„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1967/Aflakóngur Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: <big><big><center>AFLAKÓNGUR VESTMANNAEYJA</center></big></big><br> <big><center>AFLASKIPIÐ GJAFAR VE 300 SKILAÐI 14.7 MILLJ. KR. AFLA Á LAND ÁRIÐ 1966</center...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<big><big><center>AFLAKÓNGUR VESTMANNAEYJA</center></big></big><br> | <big><big><center>AFLAKÓNGUR VESTMANNAEYJA</center></big></big><br> | ||
<big><center>AFLASKIPIÐ [[Gjafar VE-300|GJAFAR VE 300]] SKILAÐI 14.7 MILLJ. KR. AFLA Á LAND ÁRIÐ 1966</center></big><br> | <big><center>AFLASKIPIÐ [[Gjafar VE-300|GJAFAR VE 300]] SKILAÐI 14.7 MILLJ. KR. AFLA Á LAND ÁRIÐ 1966</center></big><br> | ||
[[Mynd:Ljósm. Ó. Björgvinsson.png|500px|thumb|center|Ljósm. Ó. Björgvinsson.]] | |||
Aflakóngur Vestmannaeyja árið 1966 varð [[Rafn Kristjánsson]] skipstjóri á Gjafari VE 300.<br> | Aflakóngur Vestmannaeyja árið 1966 varð [[Rafn Kristjánsson]] skipstjóri á Gjafari VE 300.<br> | ||
Er þetta þriðja skiptið, sem Rafn Kristjánsson og skipshöfn hans á Gjafari vinna [[Ingólfsstöngin|Ingólfsstöngina]] og heiðursskjöl fyrir mesta aflaverðmæti Vestmannaeyjabáts á einu ári.<br> | Er þetta þriðja skiptið, sem Rafn Kristjánsson og skipshöfn hans á Gjafari vinna [[Ingólfsstöngin|Ingólfsstöngina]] og heiðursskjöl fyrir mesta aflaverðmæti Vestmannaeyjabáts á einu ári.<br> | ||
Lína 9: | Lína 9: | ||
Veturinn 1943 fór Rafn í verið hingað til Vestmannaeyja. Kom hann hingað á Þorláksdag, sem var dimmur og drungalegur. Varð þessi dagur Rafni minnisstæður og gaf honum fyrst nokkuð ranga mynd af Eyjunum, svo sem skiljanlegt er um ókunnugan sjómann um jólaleytið á þeirri tíð, þó að því miður hafi aðbúnaður og móttaka sjómanna hér í bæ ekki tekið neinum stökkbreytingum síðan þá.<br> | Veturinn 1943 fór Rafn í verið hingað til Vestmannaeyja. Kom hann hingað á Þorláksdag, sem var dimmur og drungalegur. Varð þessi dagur Rafni minnisstæður og gaf honum fyrst nokkuð ranga mynd af Eyjunum, svo sem skiljanlegt er um ókunnugan sjómann um jólaleytið á þeirri tíð, þó að því miður hafi aðbúnaður og móttaka sjómanna hér í bæ ekki tekið neinum stökkbreytingum síðan þá.<br> | ||
Óhætt er að segja, að vel hafi rætzt úr og birt fyrir Rafni, því að hér skyldi vettvangur hans verða. Hefur hann dvalizt hér upp frá því, þó að hann haldi ávallt tryggð við gömlu eyjuna sína, Flatey, og heimsæki bernskuslóðir á hverju sumri. Fagna Flateyingar vel skipverjum á Gjafari og fylgjast náið með aflabrögðum bátsins.<br> | Óhætt er að segja, að vel hafi rætzt úr og birt fyrir Rafni, því að hér skyldi vettvangur hans verða. Hefur hann dvalizt hér upp frá því, þó að hann haldi ávallt tryggð við gömlu eyjuna sína, Flatey, og heimsæki bernskuslóðir á hverju sumri. Fagna Flateyingar vel skipverjum á Gjafari og fylgjast náið með aflabrögðum bátsins.<br> | ||
[[Mynd:Gjafar 1960-1964.png|300px|thumb|Gjafar 1960-1964.]] | |||
[[Mynd:Rafn Kristjánsson.png|250px|thumb|Rafn Kristjánsson, skipstjóri]] | |||
