„ÍBV“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 11: Lína 11:


== Saga ÍBV íþróttafélags í 20 ár - Þar sem hjartað slær  ==
== Saga ÍBV íþróttafélags í 20 ár - Þar sem hjartað slær  ==
 
=== Gísli Valtýsson tók saman. ===
 
'''Í 20 ára sögu ÍBV íþróttafélags er margs að minnast. Í annál félagsins má sjá að félagið er í sjálfu sér stórveldi á íþróttasviðinu, ekki síst í ljósi þess að íbúar Vestmannaeyja eru aðeins 4300 talsins. Í meistaraflokkunum hefur félagið landað 33 titlum, Íslands-, bikar-, Lengju-, Fótbolta.net-, Futsal- og meistarar meistaranna. Þar af 7 Íslandsmeistaratitlum í efstu deildum handbolta og fótbolta.''' 
'''Í 20 ára sögu ÍBV íþróttafélags er margs að minnast. Í annál félagsins má sjá að félagið er í sjálfu sér stórveldi á íþróttasviðinu, ekki síst í ljósi þess að íbúar Vestmannaeyja eru aðeins 4300 talsins. Í meistaraflokkunum hefur félagið landað 33 titlum, Íslands-, bikar-, Lengju-, Fótbolta.net-, Futsal- og meistarar meistaranna. Þar af 7 Íslandsmeistaratitlum í efstu deildum handbolta og fótbolta.''' 


Lína 26: Lína 28:
'''Um hver áramót er gamla árið kvatt með brennu og flugeldasýningu í  Hásteinsgryfjunni og glæsilegasta þrettándahátíð landsins er í Eyjum á vegum ÍBV. Ekki má svo gleyma stærstu útihátíð landsins, Þjóðhátíðinni, sem enga á sína líka. ÍBV íþróttafélag er því gríðarlega stór hluti af mannlífinu í Eyjum og dregur mörg þúsund manns til Eyja á hina ýmsu viðburði sína og bætir efnahag Vestmannaeyja um stórar fjárhæðir.'''  
'''Um hver áramót er gamla árið kvatt með brennu og flugeldasýningu í  Hásteinsgryfjunni og glæsilegasta þrettándahátíð landsins er í Eyjum á vegum ÍBV. Ekki má svo gleyma stærstu útihátíð landsins, Þjóðhátíðinni, sem enga á sína líka. ÍBV íþróttafélag er því gríðarlega stór hluti af mannlífinu í Eyjum og dregur mörg þúsund manns til Eyja á hina ýmsu viðburði sína og bætir efnahag Vestmannaeyja um stórar fjárhæðir.'''  


'''Sennilega er ÍBV það „vörumerki“  í Eyjum, sem flestir landsmenn þekkja.'''   
'''Sennilega er ÍBV það „vörumerki“  í Eyjum, sem flestir landsmenn þekkja.'''
 
'''Aðdragandinn'''


=== '''Aðdragandinn''' ===
Stofnun ÍBV íþróttafélags hafði nokkurra ára aðdraganda. Eftir talsverðar byggingaframkvæmdir íþróttafélaganna, Þórs og Týs á árunum eftir 1986, var fjárhagsstaða félaganna orðinn nokkuð þung. Árið 1991 tók  Knattspyrnufélagið  Týr í notkun nýbyggðan íþróttasal við félagsheimili sitt. Sú framkvæmd reyndist félaginu ofviða og var félagið komið í greiðsluþrot á árinu 1996. Sú staða varð til þess að mikill þungi fór í sameiningaviðræður Þórs og  Týs, sem að lokum leiddi  til sameiningar þeirra. Nokkur ár þar á undan  höfðu þau  kastað á milli sín hugmyndum um skiptingu handbolta og knattspyrnu milli félaganna; og/eða að stofna tvö félög, handbolta- og knattspyrnufélag og einnig var rætt um sameiningu Þórs og Týs.  Sýndist  þar sitt hverjum.  
Stofnun ÍBV íþróttafélags hafði nokkurra ára aðdraganda. Eftir talsverðar byggingaframkvæmdir íþróttafélaganna, Þórs og Týs á árunum eftir 1986, var fjárhagsstaða félaganna orðinn nokkuð þung. Árið 1991 tók  Knattspyrnufélagið  Týr í notkun nýbyggðan íþróttasal við félagsheimili sitt. Sú framkvæmd reyndist félaginu ofviða og var félagið komið í greiðsluþrot á árinu 1996. Sú staða varð til þess að mikill þungi fór í sameiningaviðræður Þórs og  Týs, sem að lokum leiddi  til sameiningar þeirra. Nokkur ár þar á undan  höfðu þau  kastað á milli sín hugmyndum um skiptingu handbolta og knattspyrnu milli félaganna; og/eða að stofna tvö félög, handbolta- og knattspyrnufélag og einnig var rætt um sameiningu Þórs og Týs.  Sýndist  þar sitt hverjum.  


