„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1985/ Minningabrot úr lífi föður míns“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
<big><big><center>'''Minningabrot úr lífi föður míns'''</center></big></big><br>
<big><big><center>'''Minningabrot úr lífi föður míns'''</center></big></big><br>
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-25 at 09.20.01.png|300px|thumb|Mynd þessa tók Sigurgeir Jónasson af foreldrum mínum 14. ágúst 1983, en þá varð faðir ininn 80 ára.]]
Ég, sem þessar línur rita, hafði lengi haft í huga að skrá niður nokkrar minningar föður míns frá fyrri árum hans, og sérstaklega eftir að hann kemur fyrst til Eyja sem vermaður, 19 ára gamall. Þá var að sjálfsögðu öðruvísi um að litast en er í dag, en samt sem áður nýr heimur fyrir 19 ára sveitapilt. Ég tel það skyldu okkar að varðveita reynslu þeirra sem á undan hafa gengið, og í því skyni festi ég línur þessar á blað og tel vel við hæfi að birta þær í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja.<br>
Ég, sem þessar línur rita, hafði lengi haft í huga að skrá niður nokkrar minningar föður míns frá fyrri árum hans, og sérstaklega eftir að hann kemur fyrst til Eyja sem vermaður, 19 ára gamall. Þá var að sjálfsögðu öðruvísi um að litast en er í dag, en samt sem áður nýr heimur fyrir 19 ára sveitapilt. Ég tel það skyldu okkar að varðveita reynslu þeirra sem á undan hafa gengið, og í því skyni festi ég línur þessar á blað og tel vel við hæfi að birta þær í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja.<br>
Faðir minn. Tómas Stefán Sveinsson. fæddist í Selkoti í Austur-Eyjafjallahreppi 14. ágúst 1903. Faðir hans var Sveinn Jónsson, fæddur 7. október 1874, en hann lést 15. janúar 1920, aðeins 45 ára gamall. Móðir hans var Anna Valgerður Tómasdóttir, fædd 11. ágúst 1872. Hún lést hér í Vestmannaeyjum 5. maí 1963, á 91. aldursári. Þau hjónin eignuðust 6 börn: Elst var Guðrún, fædd 1897. lést 1983. Guðjón fæddur 1898, en hann lést 1968. Hjörleifur. fæddur 1901, faðir minn. fæddur 1903. Gróa fædd 1905 og Sigfús fæddur 1907.<br>
Faðir minn. Tómas Stefán Sveinsson. fæddist í Selkoti í Austur-Eyjafjallahreppi 14. ágúst 1903. Faðir hans var Sveinn Jónsson, fæddur 7. október 1874, en hann lést 15. janúar 1920, aðeins 45 ára gamall. Móðir hans var Anna Valgerður Tómasdóttir, fædd 11. ágúst 1872. Hún lést hér í Vestmannaeyjum 5. maí 1963, á 91. aldursári. Þau hjónin eignuðust 6 börn: Elst var Guðrún, fædd 1897. lést 1983. Guðjón fæddur 1898, en hann lést 1968. Hjörleifur. fæddur 1901, faðir minn. fæddur 1903. Gróa fædd 1905 og Sigfús fæddur 1907.<br>
Lína 11: Lína 11:
Annan í páskum var ekki róið vegna veðurs, en þegar tveir dagar til viðbótar fóru til einskis, gengust þeir yngri fyrir því að færa bátinn vestan Borgarhóls, því að þar var betra að róa í því tíðarfari sem þá var. Þaðan reru þeir svo það sem eftir var vertíðar.<br>
Annan í páskum var ekki róið vegna veðurs, en þegar tveir dagar til viðbótar fóru til einskis, gengust þeir yngri fyrir því að færa bátinn vestan Borgarhóls, því að þar var betra að róa í því tíðarfari sem þá var. Þaðan reru þeir svo það sem eftir var vertíðar.<br>
Þegar leið að næstu vertíð árið 1921, vildu þeir Fjallaformenn, sem höfðu synjað föður mínum um far vertíðina áður, fá hann til sín, en hann vildi ekki ráða sig hjá þeim fyrr en hann hefði fyrst haft samband við Vigfús áður, þar sem hann hefði reynst sér svo vel. Vigfús var þá svo mannfár, að hann sagðist ekki geta róið nema hann kæmi. Það varð því úr að faðir minn reri hjá honum, og í staðinn bauð Vigfús flutning á hlut hans vestur að Drangshlíð, en þangað sóttu svo systur hans, Guðrún og Gróa, fiskinn og fluttu heim að Selkoti.<br>
Þegar leið að næstu vertíð árið 1921, vildu þeir Fjallaformenn, sem höfðu synjað föður mínum um far vertíðina áður, fá hann til sín, en hann vildi ekki ráða sig hjá þeim fyrr en hann hefði fyrst haft samband við Vigfús áður, þar sem hann hefði reynst sér svo vel. Vigfús var þá svo mannfár, að hann sagðist ekki geta róið nema hann kæmi. Það varð því úr að faðir minn reri hjá honum, og í staðinn bauð Vigfús flutning á hlut hans vestur að Drangshlíð, en þangað sóttu svo systur hans, Guðrún og Gróa, fiskinn og fluttu heim að Selkoti.<br>
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-25 at 09.20.12.png|500px|center|thumb|Æskuheimili föður míns, Selkot í A-Eyjafjallahreppi.]]
