátanna hafi á síðari öldum verið seldur á erlendum mark-aði, var sókn bóndans takmörkuð vegna þeirra verka, sem árvisst þurfti að sinna í landi. Samkeppni um vinnuafl var lítil vegna þess að lög um vistarskyldu hjúa tryggðu landeigendum og útgerðarmönnum vinnuafl. Við þessi skilyrði var eðlilegt að menn Iitu svo á að fiskurinn væri „gjöf' guðs og sjó-menn sjálfir bæru næsta litla ábyrgð á því hvernig fiskaðist. Fiskur og maður höfðu með sér einhvers konar samning, en örlög beggja réðust af duttlungafullu skömmtun-arkerfi.
ímynd skipstjórans
Þegar áöurnefnd tæknileg og félagsleg skilyröi hurfu á vit sögunnar á síðari hluta nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu breyttist hugmyndaheimur þeirra sem feng-ust við sjósókn. Með vaxandi sjálfræði ís-lendinga efldist markaðsbúskapur og hlutur heimilisframleiðslunnar rýrnaði að sama skapi. Nýir markaðir fyrir afurðir lands-manna opnuðust erlendis og með vexti sjá-varþorpa varð aðgangur að hafinu öllum frjáls. Með afnámi vistarbandsins varð vinnuaflið eins og hver önnur markaðsvara.
Allt varð þetta mönnum hvatning til að auka sjósókn. Þeim skorðum, sem fram-leiðslu sjávaraf: rAa hafði verið sett.var rutt úr vegi. Vélaraflið gerði mönnum kleift að sækja á ný og fjarlægari mið og ýmsar aðrar tæknilegar nýjungar juku afla til muna. Hafið og auðlindir þess öðluðust nýja merkingu. í huga manna varö hafiö óþrjótandi forðabúr, sem stóð öllum opið, og nú var í vaxandi mæli litið svo á að það sem máli skipti væri að sækja gull í greipar hafsins. Sjómaðurinn stóð ekki lengur í þakkarskuld við einn eða neinn vegna þeirra „gjafa" sem honum voru færð-ar.
Þessu fylgdi veraldlegri skilningur á fisk-veiðum en áður tíðkaðist. Menn tóku að Iíta svo á, að atburöir í náttúrunni væru handa-hófskenndir og reikna mætti líkindi þeirra. Hugtök á borð við „heppni" og „tilviljun" settu í vaxandi mæli mark sitt á umræðu sjómanna um róðra og aflabrögð, en fyrri kynslóðir höfðu litið svo á að fullkomin óvissa ríkti um örlög manna og fiska. Um leið urðu skipstjórar einskonar framvarðarsveit, sem leitaði nýrra tækifæra og nam ný Iönd. Hafið var þeim ekki lengur föst stærð, hetfur freistuðu þeir þess að kortleggja ný fiskimið og fylla uppí eyður þekkingarinnar. Eitt af þeim svæðum sem nýlega voru „merkt inná" kort sjómanna á Suðurnesjum gengur í dag-legu tali undir heitinu „Villta vestrið", oger það nokkur vísbending um það landnema-hlutverk, sem skipstjórar hafa gegnt á undan-förnum áratugum.
Um miðbik nítjándu aldar tók þeirra sjón-armiða að gæta, að nauðsynlegt væri að stofna sérstakan skóla fyrir íslensk sjó-mannsefni. Einn þeirra manna, sem hvöttu til skólastofnunar, kvartaði yfir því að menn ösnuðust eitthvað út á sjóinn eftir fiski og margur hver skipherrann tæki hásetunum ekki fram í neinu. Eftir því sem þilskipaút-gerð færðist í vöxt átti það sjónarmið auknu fylgi að fagna, að nauðsynlegt væri að skip-stjórnarmenn legðu stund á siglingafræði. Vöxtur vélbáta- og togaraútgerðar í byrjun þessarar aldar herti enn frekar á kröfunni um þjálfun skipstjórnarmanna. Skipstjórinn hafði sérhæfðu hlutverki að gegna og réttindi hans og skyldur voru bundin í lögum. Skip-stjóranafnbótin sjálf naut vaxandi virðingar.
