„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1963/ Strönd á Meðalfellssandi II“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: <big><center>EINAR SIGURFINNSSON:</center></big><br> <big><big><center>Strönd á Meðalfellssandi II</center></big></big><br> Í fyrra — 1962 — var í [[...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 32: | Lína 32: | ||
19. Van der Weyden, togari frá Ostende í Belgíu. Strandaði á Skarðsfjöru 30. marz 1957. Skipverjar 19, björguðust allir. Skipsbjörgun heppaðist ekki.<br> | 19. Van der Weyden, togari frá Ostende í Belgíu. Strandaði á Skarðsfjöru 30. marz 1957. Skipverjar 19, björguðust allir. Skipsbjörgun heppaðist ekki.<br> | ||
[[Mynd:St. Crispin strandaði á Sandafjöru.png|300px|thumb|St. Crispin strandaði á Sandafjöru 15. marz 1956]] | |||
Eins og þessi skrá sýnir hafa þessi ár, 1927-57, strandað 19 skip á Meðallandssandi. Sést af þessu, að ekki er „hættan liðin hjá“. En björgunarsveitir á vegum [[Slysavarnadeildin Eykyndill|Slysavarnafélagsins]] eru alltaf viðbúnar ef neyðarkall heyrist, og þeim hefur oftast lánazt vel björgunarstarfið, þó oft sé örðugt og vossamt.<br> | Eins og þessi skrá sýnir hafa þessi ár, 1927-57, strandað 19 skip á Meðallandssandi. Sést af þessu, að ekki er „hættan liðin hjá“. En björgunarsveitir á vegum [[Slysavarnadeildin Eykyndill|Slysavarnafélagsins]] eru alltaf viðbúnar ef neyðarkall heyrist, og þeim hefur oftast lánazt vel björgunarstarfið, þó oft sé örðugt og vossamt.<br> | ||
Gjarnan má i þessu sambandi, þó utan við rammann sé, minnast á þegar m/b [[Hafþór VE-2|Hafþór]] héðan úr Eyjum strandaði í fyrravetur við Mýrdalssand. Þar heppnaðist með samstilltum átökum hjálparfúsra manna á sjó og landi að inna af hendi blessunarríkt björgunarstarf við erfiðar aðstæður. Svipaðar þrekraunir hafa margar verið unnar víðs vegar við strendur landsins og borið blessunarríkan árangur með Guðs hjálp.<br> | Gjarnan má i þessu sambandi, þó utan við rammann sé, minnast á þegar m/b [[Hafþór VE-2|Hafþór]] héðan úr Eyjum strandaði í fyrravetur við Mýrdalssand. Þar heppnaðist með samstilltum átökum hjálparfúsra manna á sjó og landi að inna af hendi blessunarríkt björgunarstarf við erfiðar aðstæður. Svipaðar þrekraunir hafa margar verið unnar víðs vegar við strendur landsins og borið blessunarríkan árangur með Guðs hjálp.<br> |
Núverandi breyting frá og með 23. júní 2016 kl. 09:23
Í fyrra — 1962 — var í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja grein undir þessari fyrirsögn. Hún hafði áður verið prentuð í Lesbók Morgunblaðsins árið 1927 eða fyrir 35 árum, og er því fjærri því að vera ný af nálinni, en er þó ei að síður athyglisverð, og sýnir allglögglega hve hættulegt þetta svæði hefur verið fiskimönnum og öðrum sjófarendum, og hversu mörg óhöpp hafa þar orðið.
Og óhöppin og sjótjónin hafa haldið áfram, að vísu sjaldnar en áður — sem betur fer — enda er þar margt um breytt til batnaðar. Nú eru skipin búin margs konar tækjum, sem veita mikið öryggi. Þau hafa dýptarmæla, ratsjár og miðunartæki og með talstöðinni geta þau alltaf látið vita ef eitthvað kemur fyrir.