Þessa vertíð reru þeir frá hinu fræga Maríuhliði sem er vestan Jökulsár á Sólheimasandi. Það var hinn frægi sjósóknari. Guðmundur Ólafsson frá Eyjarhólum í Mýrdal, formaður á áraskipinu Pétursey, sem fann þennan stað og reri þaðan fyrst 1862.<br>
Þessa vertíð reru þeir frá hinu fræga Maríuhliði sem er vestan Jökulsár á Sólheimasandi. Það var hinn frægi sjósóknari. Guðmundur Ólafsson frá Eyjarhólum í Mýrdal, formaður á áraskipinu Pétursey, sem fann þennan stað og reri þaðan fyrst 1862.<br>
Úr Maríuhliði reru þeir svo alla vertiðina þegar gaf. Ekki var það nú oft sem hægt var að róa frá hafnlausri ströndinni, en það var helst í aflandsvindi. Munu róðrarnir hafa verið 12-15 þennan vetur.<br>
Úr Maríuhliði reru þeir svo alla vertiðina þegar gaf. Ekki var það nú oft sem hægt var að róa frá hafnlausri ströndinni, en það var helst í aflandsvindi. Munu róðrarnir hafa verið 12-15 þennan vetur.<br>
Lína 18: Lína 19:
Um miðjan mars voru netin tekin um borð, en þar var um að ræða aðeins þrjár trossur, tólf neta.<br> ·  
Um miðjan mars voru netin tekin um borð, en þar var um að ræða aðeins þrjár trossur, tólf neta.<br> ·  
Netin voru aðallega lögð „undir Sandi“ fyrst í stað, en síðan flutt austur á Leir og í Þríhamradjúpið. Það var aftur seinna á vertíðinni sem þeir lögðu netin suður á Eyjabanka.<br>
Netin voru aðallega lögð „undir Sandi“ fyrst í stað, en síðan flutt austur á Leir og í Þríhamradjúpið. Það var aftur seinna á vertíðinni sem þeir lögðu netin suður á Eyjabanka.<br>
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-25 at 09.21.10.png|300px|thumb|Fjölskyldumynd tekin um 1940.]]