'''Tillögur um framtíðarstarf félaganna'''
=== '''Tillögur um framtíðarstarf félaganna''' ===
 
Haustið 1993 varð að samkomulagi milli stjórna félaganna Þórs og Týs og stjórnar Íþróttabandalagsins að fara þess á leit við Stefán Konráðsson, aðstoðarframkvæmdastjóra ÍSÍ, að hann gerði úttekt á starfi félaganna  Þórs og Týs vegna mikillar umræðu sem verið hafði í Vestmannaeyjum um skipulagsmál íþróttahreyfingarinnar.
Haustið 1993 varð að samkomulagi milli stjórna félaganna Þórs og Týs og stjórnar Íþróttabandalagsins að fara þess á leit við Stefán Konráðsson, aðstoðarframkvæmdastjóra ÍSÍ, að hann gerði úttekt á starfi félaganna  Þórs og Týs vegna mikillar umræðu sem verið hafði í Vestmannaeyjum um skipulagsmál íþróttahreyfingarinnar.


Lína 40: Lína 40:
Í desember skilaði Stefán síðan af sér úttektinni þar sem nokkrum möguleikum var velt upp, m.a. að félögin sæju áfram um yngri flokkana, þau skiptu á milli sín íþróttagreinum, eða eins og lagt var til í róttækustu tillögunni að félögin yrðu lögð niður í núverandi mynd og stofnuð sérgreinafélög innan Íþróttabandalagsins. Stefán lagði til að reynt yrði til þrautar að halda sig við hinar leiðirnar á tveimur næstu árum, og lagði fram hugmyndir að uppbyggingu. Ef starfsemin léttist ekki og árangur batnaði ekki á þessu tímabili, teldi hann eðlilegt að fara leið B, sem hann nefndi svo, að leggja félögin niður.
Í desember skilaði Stefán síðan af sér úttektinni þar sem nokkrum möguleikum var velt upp, m.a. að félögin sæju áfram um yngri flokkana, þau skiptu á milli sín íþróttagreinum, eða eins og lagt var til í róttækustu tillögunni að félögin yrðu lögð niður í núverandi mynd og stofnuð sérgreinafélög innan Íþróttabandalagsins. Stefán lagði til að reynt yrði til þrautar að halda sig við hinar leiðirnar á tveimur næstu árum, og lagði fram hugmyndir að uppbyggingu. Ef starfsemin léttist ekki og árangur batnaði ekki á þessu tímabili, teldi hann eðlilegt að fara leið B, sem hann nefndi svo, að leggja félögin niður.