En skipstjórinn gegndi ekki aðeins sér¬
hæfðara hlutverki en áður hafði tíðkast um borð í íslenskum fiskiskipum; hitt skiptir meira máli að félagsleg tengsl höfðu verið skilgreind uppá nýtt. Skipstjórinn var þungamiðja í harðri samkeppni um fiskimið, mannskap, áhöld og fjármagn. Samkeppnin var þó breytileg frá einni verstöð til annarrar, þar sem tæknilegir og félagslegirþættir flétt-uðust saman á mismunandi vegu. í Vest-mannaeyjum markaði tilkoma línuveiða skömmu fyrir aldamót upphaf samkeppn-innar. Vegna þess að línan er staðbundið veiðarfæri gerði hún mönnum kleift að helga sér mið, þó ekki væri nema einn róður í senn. Annars staðar hófst samkeppnin þegar markaðsbúskapur og vélbátaútgerð gengu í garð. Vexti vélbátaútgerðar fylgdi m.a. stór-aukin samkeppni um mið. Aukin sókn hafði í för með sér þrengsli og „lóðaþvarg", eins og það var nefnt, á helstu veiðisvæðum. Veiði-svæði hverrar verstöðvar stækkaði að vísu samfara stækkun báta og véla, en bátum fjölgaði ört á öðrum og þriðja áratug þessarar aldar og línulengd hvers báts jókst hröðum skrefum. Brátt varð mönnum Ijóst að óbeisluð sam-keppni um fiskimið var engum tilgóðs. Línan var lögð á mismunandi tímum og þegar dreg-ið var kom í Ijós að veiðarfæri flæktust og skemmdust. Menn töldu nauðsynlegt að samræma „róðrartímann", svo að þeir vissu hvað aðrir hefðust að. Vestmannaeyingar gerðu samkomulag um brottfarartíma línu-báta til að koma í veg fyrir ringlureið þegar árið 1901. Nokkru síðar tók svipað sam-komulag gildi á Suðurnesjum. Sumstaðar, til dæmis við Austfirði, tók náttúran af mönnum ómakið og leysti skipulagsvandann uppá eig-in spýtur. Þar var Iagning línunnar bundin við ákveðinn tíma vegna harðra strauma og sjá-varfalla. Þess má geta að hlipstæðan skipu-lagsvanda hafa menn Ieyst í öðrum sam-félögum með ýmsum öðrum hætti. A Ný-fundnalandi er sums staðar varpað hlutkesti um veiðiréttindi á ákveðnum tímum, svo að dæmi sé tekið.
Rökin fyrir samræmdum róðrartíma voru meðal annars þau, að leikreglur samkeppn-innar yrðu sanngjarnari ef allir hæfu róður á sama tíma. Aðstöðumunur var þó ekki fylli-lega úr sögunni, heldur fólst hann nú fyrst og fremst í því að ganghraði báta var mismun-andi. Menn reyndu að styrkja stöðu sína í kapphlaupinu um miðin með því að láta setja stærri vélar í báta sína. Reglurnar um róðrartímann voru, og eru enn, tilraun til að hafa stjórn á samkeppni veiðanna. En samkeppnin birtist á ýmsum fleiri sviðum. Skipstjórar gættu þess að segja ekki of mikið, vegna þess að upplýsingar um afla og veiðistað urðu mikilvæg auðlind. Þeir sáu ekki ástæðu til að greina frá því á hvaða miðum þeir héldu sig, einkum ef afli var góður. Leynilegar sendingar eða „kódar" voru mjög áberandi, sér í lagi þar sem neta-
Brú í nýtísku fiskiskipi veiðar voru almennt stundaðar. Aflafregnir voru sagðar undir rós, vegna þess að stað-setning skipti enn meira máli en áður. Neta-veiðar eru „punktafiskirí" og hver skipstjóri hefur mörg net í takinu hverju sinni. Vana-lega er hverju þeirra ætlaður vænlegur blett-ur og fiskist vel er lagt í sama „farið" aftur. Sá sem veiðir á línu verður hins vegar að endur-nýja beituna eftir hvern róður og í næsta róðri á hann engu meiri rétt en hver annar á að leggja í gamla farið. Launung