Vertíðina 1945 réðst Rafn á [[Von VE-113|Vonina]] til [[Guðmundur Vigfússon (Holti)|Guðmundar]] frá [[Holt|Holti]], og dáir Rafn ávallt þann mikla sjómann og fiskimann. Segir Rafn, að Guðmundur hafi verið svo hugmyndaríkur, að hann hefði átt að stjórna vísindalegum rannsóknum, en á sinni tíð var Guðmundur einn allra kunnugasti formaður hér við Eyjar og fiskimaður í fremstu röð. Var Rafn með Guðmundi í 7 ár. Árið 1950 lauk Rafn hinu meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík með góðum vitnisburði. Formennsku byrjaði Rafn árið 1954 með m/b [[Lagarfoss]], en árið 1956 kaupir hann ásamt Sigurði bróður sínum og mági sínum, [[Sveinbjörn Guðmundsson|Sveinbirni Guðmundssyni]] vélstjóra 51 tonns stálbát, sem hlaut nafnið Gjafar.<br> | Vertíðina 1945 réðst Rafn á [[Von VE-113|Vonina]] til [[Guðmundur Vigfússon (Holti)|Guðmundar]] frá [[Holt|Holti]], og dáir Rafn ávallt þann mikla sjómann og fiskimann. Segir Rafn, að Guðmundur hafi verið svo hugmyndaríkur, að hann hefði átt að stjórna vísindalegum rannsóknum, en á sinni tíð var Guðmundur einn allra kunnugasti formaður hér við Eyjar og fiskimaður í fremstu röð. Var Rafn með Guðmundi í 7 ár. Árið 1950 lauk Rafn hinu meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík með góðum vitnisburði. Formennsku byrjaði Rafn árið 1954 með m/b [[Lagarfoss]], en árið 1956 kaupir hann ásamt Sigurði bróður sínum og mági sínum, [[Sveinbjörn Guðmundsson|Sveinbirni Guðmundssyni]] vélstjóra 51 tonns stálbát, sem hlaut nafnið Gjafar.<br> | ||
[[Mynd:Gjafar 1956-1960.png|300px|thumb|Gjafar 1956-1960.]] | |||
Hefur þeim þremenningum farnazt útgerðin sérstaklega vel. Hefur þar farið saman mikið fiskirí og nýtni og útsjónasemi, en sem allir vita er Sveinbjörn einn allra hæfasti vélstjóri hér á flotanum með áratugareynslu að baki. Er útgerð þeirra þremenninga gott dæmi um hvað samtaka og samhentir sjómenn geta áorkað, þegar vel tekst til. Munu allir sammála um það, að þjóðhagslega sé mjög heilbrigt, að sjómennirnir sjálfir eigi hluta í atvinnutækjunum og deili áhættu og ágóða af erfiði sínu. Vinnur þannig sameign þjóðarbúinu í raun og veru meira en aflatölur gefa til kynna.<br> | Hefur þeim þremenningum farnazt útgerðin sérstaklega vel. Hefur þar farið saman mikið fiskirí og nýtni og útsjónasemi, en sem allir vita er Sveinbjörn einn allra hæfasti vélstjóri hér á flotanum með áratugareynslu að baki. Er útgerð þeirra þremenninga gott dæmi um hvað samtaka og samhentir sjómenn geta áorkað, þegar vel tekst til. Munu allir sammála um það, að þjóðhagslega sé mjög heilbrigt, að sjómennirnir sjálfir eigi hluta í atvinnutækjunum og deili áhættu og ágóða af erfiði sínu. Vinnur þannig sameign þjóðarbúinu í raun og veru meira en aflatölur gefa til kynna.<br> | ||
Rafn fiskaði mikið á þennan bát, og sumarið 1959 fékk hann rúm 10.000 mál á bátinn (1400—1500 tonn). Var þetta einhver bezti síldveiðiafli í flotanum það sumar. Bar þessi bátur með síldarhleðslu þó aðeins 530 mál, en oft var sótt meir en 100 sjómílur frá landi.<br> | Rafn fiskaði mikið á þennan bát, og sumarið 1959 fékk hann rúm 10.000 mál á bátinn (1400—1500 tonn). Var þetta einhver bezti síldveiðiafli í flotanum það sumar. Bar þessi bátur með síldarhleðslu þó aðeins 530 mál, en oft var sótt meir en 100 sjómílur frá landi.<br> | ||
Lína 15: | Lína 18: | ||
Árið 1964 var smíðaður fjórði báturinn með nafninu Gjafar, sá sem Rafn stýrir nú.<br> | Árið 1964 var smíðaður fjórði báturinn með nafninu Gjafar, sá sem Rafn stýrir nú.<br> | ||
