„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1999/ Sjómannsblóð ólgar enn þá í æðum“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2: Lína 2:


<big><big>Sjómannsblóðið ólgar enn þá í æðum</big></big><br>
<big><big>Sjómannsblóðið ólgar enn þá í æðum</big></big><br>
 
[[Mynd:Jóhanna María Eyjólfssdóttir Sdbl. 1999.jpg|thumb|248x248dp|Jóhanna María Eyjólfssdóttir]]
[[Hannes Tómasson]] frá [[Höfn]] er vel þekktur á meðal Eyjamanna, jafnvel þó hann hafi ekki búið í Eyjum síðastliðin 60 ár. Hannes fór ungur að stunda sjóinn og þráin eftir fjarlægum ströndum blundaði í honum. Hann sigldi víða um heiminn á sjómannsferli sínum og hefur frá mörgu skemmtilegu að segja. Hannes býr á Hofsvallagötunni í Reykjavík, ásamt Kristínu konu sinni, og þó hann sé kominn hátt á níræðisaldurinn, er andinn ungur og í kringum hann er aldrei nein lognmolla. Hannes var meira en fús að verða við beiðni frænku sinnar og sonardóttur bróður síns heitins, Malla í Höfn, þegar hún fór þess á leit við hann að koma ýmsum þeim sögum á prent, sem hún, ásamt öðrum, hefur skemmt sér við að hlusta á, á liðnum árum. „Það er víst best að drífa í þessu áður en maður hrekkur upp af,“ svaraði Hannes af sinni alkunnu hvatvísi og fer afraksturinn hér á eftir.<br>
[[Hannes Tómasson]] frá [[Höfn]] er vel þekktur á meðal Eyjamanna, jafnvel þó hann hafi ekki búið í Eyjum síðastliðin 60 ár. Hannes fór ungur að stunda sjóinn og þráin eftir fjarlægum ströndum blundaði í honum. Hann sigldi víða um heiminn á sjómannsferli sínum og hefur frá mörgu skemmtilegu að segja. Hannes býr á Hofsvallagötunni í Reykjavík, ásamt Kristínu konu sinni, og þó hann sé kominn hátt á níræðisaldurinn, er andinn ungur og í kringum hann er aldrei nein lognmolla. Hannes var meira en fús að verða við beiðni frænku sinnar og sonardóttur bróður síns heitins, Malla í Höfn, þegar hún fór þess á leit við hann að koma ýmsum þeim sögum á prent, sem hún, ásamt öðrum, hefur skemmt sér við að hlusta á, á liðnum árum. „Það er víst best að drífa í þessu áður en maður hrekkur upp af,“ svaraði Hannes af sinni alkunnu hvatvísi og fer afraksturinn hér á eftir.<br>


Lína 17: Lína 17:
Áður en lengra er haldið spyr undirrituð Hannes út í skólagöngu hans.<br>
Áður en lengra er haldið spyr undirrituð Hannes út í skólagöngu hans.<br>
Hannes segir að á þessum árum hafi börn ekki byrjað í barnaskóla fyrr en þau voru orðin 10 ára gömul. Tómas faðir hans hafði áður sent börnin sín til stundakennara sem hét Kristmundur, og kenndi hann systkinunum lestur og skrift. „Mér gekk ágætlega í barnaskóla. Ég, Anna í London og Salóme frá Arnarhóli vorum hæst á lokaprófi, en við vorum í B-bekknum. Þá lærði maður dönsku og hún kom sér ansi vel þegar ég var kominn í Stýrimannaskólann, því siglingafræðin var á dönsku og ég var orðinn alveg „fulbefær“ í henni,“ segir