„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1964/ Good morning kapten“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: <big><center>Einar Sigurfinnsson</center></big><br> <big><big><center>Good morning kapten</center></big></big><br> Það bar til — að mig minnir — árið 1916 að á Meðal...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 5: | Lína 5: | ||
Það bar til — að mig minnir — árið 1916 að á Meðallandsströnd strandaði enskt fiskiskip, togari. „Conisbro Castle“ að nafni. Skipverjar komust af, allir slysalaust eins og oftast lánaðist við þá tíðu skipreka, sem urðu á þessum slóðum, þar sem hvítfext úthafsaldan, hver eftir aðra, lemur þungum höggum lága ströndina, færandi í kaf hvað eina sem þar nemur land og vissulega hefur mörgum mönnum sýnt í tvo heimana. Þessir skipbrotsmenn fengu þá aðhlynningu og fyrirgreiðslu sem unnt var að láta í té, og eftir fáa daga voru þeir fluttir til Reykjavíkur á hestum — um önnur farartæki var ekki að tala á þeim árum.<br> | Það bar til — að mig minnir — árið 1916 að á Meðallandsströnd strandaði enskt fiskiskip, togari. „Conisbro Castle“ að nafni. Skipverjar komust af, allir slysalaust eins og oftast lánaðist við þá tíðu skipreka, sem urðu á þessum slóðum, þar sem hvítfext úthafsaldan, hver eftir aðra, lemur þungum höggum lága ströndina, færandi í kaf hvað eina sem þar nemur land og vissulega hefur mörgum mönnum sýnt í tvo heimana. Þessir skipbrotsmenn fengu þá aðhlynningu og fyrirgreiðslu sem unnt var að láta í té, og eftir fáa daga voru þeir fluttir til Reykjavíkur á hestum — um önnur farartæki var ekki að tala á þeim árum.<br> | ||
Veiðarfærum og öðru lauslegu var bjargað úr skipinu undir umsjón hreppstjórans og selt á uppboði. Skipið sjálft og áhöld þess voru látin óhreyfð. Leið svo og beið fram á vordaga. Þá barst sú fregn að Jóhannes Reykdal, verksmiðjueigandi í Hafnarfirði, væri búinn að kaupa þetta skip með gögnum þess og gæðum. Hann var nú kominn austur þangað og fékk strax nokkra menn sem skyldu hjálpa honum til að þétta skipið og dæla úr því sjónum, þvi ætlunin var að reyna að bjarga því á sjóinn aftur. Það virtist óbrotið, en lúgur allar opnar og einnig niðurgangur í lúkar og káetu, svo mikill sjór var í því. Ekki var um annað að ræða en handdælur, en þær voru allgóðar og unnu sæmilega. En það kom fljótt í ljós að með næsta flóði fylltist það sem tæmzt hafði, og að þetta væri vonlaust verk.<br> | Veiðarfærum og öðru lauslegu var bjargað úr skipinu undir umsjón hreppstjórans og selt á uppboði. Skipið sjálft og áhöld þess voru látin óhreyfð. Leið svo og beið fram á vordaga. Þá barst sú fregn að Jóhannes Reykdal, verksmiðjueigandi í Hafnarfirði, væri búinn að kaupa þetta skip með gögnum þess og gæðum. Hann var nú kominn austur þangað og fékk strax nokkra menn sem skyldu hjálpa honum til að þétta skipið og dæla úr því sjónum, þvi ætlunin var að reyna að bjarga því á sjóinn aftur. Það virtist óbrotið, en lúgur allar opnar og einnig niðurgangur í lúkar og káetu, svo mikill sjór var í því. Ekki var um annað að ræða en handdælur, en þær voru allgóðar og unnu sæmilega. En það kom fljótt í ljós að með næsta flóði fylltist það sem tæmzt hafði, og að þetta væri vonlaust verk.<br> | ||
[[Mynd:Þyrla sýnir björgun á Sjómannadaginn 1963.png|500px|thumb|center|Þyrla sýnir björgun á Sjómannadaginn 1963.]] | |||
Nú var hafizt handa að losa og rífa allt sem til náðist og lauslegt var af innviðum, einnig þilfar og vélahluta sem verðmætir þóttu svo sem koparrör o. fl. Við þetta unnu auk Jóhannesar 10—16 menn. Skýli var reist uppi á fjörukampinum þar sem menn hvíldust og mötuðust. Veður var fremur gott þessa daga.<br> | Nú var hafizt handa að losa og rífa allt sem til náðist og lauslegt var af innviðum, einnig þilfar og vélahluta sem verðmætir þóttu svo sem koparrör o. fl. Við þetta unnu auk Jóhannesar 10—16 menn. Skýli var reist uppi á fjörukampinum þar sem menn hvíldust og mötuðust. Veður var fremur gott þessa daga.<br> | ||
