„Heimaeyjargosið“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 18: Lína 18:


Í lok febrúar safnaðist hraun saman norðan við gígmynnið. Varnargarðar höfðu verið byggðir til varnar bænum og höfninni. Hraunið tók að streyma í tungu frá gígmynninu og ógnaði varnargörðunum. Ekki var hægt að dæla á hrauntunguna sökum þess að vegalengdin frá sjó var of mikil. Þess vegna gerðist það aðfararnótt 18. mars að varnargarðurinn brast með þeim afleiðingum að 10 hús fóru undir. Næstu daga fóru enn fleiri hús undir hraun. Verst var áhlaup 300 m breiðrar tungu fimmtudagskvöldið 22. mars sem fór yfir 70 hús og stöðvaðist niðri á Heimagötu.  
Í lok febrúar safnaðist hraun saman norðan við gígmynnið. Varnargarðar höfðu verið byggðir til varnar bænum og höfninni. Hraunið tók að streyma í tungu frá gígmynninu og ógnaði varnargörðunum. Ekki var hægt að dæla á hrauntunguna sökum þess að vegalengdin frá sjó var of mikil. Þess vegna gerðist það aðfararnótt 18. mars að varnargarðurinn brast með þeim afleiðingum að 10 hús fóru undir. Næstu daga fóru enn fleiri hús undir hraun. Verst var áhlaup 300 m breiðrar tungu fimmtudagskvöldið 22. mars sem fór yfir 70 hús og stöðvaðist niðri á Heimagötu.  
;23. janúar: Eftir jarðskjálftakippi hefst eldgos í Heimaey kl. 1:40 um nóttina. Allir íbúar fluttir á brott utan 250–300 manns.
;24. janúar: Eldur í Kirkjubæ. Logandi hnullungar kveikja í húsum. Mikið gos og sprengingar. Nýtt fjall verður til. Gosmökkur í 8–9 km hæð.
;25. janúar: Ýmis konar starfsemi fyrir Eyjafólk í Hafnarbúðum á Höfuðborgarsvæðinu. Erfitt að fá leyfi til Eyjaferða, aðeins vísindamenn og ljósmyndarar fá landgöngu.
;26. janúar: 17 hús brenna. Vélbátar í Eyjum í stöðugum búslóðaflutningum milli Eyja og Þorlákshafnar. Gaus í Stakkabót og gossprungan þá 3 km löng.
;27. janúar: 20 hús brunnin. 70 hús undir ösku og vikri. Hiti í höfninni um 15 gráður.
;30. janúar: Búið að tæma nær öll hús austan Skólavegar. 150 hús brunnin og sokkin. Vont veður þegar vinnuflokkar moka vikur af húsþökum, negla fyrir glugga og bjarga eignunum.
;31. janúar: Öll stjórnsýsla flutt til Reykjavíkur. Búið að negla fyrir glugga 900 húsa.
;1. febrúar: Talið að þurfi allt að þúsund manns til að moka af húsþökum í Eyjum. 500 manna vinnuflokkur kemur til starfa. Eyjabátarnir koma með afla í aðrar hafnir á landinu.
;3. febrúar: Fiskimjöldverksmiðjan byrjar móttöku á loðnu til vinnslu.
;4. febrúar: Karl Sigurbjörnsson vígður sóknarprestur til Vestmannaeyjasóknar og nefndur eldklerkur. Einkennilegar aðstæður fyrir nývígðan prest. Mötuneyti í Ísfélaginu fyrir 1000 manns. Hraun fer að renna í innsiglinguna af miklum krafti en dróg úr því 9. febrúar.
;5. febrúar: Lokað fyrir 14 þúsund glugga og mokað af um þúsund þökum.
;6. febrúar: Háspennulínan til Eyja slitnaði og önnur vatnsleiðslan rofnaði. Reynt að byggja varnargarða og dæla sjó hraunið.
;7. febrúar: Lög nr. 4 um neyðarástand vegna jarðelda á Heimaey samþykkt á Alþingi.
;8. febrúar: Skólabörn úr Eyjum nú á 36 stöðum á landinu.
;9. febrúar: Heimaey hefur stækkað um 2 ferkílómetra.
;10. febrúar: Gagnfræðaskóli Vestmannaeyja tekinn til starfa í Laugalækjarskóla.
;14. febrúar: Þorrablót í Samkomuhúsinu, 500 blótuðu Þorra. Gas gerir mönnum lífið leitt.
;16. febrúar: Þak bókasafnshússins féll vegna vikurþunga. Bækur fluttar í Gagnfræðaskólann. Frostskemmdir í 10. hverju húsi.
;17. febrúar: Flutningar hefjast með Hercules flugvélum. Lögreglan flýr lögreglustöðina. Mikil gashætta.
;20. febrúar: Bærinn í stórhættu. Eldfellið hefur skriðið niður í bæinn.
;21. febrúar: Miklum varnarvegg komið fyrir til varnar bænum. Hraunið komið hálfa leið til Bjarnareyjar.
;24. febrúar: 64 hús hurfu á 8 klukkustundum. Birgðir og atvinnutæki flutt úr verslunum
;25. febrúar: Hraunrennslið stöðvast í bili. Loðnu landað úr 6 bátum.
;27. febrúar: 400 hús talin eyðilögð eða skemmd. Á sjötta hundrað Eyjamenn hafa sótt um að búa í innfluttu Viðlagasjóðshúsunum. 492 manns eru í Eyjum.
;2. mars: Um 300 metrar ruddir út á nýja hraunið, á köflum glóandi, til þess að koma þangað vatnsleiðslum til hraunkælingar. Kaupfélagið opnar sölubúð á Hólagötu.
;8. mars: Hraun hefur runnið að Skansi og Grænuhlíð. Flakkarinn ferðast um 200 metra á dag og er 370 metra frá hraunkantinum. Öskufall er í Landeyjum.
;13. mars: Hraunið rennur nú mest í suðaustur hjá Flugnatanga. Hraunkanturinn víða 30–40 m hár. Dæluskipið Hákur fengið til að dæla sjó á hraunið.
;15. mars: Gasmengun hefr aukist og er mest í Dauðadalnum. 425 manns í Eyjum.
;21. mars: Hin vatnsleiðslan talin vera að gefa sig. Eyjamenn sækja vatn í brunna. Gasmengun minnkandi.
;22. mars: Hrauntunga, 150 m breið, rennur á bæinn norðvestanverðan og stöðvast vð Heimagötu.


== Eyjaskeggjar á föstu landi ==
== Eyjaskeggjar á föstu landi ==