Hannes. Eftir barnaskólann lá leiðin í gagnfræðaskóla, sem þá var kallaður kvöldskóli, þar sem Þorsteinn Víglundsson var skólastjóri. Þar stundaði Hannes nám í tvo vetur. „Ég man eftir því að ég neitaði að læra grasafræðina,“ segir Hannes þegar hann rifjar upp skólaárin. Ég sagði við Þorstein skólastjóra að ég væri staðráðinn í að fara suður á Stýrimannaskólann og þessi lærdómur myndi nú lítið gagnast þar. En ég komst ekki upp með neitt múður hjá Þorsteini, maður varð að læra það sem var á stundatöflunni og Þorsteinn sagði að það myndi alltaf koma sér vel að þekkja blómin. Síðar tók Hannes pungapróf og vélstjórapróf. „Ég fór nú bara af rælni á vélstjóranámskeið, sem var haldið í Eyjum eitt haustið, vegna þess að ég hafði ekkert betra við tímann að gera. Ég tók ágætis próf, þó ég geti ekki ræst vél í gang í dag“, segir Hannes og hlær við. Hannes segist muna eftir Lofti Guðmundssyni, en hann hafi kennt íslensku á námskeiðinu. Þrátt fyrir góða íslenskukennslu margítrekaði Loftur það ábúðarfullur við nemendur sína að það þýddi ekkert að tala íslensku við rokkinn ef hann stoppaði úti í sjó.<br>
Hannes segir að á þessum árum hafi börn ekki byrjað í barnaskóla fyrr en þau voru orðin 10 ára gömul. Tómas faðir hans hafði áður sent börnin sín til stundakennara sem hét Kristmundur, og kenndi hann systkinunum lestur og skrift. „Mér gekk ágætlega í barnaskóla. Ég, Anna í London og Salóme frá Arnarhóli vorum hæst á lokaprófi, en við vorum í B-bekknum. Þá lærði maður dönsku og hún kom sér ansi vel þegar ég var kominn í Stýrimannaskólann, því siglingafræðin var á dönsku og ég var orðinn alveg „fulbefær“ í henni,“ segir Hannes. Eftir barnaskólann lá leiðin í gagnfræðaskóla, sem þá var kallaður kvöldskóli, þar sem Þorsteinn Víglundsson var skólastjóri. Þar stundaði Hannes nám í tvo vetur. „Ég man eftir því að ég neitaði að læra grasafræðina,“ segir Hannes þegar hann rifjar upp skólaárin. Ég sagði við Þorstein skólastjóra að ég væri staðráðinn í að fara suður á Stýrimannaskólann og þessi lærdómur myndi nú lítið gagnast þar. En ég komst ekki upp með neitt múður hjá Þorsteini, maður varð að læra það sem var á stundatöflunni og Þorsteinn sagði að það myndi alltaf koma sér vel að þekkja blómin. Síðar tók Hannes pungapróf og vélstjórapróf. „Ég fór nú bara af rælni á vélstjóranámskeið, sem var haldið í Eyjum eitt haustið, vegna þess að ég hafði ekkert betra við tímann að gera. Ég tók ágætis próf, þó ég geti ekki ræst vél í gang í dag“, segir Hannes og hlær við. Hannes segist muna eftir Lofti Guðmundssyni, en hann hafi kennt íslensku á námskeiðinu. Þrátt fyrir góða íslenskukennslu margítrekaði Loftur það ábúðarfullur við nemendur sína að það þýddi ekkert að tala íslensku við rokkinn ef hann stoppaði úti í sjó.<br>
 
[[Mynd:Hannes Tómasson Sdbl. 1999.jpg|thumb|334x334dp|Hannes Tómasson.]]
