„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2003/ Þorsteinn Þorsteinsson“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2: Lína 2:
<big><big><center>'''Þorsteinn Þorsteinsson'''</center></big></big><br>
<big><big><center>'''Þorsteinn Þorsteinsson'''</center></big></big><br>
   
   
Doddi í Hjálmholti eða Doddi í olíunni, eins og hann er oftast kallaður, fæddist hér í Lambhaga 17. janiíar 1927. Foreldrar hans voru Þorsteinn Þorsteinsson úr Landeyjum og Kristín Jónsdóttir frá Mjóafirði. Systkini hans tvö eru: Guðbjörg sem er elst og Þórarinn (Tóti í Turninum). Okkar maður er yngstur. Þórarinn er látinn fyrir nokkrum árum en Guðbjörg býr í Reykjavík. Frá Lambhaga fluttist fjölskyldan upp úr 1930 í kjallarann í Skjaldbreið hjá Hólmfríði og Sigurði Ingimundarsyni. Síðan í kjallarann í vesturendanum í Hjálmholti hjá Laugu og Sigvalda Benjamínssyni. Tvö sumur var pilturinn í sveit í Deild í Fljótshlíð hjá systkinum sem leigðu part af þessari jörð. Strax eftir fermingarárið, 1941, fór hann að vinna við ísingu fisks um borð í skipunum sem sigldu með hann til Englands á stríðsárunum. Alltaf í lestunum að taka á móti og ísa í stíur og steisa, bæði í færeysku skútunum og íslensku skipunum. Þegar skipin komu aftur frá Englandi, full af kolum, vann hann við uppskipun á þeim. Erfitt var að grafa sig í gegnum kolin niður á lestargólf. Þeim var handmokað í kör sem voru hífð upp á vörubílapalla. Fimmtán ára, 1942, fór Doddi á vélstjóranámskeið og aflaði sér vélstjóraréttinda.<br>
Doddi í Hjálmholti eða Doddi í olíunni, eins og hann er oftast kallaður, fæddist hér í Lambhaga 17. janiíar 1927. Foreldrar hans voru Þorsteinn Þorsteinsson úr Landeyjum og Kristín Jónsdóttir frá [[Mynd:Þorsteinn Þorsteinsson sj.blað.png|250px|thumb|Þorsteinn Þorsteinsson]]Mjóafirði. Systkini hans tvö eru: Guðbjörg sem er elst og Þórarinn (Tóti í Turninum). Okkar maður er yngstur. Þórarinn er látinn fyrir nokkrum árum en Guðbjörg býr í Reykjavík. Frá Lambhaga fluttist fjölskyldan upp úr 1930 í kjallarann í Skjaldbreið hjá Hólmfríði og Sigurði Ingimundarsyni. Síðan í kjallarann í vesturendanum í Hjálmholti hjá Laugu og Sigvalda Benjamínssyni. Tvö sumur var pilturinn í sveit í Deild í Fljótshlíð hjá systkinum sem leigðu part af þessari jörð. Strax eftir fermingarárið, 1941, fór hann að vinna við ísingu fisks um borð í skipunum sem sigldu með hann til Englands á stríðsárunum. Alltaf í lestunum að taka á móti og ísa í stíur og steisa, bæði í færeysku skútunum og íslensku skipunum. Þegar skipin komu aftur frá Englandi, full af kolum, vann hann við uppskipun á þeim. Erfitt var að grafa sig í gegnum kolin niður á lestargólf. Þeim var handmokað í kör sem voru hífð upp á vörubílapalla. Fimmtán ára, 1942, fór Doddi á vélstjóranámskeið og aflaði sér vélstjóraréttinda.<br>
Sama sumar fór hann norður á síld á tvílembingunum Ársæli VE og Gullveigu VE. Karl Guðmundsson í Viðey var skipstjóri á Arsæli en Sighvatur Bjarnason í Ási á Gullveigu og var hann jafnframt nótabassi. Þeir fiskuðu alveg helling, um 20 þúsund mál og tunnur, og var þénustan eftir því góð. Doddi er eftir á mest hissa á hvað þeir fiskuðu mikið á þessa litlu báta og mannskapurinn að mestu kornungir peyjar. Hann byrjaði sjómennsku á vetrarvertíð 16 ára á Emmu VE 219. Hún var 16 tonn, eigendur Björn Bjarnason í Bólstaðarhlíð og Eiríkur Asbjörnsson. Miklir sómamenn segir Doddi. Eyjólfur Gíslason á Bessastöðum var skipstjórinn. Hjá þessum mönnum var hann næstu 10 árin. Eyjólfur fiskaði alltaf mikið og nánast var sami mannskapurinn þarna öll þessi ár. Oft var tvísótt á netunum. Doddi segir að aldrei hafi þeim hlekkst á á þessum litla báti á hverju sem gekk í vondum vetrarveðrum. Karlinn var svo flínkur og öruggur sjómaður. Allir um borð treystu honum fullkomlega. Gætnin var alltaf í fyrirrúmi og stíft var sótt.<br>
