„Dvergasteinn“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
(Bætt inn mynd)
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Dvergasteinn.jpg|thumb|250px|Dvergasteinn]]
Húsið '''Dvergasteinn''' (áður '''Brandshús''') stóð við [[Heimagata|Heimagötu]] 7a. Það hýsti [[Barnaskólinn í Vestmannaeyjum|Barnaskóla Vestmannaeyja]] á árunum 1884-1904 og var því jafnan kallað Gamla skólahúsið. Eftir að [[Eiríkur Ögmundsson]] flutti húsið nefndi hann það Dvergastein, eftir Dvergasteini við Seyðisfjörð.
Húsið '''Dvergasteinn''' (áður '''Brandshús''') stóð við [[Heimagata|Heimagötu]] 7a. Það hýsti [[Barnaskólinn í Vestmannaeyjum|Barnaskóla Vestmannaeyja]] á árunum 1884-1904 og var því jafnan kallað Gamla skólahúsið. Eftir að [[Eiríkur Ögmundsson]] flutti húsið nefndi hann það Dvergastein, eftir Dvergasteini við Seyðisfjörð.



Útgáfa síðunnar 1. júní 2006 kl. 13:36

Dvergasteinn

Húsið Dvergasteinn (áður Brandshús) stóð við Heimagötu 7a. Það hýsti Barnaskóla Vestmannaeyja á árunum 1884-1904 og var því jafnan kallað Gamla skólahúsið. Eftir að Eiríkur Ögmundsson flutti húsið nefndi hann það Dvergastein, eftir Dvergasteini við Seyðisfjörð.

Árið 1906 stofnsetti Edvard Fredriksen bakarí í húsinu. Ekki var bakaríið langlíft í húsinu því einungis eftir fjögurra mánaða bakstur kviknaði í því og það brann nokkuð. Allt sem brann var óvátryggt og því var bakaríið ekki starfrækt lengur, uppbygging þótti ekki borga sig.

Dvergasteinn var hlaðinn úr móbergi úr Heimakletti árið 1883 og voru steinarnir límdir saman með kalki. Húsið fór undir hraun í gosinu, líklega þann 26. mars, en þá fóru mörg hús í nágrenninu undir hraunflæðið, t.d. húsin Godthaab, Brydehus og gamla sundlaugin.