varðandi fiskimið var svo til óþekkt fyrir tíma vélbátanna. Miðin voru skráð í bækur og skrárnar gengu manna á milli. En með vaxandi samkeppni breyttust örnefnin, sem notuð voru um veiðistaði. Nöfn helstu veiðisvæða vísa enn til staðhátta — til dæmis er víða talað um Hraun, Kanta, Grunn og Djúp — en nú er svo komið aö flestum miðum eru gefin handshófskennd nöfn, sem aðeins hafa merkingu fyrir þeim sem býr þau til. Nú á nánast hver skipstjóri sitt eigið örnefnasafn og nöfnin eru sífellt að breytast. Samkeppni vélbátanna gerði það að verk-um að mönnum varð tamt að bera saman afla báta í sömu verstöð. I sjávarplássum landsins var fylgst vel með aflabrögðum í hverjum róðri, einkum þegar lokadagur fór að nálg-ast. Þar sem oft var töluverður munur á afla einstakra báta, og slíkur munur hafði mikla þýðingu fyrir afkomu manna, vareðlilegt að þeir veltu fyrir sér hverju það sætti. Skýring-arnar sem menn aðhylltust voru tvenns kon-ar. Annars vegar var bent á að aflamunur ætti rætur að rekja til þeirra hversdaglegu stað-reynda að bátar eru misstórir, að þeir róa ekki jafn oft. og að tækjabúnaður þeirra er ekki sambærilegur. Aörar kenningar sjó-manna um atlasæld lögðu hins vegar áherslu á persónu skipstjórans, og raunar er þeim kenningum frekar haldið á lofti. Sjómenn minnast þess oft þegar þeir greina frá ferli sínum að þeir hafi verið svo og svo margar vertíðir með hinum eða þessum skipstjóran-um. I lok hverrar vertíðar er aflakóngum landsins gerð ítarleg skil í fjölmiðlum og allmikill bálkur bókmennta er til um lands-fræga aflamenn. Megininntakið íöllum þess-um frásögnum er það, að fiskni skipstjórans og veiðiaðferðir ráði mestu um afla. Sumir fiski ,.af Iagni". en aðrir „af kröftum". Báðar skýringarnar, sem ég impraði á, gera raunar ráð fyrir að tæknileg atriði ráði nokkru um það að einn aflar betur en annar, en þær greinir hins vegar á um hvar draga skuli mörkin á milli manns og umhverfis og á hvaða bás beri að skipa tækninni. Samkvæmt fyrri skýringunni, þeirri efnislegu, er bátur-inn hluti þess umhverfis sem skipstjórinn stendur andspænis og verður að laga sig að. Hin skýringin gerir á hinn bóginn ráð fyrir að báturinn sé eins konar „vopn" sem skipstjór-inn beitir í glímu sinni við náttúruöflin, eins konar framlenging á skipstjóranum sjálfum. Báturinn er, með öðrum orðum, ýmist mæl¬anleg stærð rétt eins og ölduhæð og vind-hraði, eða persónubundið stílvopn líkt og penni skáldsins eða pensill málarans, tæki sem er samvaxið þeirri persónu sem beitir því fyrir sig. Rétt er að Ieggja áherslu á að ímynd hins fiskna skipstjóra var nýmæli í hugmynda-heimi íslenskra sjómanna. Nýir arvinnuhættir kröfðu menn skýringa á því að einn bátur fiskaði betur en annar. f samkeppni vélbát-anna á fyrsfu áratugum þessarar aldar skipti orðstír skipstjórans sköpum. Skipstjórinn var gerður ábyrgur fyrir því hvernig bátur hans fiskaði í samanburði við aðra báta. Sú hug-mynd að sjómenn væru misfisknir var að vísu ekki ný, en formenn fyrri alda voru fyrst og fremst dæmdir eftir því hversu oft þeir réru og hversu vel þeim gekk að skila bát og áhöfn í land. Það hversu vel var aflað í hverjum róðri skrifaðist á reikning flestra um borð og samanburðurinn við aðra báta skipti litlu máli.