'''Hannes lóðs fylgdi nafna sínum'''<br>
'''Hannes lóðs fylgdi nafna sínum'''<br>
Eins og áður sagði lá leið Hannesar í Stýrimannaskólann í Reykjavík en til þess að geta hafið þar nám urðu menn að vera búnir að ná sér í tiltekinn fjölda siglingatíma. Lagðist því Hannes fljótlega í siglingar og átti það fyrir honum að liggja að sigla um öll heimsins höf næstu árin. Hannes byrjaði sem léttadrengur á 50 ára gömlum norskum dalli, svo notuð séu hans eigin orð, sem hét Bisp og kom frá Haugasundi. „Við vorum tveir Íslendingar þarna um borð, ég og Skarphéðinn Vilmundarson, sem síðar var lengi í flugturninum í Eyjum,“ segir Hannes. Um ástæðuna fyrir því að fara á norskt skip segir Hannes að hann hafi aldrei ætlað sér að gutla á mótorbátunum til framtíðar. Ennfremur hafi hann langað að skoða sig um í heiminum. Hannes var á Bisp í þrjú ár, eða þar til síðari heimsstyrjöldin braust út. Á þessu tímabili kom Hannes aðeins einu sinni í heimsókn til Eyja, en það var þegar Bisp var að losa stykkjavöru á Eyrarbakka. Notaði Hannes þá tækifærið og skrapp heim til Eyja á meðan verið var að losa, en það tók heila viku. Ekki var talast við í gegnum talstöðvar á þessum tíma, og hélt Hannes sambandi við fjölskyldu sína í þessi ár með póstkortasendingum. Hannes segir Malla bróður sinn hafa verið duglegan að skrifa sér línu og segja fréttir að heiman. Voru það einu fréttirnar sem Hannes fékk. En saknaði Hannes ekkert heimahagana meðan á þessum siglingum stóð?<br> „Nei, ég ætlaði mér alltaf að verða sjómaður og sá aldrei neitt annað en sjóinn, hann togaði í mig,“ segir Hannes ákveðnum rómi og gefur ekki meira út á það. Það má nefna í þessu sambandi að sjómennskan er Hannesi í blóð borin en móðurafi hans var Hannes lóðs. Hann gegndi starfi lóðs til 83 ára aldurs, og var talinn elsti starfandi lóðs í heiminum á sínum tíma. Hannes segist sannfærður um að afi sinn hafi fylgt sér á sjónum og fékk fullvissu fyrir því einu sinni er hann fór til miðils á Akureyri. <br>Miðillinn sagði um leið og hann sá Hannes að hann væri umkringdur sjóblautum mönnum og að einn þeirra, gamall maður með skegg, stæði við öxl Hannesar. Löngu síðar heimsótti miðillinn Hannes á heimili hans, benti á mynd af Hannesi lóðs sem hékk þar á vegg, og sagði þetta vera manninn sem hann hafi séð standa forðum við öxl nafna síns. Hannes segir þetta ekki vera neina tilviljun og þakkar meðal annars afa sínum hversu klakklaust hann komst í gegnum sinn sjómannsferil. <br>
Eins og áður sagði lá leið Hannesar í Stýrimannaskólann í Reykjavík en til þess að geta hafið þar nám urðu menn að vera búnir að ná sér í tiltekinn fjölda siglingatíma. Lagðist því Hannes fljótlega í siglingar og átti það fyrir honum að liggja að sigla um öll heimsins höf næstu árin. Hannes byrjaði sem léttadrengur á 50 ára gömlum norskum dalli, svo notuð séu hans eigin orð, sem hét Bisp og kom frá Haugasundi. „Við vorum tveir Íslendingar þarna um borð, ég og Skarphéðinn Vilmundarson, sem síðar var lengi í flugturninum í Eyjum,“ segir Hannes. Um ástæðuna fyrir því að fara á norskt skip segir Hannes að hann hafi aldrei ætlað sér að gutla