„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1976/ Fyrstu kynni mín af Álsey“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: <big><big><big>Jónas Sigurðsson frá Skuld:</big></big></big> <big><big>Fyrstu kynni mín af Álsey</big></big> <big>AÐDRAGANDINN AÐ MARGRA ÁRA VEIÐI- OG FJALLAFERÐUM.</b...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 5: | Lína 5: | ||
<big>AÐDRAGANDINN AÐ MARGRA ÁRA VEIÐI- OG FJALLAFERÐUM.</big> | <big>AÐDRAGANDINN AÐ MARGRA ÁRA VEIÐI- OG FJALLAFERÐUM.</big> | ||
[[Mynd:Jónas Sigurðsson.png|250px|thumb]] | |||
Á vertíðinni 1923 beitti ég, þá 16 ára gamall, á m.b. Baldri á línuvertíðinni og réri svo á netavertíðinni, eins og þá tíðkaðist. Formaður með Baldur þá vertíð var [[Guðmundur Magnússon]], hálfbróðir [[Sigurður Ingimundason|Sigurðar Ingimundarsonar]]. Guðmundur fórst með m. b. Þorkeli mána 1937, sem hann var þá formaður með.<br> | Á vertíðinni 1923 beitti ég, þá 16 ára gamall, á m.b. Baldri á línuvertíðinni og réri svo á netavertíðinni, eins og þá tíðkaðist. Formaður með Baldur þá vertíð var [[Guðmundur Magnússon]], hálfbróðir [[Sigurður Ingimundason|Sigurðar Ingimundarsonar]]. Guðmundur fórst með m. b. Þorkeli mána 1937, sem hann var þá formaður með.<br> | ||
Lína 23: | Lína 23: | ||
'''Í Álsey árið 1924. Metveiði — 860 lundar.'''<br> | '''Í Álsey árið 1924. Metveiði — 860 lundar.'''<br> | ||
[[Mynd:Jón Í. Stefánsson, Mandal.png|250px|thumb|Jón Í. Stefánsson, Mandal.]] | |||
Það sumar fóru í Álsey til lundaveiða þessir strákar: [[Jón Ingimundason Stefánsson (Mandal)|Jón I. Stefánsson]] í Mandal fyrirliði, [[Magnús Magnússon (Vesturhúsum)|Magnús Magnússon]] Vesturhúsum, [[Erlendur Jónsson]] Ólafshúsum, Jónas Sigurðsson Skuld og [[Þórarinn Bernódusson]] Stakkagerði.<br> | Það sumar fóru í Álsey til lundaveiða þessir strákar: [[Jón Ingimundason Stefánsson (Mandal)|Jón I. Stefánsson]] í Mandal fyrirliði, [[Magnús Magnússon (Vesturhúsum)|Magnús Magnússon]] Vesturhúsum, [[Erlendur Jónsson]] Ólafshúsum, Jónas Sigurðsson Skuld og [[Þórarinn Bernódusson]] Stakkagerði.<br> | ||
Lína 34: | Lína 34: | ||
Svoleiðis stóð á, að Jón hafði brotið daginn áður og átti náttúrlega að gera við á sunnudeginum. En nú ætlaði Jón að skreppa upp, og náttúrlega með háf, svo ég léði honum minn háf.<br> | Svoleiðis stóð á, að Jón hafði brotið daginn áður og átti náttúrlega að gera við á sunnudeginum. En nú ætlaði Jón að skreppa upp, og náttúrlega með háf, svo ég léði honum minn háf.<br> | ||
[[Mynd:Álseyingar taldir frá vinstri- Sigurgeir Jónasson frá Skuld; Hjálmar Jónsson, Dölum.png|500px|thumb|center|Álseyingar taldir frá vinstri: Sigurgeir Jónasson frá Skuld; Hjálmar Jónsson, Dölum; Helgi Magnússon frá Vesturhúsum; Erlendur Jónsson frá Ólafshúsum, Magnús Magnússon, Vesturhúsum; Jónas Sigurðsson frá Skuld og Jóhannes Gíslason]] | |||
