„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1968/Kapplagning suður við Sker“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: <big><center>THEÓDÓR FRIÐRIKSSON:</center></big><br> <big><big><center>Kapplagning suður við Sker</center></big></big><br> Í hinni me...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 3: | Lína 3: | ||
<big><big><center>Kapplagning suður við [[Súlnasker|Sker]]</center></big></big><br> | <big><big><center>Kapplagning suður við [[Súlnasker|Sker]]</center></big></big><br> | ||
Í hinni merku bók „Í verum“, sem er sjálfsævisaga Theódórs Friðrikssonar rithöfundar, eru mjög skemmtilegar og stórfróðlegar lýsingar á atvinnuháttum og sjósókn i Vestmannaeyjum á árunum 1919 til 1930. Hér á eftir er gripið niður í kafla um línuróður í vélbátnum [[Ari VE-235|Ara]], vertíðina 1922. | ''Í hinni merku bók „Í verum“, sem er sjálfsævisaga Theódórs Friðrikssonar rithöfundar, eru mjög skemmtilegar og stórfróðlegar lýsingar á atvinnuháttum og sjósókn i Vestmannaeyjum á árunum 1919 til 1930. Hér á eftir er gripið niður í kafla um línuróður í vélbátnum [[Ari VE-235|Ara]], vertíðina 1922.''<br> | ||
„Formaðurinn á Ara hét [[Hannes Hansson|Hannes]], sjógarpur og hraustmenni, mikill undir brún að sjá og einbeittur. Hann átti heima á Hvoli, og var kenndur við hús sitt...<br> | „Formaðurinn á Ara hét [[Hannes Hansson|Hannes]], sjógarpur og hraustmenni, mikill undir brún að sjá og einbeittur. Hann átti heima á Hvoli, og var kenndur við hús sitt...<br> | ||
Er tekið var að leggja, var verkum þannig skipt, að Björn og Óli opnuðu lestina, réttu upp bjóðin og tóku til bólfærin, Magnús kastaði út endabaujunni og rakti út strenginn, en ég greip lagningarbrettið, sem haft var undir bjóðið, kom því í fastar skorður við borðstokkinn og kastaði síðan út úr bjóðunum hverju af öðru. Var það ekki lítil þrekraun, þar sem hér var fjögurra punda lína, blaut og bikuð. Beitan var stórt skorin síld, ljósabeita og gota. Voru bjóðin rennandi full fyrir þeim gaflinum, sem beitan var. Gengu oft hrognagusurnar yfir hausinn á mér, meðan á lagningunni stóð, og dugði þá enginn tepruháttur.<br> | Er tekið var að leggja, var verkum þannig skipt, að Björn og Óli opnuðu lestina, réttu upp bjóðin og tóku til bólfærin, Magnús kastaði út endabaujunni og rakti út strenginn, en ég greip lagningarbrettið, sem haft var undir bjóðið, kom því í fastar skorður við borðstokkinn og kastaði síðan út úr bjóðunum hverju af öðru. Var það ekki lítil þrekraun, þar sem hér var fjögurra punda lína, blaut og bikuð. Beitan var stórt skorin síld, ljósabeita og gota. Voru bjóðin rennandi full fyrir þeim gaflinum, sem beitan var. Gengu oft hrognagusurnar yfir hausinn á mér, meðan á lagningunni stóð, og dugði þá enginn tepruháttur.<br> |
Útgáfa síðunnar 29. desember 2015 kl. 13:58
Í hinni merku bók „Í verum“, sem er sjálfsævisaga Theódórs Friðrikssonar rithöfundar, eru mjög skemmtilegar og stórfróðlegar lýsingar á atvinnuháttum og sjósókn i Vestmannaeyjum á árunum 1919 til 1930. Hér á eftir er gripið niður í kafla um línuróður í vélbátnum Ara, vertíðina 1922.
„Formaðurinn á Ara hét Hannes, sjógarpur og hraustmenni, mikill undir brún að sjá og einbeittur. Hann átti heima á Hvoli, og var kenndur við hús sitt...
Er tekið var að leggja, var verkum þannig skipt, að Björn og Óli opnuðu lestina, réttu upp bjóðin og tóku til bólfærin, Magnús kastaði út endabaujunni og rakti út strenginn, en ég greip lagningarbrettið, sem haft var undir bjóðið, kom því í fastar skorður við borðstokkinn og kastaði síðan út úr bjóðunum hverju af öðru. Var það ekki lítil þrekraun, þar sem hér var fjögurra punda lína, blaut og bikuð. Beitan var stórt skorin síld, ljósabeita og gota. Voru bjóðin rennandi full fyrir þeim gaflinum, sem beitan var. Gengu oft hrognagusurnar yfir hausinn á mér, meðan á lagningunni stóð, og dugði þá enginn tepruháttur.
Ég minnist einnar slíkrar lagningar sunnan við Sker í bræluveðri. Þá var komin svo mikil kvika, að sumir bátarnir sneru frá, treystu sér ekki suður fyrir Eyjar. Hannes var í illu skapi, stappaði niður fótum, er önglar kræktust saman, rak á eftir mér að tína út úr bjóðunum og bannaði að greiða sundur, því engin töf mátti verða. Ég hamaðist eins og ég hafði orku til, og öskraði Hannes þá á Björn og Óla að koma með þau bjóð, sem eitthvað gengi út úr. Það var óvanalegt, að Hannes léti svona hrottalega, enda rann mér svo í skap, að ég sópaði heilum fyllum í sjóinn báðum höndum og lét kylfu ráða kasti, hvort greiddist, er flygsur þessar fóru út fyrir borðstokkinn. Magnús kraup fyrir aftan mig, greip línuna heljarafli, og var stundum, er kvikur riðu undir bátinn, svo strengt á henni, að guðsmildi var, að ekki sópaðist allt úr bjóðunum og að ég slapp við að rífa mig á önglunum. Svona gekk þetta, þar til við höfðum lagt allt nema úr þremur bjóðum. Þá var Hannes tekinn að hægja ferðina á bátnum og raula vísu fyrir munni sér. Sagði hann, að ég skyldi leggja það vel greitt, sem eftir væri. Svaraði ég því stuttaralega, að þeim önglum, sem eftir væru, væri ekki vandara um en hinum. Þá rétti Hannes mér tóbaksbaukinn sinn til þess að létta mér í skapi. Er ég leit upp, sá ég hverskyns var. Við höfðum lent í kapplagningu milli tveggja báta, og var Gísli Magnússon öðru megin, en Óli Ingileifsson hinum megin, báðir þekktir sjógarpar. Voru þeir örskammt frá okkur. Fiskur hélt sig þarna á litlum bletti suður frá Skerinu, og var lagt til djúps. Var líkt á komið með bátunum með flýtinn, en ÓIi Ingileifs beygði nú ögn frá, og gafst okkur þá meira svigrúm með síðustu bjóðin“.