„Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 6: Lína 6:


Húsið, sem Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum er í, var upphaflega byggt fyrir Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum, en [[Þorsteinn Víglundsson]] stóð fyrir byggingunni á sínum tíma. Áður en féstyrkur var veittur til byggingarinnar hafði Þorsteinn safnað saman börnum bæjarins sem voru á gagnfræðaskólaaldri og látið þau hjálpa sér við að grafa grunninn að húsinu.
Húsið, sem Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum er í, var upphaflega byggt fyrir Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum, en [[Þorsteinn Víglundsson]] stóð fyrir byggingunni á sínum tíma. Áður en féstyrkur var veittur til byggingarinnar hafði Þorsteinn safnað saman börnum bæjarins sem voru á gagnfræðaskólaaldri og látið þau hjálpa sér við að grafa grunninn að húsinu.
Skólameistari Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum er [[Ólafur Hreinn Sigurjónsson]] og aðstoðarskólameistari er [[Baldvin Kristjánsson]].


{{Heimildir|
{{Heimildir|

Útgáfa síðunnar 14. júní 2006 kl. 10:13

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum er skóli á framhaldsskólastigi sem tók formlega til starfa haustið 1979 við samruna Vélskólans í Vestmannaeyjum, Iðnskólans í Vestmannaeyjum og framhaldsdeilda Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. Í upphafi árs 1997 tók svo Framhaldsskólinn yfir rekstur Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum.

Í upphafi heyrðu elstu bekkir grunnskólans undir Framhaldsskólann, var þá sami skólameistari yfir Framhaldsskólanum og Gagnfræðaskólanum og sumir kennarar kenndu á báðum skólastigunum.

Nemendafjöldi fyrsta árið var 85 nemendur. Þeim fjölgaði fram til ársins 1997 að nemendafjöldi náði 300. Það hefur nokkuð haldist í stað síðan, með sveiflur niður í um 250 nemendur.

Húsið, sem Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum er í, var upphaflega byggt fyrir Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum, en Þorsteinn Víglundsson stóð fyrir byggingunni á sínum tíma. Áður en féstyrkur var veittur til byggingarinnar hafði Þorsteinn safnað saman börnum bæjarins sem voru á gagnfræðaskólaaldri og látið þau hjálpa sér við að grafa grunninn að húsinu.

Skólameistari Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum er Ólafur Hreinn Sigurjónsson og aðstoðarskólameistari er Baldvin Kristjánsson.


Heimildir