„Taflfélag Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
mEkkert breytingarágrip
m (Kafli III)
Lína 51: Lína 51:


== III Kafli.  Í lok stríðsins. ==
== III Kafli.  Í lok stríðsins. ==
Á fundinum er kosinn stjórn félagsins og kemur þá formannsstarfið í hlut Halldórs Ólafssonar, en fyrrverandi formaður Karl Sigurhansson er gjaldkeri og Vigfús Ólafsson ritari.  Á fundinum skýrir Ragnar Halldórsson, tollvörður frá því að hann hafi góða von með að hægt verði að fá skákklukkur frá Akureyri.
Þótt eyður koma í skráða starfsemi félagsins, bæði hluta ársins 1937 og allt árið 1938 og aftur 1940 allt fram í október 1944, þá var vitað að alltaf öðru hvoru var verið að tefla á þessum árum.  Þó er unnt að ímynda sér að stríðsárin hafi breytt ansi miklu í sambandi við allt félagslíf, því nú verður atvinna það mikil að allir hafa meira en nóg að starfa.
Skömmu eftir fundinn 1944 er byrjað að heyja kappskák milli austur- og vesturbæjar og er þá teflt á 10 borðum, en ekki er getið um úrslit.  Þá er byrjað að skipta mönnum í flokka, í fyrsta flokki eru 9 menn, þá er í öðrum flokki A og B sveit með 8 menn og í þriðja flokki eru 6 menn.  Þarna er að myndast sterkur kjarni góðra skákmanna og úr þessum kjarna verður til eitt sterkasta lið, sem Eyjamenn hafa eignast um áraraðir.
Hinn 2. júní 1945 fer héðan fríður flokkur skákmanna til að keppa við skákmenn á Suðvesturlandinu.  Farið var með m/b Gísla Johnsen VE 100 og lagt af stað kl. 7 um morguninn til Stokkseyrar og var komið þangað kl. 12 á hádegi.  Daginn eftir var keppt við sameinað lið Selfoss og Stokkseyrar og unnu Eyjamenn með 3,5 á móti 2,5 vinningum.  Um kvöldið var haldið til Reykjavíkur og 4. júní keppt við Taflfélag Hafnarfjarðar og fóru leikar 4:4.  Hinn 5. júní var teflt við vistmenn á Vífilstöðum og þar vannst sigur með 5,5 vinningum gegn 2,5. Þann 6. júní var teflt við Taflfélag Keflavíkur og vann TV með 9 vinningum á móti 4 og loks var sest hinn 7. júní á móti liði Reykvíkinga og gert jafntefli 4-4.  Árangurinn var því stórkostlegur, en liðið var skipað eftirtöldum : 1. borð Vigfús Ólafsson 2. borð Friðbjörn Benónýsson 3. borð Árni Stefánsson 4. borð Rafn Árnason, Gröf 5. borð Karl Sigurhansson 6. borð Halldór Ó. Ólafsson 7. borð Gísli Stefánsson 8. borð Ragnar Halldórsson Varamaður Þórður Þórðarson, Fagrafelli
Hingað komu 10 menn úr Taflfélagi Reykjavíkur 1. september 1945 og meðal þeirra Eggert Gilfer sem var einn sterkasti skákmaður landsins þá og tefldi hann m.a. fjöltefli á 17 borðum, vann 12 skákir og tapaði 5.  Sveitakeppni sem fór fram milli bæjanna fór þannig að Reykvíkingar sigruðu með 6,5 vinningi á móti 2,5.
Eftir þetta fellur úr heill áratugur, þar sem ekkert er skráð í bækur en hinn 15. september 1957 er skráður stofnfundur Taflfélags Vestmannaeyja haldinn í Breiðabliki.
== IV. Kafli. Endurreisn félagsins 1957. ==