Þessi veðrahvörf í hugmyndaheimi sjó-manna má meðal annars sjá í breyttu hluta-kerfi. Veiðisrjórar í öðrum samfélögum Sú ábyrð, sem skipstjórar þurfa að axla vegna ákvarðana sinna um veiðar, er mjög breytileg frá einu samfélagi til annars. í sum-um tilvikum eru ákvarðanir um það á hvaða mið skuli haldið teknar af allri áhöfn bátsins, að loknum umræðum um þá kosti sem völ er á. I slíkum tilvikum er ekki gert ráð fyrir að skipstjórinn sé gæddur sérstökum veiðihæfi-Ieikum. I nýlegri rannsókn á sjávarþorpi á Nýfundnalandi er greint frá því, að það sé mjög áberandi að helstu ákvarðanir sem teknar eru um borð í bátum heimamanna séu ræddar í hópi skipverja. Ungir sem aldnir Iáti skoðanir sínar í ljós, og einu gildi hvort menn eru skyldif eiganda bátsins eða ekki. Þar segir jafnframt að nánast engin samkeppni sé milli báta. I annarri rannsókn er dregin upp svipuð mynd af veiðum á Sri Lanka, og sagt að þarlendir sjómenn telji að lítill munur sé á hæfileikum einstakra manna. Og á frönsku eynni Houat eru sjómenn þeirrar skoðunar, að þeir geti orðið góðir sjómenn án þess þeir fái bein úr sjó. Mörg dæmi eru líka til um hið gagnstæða. Norskir sjómenn leggja til að mynda ríka áherslu á að skipstjórinn taki allar helstu ákvarðanir uppá eigin spýtur. Skipstjórans er heiðurinn ef vel fiskast, en hann er jafnframt sóttur til ábyrgðar ef illa tekst til. Hermt er að á Hjaltlandseyjufn ráðist afkoma áhafna af „næmni" skipstjórans — af hæfni hans til að geta sér til um hvar fisk er að finna. Og svo mætti lengi telja. Reyndar eru staðhæfingar af þessu tæi mjög algengar í bókmenntum mannfræðinn-ar um fiskveiðisamfélög, jafnt einföld sem „nútímaleg". Þetta stafar líklega af þeirri sérstöðu sem fiskveiðar hafa í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Fiskveiðar ein-kennast af tíðum ákvörðunum um mið og róðra og brýnt er að þeir sem taka slíkar ákvarðanir búi yfir ítarlegri þekkingu á þeim margvíslegu þáttum er veiðamar varða. Mannfræðingar hafa líka leitt í ljós að þekk-ing veiðistjóra á fæðukeðju sjávardýra, botn-lagi og straumum, svo nokkuð sé nefnt, er æði margbrotin víðast hvar, þar sem fisk-veiðar eru stundaðar. En hvað sem því líður er ástæða til að spyrja hvað valdi því að í sumum samfélögum er mönnum tíðrætt um þann mun, sem er á afla einstakra báta, en í öðrum ekki. Hvernig stendur á því að sums staðar er skipstjórinn gerður ábyrgur fyrir því hvernig báturinn fiskar í samanburði við aðra, en í öðrum tilvikum er fleirum ætlað að axla þá ábyrgð'? Það kann að vera, að skýringin sé að nokkru Ieyti fólgin í vistfræðilegum skilyrð-um. Þær tegundir sem sjómenn eltast við eru mjög mismunandi. Sumar eru tiltölulega kyrrstæðar, en aðrar eru sífellt á hreyfingu.