'''78% vildu sameina undir merki ÍBV'''  
=== '''78% vildu sameina undir merki ÍBV''' ===
 
Í nóvember 1993, áður en tillögur Stefáns Konráðssonar höfðu verið birtar, efndi blaðið Fréttir til skoðanakönnunar í Vestmannaeyjum um viðhorf bæjarbúa til íþróttahreyfingarinnar, en spurt var hvort fólk vildi breytingar á skipulagi hennar. Af 250 aðilum, sem spurðir voru, svaraði 171 og svörin voru nokkuð afdráttarlaus. 78% vildu sameina íþróttahreyfinguna undir nafni ÍBV, 12% vildu halda óbreyttu fyrirkomulagi og 10% vildu að annað félagið tæki að sér handboltann og hitt fótboltann.
Í nóvember 1993, áður en tillögur Stefáns Konráðssonar höfðu verið birtar, efndi blaðið Fréttir til skoðanakönnunar í Vestmannaeyjum um viðhorf bæjarbúa til íþróttahreyfingarinnar, en spurt var hvort fólk vildi breytingar á skipulagi hennar. Af 250 aðilum, sem spurðir voru, svaraði 171 og svörin voru nokkuð afdráttarlaus. 78% vildu sameina íþróttahreyfinguna undir nafni ÍBV, 12% vildu halda óbreyttu fyrirkomulagi og 10% vildu að annað félagið tæki að sér handboltann og hitt fótboltann.


'''Sameining í sjálfu sér einföld'''  
=== '''Sameining í sjálfu sér einföld''' ===
 
Viðræður stjórna Týs og Þórs strönduðu þegar á leið árið 1994. Þar mun mestu hafa um ráðið að stjórn Týs hafði þau skilaboð frá félagsmönnum að Týr yrði að fá fótboltann, yrði greinunum skipt milli félaganna, ekki kæmi til greina að draga um íþróttagreinarnar eins og rætt hafði verið um. Þetta tóku forsvarsmenn Þórs ekki í mál og því var viðræðum hætt.
Viðræður stjórna Týs og Þórs strönduðu þegar á leið árið 1994. Þar mun mestu hafa um ráðið að stjórn Týs hafði þau skilaboð frá félagsmönnum að Týr yrði að fá fótboltann, yrði greinunum skipt milli félaganna, ekki kæmi til greina að draga um íþróttagreinarnar eins og rætt hafði verið um. Þetta tóku forsvarsmenn Þórs ekki í mál og því var viðræðum hætt.


Lína 54: Lína 52:
Síðar í sömu grein segir svo:
Síðar í sömu grein segir svo:


 ''„Sameining er í sjálfu sér einföld. Félögin Þór og Týr yrðu lögð niður og eignir þeirra rynnu til ÍBV. Um er að ræða tvö félagsheimili, tvo grasvelli og fleira. Bæjarsjóður yfirtæki skuldir félaganna en á móti yrði íþróttahreyfingin að sætta sig við að rammasamningi yrði seinkað um tvö ár.“'' 
 ''„Sameining er í sjálfu sér einföld. Félögin Þór og Týr yrðu lögð niður og eignir þeirra rynnu til ÍBV. Um er að ræða tvö félagsheimili, tvo grasvelli og fleira. Bæjarsjóður yfirtæki skuldir félaganna en á móti yrði íþróttahreyfingin að sætta sig við að rammasamningi yrði seinkað um tvö ár.“''
 
'''Bæjarstjórnin vildi leggja Þór og Týr niður'''


=== '''Bæjarstjórnin vildi leggja Þór og Týr niður''' ===
Bæjarstjórn Vestmannaeyja óskaði í nóvember árið 1995 eftir viðræðum við íþróttafélögin tvö um væntanlega lausn á fjárhagsvanda íþróttahreyfingarinnar. Þau skilyrði sem bærinn setti félögunum, voru nokkuð afdráttarlaus, ef af þeim stuðningi yrði, skyldu bæði félögin lögð niður.  Þessi tillaga var felld á félagsfundi hjá Þór.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja óskaði í nóvember árið 1995 eftir viðræðum við íþróttafélögin tvö um væntanlega lausn á fjárhagsvanda íþróttahreyfingarinnar. Þau skilyrði sem bærinn setti félögunum, voru nokkuð afdráttarlaus, ef af þeim stuðningi yrði, skyldu bæði félögin lögð niður.  Þessi tillaga var felld á félagsfundi hjá Þór.