Nú vill það til einn daginn, að 4 eða 5 togarar komu suðaustan úr hafi í einum hóp. Þeir nálgast mjög ströndina og eftir stutta stund sést að bát er róið frá einum þeirra. Báturinn stefnir að landi. Leizt nú þeim er í fjörunni voru ekki vel á blikuna, enda þótt brimlítið væri, hugðu að eitthvað alvarlegt væri á seyði, og nú væri næsta hæpið hvernig færi ef bátur þessi ætlaði að leita lands, sem helzt leit út fyrir. | Nú vill það til einn daginn, að 4 eða 5 togarar komu suðaustan úr hafi í einum hóp. Þeir nálgast mjög ströndina og eftir stutta stund sést að bát er róið frá einum þeirra. Báturinn stefnir að landi. Leizt nú þeim er í fjörunni voru ekki vel á blikuna, enda þótt brimlítið væri, hugðu að eitthvað alvarlegt væri á seyði, og nú væri næsta hæpið hvernig færi ef bátur þessi ætlaði að leita lands, sem helzt leit út fyrir. | ||
Lína 10: | Lína 11: | ||
Einn bátsverja gekk að Jóhannesi Reykdal, sern var fyrirmannlegri og betur klæddur en aðrir þeir sem þarna voru, tók í hönd hans með ávarpinu „Kaptein“. Jóhannes tók kveðjunni, en vildi ekki kannast við titilinn. Það vildi nú svo vel til að einu Meðallendinganna, sem þarna var að vinna, kunni dálítið í ensku og reyndi hann að komast að erindi eða orsök landgöngu þessara manna. Sagðist þeim svo frá:<br> | Einn bátsverja gekk að Jóhannesi Reykdal, sern var fyrirmannlegri og betur klæddur en aðrir þeir sem þarna voru, tók í hönd hans með ávarpinu „Kaptein“. Jóhannes tók kveðjunni, en vildi ekki kannast við titilinn. Það vildi nú svo vel til að einu Meðallendinganna, sem þarna var að vinna, kunni dálítið í ensku og reyndi hann að komast að erindi eða orsök landgöngu þessara manna. Sagðist þeim svo frá:<br> | ||
Þegar togararnir, sem ætluðu til fiskveiða hér, nálguðust landið, sáu skipverjar þetta skip og menn í fjörunni. Hugðu þeir að þarna væri nýstrandað skip og skipsbrotsmenn væru enn á strandstaðnum og þyrftu hjálpar við.<br> | Þegar togararnir, sem ætluðu til fiskveiða hér, nálguðust landið, sáu skipverjar þetta skip og menn í fjörunni. Hugðu þeir að þarna væri nýstrandað skip og skipsbrotsmenn væru enn á strandstaðnum og þyrftu hjálpar við.<br> | ||
[[Mynd:Oft er þröng á þingi. Frá höfninni í Vestmannaeyjum.png|600px|thumb|center|Oft er þröng á þingi. Frá höfninni í Vestmannaeyjum.]] | |||
Þeim var nú gert skiljanlegt hvernig í öllu lá og ráðlagt að komast sem fyrst út til skips síns aftur.<br> | Þeim var nú gert skiljanlegt hvernig í öllu lá og ráðlagt að komast sem fyrst út til skips síns aftur.<br> | ||
Féllust þerr á það og báðust aðstoðar við að koma bátnum á flot aftur. — Margar hendur færðu bátinn og héldu honum réttum, á meðan þeir ensku settust undir árar. Svo var ýtt á flot þegar lag kom, en næsta bára sló bátnum flötum upp í fjöruna aftur án þess þó að slys hlytist af. Aftur var „borið við“ og | Féllust þerr á það og báðust aðstoðar við að koma bátnum á flot aftur. — Margar hendur færðu bátinn og héldu honum réttum, á meðan þeir ensku settust undir árar. Svo var ýtt á flot þegar lag kom, en næsta bára sló bátnum flötum upp í fjöruna aftur án þess þó að slys hlytist af. Aftur var „borið við“ og |
Útgáfa síðunnar 24. júní 2016 kl. 08:59
Það bar til — að mig minnir — árið 1916 að á Meðallandsströnd strandaði enskt fiskiskip, togari. „Conisbro Castle“ að nafni. Skipverjar komust af, allir slysalaust eins og oftast lánaðist við þá tíðu skipreka, sem urðu á þessum slóðum, þar sem hvítfext úthafsaldan, hver eftir aðra, lemur þungum höggum lága ströndina, færandi í kaf hvað eina sem þar nemur land og vissulega hefur mörgum mönnum sýnt í tvo heimana. Þessir skipbrotsmenn fengu þá aðhlynningu og fyrirgreiðslu sem unnt var að láta í té, og eftir fáa daga voru þeir fluttir til Reykjavíkur á hestum — um önnur farartæki var ekki að tala á þeim árum.
