„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1992/Vertíðarspjall“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Hilmar Rósmundsson''': <big><big>Vertíðarspjall 1992</big></big> Í grein um vertíðina 1991 fór ég nokkrum orðum um þær breytingar, sem um áramótin á undan hö...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''[[Hilmar Rósmundsson]]''':
'''<big><center>[[Hilmar Rósmundsson]]:</center></big>'''<br>


<big><big>Vertíðarspjall 1992</big></big>
<big><big><center>Vertíðarspjall 1992</center></big></big><br>
   
   
Í grein um vertíðina 1991 fór ég nokkrum orðum um þær breytingar, sem um áramótin á undan höfðu verið gerðar á lögum um stjórn fiskveiða. Nokkrar þessara breytinga hafa haft mjög veruleg áhrif á útgerð báta og skipa. Þá fóru t.d. allir smábátar, sem uppfylltu viss skilyrði, inn í kvótakerfið, en það hefði átt að gerast í upphafi þess. Bátum undir 6 rúmlestum var nú úthlutað tímabundið svonefndu krókaleyfi, og gátu með því áunnið sér vissa aflahlutdeild og aflamark. Margir telja að sú úthlutun hafi orkað mjög tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Þá hlýtur 5 % reglan í 10. gr. laganna að verða til þess, að menn neyðist til þess að henda verðmætum fiski í sjóinn aftur, þar sem engar líkur eru á að alltaf verði hægt að skipta á fisktegundum við aðra. Þá liggur það alveg ljóst fyrir, að eftir að sóknarmarkið var aflagt þá er miklu meira af fiski hent. Flestir eru með of litlar veiðiheimildir, sem sífellt er verið að skerða meira, þeim dettur ekki í hug að koma með verðminnsta kvótafiskinn að landi, þeir hafa einfaldlega ekki efni á því. Þrátt fyrir það að lögin um stjórn fiskveiða hafi verið, og séu í stöðugri endurskoðun, má ljóst vera að öll meginmarkmið fiskveiðistefnunnar-kvótakerfisins hafa brugðist. Þó hefur enginn með rökum getað bent á að aðrar stjórnunaraðferðir séu vænlegri til árangurs. Málið er einfaldlega mjög erfitt, og því verður aldrei stjórnað svo öllum líki. Nú munu starfandi tvær nefndir, til þess að móta nýja sjávarútvegsstefnu, og er önnur þeirra meira að segja með tvo formenn. Heyrst hefur að bullandi ósamkomulag sé, sér í lagi í tvíhöfða pólitísku nefndinni, en við því mátti auðvitað alltaf búast, eins og hún er samsett, ég tel að það sé mjög hæpið að reikna með nokkru af viti frá þessum höfðingjum.<br>
Í grein um vertíðina 1991 fór ég nokkrum orðum um þær breytingar, sem um áramótin á undan höfðu verið gerðar á lögum um stjórn fiskveiða. Nokkrar þessara breytinga hafa haft mjög veruleg áhrif á útgerð báta og skipa. Þá fóru t.d. allir smábátar, sem uppfylltu viss skilyrði, inn í kvótakerfið, en það hefði átt að gerast í upphafi þess. Bátum undir 6 rúmlestum var nú úthlutað tímabundið svonefndu krókaleyfi, og gátu með því áunnið sér vissa aflahlutdeild og aflamark. Margir telja að sú úthlutun hafi orkað mjög tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Þá hlýtur 5 % reglan í 10. gr. laganna að verða til þess, að menn neyðist til þess að henda verðmætum fiski í sjóinn aftur, þar sem engar líkur eru á að alltaf verði hægt að skipta á fisktegundum við aðra. Þá liggur það alveg ljóst fyrir, að eftir að sóknarmarkið var aflagt þá er miklu meira af fiski hent. Flestir eru með of litlar veiðiheimildir, sem sífellt er verið að skerða meira, þeim dettur ekki í hug að koma með verðminnsta kvótafiskinn að landi, þeir hafa einfaldlega ekki efni á því. Þrátt fyrir