Svo er ströndin orðin allt önnur. Lýsandi vitar eru við Skaftárós, á Skarðsfjöru og Alviðruhömrum, og svo fullkomin miðunarstöð á Reynisfjalli. Á söndunum eru strandmannaskýli, merki og leiðarvísar, og vökular björgunarsveitir búnar ýmsum tækjum eru í hverri sveit þessa héraðs. Allt þetta o. fl. dregur mjög úr slysahættunni, sem þó er alltaf yfirvofandi, því mörg eru skipin,sem þarna eiga leið fram hjá, og fengsæl og því fjölsótt fiskimið undan þessari lágu svörtu strönd þar sem brimið leikur sinn ægitryllta dans flesta daga og nætur.
Ég hef haft hug á að bæta við strandskýrsluna frá 1927 og láta Sjómannadagsblaðið fá dálítið framhald. Og til þess að víst væri að rétt væri frá skýrt snéri ég mér til Eyjólfs Eyjólfssonar á Hnausum í Meðallandi. sem hefur verið hreppstjóri Leiðvallahrepps um áratugi og þess vegna haft manna mest afskipti af strönduðum skipum og skipbrotsmönnum.
Eyjólfur, sem er sérstaklega glöggur og greinagóður maður, varð vel við beiðni minni og gaf mér skýrslu þá sem hér fylgir sem hann leyfði mér að birta á prenti.
SKIPSTRÖND
Í Meðalland frá 1927 (+ 1 í Hörgslandshr., nr. 13)
1. Hermann Löns frá Geestemünde á Þýzkalandi. Strandaði á Skarðsfjöru 18. jan. 1927. Togari. Skipverjar 12, björguðusl allir.
2. Kingston Jasper, togari frá Hull á Englandi, strandaði á Syðri-Steinsmýrarfjöru 16. febr. 1929. Skipverjar 14, björguðust allir. Skipið eyðilagðist.
3. Erlingur. 20 tonna bátur, á fyrstu ferð til Íslands. Eigandinn í Gerðum í Garði, „Erlingur Gardi“. Strandaði á Slýjafjöru 3. okt. 1930 með þremur dönskum mönnum, sem allir björguðust. Bátnum var bjargað eftir langan tíma.
4. Queen Victoria, færeysk skúta. Strandaði á Efri-Steinsmýrarfjöru 17. marz 1931. Skipverjar 19, björguðust allir. Skipið bjargaðist ekki.
5. Lord Beaconsfield, enskur togari frá Grimsby, strandaði á Skarðsfjöru 18.—19. marz 1931 (varð fastur hinn 18., skipverjar komust á land hinn 19.). Skipverjar 14, björguðust allir. Varðskipið Ægir dró skipið á flot 22. s. m.
6. Alexander Rabe, togari frá Wesermunde á Þýzkalandi. Strandaði á Syðri-Steinsmýrarfjöru. Skipverjar 12, björguðust allir. Skipið bjargaðist ekki.
7. Gustav Meyer. togari frá Wesermünde á Þýzkalandi. Strandaði á Svínadalsfjöru 19. febr. 1933. Skipverjar 13, björguðust allir. Skipið var selt Bjarna Runólfssyni á Hólmi o. fl.. og var því bjargað með aðstoð (forystu) Einars Einarssonar, skipherra á Ægi.
8. Holborn, togari frá Grimsby á Englandi. Strandaði á Ásafjöru 25. okt. 1934. Skipverjar 15, björguðust allir. Skipið bjargaðist ekki.
9. Lieutenant Boyau frá Dunkirque á Frakklandi. Strandaði á Slýjafjöru 11. marz 1935. Skipverjar 29; 24 komust lífs af, 5 drukknuðu. Skipið bjargaðist ekki.
10. Hilaria, linuveiðari frá Grimsby á Englandi. Strandaði á Efri-Eyjarfjöru 22. marz 1936. Skipverjar 14. björguðust allir. Skipið bjargaðist ekki.
11. Albatros, togari frá Wesermünde á Þýzkalandi. Strandaði á Syðri-Steinsmýrarfjöru 27. des. 1936. Skipverjar 13, björguðust allir. Skipið bjargaðist ekki.
12. H. M. B. V. Barrhead, brezkt herskip. Strandaði á Slýjafjöru 29. des. 1940. Skipverjar 34, björguðust allir. Skipinu var bjargað.
