„Hannes Jónsson (lóðs)“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 11: Lína 11:


Hannes var sæmdur heiðursmerki fálkaorðunnar fyrir sjómennskuferilinn, hafnsögumannsstarfið og annað. Á áttræðisafmæli sínu, árið 1932,  var hann gerður að heiðursborgara Vestmannaeyja.
Hannes var sæmdur heiðursmerki fálkaorðunnar fyrir sjómennskuferilinn, hafnsögumannsstarfið og annað. Á áttræðisafmæli sínu, árið 1932,  var hann gerður að heiðursborgara Vestmannaeyja.
Hér birtist ljóð sem birt var þegar dótturbörn Hannesar gáfu stýrimannafélaginu Verðandi sem var farandbikar fyrir Aflakónga Vestmannaeyja ár hvert:
::'''Hannes Jónsson hafnsögumaður'''
:Hann ungur horfði á hafið,
:því hugurinn bjó þar.
:Sá blika bárutrafið,
:er blátt og hvítt það var.
:Og bylgjur sá hann brotna
:og boðaföll um sund,
:sá hörku hafsins drottna,
:og hermenn kröftum þrotna.
:Það vakti víkings lund.
:Með öflugum æskuþrótti
:hann út í stríðið fór.
:Og glaður geyst fram sótti
:sem garpur hugumstór.
:Og aldinn jafnt sem ungur,
:í öllu starfi trúr,
:hann fór um klettaklungur,
:og kleif á hæstu bungur,
:hvort skin var eða skúr.
:Það fylgdu fæstir honum,
:hann framdi hreystimet,
:var einn af Eyjasonum,
:sem aldrei bugast lét.
:Er fram hann hrinti fleyi,
:til fanga djúpið á,
:hann stýrði dag frá degi,
:því dirfsku brast hann eigi
:að sigla úfinn sjá.
:Hann beggja skauta byrinn
:og barning þekkti vel.
:Hann reyndi stormastyrinn
:og stóðst hin dimmu él.
:En nú er hetjan hnigin,
:sem harðast lék við dröfn.
:Hann varði drengskapsvígin
:og var til elli tiginn
:við stýrið heim í höfn.
:::::Hallfreður