Sama sumar fór hann norður á síld á tvílembingunum Ársæli VE og Gullveigu VE. Karl Guðmundsson í Viðey var skipstjóri á Arsæli en Sighvatur Bjarnason í Ási á Gullveigu og var hann jafnframt nótabassi. Þeir fiskuðu alveg helling, um 20 þúsund mál og tunnur, og var þénustan eftir því góð. Doddi er eftir á mest hissa á hvað þeir fiskuðu mikið á þessa litlu báta og mannskapurinn að mestu kornungir peyjar. Hann byrjaði sjómennsku á vetrarvertíð 16 ára á Emmu VE 219. Hún var 16 tonn, eigendur Björn Bjarnason í Bólstaðarhlíð og Eiríkur Asbjörnsson. Miklir sómamenn segir Doddi. Eyjólfur Gíslason á Bessastöðum var skipstjórinn. Hjá þessum mönnum var hann næstu 10 árin. Eyjólfur fiskaði alltaf mikið og nánast var sami mannskapurinn þarna öll þessi ár. Oft var tvísótt á netunum. Doddi segir að aldrei hafi þeim hlekkst á á þessum litla báti á hverju sem gekk í vondum vetrarveðrum. Karlinn var svo flínkur og öruggur sjómaður. Allir um borð treystu honum fullkomlega. Gætnin var alltaf í fyrirrúmi og stíft var sótt.<br>[[Mynd:Lagarfoss VE 292.png|250px|thumb|Lagarfoss VE 292]][[Mynd:Emma VE 219 sj.blað.png|250px|thumb|Emma VE 219]]
Björn útgerðarmaður var vélstjóri en þarna strax á fyrstu vertíð Dodda um borð fótbrotnaði Björn, þá staddur í landi, og varð Doddi þá vélstjóri aðeins 16 ára og var það að mestu á eftir, meðan hann stundaði sjó. Björn í Bólstaðarhlíð hætti þar með sjómennsku. Fyrsta árið var Ellwe vél, 64 hestöfl, í bátnum, en árið eftir var sett í hann Caterpillarvél 70 hestöfl. Stundum kom það fyrir á þessum árum að bátar náðu ekki til hafnar í vondum veðrum, komust ekki austur fyrir Klett og lögðust undir Eiðið. Tíunda janúar 1944 komust þeir á Emmunni síðastir inn í vondu suðaustan veðri. Þeir sem á eftir voru, um 10 bátar. lögðust undir Eiðið. Þegar Hekla gaus 29. mars 1947, lentu þeir í öskufalli á heimstíminu eftir að þeir voru komnir austur fyrir Þrídranga. Varla sást fram fyrir stefni, enginn radar og enginn dýptarmælir voru um borð. Eyfi sendi tvo menn fram á til þess að grína í öskusortann. Ef það hefði ekki verið gert telur Doddi öruggt að þeir hefðu siglt lítinn bát niður. Þeir komu að honum rétt austur úr Faxasundi. Tveir menn voru um borð villtir í öskusortanum. Þeir voru teknir um borð í Emmuna og báturinn dreginn til hafnar. Emman var oftast nær gerð út á snurvoð á sumrin. Fyrsta sumar Dodda á þeim veiðiskap, 1943, þurfti Guðrún, kona Eyjólfs skipstjóra, að fara til Reykjavfkur. Meðan hún var í burtu, um tvær til þrjár vikur, tók skipstjórinn yngri son þeirra, Guðjón Ármann Eyjólfsson núverandi skólameistara Stýrimannaskólans í Reykjavík, þá átta ára, með sér á sjóinn. Það var gæslan meðan mamman var í burtu. Væntanlegur skólameistari var munstraður til þess að sja um að tína skötusel, sem slæddist með í voðina, í sjóinn. Sjómennskan hefur því byrjað með því að standa í brottkasti. Rétt er að taka fram í þessu sambandi að skötuselur var ekki hirtur fyrr en eftir 1960. Hann var talinn ómatur. Eitt sumarið, sem Emma var ekki gerð út, fór Doddi á síld á Fellinu með Sighvati Bjarnasyni skipstjóra. Þá var síldarleysissumar. Og annað á nýsköpunartogarann Bjamarey til Guðvarðar Vilmundarsonar skipstjóra og alveg fram að næstu vetrarvertíð.<br>