13. Rundehorn. frá Aalesund í Noregi (vegna stríðs gert út frá Reykjavík; var að koma frá Aberdeen). Strandaði á Kirkju- og Brúarfjöru (Klaustursfjöru) 7. jan. 1941. Skipverjar 9, björguðust allir. Skipinu var bjargað fljótt.
14. Podole, pólskt, gert út frá Fleetwood á Englandi. Strandaði á Svínadalsfjöru 5. marz 1946. Skipverjar 18, björguðust allir. Skipinu var bjargað.
15. Barmen frá Hamborg á Þýzkalandi. Togari. Strandaði á Fljótafjöru 1. maí 1949. Skipverjar 15, björguðust allir. Skipinu var bjargað.
16. King Sol, togari frá Grimsby á Englandi. Strandaði á Skálarfjöru 28. febr. 1955. Skipverjar 20, björguðust allir (í ofsa-þíðveðri.). Skipinu var bjargað.
17. St. Crispin, togari frá Hull á Englandi. Strandaði á Sandafjöru 15. marz 1956. Skipverjar 20, björguðust allir. Skipinu var bjargað.
18. Polarquest, selveiðiskip frá Tromsö í Noregi. Strandaði á Fljótafjöru 23. febr. 1957. Skipverjar 25. björguðust allir. Ekki tókst að bjarga skipinu. (Það var á leið að heiman til Nýfundnalands).
19. Van der Weyden, togari frá Ostende í Belgíu. Strandaði á Skarðsfjöru 30. marz 1957. Skipverjar 19, björguðust allir. Skipsbjörgun heppaðist ekki.
Eins og þessi skrá sýnir hafa þessi ár, 1927-57, strandað 19 skip á Meðallandssandi. Sést af þessu, að ekki er „hættan liðin hjá“. En björgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins eru alltaf viðbúnar ef neyðarkall heyrist, og þeim hefur oftast lánazt vel björgunarstarfið, þó oft sé örðugt og vossamt.
Gjarnan má i þessu sambandi, þó utan við rammann sé, minnast á þegar m/b Hafþór héðan úr Eyjum strandaði í fyrravetur við Mýrdalssand. Þar heppnaðist með samstilltum átökum hjálparfúsra manna á sjó og landi að inna af hendi blessunarríkt björgunarstarf við erfiðar aðstæður. Svipaðar þrekraunir hafa margar verið unnar víðs vegar við strendur landsins og borið blessunarríkan árangur með Guðs hjálp.
Mér hefur orðið tíðrætt og er tíðhugsað til sandstrandar Suðurlands, til þeirra mörgu skipa, sem þar eru grafin í sandinum og til þeirra fjölmörgu manna, sem lent hafa þar í lífsháska. Þó oftast hafi furðu vel farið hvað mannslífin snertir og margir bjargazt úr geigvænum háska á undansamlegan hátt. Þetta ber að þakka fyrst og fremst Guði, sem æ er við stjórnvölinn og stýrir höndum og hug þeirra manna, sem leggja oft líf og heilsu í hættu við björgunarstarfið.
Blessun Guðs fylgi hverri björgunarsveit og slysavarnastarfi á sjó og Iandi. Blessun Guðs fylgi hverju fari sem um höfin fer og leiði þau heil til hafna.
Kæri sjómaður! Áður en þú leggur út á hið hvikula haf, gætir þú þess að skip og öll tæki þess séu í fullkomnu lagi. Þú veizt að lítil yfirsjón í því efni getur haft alvarlegar afleiðingar. Þú vilt að hver skipverji sé á sínum stað, algáður og við öllu búinn, og þú gleymir ekki, að biðja hann fylgdar og föruneytis, „sem bylgjur getur bundið, og bugað storma her“, því þá veiztu, að
Þótt boðar skelli á bátinn þinn,
ei byljótt hræðist él,
því stendur sá við stjórnvölinn,
er stýrir öllu vel.
Og yfir kalda dauðans dröfn
frá djúpi hörmungar
hann leiðir þig í lífsins höfn
á landi sælunnar.
(V. Br.)
Á Kyndilmessu 1963.
Einar Sigurfinnsson.