„Sprang“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 6: Lína 6:


Það er nokkuð fastur liður þegar tekið er á móti ferðamönnum í dag að farið er með þá inn í Spröngu og þeim gefinn kostur á að spreyta sig á einni flugferð, að vísu þó ofan af lægstu syllu.
Það er nokkuð fastur liður þegar tekið er á móti ferðamönnum í dag að farið er með þá inn í Spröngu og þeim gefinn kostur á að spreyta sig á einni flugferð, að vísu þó ofan af lægstu syllu.
[[Flokkur:Íþróttir]]

Útgáfa síðunnar 14. júní 2006 kl. 08:38

Sem að líkum lætur fóru menn ekki óþjálfaðir í fjallaferðir, sér í lagi ekki þeir sem síga áttu í bjarg. Því fundu menn sér góða staði heima fyrir þar sem hægt var að æfa sig í fjallaklifri og sigi. Einn þekktastur slíkra staða í Vestmannaeyjum er undir Skiphellum.

Þarna voru allar aðstæður hinar ákjósanlegustu til að þjálfa verðandi fjallagarpa í öllum þeim kúnstum sem nota þurfti í fjallaferðum, svo sem lærvað, tábragði, riði, klifri og sprangi. Enn í dag þykir sá ekki maður með mönnum sem ekki getur sprangað skammlaust ofan af Almenningi, sem er breið klettasylla u.þ.b. þrjá metra frá jörðu.

Þegar menn verða leiknir í íþróttinni taka við efri syllur með ýmsum nöfnum, svo sem Stígvél, Gras og Efsta tó. Þá leika þeir bestu í íþróttinni einnig ýmsar kúnstir í loftinu, hnita hringi og steypa sér kollhnísa með miklum tilþrifum.

Það er nokkuð fastur liður þegar tekið er á móti ferðamönnum í dag að farið er með þá inn í Spröngu og þeim gefinn kostur á að spreyta sig á einni flugferð, að vísu þó ofan af lægstu syllu.