„Þorgerður Gísladóttir“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 6: | Lína 6: | ||
alsystkini og sjö hálfsystkini. | alsystkini og sjö hálfsystkini. | ||
[[Mynd:thorgerdurgisladottir.jpg.jpg]] | [[Mynd:thorgerdurgisladottir.jpg.jpg|thumb|140px|Þorgerður]] | ||
Þorgerður var fædd í Görðum sem voru fyrir austan Kirkjubæina | Þorgerður var fædd í Görðum sem voru fyrir austan Kirkjubæina | ||
niður við sjó. | niður við sjó. | ||
Lína 31: | Lína 31: | ||
auk þess að ala önn fyrir heimili foreldra sinna | auk þess að ala önn fyrir heimili foreldra sinna | ||
---- | |||
Högni í Vatnsdal sonur hennar lýsir henni sem afburðarkonu | |||
í þrekraunum. Segir hann svo frá. | í þrekraunum. Segir hann svo frá. | ||
[[Mynd:skel.jpg.jpg|thumb|140px|Húsið Skel sem þorgerður er kennd við]] | |||
Hún bjargaðist er árabát hlekkstist á og skolaðist upp á kletta. | Hún bjargaðist er árabát hlekkstist á og skolaðist upp á kletta. | ||
Rifnaði stór hárfylla af höfði hennar sem var næld niður | Rifnaði stór hárfylla af höfði hennar sem var næld niður |
Útgáfa síðunnar 26. maí 2006 kl. 20:14
Fædd.16.ágúst 1840. D. 8.ágúst 1919
Foreldrar hennar voru Gísli Andrésson,á Bakkavöllum í Hvolhreppi, og Þórelfur Kortsdóttir frá Árbæ í Holtum. Gísli var tvígiftur og var Þórelfur seinni kona hans.Þorgerður átti þrjú alsystkini og sjö hálfsystkini.
Þorgerður var fædd í Görðum sem voru fyrir austan Kirkjubæina niður við sjó. Eftir fráfall Gísla bjuggu þær mæðgur í Görðum.Önnuðust þær bú séra Brynjólfs Jónssonar en hann nytjaði allar þrjár prestjarðirnar á Kirkjubæ.Þorgerður var glæsileg kona og fékk í vöggugjöf yndisþokka móður sinnar dug og táp.Hennar biðu örlög sem hefðu beygt flesta.
Tvo eiginmenn missti hún í sjóslysum,Sá fyrri, Magnús Diðriksson, fórst með þilskipinu Hansínu.Þau eignuðust soninn Guðmund. Sá síðari,Snjólfur Þorsteinsson,fórst meðvertíðarbátnum Blíð. Þau eignuðust soninn Magnús sem var skírður í höfuðið á fyrri manni þorgerðar. Magnús litli lést úr barnaveikinni. Seinna giftist þorgerður,Sigurði Sigurfinnssyni hreppstjóra. Þorgerður og Sigurður eignðust tvö börn,soninn Högna og dótturina Sígríði Hildi sem lést á fimmta ári.
Þegar Þorgerður og Sigurður slitu samvistum lét hún byggja sér hús niður við höfnina sem hún nefndi Skel. Þar fleytti hún sér fram í ymsum störfum í þágu sjómannastéttarinnar En vinnuþrekið var tekið að þverra,enda unnið ýmsa erfiðisvinnu á lífsleiðinni,td. Við smölun og rúninga í úteyjum,hún gróf eftir hvannarótum í Dufþekju, réri út í Elliðaey til lundaveiða auk þess að ala önn fyrir heimili foreldra sinna
Högni í Vatnsdal sonur hennar lýsir henni sem afburðarkonu í þrekraunum. Segir hann svo frá.
Hún bjargaðist er árabát hlekkstist á og skolaðist upp á kletta. Rifnaði stór hárfylla af höfði hennar sem var næld niður með títiprjónum og greri fljótt án læknisaðstoðar.
Á dimmu síðkvöldi bárust torkennileg hljóð neðan úr fjöru. Enginn þorði að athuga hverju þetta sætti nema Þorgerður Hún snaraðist niður í fjöru og sá þá stórlúðu berjast um í flæðarmálinu.Þar fékk Þorgerður væna búbót.
Er hún bjó með móður sinni í Görðum austur á Kirkjubæ brestur á eina nóttina austan fárviðri með snjókomu, Um tvöleytið um nóttina er barið harkalega að dyrum.Þorgerður gengur til dyra. Fyrir utan stendur stór hópur manna. Ekki skyldi hún tungumál þeirra en áttaði sig á að þeir hlytu að vera skipbrotsmenn.Klæddi hún sig og hélt með skipbrotsmennina til sýslumannsins sem bjó á Vílborgarstöðum.Er hún barðist á móti veðurofsanum heim aftur sá hún bregða fyrir fallegri skonnortu sem skolast hafði upp á slétta móklöpp,Reyndist þetta vera frönsk skonnorta.Þorgerður stóð sterk gegum lífsins ólgusjó.Mætti örlögum sem hefðu bugað flesta menn.
Í minningu langömmu minnar Hulda Sigurðardóttir
Heimildir Blik og fl