Ekki veit ég hvort menn gera sér almennt grein fyrir þeim erfiðleikum sem sjómenn þá máttu glíma við. svo sem því að ekki var pláss til að greiða netin niður jafnóðum og þau voru dregin, heldur voru þau látin í ganginn í einu gösli. Síðan, þegar búið var að draga trossuna. voru þau greidd niður í hina siðu bátsins og því næst var trossan lögð í sjóinn aftur.<br>
Ekki veit ég hvort menn gera sér almennt grein fyrir þeim erfiðleikum sem sjómenn þá máttu glíma við. svo sem því að ekki var pláss til að greiða netin niður jafnóðum og þau voru dregin, heldur voru þau látin í ganginn í einu gösli. Síðan, þegar búið var að draga trossuna. voru þau greidd niður í hina siðu bátsins og því næst var trossan lögð í sjóinn aftur.<br>
Spil var í Ófeigi svo að hægt var að draga bæði línuna og netin á spilinu, en á fyrstu árum vélbátanna var bæði línan og netin dregin á höndunum. Það var því heldur en ekki bylting þegar dráttarspilin komu til sögunnar.<br>
Spil var í Ófeigi svo að hægt var að draga bæði línuna og netin á spilinu, en á fyrstu árum vélbátanna var bæði línan og netin dregin á höndunum. Það var því heldur en ekki bylting þegar dráttarspilin komu til sögunnar.<br>
Lína 30: Lína 32:
Kojur voru í flestum bátum svo að sjómennirnir gátu lagt sig lÍ keyrslum á miðin og heim.<br>
Kojur voru í flestum bátum svo að sjómennirnir gátu lagt sig lÍ keyrslum á miðin og heim.<br>
Frá því að byrjað var að veiða í þorskanet héðan frá Eyjum munu hafa verið notuð steypt netagrjót, en stjórarnir voru stórir blágrýtishnullungar sem teknir voru inni á Eiði og klappaðar raufar í þá fyrir festingar á stjóraflugin. Seinna voru svo stjórarnir steyptir líka.<br>
Frá því að byrjað var að veiða í þorskanet héðan frá Eyjum munu hafa verið notuð steypt netagrjót, en stjórarnir voru stórir blágrýtishnullungar sem teknir voru inni á Eiði og klappaðar raufar í þá fyrir festingar á stjóraflugin. Seinna voru svo stjórarnir steyptir líka.<br>
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-25 at 09.21.22.png|300px|thumb|Húsið faxastígur 13, sem faðir minn byggði, og bjó í svo til allan sinn búskap]]
Á þessum árum þurftu sjómenn ekki að beita línuna, heldur voru ráðnir fjórir beitumenn, sem síðan reru á netunum. Á línubátunum reru fimm menn.<br>
Á þessum árum þurftu sjómenn ekki að beita línuna, heldur voru ráðnir fjórir beitumenn, sem síðan reru á netunum. Á línubátunum reru fimm menn.<br>
Aðgerðarmenn voru ráðnir hjá hverri útgerð, og var hlutverk þeirra ekki eftirsóknarvert. Þeir þurftu að sækja fiskinn á bryggjuna og keyra hann á handvögnum upp í kró, og síðan að gera að honum, fletja og salta. Lifrinni þurftu þeir að koma frá sér í lifrarbræðsluna, og svo þurftu þeir að salta hrognin. Það gefur því auga leið að vinnutími þeirra var oft langur. Venjulega voru fjórir aðgerðarmenn hjá hverri útgerð.<br>
Aðgerðarmenn voru ráðnir hjá hverri útgerð, og var hlutverk þeirra ekki eftirsóknarvert. Þeir þurftu að sækja fiskinn á bryggjuna og keyra hann á handvögnum upp í kró, og síðan að gera að honum, fletja og salta. Lifrinni þurftu þeir að koma frá sér í lifrarbræðsluna, og svo þurftu þeir að salta hrognin. Það gefur því auga leið að vinnutími þeirra var oft langur. Venjulega voru fjórir aðgerðarmenn hjá hverri útgerð.<br>
Lína 39: Lína 42:
Það má til gamans geta þess að þau hjónin áttu fjórar ær og gátu ekki haft þær annars staðar en í stofunni sem seinna varð.<br>
Það má til gamans geta þess að þau hjónin áttu fjórar ær og gátu ekki haft þær annars staðar en í stofunni sem seinna varð.<br>
Síðar byggði faðir minn útihús fyrir ærnar sunnan íbúðarhússins, og fjós, því að fljótlega keypti hann kú í félagi með Sveini Guðmundssyni frá Arnarstapa. Sveinn átti ágætt tún og heyjaði þar handa kúnni, bæði að sínum hluta og seldi föður mínum hey að hans hluta. Seinna eignaðist faðir minn tún fyrir sig, þar sem nú er Brattagata, en það voru suðurmörk túnsins, og náði norður undir Höfðaveg.<br>
Síðar byggði faðir minn útihús fyrir ærnar sunnan íbúðarhússins, og fjós, því að fljótlega keypti hann kú í félagi með Sveini Guðmundssyni frá Arnarstapa. Sveinn átti ágætt tún og heyjaði þar handa kúnni, bæði að sínum hluta og seldi föður mínum hey að hans hluta. Seinna eignaðist faðir minn tún fyrir sig, þar sem nú er Brattagata, en það voru suðurmörk túnsins, og náði norður undir Höfðaveg.<br>
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-25 at 09.21.34.png|300px|thumb|Mynd af Ver VE 318.]]
