„Kertaverksmiðjan“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 16: | Lína 16: | ||
breytilegt eftir einstaklingum. Auk þessa eru forstöðuþroskaþjálfi, verkstjóri og | breytilegt eftir einstaklingum. Auk þessa eru forstöðuþroskaþjálfi, verkstjóri og | ||
leiðbeinandi allir í fullu starfi og skrifstofumaður í 75% starfi. | leiðbeinandi allir í fullu starfi og skrifstofumaður í 75% starfi. | ||
[[Flokkur:Stofnanir]] | |||
[[Flokkur:Fyrirtæki]] |
Útgáfa síðunnar 14. júní 2006 kl. 09:32
Kertaverksmiðjan Heimaey sem stendur við Faxastíg, er verndaður vinnustaður og starfar samkvæmt lögum um málefni fatlaðra og reglugerð um atvinnumál fatlaðra. Kertaverksmiðjan tók til starfa í september árið 1984. Byggingin var fjármögnuð af hinum ýmsu félagasamtökum í Vestmannaeyjum, Vestmannaeyjabæ, hinu opinbera, auk þess sem styrkir komu frá útgerðarfyrirtækjum og einstaklingum.
Starfsemi og starfsmenn
Í dag hafa einstaklingar með þroskahömlun forgang um störf en einnig starfar hjá verksmiðjunni fólk með örorku vegna líkamlegrar fötlunar. Kertaverksmiðjan hefur aðallega unnið við framleiðslu á kertum af ýmsum stærðum og gerðum. Verkefni fyrir utan kertaframleiðsluna hafa alltaf verið fá, eitt af föstum verkefnum sem hefur verið um töluvert skeið er að setja saman ælubakka fyrir Herjólf og hefur það verkefni komið sér mjög vel fyrir starfsemina. Kertaverksmiðjan Heimaey hefur yfir að ráða 10 stöðugildum fyrir fatlaða og starfa að jafnaði 20 einstaklingar við þau stöðugildi. Flestir eru í 50% starfi, það er þó breytilegt eftir einstaklingum. Auk þessa eru forstöðuþroskaþjálfi, verkstjóri og leiðbeinandi allir í fullu starfi og skrifstofumaður í 75% starfi.