Gjafar VE 300 er 249 rúmlestir brúttó, byggður í Hollandi árið 1964, búinn 625 hestafla Kromhout dieselvél. Er þetta sérlega gott og vandað skip að öllum frágangi og frábært skip í sjó að leggja, eins og önnur skip af þessari gerð.<br> | Gjafar VE 300 er 249 rúmlestir brúttó, byggður í Hollandi árið 1964, búinn 625 hestafla Kromhout dieselvél. Er þetta sérlega gott og vandað skip að öllum frágangi og frábært skip í sjó að leggja, eins og önnur skip af þessari gerð.<br> | ||
[[Mynd:Tafla 1967.png|300px|thumb]] | |||
[[Mynd:Screen Shot 2016-06-29 at 08.38.10.png|250px|thumb]] | |||
Síðastliðið ár hefur Gjafar því borið rúm 10 þús. tonn á land fyrir rúmar 14,7 millj. kr. Er þetta nýtt met í aflamagni og aflaverðmæti fyrir Ingólfsstöngina, þó að aflaverðmæti sé reyndar ekki haldföst viðmiðun í verðbólgulandi. Sannkallað mokfiskirí var á Rafni í apríl vertíðina 1966; 27. þess mánaðar kom Gjafar að landi með mesta þorskafla, sem fengizt hefur til þessa í einum róðri frá Vestmannaeyjum, samtals 160 lestir. Fékkst aflinn austur í bugtum í 2 köstum með þorsknót.<br> | Síðastliðið ár hefur Gjafar því borið rúm 10 þús. tonn á land fyrir rúmar 14,7 millj. kr. Er þetta nýtt met í aflamagni og aflaverðmæti fyrir Ingólfsstöngina, þó að aflaverðmæti sé reyndar ekki haldföst viðmiðun í verðbólgulandi. Sannkallað mokfiskirí var á Rafni í apríl vertíðina 1966; 27. þess mánaðar kom Gjafar að landi með mesta þorskafla, sem fengizt hefur til þessa í einum róðri frá Vestmannaeyjum, samtals 160 lestir. Fékkst aflinn austur í bugtum í 2 köstum með þorsknót.<br> | ||
Útgáfa síðunnar 29. júní 2016 kl. 09:16
Aflakóngur Vestmannaeyja árið 1966 varð Rafn Kristjánsson skipstjóri á Gjafari VE 300.
Er þetta þriðja skiptið, sem Rafn Kristjánsson og skipshöfn hans á Gjafari vinna Ingólfsstöngina og heiðursskjöl fyrir mesta aflaverðmæti Vestmannaeyjabáts á einu ári.
Verðlaun þessi voru veitt í fyrsta sinn á Sjómannadaginn árið 1963 fyrir mesta aflaverðmæti Eyjabáts árið 1962, og hlaut Rafn og skipshöfn hans þá þau verðlaun, og aftur varð Rafn aflakóngur árið 1963.
Það hefur verið viðtekin regla að minnast nokkuð ítarlega þeirra frábæru fiskimanna, sem skara svo fram úr að hljóta aflaverðlaun Sjómannadagsins í Vestmannaeyjum og heiðurstitlana Aflakóngur og Fiskikóngur. Geymist þar með saga þessara manna, sem eiga svo snaran þátt í sögu sjósóknar og aflafanga héðan frá Vestmannaeyjum.
Rafn Kristjánsson er fæddur í Flatey á Skjálfanda 19. maí árið 1924. Ólst hann þar upp í fjölmennum systkinahóp við þröng kjör kreppuáranna og varð fljótt að taka til hendi sem fyrirvinna heimilisins ásamt Sigurði bróður sínum. Var Rafn aðeins 14 ára að aldri, þegar faðir hans drukknaði á Eyjafirði. Byrjaði Rafn þá strax á unga aldri að stunda sjóinn frá Flatey, og réðust þeir bræðurnir í það stórfyrirtæki að kaupa eiginn bát, tveggja tonna trillu, sem kostaði 1600 kr. Þótti þetta hið mesta óráð, enda var fjárhagur þeirra bræðra knappur, rúmar 200 kr. En segja má, að trillukaupin séu upphaf að útgerð þeirra bræðra, og var hér kominn fyrsti Gjafar, en svo hét trillan. Hefur hér sem stundum áður sannazt, að mjór er mikils vísir. Áttu þeir bræður trilluna í nokkur ár og farnaðist útgerðin vel.
Veturinn 1943 fór Rafn í verið hingað til Vestmannaeyja. Kom hann hingað á Þorláksdag, sem var dimmur og drungalegur. Varð þessi dagur Rafni minnisstæður og gaf honum fyrst nokkuð ranga mynd af Eyjunum, svo sem skiljanlegt er um ókunnugan sjómann um jólaleytið á þeirri tíð, þó að því miður hafi aðbúnaður og móttaka sjómanna hér í bæ ekki tekið neinum stökkbreytingum síðan þá.