Björn útgerðarmaður var vélstjóri en þarna strax á fyrstu vertíð Dodda um borð fótbrotnaði Björn, þá staddur í landi, og varð Doddi þá vélstjóri aðeins 16 ára og var það að mestu á eftir, meðan hann stundaði sjó. Björn í Bólstaðarhlíð hætti þar með sjómennsku. Fyrsta árið var Ellwe vél, 64 hestöfl, í bátnum, en árið eftir var sett í hann Caterpillarvél 70 hestöfl. Stundum kom það fyrir á þessum árum að bátar náðu ekki til hafnar í vondum veðrum, komust ekki austur fyrir Klett og lögðust undir Eiðið. Tíunda janúar 1944 komust þeir á Emmunni síðastir inn í vondu suðaustan veðri. Þeir sem á eftir voru, um 10 bátar. lögðust undir Eiðið. Þegar Hekla gaus 29. mars 1947, lentu þeir í öskufalli á heimstíminu eftir að þeir voru komnir austur fyrir Þrídranga. Varla sást fram fyrir stefni, enginn radar og enginn dýptarmælir voru um borð. Eyfi sendi tvo menn fram á til þess að grína í öskusortann. Ef það hefði ekki verið gert telur Doddi öruggt að þeir hefðu siglt lítinn bát niður. Þeir komu að honum rétt austur úr Faxasundi. Tveir menn voru um borð villtir í öskusortanum. Þeir voru teknir um borð í Emmuna og báturinn dreginn til hafnar. Emman var oftast nær gerð út á snurvoð á sumrin. Fyrsta sumar Dodda á þeim veiðiskap, 1943, þurfti Guðrún, kona Eyjólfs skipstjóra, að fara til Reykjavfkur. Meðan hún var í burtu, um tvær til þrjár vikur, tók skipstjórinn yngri son þeirra, Guðjón Ármann Eyjólfsson núverandi skólameistara Stýrimannaskólans í Reykjavík, þá átta ára, með sér á sjóinn. Það var gæslan meðan mamman var í burtu. Væntanlegur skólameistari var munstraður til þess að sja um að tína skötusel, sem slæddist með í voðina, í sjóinn. Sjómennskan hefur því byrjað með því að standa í brottkasti. Rétt er að taka fram í þessu sambandi að skötuselur var ekki hirtur fyrr en eftir 1960. Hann var talinn ómatur. Eitt sumarið, sem Emma var ekki gerð út, fór Doddi á síld á Fellinu með Sighvati Bjarnasyni skipstjóra. Þá var síldarleysissumar. Og annað á nýsköpunartogarann Bjamarey til Guðvarðar Vilmundarsonar skipstjóra og alveg fram að næstu vetrarvertíð.<br>
Árið 1950 var Emma seld. Eiríkur keypti Hrönn, 41 tonns bát frá Raufarhöfn. Björn var dáinn og átti Eiríkur útgerðina einn. Hrönn varð Emma VE 1. Doddi var þar fyrst með Eyjólfi og síðan Sigurgeiri Olafssyni (Sigga Vídó) tengdasyni Eiríks. Þeir voru áfram á línu og netum á veturna og nú á reknetum síðsumars og á haustin.<br>
Árið 1950 var Emma seld. Eiríkur keypti Hrönn, 41 tonns bát frá Raufarhöfn. Björn var dáinn og átti Eiríkur útgerðina einn. Hrönn varð Emma VE 1. Doddi var þar fyrst með Eyjólfi og síðan Sigurgeiri Olafssyni (Sigga Vídó) tengdasyni Eiríks. Þeir voru áfram á línu og netum á veturna og nú á reknetum síðsumars og á haustin.<br>
Lína 14: Lína 14:
Það er vissa mín að allir, sem til þekkja, telja Dodda frábæran dreng. Vélstjóri reyndist hann góður og í olíunni við afgreiðslu - og skrifstofustörfin lipur og viðmótsþýður. Það sýnir sig við stigapallinn á Steindórshúsi, þangað dragast margir að í spjall á góðviðrisdögum. Það leiðist engum sem þar kemur. Dægurmálin eru þar rædd á léttum og liprum nótum í anda húsráðanda sem unir sér þá vel ef að líkum lætur. Það lætur nærri að þetta sé fastur punktur í miðbænum og fyllir hann talsverðu lífi.<br>
Það er vissa mín að allir, sem til þekkja, telja Dodda frábæran dreng. Vélstjóri reyndist hann góður og í olíunni við afgreiðslu - og skrifstofustörfin lipur og viðmótsþýður. Það sýnir sig við stigapallinn á Steindórshúsi, þangað dragast margir að í spjall á góðviðrisdögum. Það leiðist engum sem þar kemur. Dægurmálin eru þar rædd á léttum og liprum nótum í anda húsráðanda sem unir sér þá vel ef að líkum lætur. Það lætur nærri að þetta sé fastur punktur í miðbænum og fyllir hann talsverðu lífi.<br>
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Friðrik Ásmundsson'''
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Friðrik Ásmundsson'''
[[Mynd:Á kolmunna.png|500px|center|thumb|Á kolmunna. Ljósm.: Sigurg. Sævaldsson]]
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}