það að lögin um stjórn fiskveiða hafi verið, og séu í stöðugri endurskoðun, má ljóst vera að öll meginmarkmið fiskveiðistefnunnar-kvótakerfisins hafa brugðist. Þó hefur enginn með rökum getað bent á að aðrar stjórnunaraðferðir séu vænlegri til árangurs. Málið er einfaldlega mjög erfitt, og því verður aldrei stjórnað svo öllum líki. Nú munu starfandi tvær nefndir, til þess að móta nýja sjávarútvegsstefnu, og er önnur þeirra meira að segja með tvo formenn. Heyrst hefur að bullandi ósamkomulag sé, sér í lagi í tvíhöfða pólitísku nefndinni, en við því mátti auðvitað alltaf búast, eins og hún er samsett, ég tel að það sé mjög hæpið að reikna með nokkru af viti frá þessum höfðingjum.<br>
30. júlí s.l. sendi Sjávarútvegsráðuneytið frá sér fréttatilkynningu. Í henni kom fram ákvörðun ráðuneytisins um leyfilegan heildarafla fiskveiðiárið 1. september 1991 til 31. ágúst 1992. Samkvæmt þessari ákvörðun er áætlað að afli þorsks verði um 55 þúsund lestum minni en á síðasta 12 mánaða tímabili fyrir upphaf komandi fiskveiðiárs. Með sömu viðmiðun er áætlað að grálúðuaflinn verði um 10 þúsund lestum minni, og ufsaaflinn um 15 þúsund lestum minni. Hins vegar er gert ráð fyrir að afli annarra botnfisktegunda verði svipaður og á síðasta ári. Miðað við þessa ákvörðun er áætlað að verðmæti botnfiskaflans minnki um 10-12 % á milli ára, sem þýðir um 7-8 milljarða samdrátt í útflutningstekjum. Þá er útlit fyrir að verð á sjávarafurðum verði í heild lægra á næsta fiskveiðiári, en verið hefur á undanförnum misserum, og því gæti tekjusamdrátturinn reynst enn meiri.<br>
30. júlí s.l. sendi Sjávarútvegsráðuneytið frá sér fréttatilkynningu. Í henni kom fram ákvörðun ráðuneytisins um leyfilegan heildarafla fiskveiðiárið 1. september 1991 til 31. ágúst 1992. Samkvæmt þessari ákvörðun er áætlað að afli þorsks verði um 55 þúsund lestum minni en á síðasta 12 mánaða tímabili fyrir upphaf komandi fiskveiðiárs. Með sömu viðmiðun er áætlað að grálúðuaflinn verði um 10 þúsund lestum minni, og ufsaaflinn um 15 þúsund lestum minni. Hins vegar er gert ráð fyrir að afli annarra botnfisktegunda verði svipaður og á síðasta ári. Miðað við þessa ákvörðun er áætlað að verðmæti botnfiskaflans minnki um 10-12 % á milli ára, sem þýðir um 7-8 milljarða samdrátt í útflutningstekjum. Þá er útlit fyrir að verð á sjávarafurðum verði í heild lægra á næsta fiskveiðiári, en verið hefur á undanförnum misserum, og því gæti tekjusamdrátturinn reynst enn meiri.<br>
Það er nú ljóst að þessi spá um verðlækkun á ýmsum útflutningi okkar er orðin að veruleika, flestar fiskafurðir hafa lækkað á erlendum mörkuðum og sumar eins og t.d. rækja, saltfiskur og nú síðast humar mjög verulega. Það er því tæpast hægt að segja að vel ári, enda er staða margra útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja mjög erfið.<br>
Það er nú ljóst að þessi spá um verðlækkun á ýmsum útflutningi okkar er orðin að veruleika, flestar fiskafurðir hafa lækkað á erlendum mörkuðum og sumar eins og t.d. rækja, saltfiskur og nú síðast humar mjög verulega. Það er því tæpast hægt að segja að vel ári, enda er staða margra útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja mjög erfið.<br>
