„ÍBV“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 1: Lína 1:
== Undanfari og upphaf ==
== '''Undanfari og upphaf''' ==
Eins og nafn Íþróttabandalags Vestmannaeyja gefur til kynna er þetta bandalag margra mismunandi hópa. Mörg félög höfðu verið í Eyjum bæði fyrir stofnun bandalagsins og einnig hafa mörg félög starfað í gegnum árin samhliða ÍBV. Félögin [[Íþróttafélagið Þór|Þór]] og [[Knattspyrnufélagið Týr|Týr]] höfðu verið starfandi frá öðrum og þriðja áratug 20. aldarinnar og hvatt hvort annað áfram með stöðugri samkeppni. Þessi félög, ásamt öðrum sértækari, höfðu haft með sér félög sem kepptu á landsmótum. Hétu félögin Íþróttaráð Vestmannaeyja, ÍRV, og undir stjórn [[Einar ríki|Einars ríka]] var keppt fyrir hönd KV á landsmótum. Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar varð hnignun í íþróttamálum í Eyjum vegna þess að ungt fólk fékk vinnu hjá hernum og við síldveiðar á Norðurlandi. Með nýjum íþróttalögum var óskað eftir því að samband íþróttafélaga í Vestmannaeyjum væri stofnað. Hinn 6. maí 1945 var stofnað bandalag íþróttafélaga í Vestmannaeyjum, Íþróttabandalag Vestmannaeyja. Félögin höfðu eitthvað keppt í eigin nafni upp á meginlandinu fyrir stofnun bandalagsins en nú skyldi keppa í nafni ÍBV utan héraðs.  
Eins og nafn Íþróttabandalags Vestmannaeyja gefur til kynna er þetta bandalag margra mismunandi hópa. Mörg félög höfðu verið í Eyjum bæði fyrir stofnun bandalagsins og einnig hafa mörg félög starfað í gegnum árin samhliða ÍBV. Félögin [[Íþróttafélagið Þór|Þór]] og [[Knattspyrnufélagið Týr|Týr]] höfðu verið starfandi frá öðrum og þriðja áratug 20. aldarinnar og hvatt hvort annað áfram með stöðugri samkeppni. Þessi félög, ásamt öðrum sértækari, höfðu haft með sér félög sem kepptu á landsmótum. Hétu félögin Íþróttaráð Vestmannaeyja, ÍRV, og undir stjórn [[Einar ríki|Einars ríka]] var keppt fyrir hönd KV á landsmótum. Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar varð hnignun í íþróttamálum í Eyjum vegna þess að ungt fólk fékk vinnu hjá hernum og við síldveiðar á Norðurlandi. Með nýjum íþróttalögum var óskað eftir því að samband íþróttafélaga í Vestmannaeyjum væri stofnað. Hinn 6. maí 1945 var stofnað bandalag íþróttafélaga í Vestmannaeyjum, Íþróttabandalag Vestmannaeyja. Félögin höfðu eitthvað keppt í eigin nafni upp á meginlandinu fyrir stofnun bandalagsins en nú skyldi keppa í nafni ÍBV utan héraðs.  


Lína 10: Lína 10:
Knattspyrnan hefur verið ein aðalíþróttagreinin sem iðkuð hefur verið í Vestmannaeyjum, en hin síðari ár hefur handboltanum vax mjög ásmegin.  
Knattspyrnan hefur verið ein aðalíþróttagreinin sem iðkuð hefur verið í Vestmannaeyjum, en hin síðari ár hefur handboltanum vax mjög ásmegin.  


== Annáll ÍBV íþróttafélags í 20 ár - Þar sem hjartað slær  ==
== '''Annáll ÍBV íþróttafélags í 20 ár - Þar sem hjartað slær''' ==


=== Gísli Valtýsson tók saman. ===
=== '''<u>Gísli Valtýsson tók saman.</u>''' ===


====== ''Í 20 ára sögu ÍBV íþróttafélags er margs að minnast. Í annál félagsins má sjá að félagið er í sjálfu sér stórveldi á íþróttasviðinu, ekki síst í ljósi þess að íbúar Vestmannaeyja eru aðeins 4300 talsins. Í meistaraflokkunum hefur félagið landað 33 titlum, Íslands-, bikar-, Lengju-, Fótbolta.net-, Futsal- og meistarar meistaranna. Þar af 7 Íslandsmeistaratitlum í efstu deildum handbolta og fótbolta.'' ======
====== ''Í 20 ára sögu ÍBV íþróttafélags er margs að minnast. Í annál félagsins má sjá að félagið er í sjálfu sér stórveldi á íþróttasviðinu, ekki síst í ljósi þess að íbúar Vestmannaeyja eru aðeins 4300 talsins. Í meistaraflokkunum hefur félagið landað 33 titlum, Íslands-, bikar-, Lengju-, Fótbolta.net-, Futsal- og meistarar meistaranna. Þar af 7 Íslandsmeistaratitlum í efstu deildum handbolta og fótbolta.'' ======
Lína 30: Lína 30:
====== ''Sennilega er ÍBV það „vörumerki“  í Eyjum, sem flestir landsmenn þekkja.'' ======
====== ''Sennilega er ÍBV það „vörumerki“  í Eyjum, sem flestir landsmenn þekkja.'' ======


=== '''Aðdragandinn''' ===
=== '''Aðdragandinn að stofnun ÍBV íþróttafélags''' ===
Stofnun ÍBV íþróttafélags hafði nokkurra ára aðdraganda. Eftir talsverðar byggingaframkvæmdir íþróttafélaganna, Þórs og Týs á árunum eftir 1986, var fjárhagsstaða félaganna orðinn nokkuð þung. Árið 1991 tók  Knattspyrnufélagið  Týr í notkun nýbyggðan íþróttasal við félagsheimili sitt. Sú framkvæmd reyndist félaginu ofviða og var félagið komið í greiðsluþrot á árinu 1996. Sú staða varð til þess að mikill þungi fór í sameiningaviðræður Þórs og  Týs, sem að lokum leiddi  til sameiningar þeirra. Nokkur ár þar á undan  höfðu þau  kastað á milli sín hugmyndum um skiptingu handbolta og knattspyrnu milli félaganna; og/eða að stofna tvö félög, handbolta- og knattspyrnufélag og einnig var rætt um sameiningu Þórs og Týs.  Sýndist  þar sitt hverjum.  
Stofnun ÍBV íþróttafélags hafði nokkurra ára aðdraganda. Eftir talsverðar byggingaframkvæmdir íþróttafélaganna, Þórs og Týs á árunum eftir 1986, var fjárhagsstaða félaganna orðinn nokkuð þung. Árið 1991 tók  Knattspyrnufélagið  Týr í notkun nýbyggðan íþróttasal við félagsheimili sitt. Sú framkvæmd reyndist félaginu ofviða og var félagið komið í greiðsluþrot á árinu 1996. Sú staða varð til þess að mikill þungi fór í sameiningaviðræður Þórs og  Týs, sem að lokum leiddi  til sameiningar þeirra. Nokkur ár þar á undan  höfðu þau  kastað á milli sín hugmyndum um skiptingu handbolta og knattspyrnu milli félaganna; og/eða að stofna tvö félög, handbolta- og knattspyrnufélag og einnig var rætt um sameiningu Þórs og Týs.  Sýndist  þar sitt hverjum.