Lína 68: Lína 65:
Guðmundur Þ.B. Ólafsson, sem ásamt Guðjóni Hjörleifssyni bæjarstjóra, tók þátt í þessum viðræðum af bæjarins hálfu, sagðist líta svo á að þeim væri lokið. Vegna afstöðu Þórs væri þetta endapunktur þess sem þeim hefði verið ætlað að gera.
Guðmundur Þ.B. Ólafsson, sem ásamt Guðjóni Hjörleifssyni bæjarstjóra, tók þátt í þessum viðræðum af bæjarins hálfu, sagðist líta svo á að þeim væri lokið. Vegna afstöðu Þórs væri þetta endapunktur þess sem þeim hefði verið ætlað að gera.


'''Bæjarstjórn gerir félögunum tilboð'''
=== '''Bæjarstjórn gerir félögunum tilboð''' ===
 
Í byrjun júlí árið 1996 gerði Vestmannaeyjabær, félagi sem stofnað yrði á grunni Þórs og Týs, kauptilboð í félagsheimili félaganna Þórs og Týs, ásamt og íþróttavöllum,  að upphæð krónur 52 milljónir. Í tillögu bæjarstjórnar segir að þetta sé gert til að greiða fyrir og auðvelda sameiningu félaganna og megi skoðast sem aðkoma bæjarsjóðs að fjármálum hins nýja félags. Og tilgangurinn sé að stuðla að öflugri uppbyggingu á íþrótta- og æskulýðsstarfsemi. Í tilboðinu segir að rammasamningur sem í gildi sé,  um uppbyggingu íþróttamannvirkja milli bæjarstjórnar og Íþróttabandalagsins  falli úr gildi og sé það skilyrði fyrir tilboði bæjarins. Kauptilboðið er tvíþætt, annars vegar býðst bærinn til að kaupa félagsheimilin á 37 milljónir króna á þessu ári og íþróttavellina á næsta ári fyrir 15 milljónir gegn kvaðalausu afsali þeirra annað en áhvílandi veðskuldum. Tilboðið gilti til 18. júlí sama ár.
Í byrjun júlí árið 1996 gerði Vestmannaeyjabær, félagi sem stofnað yrði á grunni Þórs og Týs, kauptilboð í félagsheimili félaganna Þórs og Týs, ásamt og íþróttavöllum,  að upphæð krónur 52 milljónir. Í tillögu bæjarstjórnar segir að þetta sé gert til að greiða fyrir og auðvelda sameiningu félaganna og megi skoðast sem aðkoma bæjarsjóðs að fjármálum hins nýja félags. Og tilgangurinn sé að stuðla að öflugri uppbyggingu á íþrótta- og æskulýðsstarfsemi. Í tilboðinu segir að rammasamningur sem í gildi sé,  um uppbyggingu íþróttamannvirkja milli bæjarstjórnar og Íþróttabandalagsins  falli úr gildi og sé það skilyrði fyrir tilboði bæjarins. Kauptilboðið er tvíþætt, annars vegar býðst bærinn til að kaupa félagsheimilin á 37 milljónir króna á þessu ári og íþróttavellina á næsta ári fyrir 15 milljónir gegn kvaðalausu afsali þeirra annað en áhvílandi veðskuldum. Tilboðið gilti til 18. júlí sama ár.