Snúum okkur nú að vertíðarspjallinu. Veðráttan á þessari vetrarvertíð var með alversta móti, og alveg fram í marsmánuð var varla hægt að tala um sjóveður, enda sjósókn lítil framan af. Aðeins var landað hér 1325 lestum af botnfiski í janúarmánuði, en 300 lestum meira í janúar 1991. Hinsvegar lönduðu 5 stórir bátar 5529 lestum af síld, í janúar nú, en ekki nema rúmum 2000 lestum í fyrra. Stærsti hlutinn af þessari síld fór í vinnslu, og skapaði talsverða atvinnu. Þá var landað hér tæpum 6000 lestum af loðnu í janúar en engu í þeim mánuði 1991. Sama ótíðin hélst allan febrúarmánuð, en þó jókst sjósókn til muna, enda ekkert annað að gera en að sækja stíft ef vertíðin ætti ekki að fara í vaskinn. 4 togarar lönduðu hér í mánuðinum, 22 togbátar, 6 netabátar, 3 voru á línu 10 trillur og 15 loðnuskip. Það er nær ótrúlegt hvað loðnuskipin höfðu að bera mikinn afla að landi, í því hafróti, sem oftast var, það hefur áreiðanlega oft vaðið á súðum hjá þeim, enda fengu þau nokkur á sig brotsjói, sem skemmdu og eyðilögðu, en sem betur fer urðu engin stórslys.<br>
Snúum okkur nú að vertíðarspjallinu. Veðráttan á þessari vetrarvertíð var með alversta móti, og alveg fram í marsmánuð var varla hægt að tala um sjóveður, enda sjósókn lítil framan af. Aðeins var landað hér 1325 lestum af botnfiski í janúarmánuði, en 300 lestum meira í janúar 1991. Hinsvegar lönduðu 5 stórir bátar 5529 lestum af síld, í janúar nú, en ekki nema rúmum 2000 lestum í fyrra. Stærsti hlutinn af þessari síld fór í vinnslu, og skapaði talsverða atvinnu. Þá var landað hér tæpum 6000 lestum af loðnu í janúar en engu í þeim mánuði 1991. Sama ótíðin hélst allan febrúarmánuð, en þó jókst sjósókn til muna, enda ekkert annað að gera en að sækja stíft ef vertíðin ætti ekki að fara í vaskinn. 4 togarar lönduðu hér í mánuðinum, 22 togbátar, 6 netabátar, 3 voru á línu 10 trillur og 15 loðnuskip. Það er nær ótrúlegt hvað loðnuskipin höfðu að bera mikinn afla að landi, í því hafróti, sem oftast var, það hefur áreiðanlega oft vaðið á súðum hjá þeim, enda fengu þau nokkur á sig brotsjói, sem skemmdu og eyðilögðu, en sem betur fer urðu engin stórslys.<br>
Í febrúar bárust hér á land 50229 lestir af loðnu. Togaraaflinn var drjúgur í mánuðinum, en uppistaðan í þeirra afla var karfi og ufsi en mjög lítið af þorski og ýsu. Afli stærri togbátanna var eftir vonum, miðað við veðráttu og var þorskur stór hluti af afla þeirra, minni togbátarnir máttu lepja dauðann úr skel, þar sem þeir komust mjög sjaldan á sjó. Netabátarnir fengu strax ágætis afla, en að sjálfsögðu var lítið hjá trillunum. Þegar febrúarmánuður er gerður upp kemur í ljós að botnfiskaflinn sem hér var landað er nær helmingi minni en í febrúar 1991 eða 2130 lestir á móti 3870. Eflaust á bullandi ótíð sinn þátt í þessu, þó var ufsagengd áberandi minni en oft áður, og lítið veiddist af ýsu. Þá spilar það einnig inn í þessar aflatölur að útgerð hér hefur dregist verulega saman, og eru vertíðarbátarnir í ár sex færri en á síðustu vertíð, og auk þess eru [[Bylgja]] og [[Þórunn Sveinsdóttir]] orðin frystiskip, en þeirra afli er ekki með í þessum tölum, og munar um minna, en eins og allir vita hafa þeir bátar báðir verið mjög drjúgir í hráefnisöfluninni. Marsmánuður var all fengsæll að vanda, enda veðrátta farin að skána, þó æði oft væri ylgja, sem var nóg til þess að litlu bátarnir áttu í erfiðleikum og var þeirra hlutur mjög rýr. Heildar botnfiskaflinn í mánuðinum var 1400 lestum minni en í mars á síðasta ári, og er samdrátturinn aðallega í þorskinum. Aftur á móti var landað helmingi meiri loðnu nú í mars en í sama mánuði í fyrra eða 33817 lestum á móti 16000 þá.<br>