Jón fór frá kofanum klukkan tíu, en við hinir vorum allir heima. Svo var klukkan orðin eitt og ekkert sást til Jóns, svo ég sagði að ég ætlaði að skreppa upp og athuga hvernig Jón hefði það og hvar hann væri. Þegar Jón fór upp, fór hann austur á ey. Legg ég svo á stað háflaus og allslaus, ekki með snæri eða neitt. Þetta var bara rannsóknarferð. Þegar austur á ey kemur, sé ég að Jón muni vera niður í Landnorðursstað, og þegar þangað kom eru þar komnar stórar hrúgur af lunda og hann stendur í kappveiði.<br> | Jón fór frá kofanum klukkan tíu, en við hinir vorum allir heima. Svo var klukkan orðin eitt og ekkert sást til Jóns, svo ég sagði að ég ætlaði að skreppa upp og athuga hvernig Jón hefði það og hvar hann væri. Þegar Jón fór upp, fór hann austur á ey. Legg ég svo á stað háflaus og allslaus, ekki með snæri eða neitt. Þetta var bara rannsóknarferð. Þegar austur á ey kemur, sé ég að Jón muni vera niður í Landnorðursstað, og þegar þangað kom eru þar komnar stórar hrúgur af lunda og hann stendur í kappveiði.<br> | ||
[[Mynd:Sigurgeir Jónasson frá Skuld og Guðlaugur sonur hans við eldhússtörfin í Álsey.png|300px|thumb|Sigurgeir Jónasson frá Skuld og Guðlaugur sonur hans við eldhússtörfin í Álsey. Myndin tekin 1970.]] | |||
Það kom nú aldeilis pat á mann. Ég spyr hve mikið sé komið, og hann heldur það muni vera um 4 kippur. Okkur kom saman um að ég fari heim og sæki kaffi og snæri, og fari svo að bera þegar ég komi aftur. Ég var áreiðanlega ekki lengi til Bóls í þetta sinn, því þá var maður ekki þungur á sér. Er heim í kofa kom varð uppi fótur og fit, er þeir heyrðu veiðifréttirnar. Strákarnir fóru að búa sig út til veiða, því nú var ekki til setunnar boðið, en ég fór að hita súkkulaði til að fara með til Nonna. Fóru þeir nú upp, Maggi og Elli, en ég held að Doddi hafi ekki verið kominn út er þetta gerðist. Hvað þeir veiddu hvor um sig, Maggi og Elli, man ég ekki. En ég man að Maggi fór á Lendarflána.<br> | Það kom nú aldeilis pat á mann. Ég spyr hve mikið sé komið, og hann heldur það muni vera um 4 kippur. Okkur kom saman um að ég fari heim og sæki kaffi og snæri, og fari svo að bera þegar ég komi aftur. Ég var áreiðanlega ekki lengi til Bóls í þetta sinn, því þá var maður ekki þungur á sér. Er heim í kofa kom varð uppi fótur og fit, er þeir heyrðu veiðifréttirnar. Strákarnir fóru að búa sig út til veiða, því nú var ekki til setunnar boðið, en ég fór að hita súkkulaði til að fara með til Nonna. Fóru þeir nú upp, Maggi og Elli, en ég held að Doddi hafi ekki verið kominn út er þetta gerðist. Hvað þeir veiddu hvor um sig, Maggi og Elli, man ég ekki. En ég man að Maggi fór á Lendarflána.<br> | ||
[[Mynd:„Uss - Mr. Hattersley - reynið að skilja ástandið.“.png|300px|thumb|„Uss - Mr. Hattersley - reynið að skilja ástandið.“]] | |||
Ég fór svo upp með nesti og nýja skó, súkkulaði og allskonar góðgæti, sem til var, handa Nonna, og snæri og allt sem með þurfti til burðar. Þá var ekki borið í pokum, allt kippað. Bar ég svo allan fuglinn frá Nonna nema eina ferð, sem hann tók með sér þegar hætt var og haldið heim, sem var um klukkan sex.<br> | Ég fór svo upp með nesti og nýja skó, súkkulaði og allskonar góðgæti, sem til var, handa Nonna, og snæri og allt sem með þurfti til burðar. Þá var ekki borið í pokum, allt kippað. Bar ég svo allan fuglinn frá Nonna nema eina ferð, sem hann tók með sér þegar hætt var og haldið heim, sem var um klukkan sex.<br> | ||
Veiðin hjá Nonna var samtals þennan dag 860 lundar.<br> | Veiðin hjá Nonna var samtals þennan dag 860 lundar.<br> |
Núverandi breyting frá og með 9. ágúst 2016 kl. 10:30
Jónas Sigurðsson frá Skuld:
Fyrstu kynni mín af Álsey
AÐDRAGANDINN AÐ MARGRA ÁRA VEIÐI- OG FJALLAFERÐUM.