Óhætt er að segja, að vel hafi rætzt úr og birt fyrir Rafni, því að hér skyldi vettvangur hans verða. Hefur hann dvalizt hér upp frá því, þó að hann haldi ávallt tryggð við gömlu eyjuna sína, Flatey, og heimsæki bernskuslóðir á hverju sumri. Fagna Flateyingar vel skipverjum á Gjafari og fylgjast náið með aflabrögðum bátsins.
Vertíðina 1945 réðst Rafn á Vonina til Guðmundar frá Holti, og dáir Rafn ávallt þann mikla sjómann og fiskimann. Segir Rafn, að Guðmundur hafi verið svo hugmyndaríkur, að hann hefði átt að stjórna vísindalegum rannsóknum, en á sinni tíð var Guðmundur einn allra kunnugasti formaður hér við Eyjar og fiskimaður í fremstu röð. Var Rafn með Guðmundi í 7 ár. Árið 1950 lauk Rafn hinu meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík með góðum vitnisburði. Formennsku byrjaði Rafn árið 1954 með m/b Lagarfoss, en árið 1956 kaupir hann ásamt Sigurði bróður sínum og mági sínum, Sveinbirni Guðmundssyni vélstjóra 51 tonns stálbát, sem hlaut nafnið Gjafar.
Hefur þeim þremenningum farnazt útgerðin sérstaklega vel. Hefur þar farið saman mikið fiskirí og nýtni og útsjónasemi, en sem allir vita er Sveinbjörn einn allra hæfasti vélstjóri hér á flotanum með áratugareynslu að baki. Er útgerð þeirra þremenninga gott dæmi um hvað samtaka og samhentir sjómenn geta áorkað, þegar vel tekst til. Munu allir sammála um það, að þjóðhagslega sé mjög heilbrigt, að sjómennirnir sjálfir eigi hluta í atvinnutækjunum og deili áhættu og ágóða af erfiði sínu. Vinnur þannig sameign þjóðarbúinu í raun og veru meira en aflatölur gefa til kynna.
Rafn fiskaði mikið á þennan bát, og sumarið 1959 fékk hann rúm 10.000 mál á bátinn (1400—1500 tonn). Var þetta einhver bezti síldveiðiafli í flotanum það sumar. Bar þessi bátur með síldarhleðslu þó aðeins 530 mál, en oft var sótt meir en 100 sjómílur frá landi.
Árið 1960 keyptu þeir félagar nýjan bát 122 tonn að stærð. Aflaði Rafn mjög vel á þennan bát, sem varð aflahæsta skip Vestmannaeyja árin 1962 og 1963.
Árið 1964 var smíðaður fjórði báturinn með nafninu Gjafar, sá sem Rafn stýrir nú.
Gjafar VE 300 er 249 rúmlestir brúttó, byggður í Hollandi árið 1964, búinn 625 hestafla Kromhout dieselvél. Er þetta sérlega gott og vandað skip að öllum frágangi og frábært skip í sjó að leggja, eins og önnur skip af þessari gerð.
Síðastliðið ár hefur Gjafar því borið rúm 10 þús. tonn á land fyrir rúmar 14,7 millj. kr. Er þetta nýtt met í aflamagni og aflaverðmæti fyrir Ingólfsstöngina, þó að aflaverðmæti sé reyndar ekki haldföst viðmiðun í verðbólgulandi. Sannkallað mokfiskirí var á Rafni í apríl vertíðina 1966; 27. þess mánaðar kom Gjafar að landi með mesta þorskafla, sem fengizt hefur til þessa í einum róðri frá Vestmannaeyjum, samtals 160 lestir. Fékkst aflinn austur í bugtum í 2 köstum með þorsknót.
Hér hefur nú verið stiklað á stóru í sögu sjómanns, sem hefur skráð nafn sitt skírum stöfum í fiskveiði- og atvinnusögu Vestmannaeyja. Að eðlisfari er Rafn hlédrægur maður, en þó mjög ósérhlífinn og fylginn sér til allrar vinnu og athafna. Við veiðarnar er hann kappsamur og lætur hvergi sinn hlut, sem vani er aflamanna. Reglumaður er hann sérstakur og mjög til fyrirmyndar öðrum með hirðu skips og umgengni.
Rafn er kvæntur Pálínu Sigurðardóttur frá Hruna hér í bæ, og hafa þau eignazt 6 mannvænleg börn og búið þeim gott heimili.
Allir Vestmannaeyingar óska Rafni Kristjánssyni og skipshöfn hans á m/b Gjafari til hamingju með hinn glæsilega árangur starfsins árið 1966. Eru Rafni sendar heillaóskir í tilefni af því afreki, að hann vinnur Ingólfsstöngina í þriðja sinn. Hann ber því með sæmd heiðurstitilinn „Aflakóngur Vestmannaeyja 1966“.