Í febrúar bárust hér á land 50229 lestir af loðnu. Togaraaflinn var drjúgur í mánuðinum, en uppistaðan í þeirra afla var karfi og ufsi en mjög lítið af þorski og ýsu. Afli stærri togbátanna var eftir vonum, miðað við veðráttu og var þorskur stór hluti af afla þeirra, minni togbátarnir máttu lepja dauðann úr skel, þar sem þeir komust mjög sjaldan á sjó. Netabátarnir fengu strax ágætis afla, en að sjálfsögðu var lítið hjá trillunum. Þegar febrúarmánuður er gerður upp kemur í ljós að botnfiskaflinn sem hér var landað er nær helmingi minni en í febrúar 1991 eða 2130 lestir á móti 3870. Eflaust á bullandi ótíð sinn þátt í þessu, þó var ufsagengd áberandi minni en oft áður, og lítið veiddist af ýsu. Þá spilar það einnig inn í þessar aflatölur að útgerð hér hefur dregist verulega saman, og eru vertíðarbátarnir í ár sex færri en á síðustu vertíð, og auk þess eru [[Bylgja]] og [[Þórunn Sveinsdóttir]] orðin frystiskip, en þeirra afli er ekki með í þessum tölum, og munar um minna, en eins og allir vita hafa þeir bátar báðir verið mjög drjúgir í hráefnisöfluninni. Marsmánuður var all fengsæll að vanda, enda veðrátta farin að skána, þó æði oft væri ylgja, sem var nóg til þess að litlu bátarnir áttu í erfiðleikum og var þeirra hlutur mjög rýr. Heildar botnfiskaflinn í mánuðinum var 1400 lestum minni en í mars á síðasta ári, og er samdrátturinn aðallega í þorskinum. Aftur á móti var landað helmingi meiri loðnu nú í mars en í sama mánuði í fyrra eða 33817 lestum á móti 16000 þá.<br>
Botnfiskaflinn í apríl var 1400 lestum minni en í apríl 1991 og er að stóran hluta vegna þess að bátarnir eru mun færri en á síðustu vertíð, og auk þess var að mestu leyti veiðibann í 10 daga um páskana.<br>
Botnfiskaflinn í apríl var 1400 lestum minni en í apríl 1991 og er að stóran hluta vegna þess að bátarnir eru mun færri en á síðustu vertíð, og auk þess var að mestu leyti veiðibann í 10 daga um páskana.<br>
Þegar vertíðin frá janúar til aprílloka er gerð upp kemur í ljós, að hér hefur verið landað tæpum 14 þúsund lestum á þeim tíma á móti rúmlega 19 þúsund lestum á sama tíma í fyrra.<br>
Þegar vertíðin frá janúar til aprílloka er gerð upp kemur í ljós, að hér hefur verið landað tæpum 14 þúsund lestum á þeim tíma á móti rúmlega 19 þúsund lestum á sama tíma í fyrra.<br>
Mun minna var flutt ferskt á erlenda markaði en á móti fór verulegt magn á aðrar hafnir innanlands, aðallega í gegnum fiskmarkaðinn, og þó nokkuð var selt beint gegn kvóta frá öðrum.<br>
Mun minna var flutt ferskt á erlenda markaði en á móti fór verulegt magn á aðrar hafnir innanlands, aðallega í gegnum fiskmarkaðinn, og þó nokkuð var selt beint gegn kvóta frá öðrum.<br>



Útgáfa síðunnar 8. október 2015 kl. 14:04

Hilmar Rósmundsson:


Vertíðarspjall 1992


Í grein um vertíðina 1991 fór ég nokkrum orðum um þær breytingar, sem um áramótin á undan höfðu verið gerðar á lögum um stjórn fiskveiða. Nokkrar þessara breytinga hafa haft mjög veruleg áhrif á útgerð báta og skipa. Þá fóru t.d. allir smábátar, sem uppfylltu viss skilyrði, inn í kvótakerfið, en það hefði átt að gerast í upphafi þess. Bátum undir 6 rúmlestum var nú úthlutað tímabundið svonefndu krókaleyfi, og gátu með því áunnið sér vissa aflahlutdeild og aflamark. Margir telja að sú úthlutun hafi orkað mjög tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Þá hlýtur 5 % reglan í 10. gr. laganna að verða til þess, að menn neyðist til þess að henda