á mótorbátunum til framtíðar. Ennfremur hafi hann langað að skoða sig um í heiminum. Hannes var á Bisp í þrjú ár, eða þar til síðari heimsstyrjöldin braust út. Á þessu tímabili kom Hannes aðeins einu sinni í heimsókn til Eyja, en það var þegar Bisp var að losa stykkjavöru á Eyrarbakka. Notaði Hannes þá tækifærið og skrapp heim til Eyja á meðan verið var að losa, en það tók heila viku. Ekki var talast við í gegnum talstöðvar á þessum tíma, og hélt Hannes sambandi við fjölskyldu sína í þessi ár með póstkortasendingum. Hannes segir Malla bróður sinn hafa verið duglegan að skrifa sér línu og segja fréttir að heiman. Voru það einu fréttirnar sem Hannes fékk. En saknaði Hannes ekkert heimahagana meðan á þessum siglingum stóð?<br> „Nei, ég ætlaði mér alltaf að verða sjómaður og sá aldrei neitt annað en sjóinn, hann togaði í mig,“ segir Hannes ákveðnum rómi og gefur ekki meira út á það. Það má nefna í þessu sambandi að sjómennskan er Hannesi í blóð borin en móðurafi hans var Hannes lóðs. Hann gegndi starfi lóðs til 83 ára aldurs, og var talinn elsti starfandi lóðs í heiminum á sínum tíma. Hannes segist sannfærður um að afi sinn hafi fylgt sér á sjónum og fékk fullvissu fyrir því einu sinni er hann fór til miðils á Akureyri. <br>Miðillinn sagði um leið og hann sá Hannes að hann væri umkringdur sjóblautum mönnum og að einn þeirra, gamall maður með skegg, stæði við öxl Hannesar. Löngu síðar heimsótti miðillinn Hannes á heimili hans, benti á mynd af Hannesi lóðs sem hékk þar á vegg, og sagði þetta vera manninn sem hann hafi séð standa forðum við öxl nafna síns. Hannes segir þetta ekki vera neina tilviljun og þakkar meðal annars afa sínum hversu klakklaust hann komst í gegnum sinn sjómannsferil. <br>
 
[[Mynd:F v afi Hannesar Sdbl. 1999.jpg|miðja|thumb|F. v. afi Hannesar, Hannes lóðs og faðir, Tómas í Höfn.]]
'''Laun sjómanna verri en verslunarfólks'''<br>
'''Laun sjómanna verri en verslunarfólks'''<br>
Árin sem Hannes var á Bisp sigldi hann aðallega um Miðjarðarhafið og til Nýfundnalands. <br>Aðstæðumar sem voru borð þættu heldur frumstæðar í dag. Í þá daga var engin raflýsing og brúin var opin með segli fyrir framan - það var sem sagt ekkert stýrishús á skipinu. Það gekk því sjór yfir menn í brúnni, en Hannes sagði menn hafi verið vel gallaða í þá daga og gerir lítið úr þessum aðstæðum. Segir menn hafa vanist þessu, þó margur sjómaðurinn í dag ætti erfitt með að ímynda sér hvernig hægt væri að stunda sjómennsku við svona aðstæður. Engar voru miðunarstöðvarnar og komust menn þó leiðar sinnar með segulkompásinn einan að leiðarljósi. Það mætti því halda að miðað við aðstæður um borð í skipunum og langar fjarverur að heiman hafi þetta kannski verið tilvinnandi vegna launanna. Sú var ekki raunin. „Launin voru ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ég fékk 65 kr. norskar á mánuði, en krónan var króna þá, og þú gast keypt þér klæðskerasaumuð föt fyrir 30 krónur.“ segir Hannes. Til samanburðar nefnir Hannes að þegar hann hafi verið að leysa af sem III. stýrimaður á Hvassafellinu um 1950 hafi óbreytt verslunardama haft meira í laun en hann. Verslunardaman fékk 2000 kr. á mánuði en hann var með 1.800 kr. Sjómenn höfðu reyndar þau fríðindi að geta verslað ódýrt erlendis. Þeir fengu toll og skattaafslátt, en þar með var það upptalið.<br>