Veiðarfærum og öðru lauslegu var bjargað úr skipinu undir umsjón hreppstjórans og selt á uppboði. Skipið sjálft og áhöld þess voru látin óhreyfð. Leið svo og beið fram á vordaga. Þá barst sú fregn að Jóhannes Reykdal, verksmiðjueigandi í Hafnarfirði, væri búinn að kaupa þetta skip með gögnum þess og gæðum. Hann var nú kominn austur þangað og fékk strax nokkra menn sem skyldu hjálpa honum til að þétta skipið og dæla úr því sjónum, þvi ætlunin var að reyna að bjarga því á sjóinn aftur. Það virtist óbrotið, en lúgur allar opnar og einnig niðurgangur í lúkar og káetu, svo mikill sjór var í því. Ekki var um annað að ræða en handdælur, en þær voru allgóðar og unnu sæmilega. En það kom fljótt í ljós að með næsta flóði fylltist það sem tæmzt hafði, og að þetta væri vonlaust verk.
Nú var hafizt handa að losa og rífa allt sem til náðist og lauslegt var af innviðum, einnig þilfar og vélahluta sem verðmætir þóttu svo sem koparrör o. fl. Við þetta unnu auk Jóhannesar 10—16 menn. Skýli var reist uppi á fjörukampinum þar sem menn hvíldust og mötuðust. Veður var fremur gott þessa daga.
Nú vill það til einn daginn, að 4 eða 5 togarar komu suðaustan úr hafi í einum hóp. Þeir nálgast mjög ströndina og eftir stutta stund sést að bát er róið frá einum þeirra. Báturinn stefnir að landi. Leizt nú þeim er í fjörunni voru ekki vel á blikuna, enda þótt brimlítið væri, hugðu að eitthvað alvarlegt væri á seyði, og nú væri næsta hæpið hvernig færi ef bátur þessi ætlaði að leita lands, sem helzt leit út fyrir.
Var nú hafður nokkur viðbúnaður. Sterkur járnkrókur festur í kaðalenda hafður til taks og vaðbundnir menn voru viðbúnir að hlaupa út í löðrið ef á lægi. Bátinn bar brátt að landi. Strax er hann kenndi grunns var króknum fest í hann. Jafnskjótt var bátsverjum hjálpað á þurrt land og báturinn dreginn frá sjó.
Einn bátsverja gekk að Jóhannesi Reykdal, sern var fyrirmannlegri og betur klæddur en aðrir þeir sem þarna voru, tók í hönd hans með ávarpinu „Kaptein“. Jóhannes tók kveðjunni, en vildi ekki kannast við titilinn. Það vildi nú svo vel til að einu Meðallendinganna, sem þarna var að vinna, kunni dálítið í ensku og reyndi hann að komast að erindi eða orsök landgöngu þessara manna. Sagðist þeim svo frá:
Þegar togararnir, sem ætluðu til fiskveiða hér, nálguðust landið, sáu skipverjar þetta skip og menn í fjörunni. Hugðu þeir að þarna væri nýstrandað skip og skipsbrotsmenn væru enn á strandstaðnum og þyrftu hjálpar við.
Þeim var nú gert skiljanlegt hvernig í öllu lá og ráðlagt að komast sem fyrst út til skips síns aftur.
Féllust þerr á það og báðust aðstoðar við að koma bátnum á flot aftur. — Margar hendur færðu bátinn og héldu honum réttum, á meðan þeir ensku settust undir árar. Svo var ýtt á flot þegar lag kom, en næsta bára sló bátnum flötum upp í fjöruna aftur án þess þó að slys hlytist af. Aftur var „borið við“ og
beðið lags. Tókst nú betur útróðurinn. Báturinn skreið út fyrir boðana og út að skipshlið án verulegrar tafar. Togarinn kvaddi með flautunni og hélt á burt og einnig þeir sem utar biðu.
Þessu misskilngs ævintýri var lokið. Reykdal lét menn sína halda verki áfram unz lokið var, og skipsskrokkurinn var öllu lauslegu rúinn, fullur af sjó, sökkvandi ofan í sandinn eins og fleiri slíkir fyrr og síðar.
En athöfnum Reykdals á þessum stað var ekki lokið. Nú fékk hann mótorbát þangað austur og út í hann var öllu „draslinu“ komið með miklu erfiði og vosbúð þeirramanna erað unnu. En það væri nóg efni í aðra sögu, sem ekki verður sögð að þessu sinni, en vissulega var djarft teflt við Ægi í þetta sinn og sérstök heppni að það gekk allt slysalaust, því oft er báran þung við þá brimsömu strönd.
Á lokadag 1964.