verðmætum fiski í sjóinn aftur, þar sem engar líkur eru á að alltaf verði hægt að skipta á fisktegundum við aðra. Þá liggur það alveg ljóst fyrir, að eftir að sóknarmarkið var aflagt þá er miklu meira af fiski hent. Flestir eru með of litlar veiðiheimildir, sem sífellt er verið að skerða meira, þeim dettur ekki í hug að koma með verðminnsta kvótafiskinn að landi, þeir hafa einfaldlega ekki efni á því. Þrátt fyrir það að lögin um stjórn fiskveiða hafi verið, og séu í stöðugri endurskoðun, má ljóst vera að öll meginmarkmið fiskveiðistefnunnar-kvótakerfisins hafa brugðist. Þó hefur enginn með rökum getað bent á að aðrar stjórnunaraðferðir séu vænlegri til árangurs. Málið er einfaldlega mjög erfitt, og því verður aldrei stjórnað svo öllum líki. Nú munu starfandi tvær nefndir, til þess að móta nýja sjávarútvegsstefnu, og er önnur þeirra meira að segja með tvo formenn. Heyrst hefur að bullandi ósamkomulag sé, sér í lagi í tvíhöfða pólitísku nefndinni, en við því mátti auðvitað alltaf búast, eins og hún er samsett, ég tel að það sé mjög hæpið að reikna með nokkru af viti frá þessum höfðingjum.
30. júlí s.l. sendi Sjávarútvegsráðuneytið frá sér fréttatilkynningu. Í henni kom fram ákvörðun ráðuneytisins um leyfilegan heildarafla fiskveiðiárið 1. september 1991 til 31. ágúst 1992. Samkvæmt þessari ákvörðun er áætlað að afli þorsks verði um 55 þúsund lestum minni en á síðasta 12 mánaða tímabili fyrir upphaf komandi fiskveiðiárs. Með sömu viðmiðun er áætlað að grálúðuaflinn verði um 10 þúsund lestum minni, og ufsaaflinn um 15 þúsund lestum minni. Hins vegar er gert ráð fyrir að afli annarra botnfisktegunda verði svipaður og á síðasta ári. Miðað við þessa ákvörðun er áætlað að verðmæti botnfiskaflans minnki um 10-12 % á milli ára, sem þýðir um 7-8 milljarða samdrátt í útflutningstekjum. Þá er útlit fyrir að verð á sjávarafurðum verði í heild lægra á næsta fiskveiðiári, en verið hefur á undanförnum misserum, og því gæti tekjusamdrátturinn reynst enn meiri.
Það er nú ljóst að þessi spá um verðlækkun á ýmsum útflutningi okkar er orðin að veruleika, flestar fiskafurðir hafa lækkað á erlendum mörkuðum og sumar eins og t.d. rækja, saltfiskur og nú síðast humar mjög verulega. Það er því tæpast hægt að segja að vel ári, enda er staða margra útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja mjög erfið.
Snúum okkur nú að vertíðarspjallinu. Veðráttan á þessari vetrarvertíð var með alversta móti, og alveg fram í marsmánuð var varla hægt að tala um sjóveður, enda sjósókn lítil framan af. Aðeins var landað hér 1325 lestum af botnfiski í janúarmánuði, en 300 lestum meira í janúar 1991. Hinsvegar lönduðu 5 stórir bátar 5529 lestum af síld, í janúar nú, en ekki nema rúmum 2000 lestum í fyrra. Stærsti hlutinn af þessari síld fór í vinnslu, og skapaði talsverða atvinnu. Þá var landað hér tæpum 6000 lestum af loðnu í janúar en engu í þeim mánuði 1991. Sama ótíðin hélst allan febrúarmánuð, en þó jókst sjósókn til muna, enda ekkert annað að gera en að sækja stíft ef vertíðin ætti ekki að fara í vaskinn. 4 togarar lönduðu hér í mánuðinum, 22 togbátar, 6 netabátar, 3 voru á línu 10 trillur og 15 loðnuskip. Það er nær ótrúlegt hvað loðnuskipin höfðu að bera mikinn afla að landi, í því hafróti, sem oftast var, það hefur áreiðanlega oft vaðið á súðum hjá þeim, enda fengu þau nokkur á sig brotsjói, sem skemmdu og eyðilögðu, en sem betur fer urðu engin stórslys.