Árin sem Hannes var á Bisp sigldi hann aðallega um Miðjarðarhafið og til Nýfundnalands. <br>Aðstæðumar sem voru borð þættu heldur frumstæðar í dag. Í þá daga var engin raflýsing og brúin var opin með segli fyrir framan - það var sem sagt ekkert stýrishús á skipinu. Það gekk því sjór yfir menn í brúnni, en Hannes sagði menn hafi verið vel gallaða í þá daga og gerir lítið úr þessum aðstæðum. Segir menn hafa vanist þessu, þó margur sjómaðurinn í dag ætti erfitt með að ímynda sér hvernig hægt væri að stunda sjómennsku við svona aðstæður. Engar voru miðunarstöðvarnar og komust menn þó leiðar sinnar með segulkompásinn einan að leiðarljósi. Það mætti því halda að miðað við aðstæður um borð í skipunum og langar fjarverur að heiman hafi þetta kannski verið tilvinnandi vegna launanna. Sú var ekki raunin. „Launin voru ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ég fékk 65 kr. norskar á mánuði, en krónan var króna þá, og þú gast keypt þér klæðskerasaumuð föt fyrir 30 krónur.“ segir Hannes. Til samanburðar nefnir Hannes að þegar hann hafi verið að leysa af sem III. stýrimaður á Hvassafellinu um 1950 hafi óbreytt verslunardama haft meira í laun en hann. Verslunardaman fékk 2000 kr. á mánuði en hann var með 1.800 kr. Sjómenn höfðu reyndar þau fríðindi að geta verslað ódýrt erlendis. Þeir fengu toll og skattaafslátt, en þar með var það upptalið.<br>
 
[[Mynd:Fisklöndum með gamla laginu Sdbl. 1999.jpg|miðja|thumb|Fisklöndum með gamla laginu. Fyrst var fiskurinn pikkaður úr lestinni upp á dekk, þaðan á bryggjuna og síðan upp á bíl. Bíllinn er áþekkur þeim sem Hannes var með 17 ára gamall.]]
Þegar Hannes er spurður um hvað sé eftirminnilegast frá þessum árum liggur hann ekki á svarinu.<br> „Það er engin spurning að það er mánaðarlandlega utan við Tripoli, sem er lítil eyja fyrir utan Sikiley á Ítaliu. Ástæðan fyrir þessu langa stoppi var sú að Bisp var að bíða eftir að lesta salt sem það átti síðan að sigla með til Siglufjarðar. Þetta var lúxuslíf, legið í 40 stiga hita á dekkinu á daginn og synt í sjónum þess á milli. Svo komu „bísarnir“ á morgnana að selja ávexti og borguðum við þá með sígarettum. Við fórum svo stundum í land um helgar til að skoða kvenfólkið, en ítölsku konurnar voru stórhuggulegar, klæddar svakalega fínum kjólum.“ segir Hannes um leið og það vottar fyrir kankvísu brosi á andliti hans. Hann rifjar einnig upp að einu sinni þegar hann og félagar hans á skipinu hafi verið að klífa fjall á eyjunni, hafi lögregluþjónar komið aðvífandi. Þetta var rétt fyrir síðari heimsstyrjöld og grunaði lögregluna að Hannes og félagar væru njósnarar. Hannes var með myndavél og það vakti meðal annars grunsemdir þeirra. Málið fékk að lokum farsælan endi þar sem Hannes sagðist vera frá Íslandi og mætti til með að mynda fegurð Ítalíu þar sem hann hefði aldrei komið þarna áður. Spurði lögreglumennina að því loknu hvort hann mætti ekki bara taka mynd af þeim til minningar og þeir samþykktu þessa skýringu Hannesar án nokkurra eftirmála.<br>
