„Sjúkrahús Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 26: Lína 26:


Nýja sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum var tekið að fullu í notkun árið 1974. Þá voru um 12 ár liðin síðan byggingarframkvæmdir hófust við það. Fyrsta skóflustungan var tekin 27. október 1962. Það gerði frú [[Sigríður Magnúsdóttir]] í [[Höfn]] við [[Bakkastígur|Bakkastíg]], kona [[Tómas M. Guðjónsson|Tómasar M. Guðjónsson]] kaupmanns og útgerðarmanns. Hún var þá formaður [[Slysavarnadeildin Eykyndill|Slysavarnadeildarinnar Eykyndils]] í Vestmannaeyjum.
Nýja sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum var tekið að fullu í notkun árið 1974. Þá voru um 12 ár liðin síðan byggingarframkvæmdir hófust við það. Fyrsta skóflustungan var tekin 27. október 1962. Það gerði frú [[Sigríður Magnúsdóttir]] í [[Höfn]] við [[Bakkastígur|Bakkastíg]], kona [[Tómas M. Guðjónsson|Tómasar M. Guðjónsson]] kaupmanns og útgerðarmanns. Hún var þá formaður [[Slysavarnadeildin Eykyndill|Slysavarnadeildarinnar Eykyndils]] í Vestmannaeyjum.
[[Flokkur:Saga]]
[[Flokkur:Hús]]

Útgáfa síðunnar 14. júní 2006 kl. 08:50


Forsagan að því að byggt var sjúkrahús

Um aldamótin síðustu voru íbúar bæjarins 607 og hafði þá fjölgað um tæplega 500 frá því árið 1800.

Ígerð hjá fiskverkunarfólki

Eftir 1906, er vélbátaútgerð hófst, batnaði afkoma fólks og húsakostur einnig, en þá bættist við nýtt vandamál. Fylgifiskur velmegunar var fiskúrgangur sem erfitt var að kom í lóg. Fiskhús voru reist á pöllum út í höfnina. Voru þau hús kölluð Pallakrær. Menn gengu örna sinna undir pöllum. Háflæðið sá svo um hreinsunina. Sjór til þvotta á fiski var dreginn upp um gat á króargólfi. Engan þarf að undra að menn voru meira og minna frá vinnu vegna ígerða og handarmeina.

Einhæf fæða og skortur á vatni

Árið 1911 voru helstu dánarorsakir drukknun, berklar og lungnabólga. Fæða var einhæf því nýmeti og fiskur var ekki alltaf fáanlegt og því skortur, bæði á B og C vítamíni. Vestmannaeyjar voru Klondyke Islands og þar var ausið milljónaverðmætum úr hafi. Fólk fluttist úr nærsveitum og víðar að og nokkur hundruð aðkomumenn voru í bænum á vertíðum. Húsnæðisskortur og þröngbýli var gífurlegt. Var barátta við óþrif og skortur á vatni alvarlegt vandamál.

Grútarskolp olli óþrifnaði

Ástandi ársins 1918 er lýst á eftirfarandi hátt:

Meðfram sumum aðalgötunum eru ræsi full af ýldu, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Slettur úr slorvögnum úti um allt þorp og ber fólkið óþverrann á fótum sér í hús. Grútarbræðslur menga loftið. Grútarskolpspollar maðka svo tæpast er unnt að stíga fæti á hreina jörð kringum skúrana sem notaðir eru til lifrarbræðslu.

Tæring var viðloðandi og 1923 gaus upp taugaveiki og var þá bent á óhollustu brunnvatns.

Nýr spítali vígður 1927

Það var svo árið 1927 að nýr spítali, sem nú er Ráðhús bæjarins, var vígður. Brunnur hússins rúmaði um 13 daga birgðir af vatni og var gert ráð fyrir að spítalinn fengi einnig vatn úr kirkjubrunninum og var það vatn álitið nægja í 20 daga. Til að þjóna spítalanum var seinna reist þvottahús á Flötum því þaðan mátti ná í vatn úr Póstinum en það vatnsból var nærri þar sem nú er Vinnslustöðin.

Núverandi sjúkrahús Vestmannaeyja

Árið 1963 var grafið fyrir grunni nýs sjúkrahúss, en hlé gert á þeim framkvæmdum vegna vatnsveitunnar sem var mjög fjárfrek. Fyrsti hluti nýja sjúkrahússins var vígður 1971. Í eldgosinu var óttast að húsið hryndi. Sókn hitans frá gosinu var hindruð með skurði meðfram Helgafellsbraut.

Nýja sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum var tekið að fullu í notkun árið 1974. Þá voru um 12 ár liðin síðan byggingarframkvæmdir hófust við það. Fyrsta skóflustungan var tekin 27. október 1962. Það gerði frú Sigríður Magnúsdóttir í Höfn við Bakkastíg, kona Tómasar M. Guðjónsson kaupmanns og útgerðarmanns. Hún var þá formaður Slysavarnadeildarinnar Eykyndils í Vestmannaeyjum.