'''Samþykkt með tárum'''
=== '''Samþykkt með tárum''' ===
 
Fundur í Knattspyrnufélaginu Tý nokkrum dögum síðar, samþykkti að ganga að þessi tilboði Vestmannaeyjabæjar. Meira hik var á fundi hjá Íþróttafélaginu Þór sem haldin var 5. september. Fannst fundarmönnum að félaginu væri stillt upp við vegg. Á aðalfundum félaganna sem haldnir voru 10.  nóvember samþykktu  bæði félögin formlega að sameinast um stofnun nýs  íþróttafélags. Ekkert hik var á félagsfundi  Týs, tilboðið var samþykkt með samhljóða 38 atkvæðum. Hjá Þór var tillagan samþykkt með 20 atkvæðum gegn 10 og fjórir sátu hjá. Í  fundargerð Þórs  frá aðalfundinum segir  að tár hafi blikað á hvörmum margra félagsmanna, þegar samþykkt var að ganga að tilboði Vestmannaeyjabæjar.
Fundur í Knattspyrnufélaginu Tý nokkrum dögum síðar, samþykkti að ganga að þessi tilboði Vestmannaeyjabæjar. Meira hik var á fundi hjá Íþróttafélaginu Þór sem haldin var 5. september. Fannst fundarmönnum að félaginu væri stillt upp við vegg. Á aðalfundum félaganna sem haldnir voru 10.  nóvember samþykktu  bæði félögin formlega að sameinast um stofnun nýs  íþróttafélags. Ekkert hik var á félagsfundi  Týs, tilboðið var samþykkt með samhljóða 38 atkvæðum. Hjá Þór var tillagan samþykkt með 20 atkvæðum gegn 10 og fjórir sátu hjá. Í  fundargerð Þórs  frá aðalfundinum segir  að tár hafi blikað á hvörmum margra félagsmanna, þegar samþykkt var að ganga að tilboði Vestmannaeyjabæjar.


'''Lausn á tilvistarkreppu'''
=== '''Lausn á tilvistarkreppu''' ===
 
Í blaðinu Fréttum eftir að niðurstaða aðalfundanna lá fyrir sagði Magnús Bragason, formaður handknattleiksráðs Íþróttabandalagsins að hjá þessu hafi ekki verið komist vegna þróunar síðustu ára. ''„Vestmannaeyjabær hefði mátt koma inn í dæmið með meiri peninga því einhverjar milljónir standa út af,"'' sagði  Magnús í viðtali við Fréttir og segist óttast að það geti bitnað á hreyfingunni meðan verið er að hreinsa upp skuldir sem eftir eru. „''Enn eru nokkrir hnútar óleystir með fyrirkomulag nýja félagsins en ef allir vinna heilshugar að því að leysa þá verður sameiningin til mikils góðs,"'' bætti Magnús við.  
Í blaðinu Fréttum eftir að niðurstaða aðalfundanna lá fyrir sagði Magnús Bragason, formaður handknattleiksráðs Íþróttabandalagsins að hjá þessu hafi ekki verið komist vegna þróunar síðustu ára. ''„Vestmannaeyjabær hefði mátt koma inn í dæmið með meiri peninga því einhverjar milljónir standa út af,"'' sagði  Magnús í viðtali við Fréttir og segist óttast að það geti bitnað á hreyfingunni meðan verið er að hreinsa upp skuldir sem eftir eru. „''Enn eru nokkrir hnútar óleystir með fyrirkomulag nýja félagsins en ef allir vinna heilshugar að því að leysa þá verður sameiningin til mikils góðs,"'' bætti Magnús við.  


Lína 88: Lína 82:
Þar með er lokið kafla í íþróttasögu Vestmannaeyja sem hófst með stofnun Íþróttafélagsins Þórs þann 9. september árið 1913.  
Þar með er lokið kafla í íþróttasögu Vestmannaeyja sem hófst með stofnun Íþróttafélagsins Þórs þann 9. september árið 1913.  