Þegar Hannes er spurður um hvað sé eftirminnilegast frá þessum árum liggur hann ekki á svarinu.<br> „Það er engin spurning að það er mánaðarlandlega utan við Tripoli, sem er lítil eyja fyrir utan Sikiley á Ítaliu. Ástæðan fyrir þessu langa stoppi var sú að Bisp var að bíða eftir að lesta salt sem það átti síðan að sigla með til Siglufjarðar. Þetta var lúxuslíf, legið í 40 stiga hita á dekkinu á daginn og synt í sjónum þess á milli. Svo komu „bísarnir“ á morgnana að selja ávexti og borguðum við þá með sígarettum. Við fórum svo stundum í land um helgar til að skoða kvenfólkið, en ítölsku konurnar voru stórhuggulegar, klæddar svakalega fínum kjólum.“ segir Hannes um leið og það vottar fyrir kankvísu brosi á andliti hans. Hann rifjar einnig upp að einu sinni þegar hann og félagar hans á skipinu hafi verið að klífa fjall á eyjunni, hafi lögregluþjónar komið aðvífandi. Þetta var rétt fyrir síðari heimsstyrjöld og grunaði lögregluna að Hannes og félagar væru njósnarar. Hannes var með myndavél og það vakti meðal annars grunsemdir þeirra. Málið fékk að lokum farsælan endi þar sem Hannes sagðist vera frá Íslandi og mætti til með að mynda fegurð Ítalíu þar sem hann hefði aldrei komið þarna áður. Spurði lögreglumennina að því loknu hvort hann mætti ekki bara taka mynd af þeim til minningar og þeir samþykktu þessa skýringu Hannesar án nokkurra eftirmála.<br>
 
[[Mynd:Um borð í Lagarfossi Sdbl. 1999.jpg|thumb|388x388dp|Um borð í Lagarfossi. Allt fullt af fiski á netavertíð. Þorsteinn Gíslason, skipstjóri, síðar þekktur sem Steini á Sjöfninni, er í stýrishússglugganum.]]
'''Í lífshættu á stríðsárunum'''<br>
'''Í lífshættu á stríðsárunum'''<br>
Þegar síðari heimsstyrjöldin braust út var Hannes búinn að safna siglingatímunum sem hann þurfti til að hefja nám í Stýrimannaskólanum og hætti hann því um borð í Bisp. Sama haust hóf Hannes nám í Stýrimannaskólunum. Í stað Hannesar fóru þrír Eyjamenn um borð í Bisp. Nokkrum mánuðum seinna var skipið statt í Reykjavík að taka kol og hringdi þá skipstjórinn í Hannes. Fór hann þess á leit við Hannes að hann kæmi aftur um borð um vorið en úr því varð þó aldrei því Bisp var skotið niður með manni og mús í Norðursjónum í janúar 1940. Var skipið á leið með kolafarm, frá Leith til Bergen. <br>Eyjamennirnir sem fórust með Bisp hétu Guðmundur Eiríksson frá Dvergasteini, Haraldur Bjarnfreðsson og Þórarinn Magnússon frá Hvammi. Þarna má segja að hurð hafi skollið nærri hælum og að Hannes hafi ekki verið feigur. eins og oft er sagt.<br>
Þegar síðari heimsstyrjöldin braust út var Hannes búinn að safna siglingatímunum sem hann þurfti til að hefja nám í Stýrimannaskólanum og hætti hann því um borð í Bisp. Sama haust hóf Hannes nám í Stýrimannaskólunum. Í stað Hannesar fóru þrír Eyjamenn um borð í Bisp. Nokkrum mánuðum seinna var skipið statt í Reykjavík að taka kol og hringdi þá skipstjórinn í Hannes. Fór hann þess á leit við Hannes að hann kæmi aftur um borð um vorið en úr því varð þó aldrei því Bisp var skotið niður með manni og mús í Norðursjónum í janúar 1940. Var skipið á leið með kolafarm, frá Leith til Bergen. <br>Eyjamennirnir sem fórust með Bisp hétu Guðmundur Eiríksson frá Dvergasteini, Haraldur Bjarnfreðsson og Þórarinn Magnússon frá Hvammi. Þarna má segja að hurð hafi skollið nærri hælum og að Hannes hafi ekki verið feigur. eins og oft er sagt.<br>