Á vertíðinni 1923 beitti ég, þá 16 ára gamall, á m.b. Baldri á línuvertíðinni og réri svo á netavertíðinni, eins og þá tíðkaðist. Formaður með Baldur þá vertíð var Guðmundur Magnússon, hálfbróðir Sigurðar Ingimundarsonar. Guðmundur fórst með m. b. Þorkeli mána 1937, sem hann var þá formaður með.
Um sumarið 1923 réri ég á árabát með Sigurði Ólafssyni frá Strönd, og vorum við að allt sumarið, aðallega með handfæri, einnig svolítið með þorskalínu og svo annað kastið með lúðulínu. Seinnipart sumars, eða síðast á lundatíma, komum við að Álsey í fínasta veðri seinnipart dags. Voru þá til lunda í Álsey: Haraldur Eiríksson, Vilhjálmur Jónsson, Óli Jóns og Gústaf Stefánsson, og buðu þeir okkur upp í kaffi. Skipshöfnin var eins og áður segir, Siggi á Strönd, Óli á Miðhúsum, Kjartan á Múla og ég.
Þetta boð var þegið með þökkum, því ekki var verið með kaffi með sér á sjó á þessum árum, bara einhvern bita og vatnskútinn.
Jæja, við fórum svo upp, Siggi, Kjartan og ég, en Óli varð eftir á bát, því hann var orðinn gamall maður og fatlaður og treysti sér ekki upp. En Villi fór á bát til hans og hafði með sér kaffi handa honum.
Okkur gekk ágætlega að fara upp, enda ládauður sjór. Fengum við nú kaffi og alls konar góðgæti með, sitt frá hverjum, því hver hafði sinn dall (kassa). Þá tíðkaðist ekki félagskostur, heldur var skrínukostur. Hver með sína skrínu, sem maturinn var geymdur í, sem hver maður fékk heimanað frá sér með sókningsbátnum tvisvar i viku. Þá var ekki verið að elda á hverjum degi. Menn fengu matinn tilbúinn að heiman og var það aðallega brauðmatur. Og stundum fékk maður sendan einhvern graut og þótti það ágætt.
Annars var þetta vanalega brauð og kaffi, kannski soðinn lundi einu sinni eða tvisvar yfir sumarið og kannski fiskur álíka oft, ef einhverjir komu á bátum inn á poll og gáfu fisk í soðið.
Þetta var í fyrsta sinn, sem ég kom í Álsey, og var ég alveg heillaður af öllum aðbúnaði og umhverfi, þó aðbúnaðurinn væri ekki merkilegur þá miðað við það sem nú er.
Jæja, áður en við fórum á bát aftur spurði Haraldur Eiríksson, hvort ég vildi ekki koma til þeirra í næstu sókn að gamni mínu og vera 3—4 daga. Ég ætlaði varla að trúa þessu. Að vera boðið út í ey til veru. Ég sagði Haraldi að ég myndi koma, ef ég fengi leyfi hjá foreldrum mínum, því á þeim tíma gerði maður ekkert án leyfis foreldranna.
Þegar heim kom var náttúrlega mitt fyrsta verk að biðja um leyfið, og var það auðfengið.
Þetta var upphafið á mínum veiði-og fjallaferðum.
Í Álsey árið 1924. Metveiði — 860 lundar.
Það sumar fóru í Álsey til lundaveiða þessir strákar: Jón I. Stefánsson í Mandal fyrirliði, Magnús Magnússon Vesturhúsum, Erlendur Jónsson Ólafshúsum, Jónas Sigurðsson Skuld og Þórarinn Bernódusson Stakkagerði.
Ekki man ég á hvaða degi farið var, né hvaða mánaðardag, en það mun hafa verið strax á leyfilegum lundatíma. Menn voru ungir þá og bráðlátir að komast í veiðiskapinn og fjörið.
Svo var það fyrsta sunnudaginn, sem við vorum í Álsey þetta sumar, að okkur kom saman um að fara ekki út að veiða á þessum fyrsta sunnudegi. Þetta voru allt saman ungir strákar, og þeir fullorðnu héldu að við strákarnir mundum ekki halda venjulegar reglur, og þegar við fengum leyfi fyrir eyjunni, fengum við það með því skilyrði, að við fengjum einhvern vanan fullorðinn mann með okkur. Var nú farið að leita fyrir sér um mann, en það ætlaði ekki að ganga vel. En svo var Nonni í Mandal samþykktur af ráðamönnum eyjarinnar, þó Nonni væri lítið eldri en við.