Í febrúar bárust hér á land 50229 lestir af loðnu. Togaraaflinn var drjúgur í mánuðinum, en uppistaðan í þeirra afla var karfi og ufsi en mjög lítið af þorski og ýsu. Afli stærri togbátanna var eftir vonum, miðað við veðráttu og var þorskur stór hluti af afla þeirra, minni togbátarnir máttu lepja dauðann úr skel, þar sem þeir komust mjög sjaldan á sjó. Netabátarnir fengu strax ágætis afla, en að sjálfsögðu var lítið hjá trillunum. Þegar febrúarmánuður er gerður upp kemur í ljós að botnfiskaflinn sem hér var landað er nær helmingi minni en í febrúar 1991 eða 2130 lestir á móti 3870. Eflaust á bullandi ótíð sinn þátt í þessu, þó var ufsagengd áberandi minni en oft áður, og lítið veiddist af ýsu. Þá spilar það einnig inn í þessar aflatölur að útgerð hér hefur dregist verulega saman, og eru vertíðarbátarnir í ár sex færri en á síðustu vertíð, og auk þess eru Bylgja og Þórunn Sveinsdóttir orðin frystiskip, en þeirra afli er ekki með í þessum tölum, og munar um minna, en eins og allir vita hafa þeir bátar báðir verið mjög drjúgir í hráefnisöfluninni. Marsmánuður var all fengsæll að vanda, enda veðrátta farin að skána, þó æði oft væri ylgja, sem var nóg til þess að litlu bátarnir áttu í erfiðleikum og var þeirra hlutur mjög rýr. Heildar botnfiskaflinn í mánuðinum var 1400 lestum minni en í mars á síðasta ári, og er samdrátturinn aðallega í þorskinum. Aftur á móti var landað helmingi meiri loðnu nú í mars en í sama mánuði í fyrra eða 33817 lestum á móti 16000 þá.
Botnfiskaflinn í apríl var 1400 lestum minni en í apríl 1991 og er að stóran hluta vegna þess að bátarnir eru mun færri en á síðustu vertíð, og auk þess var að mestu leyti veiðibann í 10 daga um páskana.
Þegar vertíðin frá janúar til aprílloka er gerð upp kemur í ljós, að hér hefur verið landað tæpum 14 þúsund lestum á þeim tíma á móti rúmlega 19 þúsund lestum á sama tíma í fyrra.
Mun minna var flutt ferskt á erlenda markaði en á móti fór verulegt magn á aðrar hafnir innanlands, aðallega í gegnum fiskmarkaðinn, og þó nokkuð var selt beint gegn kvóta frá öðrum.