Árið 1942 lauk Hannes prófi frá farmannadeild Stýrimannaskólans með stýrimannsréttindi og í kjölfarið fór hann að leysa af sem stýrimaður á Kötlunni. „Þetta voru tveggja mánaða túrar sem við fórum í,“ skýtur Hannes inn í, „fyrst var öllum skipunum smalað saman í Hvalfirðinum, síðan var siglt til Englands og svo í skipalest yfir til Ameríku og síðan sömu leið til baka. Það fylgdi okkur alltaf herskip á þessum árum, enda stríðið í hámarki.“ Þegar Hannes er spurður út í það hvort hann hafi ekki oft verið hræddur um líf sitt á þessum árum gerir hann lítið úr því, hann hafi verið ungur og ólofaður og ekkert ráðrúm hafi svo sem gefist til að hugsa um dauðann. Hann segir að litlu skipin hafi frekar verið látin í friði af stríðsaðilunum, heldur hafi verið ráðist á herflutningaskipin. Hannes segist að sjálfsögðu einhvern tímann hafa verið í lífshættu þó menn hafi oft á tíðum ekki gert sér grein fyrir því hversu nærri þeir voni að vera skotnir niður og minnist þess þegar Goðafoss var skotinn niður við Garðskaga. Það var þó einn kostur við stríðið og hann var sá að þá voru sjómennirnir skyldaðir til að vera annan hvern túr í landi. Í fríinu fengu þeir 100 krónur í kaup á dag og kallaði Jónas frá Hriflu þessa peninga ,,hræðslupeninga sjómannsins.“<br>
Árið 1942 lauk Hannes prófi frá farmannadeild Stýrimannaskólans með stýrimannsréttindi og í kjölfarið fór hann að leysa af sem stýrimaður á Kötlunni. „Þetta voru tveggja mánaða túrar sem við fórum í,“ skýtur Hannes inn í, „fyrst var öllum skipunum smalað saman í Hvalfirðinum, síðan var siglt til Englands og svo í skipalest yfir til Ameríku og síðan sömu leið til baka. Það fylgdi okkur alltaf herskip á þessum árum, enda stríðið í hámarki.“ Þegar Hannes er spurður út í það hvort hann hafi ekki oft verið hræddur um líf sitt á þessum árum gerir hann lítið úr því, hann hafi verið ungur og ólofaður og ekkert ráðrúm hafi svo sem gefist til að hugsa um dauðann. Hann segir að litlu skipin hafi frekar verið látin í friði af stríðsaðilunum, heldur hafi verið ráðist á herflutningaskipin. Hannes segist að sjálfsögðu einhvern tímann hafa verið í lífshættu þó menn hafi oft á tíðum ekki gert sér grein fyrir því hversu nærri þeir voni að vera skotnir niður og minnist þess þegar Goðafoss var skotinn niður við Garðskaga. Það var þó einn kostur við stríðið og hann var sá að þá voru sjómennirnir skyldaðir til að vera annan hvern túr í landi. Í fríinu fengu þeir 100 krónur í kaup á dag og kallaði Jónas frá Hriflu þessa peninga ,,hræðslupeninga sjómannsins.“<br>
 
[[Mynd:Þessi mynd er tekin á Azoreyjum Sdbl. 1999.jpg|thumb|250x250dp|Þessi mynd er tekin á Azoreyjum á leið frá Brasilíu, en þar var stoppað til að taka olíu. Hannes er lengst til hægri með honum á myndinni eru vélstjóri og bryti.]]