'''''Stofnfundur KH ÍBV'''''  
=== '''''Stofnfundur KH ÍBV''''' ===
 
''„Eins og ykkur er öllum kunnugt hafa staðið yfir nokkur undanfarin ár töluverðar umræður um að þörf væri á því að endurskipuleggja starfsemi íþróttahreyfingarinnar í Vestmannaeyjum. Margt hefur breyst í þjóðfélaginu og ekki síst í því umhverfi sem hreyfingin hefur starfað í. Okkur verður að sjálfsögðu að bera gæfa til að staðna ekki og gera það sem við teljum íþróttunum fyrir bestu með það að takmarki að Eyjamenn verði ávallt í fremstu röð, íþróttafólki og bæjarbúum til heilla,"'' sagði Þór Vilhjálmsson á stofnfundi Knattspyrnu- og handboltafélags ÍBV, skammstafað KH ÍBV sem var vinnuheiti félagsins, -  sem haldinn var í Bæjarleikhúsinu 30. desember 1996.  
''„Eins og ykkur er öllum kunnugt hafa staðið yfir nokkur undanfarin ár töluverðar umræður um að þörf væri á því að endurskipuleggja starfsemi íþróttahreyfingarinnar í Vestmannaeyjum. Margt hefur breyst í þjóðfélaginu og ekki síst í því umhverfi sem hreyfingin hefur starfað í. Okkur verður að sjálfsögðu að bera gæfa til að staðna ekki og gera það sem við teljum íþróttunum fyrir bestu með það að takmarki að Eyjamenn verði ávallt í fremstu röð, íþróttafólki og bæjarbúum til heilla,"'' sagði Þór Vilhjálmsson á stofnfundi Knattspyrnu- og handboltafélags ÍBV, skammstafað KH ÍBV sem var vinnuheiti félagsins, -  sem haldinn var í Bæjarleikhúsinu 30. desember 1996.  


Um 130 manns sóttu fundinn og var stofnun félagsins samþykkt með lófataki. Sjö manna stjórn var kosin á fundinum og  Þór formaður hennar. Með honum í stjórn voru kosin: Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Óskar Freyr Brynjarsson, Eyþór Harðarson, Jóhannes Ólafsson, Birgir Guðjónsson og Arndís Sigurðardóttir.  
Um 130 manns sóttu fundinn og var stofnun félagsins samþykkt með lófataki. Sjö manna stjórn var kosin á fundinum og  Þór formaður hennar. Með honum í stjórn voru kosin: Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Óskar Freyr Brynjarsson, Eyþór Harðarson, Jóhannes Ólafsson, Birgir Guðjónsson og Arndís Sigurðardóttir.  


'''Fyrsta starfsárið'''
== '''Fyrsta starfsárið''' ==
 
'''Týsmerkið breyttist í ÍBV merkið'''


=== '''Týsmerkið breyttist í ÍBV merkið''' ===
Þrettándinn var haldinn með pomp og prakt. Mikið var um dýrðir á Þrettándagleðinni að venju. Jólasveinarnir, Grýla og Leppalúði og ótrúleg kynjaveröld kvöddu jólin með eftirminnilegum hætti í mikilli veðurblíðu og hefur aldrei annar eins mannfjöldi verið viðstaddur þrettándagleði. Týrarar, sem hingað til höfðu séð um þrettándann, tendruðu blys á Molda í síðasta sinn og það var tímanna tákn um breytta tíma að sjá Týsmerkið breytast í ÍBVmerkið.  
Þrettándinn var haldinn með pomp og prakt. Mikið var um dýrðir á Þrettándagleðinni að venju. Jólasveinarnir, Grýla og Leppalúði og ótrúleg kynjaveröld kvöddu jólin með eftirminnilegum hætti í mikilli veðurblíðu og hefur aldrei annar eins mannfjöldi verið viðstaddur þrettándagleði. Týrarar, sem hingað til höfðu séð um þrettándann, tendruðu blys á Molda í síðasta sinn og það var tímanna tákn um breytta tíma að sjá Týsmerkið breytast í ÍBVmerkið.  


