„Þjóðhátíðarsöngur“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 26: Lína 26:
::Lag: [[Oddgeir Kristjánsson]]                                     
::Lag: [[Oddgeir Kristjánsson]]                                     
::Texti [[Árni úr Eyjum]]
::Texti [[Árni úr Eyjum]]
[[Lag:Þjóðhátíðarlög]]

Útgáfa síðunnar 14. júní 2006 kl. 08:08

Þjóðhátíðarlag
1937 1938 1939
Hefjum nú, bræður, vorn hátíðarsöng;
hátt er til veggja í salnum ­
ungir og gamlir í iðandi þröng
allir sér skemmta í dalnum.
Allir inn í dal ­ þér ungra sveina val,
og ekki mega stúlkurnar sér gleyma.
og ekkert getur hugann betur hresst.
Kyrjum gleðilag á Köldubraut í dag,
þótt kuldalegt sé nafnið, það ei sakar.
Brosir hæð og laut­ nú burt með hverja þraut
og bregðum oss með söng á ástarbraut.
Þá minnkar ekki fjörið, þegar dagsins birta dvín
og dalinn sveipar kvöldið húmsins klæði.
Og fagurt er um lágnættið, er bálið bjartast skín
í brekkunum þó minnki heldur næði.
Allir inn í dal,­ þér ungra sveina val,
og ekki mega stúlkurnar sér gleyma.
Fagra tjalda­þröng­ með fána á hverri stöng
nú fyllum vér með þjóðhátíðarsöng.
Lag: Oddgeir Kristjánsson
Texti Árni úr Eyjum

Lag:Þjóðhátíðarlög