'''Sá son sinn fyrst mánaðargamlan'''<br>
'''Sá son sinn fyrst mánaðargamlan'''<br>
Þrátt fyrir þá útiveru og ferðalög sem fylgdu sjómannslífinu þá kom að því að Hannes festi ráð sitt. Hann var reyndar orðinn rúmlega þrítugur þegar það gerðist, enda hvorki tími né ráðrúm til þess fyrr vegna sjómennskunnar. Hannes kynntist lífsförunauti sínum, Kristínu Sigríði Jónsdóttur frá Hellisandi, á heimili vinar síns og skólafélaga, Braga Agnarssonar en hann var giftur systur Kristínar. Í einhverri landlegunni plataði Hannes Kristínu með sér á ball og þar með var framtíðin ráðin. Þau kvæntust árið 1944 og hélt Tómas, faðir Hannesar, þeim hjónakornum veislu á Hótel Borg af því tilefni. Er Hannesi hvað minnistæðast frá brúðkaupsdeginum að þau fengu rjúpur að borða. Þær voru hátíðamatur á þessum árum. Hannes skilur ekki enn þann dag í dag hvernig föður hans tókst að útvega rjúpur á þessum árstíma. en þetta var í ágúst. Hannes og Kristín byrjuðu að búa á Blómvallagötunni og eignuðust tvo syni, Sverri og Tómas með rúmlega árs millibili. Hannes var í Danmörku með Sæfellið, þegar Tómas seinni sonurinn fæddist í nóvember 1945. Sá Hannes son sinn ekki fyrr en hann var orðinn mánaðargamall. Hannes segir það nú heldur hafa verið nöturlegt að frétta af fæðingu sonar síns með skeyti sem Malli bróðir hans sendi honum, en þetta hafi verið sjómannslífið í þá daga og menn hafi bara þurft að sætta sig við það. Hannes segir túrana hafa verið langa í þá daga og lengst muni hann eftir því að hafa verið 9 mánuði í einu á sjó. Til samanburðar getur Hannes þess að í dag þoli aftur á móti sjómennirnir ekki við, eftir rúman mánuð í Smugunni. Ekki hafi heldur verið óalgengt að menn hafi verið á sjónum um jól. Minnist Hannes þess að einu sinni hafi Kristín, kona hans, komið alla leið norður til Akureyrar með annan son þeirra hjóna, í þeim tilgangi að halda jólin með Hannesi um borð.<br>
Þrátt fyrir þá útiveru og ferðalög sem fylgdu sjómannslífinu þá kom að því að Hannes festi ráð sitt. Hann var reyndar orðinn rúmlega þrítugur þegar það gerðist, enda hvorki tími né ráðrúm til þess fyrr vegna sjómennskunnar. Hannes kynntist lífsförunauti sínum, Kristínu Sigríði Jónsdóttur frá Hellisandi, á heimili vinar síns og skólafélaga, Braga Agnarssonar en hann var giftur systur Kristínar. Í einhverri landlegunni plataði Hannes Kristínu með sér á ball og þar með var framtíðin ráðin. Þau kvæntust árið 1944 og hélt Tómas, faðir Hannesar, þeim hjónakornum veislu á Hótel Borg af því tilefni. Er Hannesi hvað minnistæðast frá brúðkaupsdeginum að þau fengu rjúpur að borða. Þær voru hátíðamatur á þessum árum. Hannes skilur ekki enn þann dag í dag hvernig föður hans tókst að útvega rjúpur á þessum árstíma. en þetta var í ágúst. Hannes og Kristín byrjuðu að búa á Blómvallagötunni og eignuðust tvo syni, Sverri og Tómas með rúmlega árs millibili. Hannes var í Danmörku með Sæfellið, þegar Tómas seinni sonurinn fæddist í nóvember 1945. Sá Hannes son sinn ekki fyrr en hann var orðinn mánaðargamall. Hannes segir það nú heldur hafa verið nöturlegt að frétta af fæðingu sonar síns með skeyti sem Malli bróðir hans sendi honum, en þetta hafi verið sjómannslífið í þá daga og menn hafi bara þurft að sætta sig við það. Hannes segir túrana hafa verið langa í þá daga og lengst muni hann eftir því að hafa verið 9 mánuði í einu á sjó. Til samanburðar getur Hannes þess að í dag þoli aftur á móti sjómennirnir ekki við, eftir rúman mánuð í Smugunni. Ekki hafi heldur verið óalgengt að menn hafi verið á sjónum um jól. Minnist Hannes þess að einu sinni hafi Kristín, kona hans, komið alla leið norður til Akureyrar með annan son þeirra hjóna, í þeim tilgangi að halda jólin með Hannesi um borð.<br>