Sumar teljast til uppsjávarfiska, en aörar halda sér nálægt botni, o.s.frv. Ljóst er til dæmis að síldveiðar eru allfrábrugðnar hefð-bundnum veiðum vertíðarbáta. Það er ólíkt erfiðara að segja fyrir um uppátæki síldar en þorsks, og því er það ekki að ástæðulausu að síldveiðum er stundum líkt við ævintýri. Skýringarinnar á hinum ólíku hugmyndum um fiskveiðar er þó ekki að leita í dýra-fræðinni, einfaldlega vegna þess að um svip-aðar fisktegundir er að ræða í báðum þeim tilvikum sem áður var getið um og sömuleiðis áþekk vistfræðileg skilyrði. Formennirnir sálugu réru á sömu mið og sóttu í sömu stofna og skipstjórarnir sem leystu þá af hólmi. En hvað með tæknina, kunna menn að spyrja. Veiðar eru ýmist stundaðar með „staðbundnum" veiðarfærum — netum, línu og gildrum, til dæmis — eða „hreyfanlegum" — til að mynda trolli og hringnót. (Látum handfærin liggja á milli hluta.) Er hugsanlegt að skýringin á hinum ólíku hugmyndum eigi rætur að rekja til mismunandi veiðarfæra? Sú tilgáta hefur reyndar verið sett fram. Því hefur verið haldið fram, að tilkoma nýrra veiðarfæra hafi valdið róttækum breytingum á hugmyndum sjómanna á Hjaltlandseyjum um ábyrgð og aflabrögð. Aratugum saman veiddu eyjaskeggjar síld í reknet. Netin voru lögð á hefðbundna staði og enginn var gerður ábyrgur fyrir því hvernig fiskaðist. Eyja-skeggjar tóku hringnótina í notkun fyrir nokkrum árum og um svipað leyti setti sam-keppnisandi í vaxandi mæli mark sitt á veiði-samfélag þeirra. Vald skipstjórans jókst og sömuleiðis varð mönnum tíðrætt um það að bátar öfluðu misvel og að sumir skipstjórar fiskuðu betur en aðrir. Það kann að vera, að sum veiðarfæri ýti undir samkeppni. Svo virðist sem hreyfanleg veiðarfæri séu notuð í flestum þeim tilvikum þar sem ímynd hins fiskna skipstjóra er við lýði. En þótt sum veiðarfæri hafi kannski gert þá kenningu trúverðuga að skipstjórinn
skipti mestu máli fyrir aflabrögö, getur veiöi-tæknin ekki talist skýring á hugmyndum um fiskveiðar. Staðbundin veiðarfæri eru til dæmis notuð í Maine í Bandaríkjunum og við norðurströnd Brasilíu og þó er þar lögð áhersla á framlag skipstjórans. Og hér við land voru staðbundin veiðarfæri, bæði lína og þorsknet. mjög áberandi á blómaskeiði sam-keppninnar. Ymislegt bendir til þess, eins og ég gat um áður, að félagsleg atriði fremur en tæknileg veiti skýringu á því að sumir hópar sjómanna fela skipstjórum ábyrgð á aflabrögðum en aðrir ekki. Mér er ekki grunlaust um að þetta eigi við um veiðibúskap á Hjaltlandseyjum. Atvinnuhættir eyjaskeggja tóku miklum stakkaskiptum um leið og áðurnefndar breytingar á hugmyndum og veiðitækni áttu sér stað. Hefðbundin skipting starfa eftir árstíðum leið undir lok. Þáttur heimilisfram-leiðslunnar minnkaði og fiskveiðar urðu sér-hæft starf. Ég hef haldið því fram hér að framan, að Iíta megi svo á að hugmyndir manna séu „svörun" við þeim félagslegu og efnahags-legu aðstæðum sem þeir búa við. Eg sýndi fram á að hugmyndir íslenskra sjómanna um fiskveiðar hafa tekið umtalsverðum breyt-ingum í tímans rás. Jafnframt benti ég á að hugmyndir um fiskveiðar eru mjög breyti-legar frá einu samfélagi til annars. Eg hef að lokum sýnt fram á að sú staðreynd, að hug-myndir um fiskni og aflabrögö eru jafn breytilegar og raun ber vitni. er hvorki einber tilviljun né einföld afleiðing af tæknilegum og vistfræðilegum skilyrðum. Þessi staðreynd á miklu fremur rætur að rekja til þess að um-ræddir sjómenn búa viö ólík samfélög. Gísli Pálsson.