„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1987/Skemmtiferð starfsfólks“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 38: Lína 38:
Stóðu nokkrir menn og töluðu um, hversu glaða stund og góða þeir hefðu átt í öllu ferðalaginu og vottuðu þakklæti sitt fyrir að hafa orðið alls þessa aðnjótandi. Ein stúlknanna stóð upp og bar fram árnaðaróskir Hraðfrystistöðinni til handa og þakklæti sitt og starfssystra sinna og var Einar óspart hylltur eftir hvert ávarp. Stóð hann upp og þakkaði fólki vinarþel og hlýhug og kvað hann meðal annars, að enginn þyrfti að mæta til vinnu fyrr en á hádegi næsta dag. Var þessu tekið með fögnuði miklum og hófst síðan söngur og dansleikur. Glatt var yfir öllum sem fyrr og sungið, spilað og dansað fram eftir allri nóttu. Eftir mikinn gleðskap, dans og sameiginlegan söng, í bróðurþeli og góðri kynning fólks, sem unnið hafði hvert með öðru og ferðast saman, leið loks að lokum þessa fagnaðar og var klukkan þá nærri 5. Talaði fararstjórinn nokkur orð og taldi hann allt hafa farið að bestu vonum um förina. Hefði gleði og gaman ríkt í þessa daga, sem varið hefði verið til ferðalagsins, eins og vera bæri, en nú væri fyrir höndum alvara og starf hins daglega lífs. Kvað hann hamingjuna hafa reynst hliðholla, þar sem engin slys, meiðsl eða önnur óhöpp hefðu komið fyrir, en við slíku mætti jafnan búast í för sem þessari, í jafn fjölmennum hóp. Mæltist hann til þess og kvað það vel fara við slík endalok að syngja sálminn „Á hendur fel þú honum“. Stóðu menn þá upp og sungu þennan hugnæma og fallega sálm og hafði það djúp áhrif á alla viðstadda. Setti menn hljóða um sinn og var síðan haldið heim.<br>
Stóðu nokkrir menn og töluðu um, hversu glaða stund og góða þeir hefðu átt í öllu ferðalaginu og vottuðu þakklæti sitt fyrir að hafa orðið alls þessa aðnjótandi. Ein stúlknanna stóð upp og bar fram árnaðaróskir Hraðfrystistöðinni til handa og þakklæti sitt og starfssystra sinna og var Einar óspart hylltur eftir hvert ávarp. Stóð hann upp og þakkaði fólki vinarþel og hlýhug og kvað hann meðal annars, að enginn þyrfti að mæta til vinnu fyrr en á hádegi næsta dag. Var þessu tekið með fögnuði miklum og hófst síðan söngur og dansleikur. Glatt var yfir öllum sem fyrr og sungið, spilað og dansað fram eftir allri nóttu. Eftir mikinn gleðskap, dans og sameiginlegan söng, í bróðurþeli og góðri kynning fólks, sem unnið hafði hvert með öðru og ferðast saman, leið loks að lokum þessa fagnaðar og var klukkan þá nærri 5. Talaði fararstjórinn nokkur orð og taldi hann allt hafa farið að bestu vonum um förina. Hefði gleði og gaman ríkt í þessa daga, sem varið hefði verið til ferðalagsins, eins og vera bæri, en nú væri fyrir höndum alvara og starf hins daglega lífs. Kvað hann hamingjuna hafa reynst hliðholla, þar sem engin slys, meiðsl eða önnur óhöpp hefðu komið fyrir, en við slíku mætti jafnan búast í för sem þessari, í jafn fjölmennum hóp. Mæltist hann til þess og kvað það vel fara við slík endalok að syngja sálminn „Á hendur fel þú honum“. Stóðu menn þá upp og sungu þennan hugnæma og fallega sálm og hafði það djúp áhrif á alla viðstadda. Setti menn hljóða um sinn og var síðan haldið heim.<br>
Var þá lokið hinsta þætti þessa ferðalags og var þar góður endir á góðri för.<br>
Var þá lokið hinsta þætti þessa ferðalags og var þar góður endir á góðri för.<br>


{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}