Eftirmælin um þessa vertíð eru þau að veðrátta var afleit, aflabrögðin mjög misjöfn og markaðir óhagstæðir. Loðnuskipin öfluðu mjög vel, og var heildar loðnuaflinn á vertíðinni 576 þúsund lestir, sem er með því besta, sem gerst hefur miðað við tíma og aðstæður. Togararnir bættu sinn hlut er á vertíðina leið, þar sem þeir náðu í góða farma af utankvótafiski, aðallega blálöngu og búra, en það hlýtur að vera gulls ígildi í þessu skömmtunarkerfi, þorsk- og ýsuafli þeirra var hinsvegar mjög lítill, eins og annarra togara, og er það vissulega áhyggjuefni. Afli stóru togbátanna var mjög misjafn, og virtist á stundum fara mest eftir því á hvað miklu dýpi þeir gætu togað, þá voru sumir að reka í ágætis túra, á venjulegri togslóð. Í heild held ég að þeir geti sæmilega við unað. Smærri togbátarnir voru mjög illa settir, sjaldan sjóveður og afli sára tregur þá útskot kom. Meira að segja kolinn lét á sér standa, en hann hefur nú stundum bjargað þeim. Kolaaflinn var loks farinn að glæðast þegar 10 daga páskastoppið kom. Ágætt verð fékkst fyrir kolann á enska markaðnum, en verð á öðrum fiski var heldur lélegt þar, fram eftir vertíð, enda minna flutt út ferskt en verið hefur. Bátarnir lönduðu nú talsverðu magni á nýjan Fiskmarkað Vestmanneyja, og fengu yfirleitt ágætis verð fyrir aflann þar. Þeir sem án efa koma langbest út úr vertíðinni eru netabátarnir, bæði stórir og smáir. Það er ekki í fyrsta skipti, sem þeir bera af bæði í afla og trúlega afkomu. Afli þeirra í vetur hefur verið ágætur, bæði djúpt og grunnt. Vegna kvótans hafa þeir aðeins verið með 50 til 70% af þeim netum, sem þeir mega vera með, og auk þess oft tekið upp um helgar, og jafnvel legið heilu vikurnar með netin í bátunum. Og enn um miðjan maí eru þeir að fá 10 til 12 tonn á dag í 5 til 6 trossur. Það er óhætt að fullyrða, að þrátt fyrir allt fiskileysi, hefði þetta orðið mjög stór vertíð hjá þeim fáu bátum, sem veiða í net hefði skömmtunarkerfið ekki verið í gangi. Ætti ég að gefa þessari vertíð einkunn, tel ég að hún hæfi tæpast verið sæmileg, hvað aflabrögð varðar, nema hjá loðnu og netabátum. En hvert verður framhaldið? Það er engin spurning að afkoma sjávarplássanna byggist á því hvaða veiðiheimildir þau skip fá, sem þar eiga heimilisfesti. Verður kvótinn aukinn eða verður hann enn skertur ? Höfum við tök á að auka aflahlutdeild okkar, eða erum við að missa forustuna? Togararallið, hversu marktækt það nú er, skilaði mjög litlum afla í vetur, þannig að engar líkur eru á því að botnfiskkvótinn verði aukinn. Það verða því þeir sem eiga eða hafa aðgang að peningum, sem koma til með að auka sinn hlut í næstu framtíð, þeir sem eru blankir, eða meira, eiga þess engan kost. 11 stærstu fyrirtækin í sjávarútvegi hafa nær tvöfaldað aflahlutdeild sína nú á rúmu ári. Þau réðu yfir rúmum 14 % af kvótanum 1. janúar 1991 en það hlutfall er orðið 28 % í marslok 1992. Mest af þessu hefur orðið til við sameiningu fyrirtækja, en þó hafa þau keypt mikinn kvóta á þessum tíma. Trúlega eru tvö af þessum ellefu stóru fyrirtækjum hér í Eyjum; en þau hafa ekki haft aðstöðu til þess að auka sínar aflaheimildir á þessum tíma. Í upphafi kvótakerfisins fékk Eyjaflotinn 8,5% af botnfiskkvótanum; það hlutfall jókst með kaupum á bátum hingað, og var orðið 10,4 % í árslok 1990. Síðan hefur sigið á ógæfuhliðina, og nú eru aflaheimilidir Eyjaflotan's 9,3 % af heildarúthlutun í botnfiski. Enginn veit hver framtíðin verður í þessum málum. Nú eru uppi háværar raddir um gjörbreytta fiskveiðistefnu, og þeim fjölgar, sem krefjast beinnar greiðslu fyrir afnot af auðlindinni, þó að það ætti að vera öllum ljóst, að sá arður, sem hún gefur af sér rennur beint í velferðarþjóðfélagið.

Vonandi tekst framámönnum hér í útgerð og fiskvinnslu, að halda okkar hlut í kapphlaupinu um kvótann, þannig að Vestmannaeyjar verði hér eftir, sem hingað til, stærsta verstöð landsins.