Jæja, svo var það þennan fyrsta sunnudag, sem ekki átti að veiða. Þá var frekar seint farið á fætur, því ekkert lá á. En þá var austan kaldi og þurrt veður og einhver ósköp við af fugli, allar brekkur hvítar af fugli og loftið morandi af lunda. Sem sagt óhemja við af lunda.
Ég er hræddur um, að suma hafi verið farið að kitla í lófana að sjá svona mikið við af fugli og hafast ekkert að, enda var Jón alltaf að hlaupa út á nærfötunum og líta til lofts. Honum var ekki rótt. Enda fór það svo, að hann sagðist ætla að skreppa upp og skoða að gamni sínu.
Svoleiðis stóð á, að Jón hafði brotið daginn áður og átti náttúrlega að gera við á sunnudeginum. En nú ætlaði Jón að skreppa upp, og náttúrlega með háf, svo ég léði honum minn háf.
Jón fór frá kofanum klukkan tíu, en við hinir vorum allir heima. Svo var klukkan orðin eitt og ekkert sást til Jóns, svo ég sagði að ég ætlaði að skreppa upp og athuga hvernig Jón hefði það og hvar hann væri. Þegar Jón fór upp, fór hann austur á ey. Legg ég svo á stað háflaus og allslaus, ekki með snæri eða neitt. Þetta var bara rannsóknarferð. Þegar austur á ey kemur, sé ég að Jón muni vera niður í Landnorðursstað, og þegar þangað kom eru þar komnar stórar hrúgur af lunda og hann stendur í kappveiði.
Það kom nú aldeilis pat á mann. Ég spyr hve mikið sé komið, og hann heldur það muni vera um 4 kippur. Okkur kom saman um að ég fari heim og sæki kaffi og snæri, og fari svo að bera þegar ég komi aftur. Ég var áreiðanlega ekki lengi til Bóls í þetta sinn, því þá var maður ekki þungur á sér. Er heim í kofa kom varð uppi fótur og fit, er þeir heyrðu veiðifréttirnar. Strákarnir fóru að búa sig út til veiða, því nú var ekki til setunnar boðið, en ég fór að hita súkkulaði til að fara með til Nonna. Fóru þeir nú upp, Maggi og Elli, en ég held að Doddi hafi ekki verið kominn út er þetta gerðist. Hvað þeir veiddu hvor um sig, Maggi og Elli, man ég ekki. En ég man að Maggi fór á Lendarflána.
Ég fór svo upp með nesti og nýja skó, súkkulaði og allskonar góðgæti, sem til var, handa Nonna, og snæri og allt sem með þurfti til burðar. Þá var ekki borið í pokum, allt kippað. Bar ég svo allan fuglinn frá Nonna nema eina ferð, sem hann tók með sér þegar hætt var og haldið heim, sem var um klukkan sex.
Veiðin hjá Nonna var samtals þennan dag 860 lundar.
Veðrið hélst svipað alla daginn fram undir kvöld, en þá fór að auka vindinn og rigna.
Þá var fuglinn ekki borinn eins og gert er í dag, þ. e. látinn velta niður á Siggafles. Heldur var hann borinn alla leið vestur í veltu og látinn velta niður á flá og látinn í Lundakórinn. Oftast stóð einhver fyrir á flánni til þess að kippan færi ekki í sjóinn. En ef enginn var til þess að standa fyrir, var fuglinn látinn bíða í veltunni, þar til einhver var til að taka á móti.
Þetta veiðimet í Álsey hafði staðið síðan 1924, eða í 51 ár, þegar það var slegið laugardaginn 26. júlí 1975 af Siggeir Jónassyni, er hann veiddi 920 fugla á Útsuðursnefinu og bar sex ferðir upp af fugli, og Kristján Ólafsson bar 7 ferðir. Þeir hafa áreiðanlega ekki þurft að berja sér til hita eftir þennan burð. Og Sigurgeir með veiðina í viðbót. Veiðitíminn hjá Sigurgeir þennan dag var frá kl. 2 e. h. til klukkan átta um kvöldið. Betra að vera ekki með mæðiveiki á svona dögum.