'''Fyrsti leikur  KH ÍBV - Grátlegur endir á góðum leik'''  
=== '''Fyrsti leikur  KH ÍBV - Grátlegur endir á góðum leik''' ===
 
Fyrsti leikur KH ÍBV í Íslandsmóti, var gegn KR í meistaraflokki kvenna í handbolta. Leiknum lauk með KR sigri''',''' 17-18, í hörku spennandi leik þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndunum. Eyjastelpur léku einn sinn besta leik í langan tíma og höfðu yfir í hálfleik, 10-9. Jafnræði var á öllum tölum í seinni hálfleik. KR skoraði sigurmark leiksins úr vítakasti á lokasekúndu leiksins, naumara gat það ekki verið. Eyjastelpur voru að vonum sársvekktar að hafa tapað enda voru þær að keppast við að lenda meðal átta efstu liða og komast í úrslitakeppnina.  Í Fréttum sagði að endurkoma Söru Guðjónsdóttur í liðið hafi haft mjög jákvæð áhrif og mikill styrkur í henni. Hún var markahæst hjá ÍBV með 5 mörk. Ingibjörg Jónsdóttir skoraði 3, Stefanía Guðjónsdóttir 3, María Rós Friðriksdóttir 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2 og Elísa Sigurðardóttir 1.
Fyrsti leikur KH ÍBV í Íslandsmóti, var gegn KR í meistaraflokki kvenna í handbolta. Leiknum lauk með KR sigri''',''' 17-18, í hörku spennandi leik þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndunum. Eyjastelpur léku einn sinn besta leik í langan tíma og höfðu yfir í hálfleik, 10-9. Jafnræði var á öllum tölum í seinni hálfleik. KR skoraði sigurmark leiksins úr vítakasti á lokasekúndu leiksins, naumara gat það ekki verið. Eyjastelpur voru að vonum sársvekktar að hafa tapað enda voru þær að keppast við að lenda meðal átta efstu liða og komast í úrslitakeppnina.  Í Fréttum sagði að endurkoma Söru Guðjónsdóttur í liðið hafi haft mjög jákvæð áhrif og mikill styrkur í henni. Hún var markahæst hjá ÍBV með 5 mörk. Ingibjörg Jónsdóttir skoraði 3, Stefanía Guðjónsdóttir 3, María Rós Friðriksdóttir 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2 og Elísa Sigurðardóttir 1.


'''Stjórnsýslan verður í Þórsheimilinu'''
=== '''Stjórnsýslan verður í Þórsheimilinu''' ===
 
Guðmundur Þ.B. Ólafsson var fyrsti framkvæmdastjóri nýja félagsins. Hann var í viðtali í blaðinu Fréttum í lok janúar, þar sem hann fór yfir starfið og stöðu félagsins. ''„Fyrstu verkefnin hafa aðallega falist í að að móta starfið sem snýr að knattspyrnudeildinni og handknattleiksdeildinni. Forsendur hafa breyst því þessar tvær deildir taka nú inn á sig alla yngri flokkana sem voru áður í umsjá Týs og Þórs. Það sem snýr að aðalskrifstofunni þá er öll'' ''stjórnsýsla nýja félagsins í Þórsheimilinu en við sjáum um reksturinn á báðum heimilunum. Búið er að ráða starfsmenn í Týsheimilið og góð nýting er á íþróttasalnum. Verið er að hafa samband við helstu styrktaraðila og kennitalan er klár,"'' sagði Guðmundur.  
Guðmundur Þ.B. Ólafsson var fyrsti framkvæmdastjóri nýja félagsins. Hann var í viðtali í blaðinu Fréttum í lok janúar, þar sem hann fór yfir starfið og stöðu félagsins. ''„Fyrstu verkefnin hafa aðallega falist í að að móta starfið sem snýr að knattspyrnudeildinni og handknattleiksdeildinni. Forsendur hafa breyst því þessar tvær deildir taka nú inn á sig alla yngri flokkana sem voru áður í umsjá Týs og Þórs. Það sem snýr að aðalskrifstofunni þá er öll'' ''stjórnsýsla nýja félagsins í Þórsheimilinu en við sjáum um reksturinn á báðum heimilunum. Búið er að ráða starfsmenn í Týsheimilið og góð nýting er á íþróttasalnum. Verið er að hafa samband við helstu styrktaraðila og kennitalan er klár,"'' sagði Guðmundur.