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-25 at 09.21.43.png|300px|thumb|Mynd af Ver II. VE 118.]]
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-25 at 09.21.53.png|300px|thumb|Mynd af Ver (ex. Hugrún) VE 318.]]
Fljótlega bætti faðir minn við sig annarri kú, og átti í kringum fimmtán ær þegar mest var. Að vísu hafði hann ekki heima á gjöf nema um tíu ær, en hafði í útigöngu í Elliðaey og síðar Ystakletti um fimm ær. Á sumrin þurftu þau hjónin því að heyja nóg handa skepnunum, og á veturna þegar faðir minn var á sjó lenti gjöfin að sjálfsögðu á móður minni sem ævinlega sá um mjaltirnar.<br>
Fljótlega bætti faðir minn við sig annarri kú, og átti í kringum fimmtán ær þegar mest var. Að vísu hafði hann ekki heima á gjöf nema um tíu ær, en hafði í útigöngu í Elliðaey og síðar Ystakletti um fimm ær. Á sumrin þurftu þau hjónin því að heyja nóg handa skepnunum, og á veturna þegar faðir minn var á sjó lenti gjöfin að sjálfsögðu á móður minni sem ævinlega sá um mjaltirnar.<br>
Á vorin var farið með ærnar út í Ystaklett og þar gengu þær sjálfala til hausts með lömbin.<br>
Á vorin var farið með ærnar út í Ystaklett og þar gengu þær sjálfala til hausts með lömbin.<br>
Lína 52: Lína 58:
Eftir að faðir minn hætti sjómennsku 1942, fór hann að vinna við skipasmíðar í Skipasmíðastöð Ársæls Sveinssonar, og vann við það í þrjú ár. Þá réðst hann sem verkstjóri hjá Netagerð Vestmannaeyja sem var til húsa í hinu þekkta Framhúsi sem stóð austan við Hraðfrystistöðina. en fór undir hraun í eldgosinu 1973. Netagerðin var stofnuð af útgerðarmönnum á árinu 1936 og var mikið þarfafyrirtæki. Þessi starfræksla Netagerðarinnar bjargaði alveg útgerð Vestmanneyinga á stríðsárunum, bæði hvað öngultauma snerti og einnig netaframleiðslu, því að nálega ekkert fékkst flutt til landsins af slíkum útgerðarvörum öll stríðsárin.<br>
Eftir að faðir minn hætti sjómennsku 1942, fór hann að vinna við skipasmíðar í Skipasmíðastöð Ársæls Sveinssonar, og vann við það í þrjú ár. Þá réðst hann sem verkstjóri hjá Netagerð Vestmannaeyja sem var til húsa í hinu þekkta Framhúsi sem stóð austan við Hraðfrystistöðina. en fór undir hraun í eldgosinu 1973. Netagerðin var stofnuð af útgerðarmönnum á árinu 1936 og var mikið þarfafyrirtæki. Þessi starfræksla Netagerðarinnar bjargaði alveg útgerð Vestmanneyinga á stríðsárunum, bæði hvað öngultauma snerti og einnig netaframleiðslu, því að nálega ekkert fékkst flutt til landsins af slíkum útgerðarvörum öll stríðsárin.<br>
Í Framhúsinu voru þrjár stórar netahnytingarvélar og unnu þar um 10 stúlkur. Þar voru hnýtt bómullarnet og hampnet og snúnir öngultaumar.<br>
Í Framhúsinu voru þrjár stórar netahnytingarvélar og unnu þar um 10 stúlkur. Þar voru hnýtt bómullarnet og hampnet og snúnir öngultaumar.<br>
[[Mynd:Screen Shot 2017-08-25 at 09.22.03.png|300px|thumb|Mynd af stakkstœði Vers-útgerðarinnar, móðir mín fyrir miðju.]]
Rétt fyrir 1950 fluttist Netagerðin í eigið húsnæði við Heiðarveg þar sem slökkvistöð bæjarins er nú til húsa. Þar var bætt við tveim
Rétt fyrir 1950 fluttist Netagerðin í eigið húsnæði við Heiðarveg þar sem slökkvistöð bæjarins er nú til húsa. Þar var bætt við tveim
netahnýtingarvélum til viðbótar, og farið að hnýta nylonnet.<br>
netahnýtingarvélum til viðbótar, og farið að hnýta nylonnet.<br>