„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2004/ Á Leó II. VE 36“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <center>GÍSLI EYJÓLFSSON</center> <big><big><big><center>'''Á Leó II. VE 36'''</center></big></big></big><br><br> Það var sumarið 1947 og komið fram í júlí. Við Ste...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 30: Lína 30:
Daginn eftir var nót og annað tilheyrandi síldveiðunum tekið upp úr bátnum og þar með var úthaldinu lokið. Aflinn var 1589 mál af síld og náði ekki tryggingu.
Daginn eftir var nót og annað tilheyrandi síldveiðunum tekið upp úr bátnum og þar með var úthaldinu lokið. Aflinn var 1589 mál af síld og náði ekki tryggingu.
Þann 7. sept. fór Leó II VE 36 áleiðis til Svíþjóðar og var sagt að hann ætti að fara í klössun þar úti en hefur ekki sést hér við land síðan. Með honum fór Ragnar Eyjólfsson frá Laugardal og að hans sögn var málað yfir nafn og númer strax og komið var út fyrir íslensku landhelgina og í staðinn kom GG 745 og nafnspjaldið tekið fram og skrúfað fast því nú hét báturinn Croxby frá Öckerö.
Þann 7. sept. fór Leó II VE 36 áleiðis til Svíþjóðar og var sagt að hann ætti að fara í klössun þar úti en hefur ekki sést hér við land síðan. Með honum fór Ragnar Eyjólfsson frá Laugardal og að hans sögn var málað yfir nafn og númer strax og komið var út fyrir íslensku landhelgina og í staðinn kom GG 745 og nafnspjaldið tekið fram og skrúfað fast því nú hét báturinn Croxby frá Öckerö.
Við Færeyjar bræddi annar mótorinn úr sér svo
Við Færeyjar bræddi annar mótorinn úr sér svo grípa varð til seglanna og á þeim kom Croxby (ex Leó II) til heimahafnar í Öckerö 14. september.<br>
En þó Leó II væri farinn úr landi. var sagan ekki öll. Við uppgjör er úthaldið reiknað 45 dagar, tryggingin 61 króna á dag = 2.836,50, orlof 113,46, samtals kr. 2949,96.<br>
Fæðiskostnaður kr. 591.87 + 10,12 (á leiðinni til R.víkur) samtals kr 601,99. Þannig er þetta skráð í minnisbók mína. Það sem er ofreiknað við trygginguna, 91,50, hlýtur að vera fyrir málninguna á „káettunni“ og vinnu við bátinn áður en farið var af stað.<br>
Á ljósriti af skráningaskýrslu stendur efst: „Greitt í Ve. 14/7-20/7,“ og fyrir neðan, „hjer frá 21/7-15/9“ ! (þ.e.í R.vík). Í dálkinn Lögskráningardagur, hefur verið byrjað að skrifa 24. en breytt í 21.! en þann dag erum við að veiða síld austur af Horni. Afskráning er 15. september en þá er Leó II / Croxby kominn til Svíþjóðar.<br>
Í dálkinn „Verudagar á skipi,“ er skráð 57!<br>
Eftir heimkomuna fóru Óskar stýrimaður og Siggi vélstjóri að athuga með greiðslu björgunarlaunanna. Það varð auðvitað að fá lögfræðing til aðstoðar og ég held að þá hafi Friðþjófur G. Johnsen frá Ásbyrgi verið eini lögfræðingurinn í Eyjum sem ekki var í embætti. Friðþjófur, eða Dídó, eins og hann var alltaf kallaður, varð sem sagt okkar maður heima í Eyjum. Einn daginn fengum við Stebbi boð um að finna þá félaga. Þegar við mættum, var okkur fengið bréf í hendur sem við áttum að fara með til Valda og fá hann til að skrifa undir. Þetta var yfirlýsing um að hann hefði samþykkt skipti björgunarlaunanna, af fúsum og frjálsum vilja en samningar úti í sjó eru ólöglegir og heyra nánast undir uppreisn. Þeir töldu okkur einnig trú um að okkur mundi ganga miklu betur að fá Valda til undirritunarinnar en þeim. Við örkuðum nú af stað. Valdi var ekki heima. Við fórum á nokkra líklega staði og að lokum hittum við hann inni á Landsímastöðinni. Við bárum upp erindið og Valdi las blaðið en vildi ekki skrifa undir, fann að ýmsu í orðalaginu. Við töldum ekkert mál að breyta því en höfðum samt vit á að breyta ekki meiningunni. Nú voru allir sáttir og Valdi skrifaði undir plaggið og það talið gilt. „En ekki var sopið kálið þó í ausuna væri komið.“ Nú varð milliríkjadeila um hvort átt væri við íslenska eða sænska peninga en þar var mikill munur á. Í því þrasi stóðu málafærslumenn í Reykjavík. Úrskurður í því máli var að átt væri við íslenska peninga. Og enn harðnaði á dalnum því nú kom upp úr dúrnum að íslenski báturinn var sænskur  og
bjargaði sænsku skipi sem var enskt! Það höfðu sem sagt verið einhverjar hrókeringar með Carolia sem ég kann ekki að segja frá.<br>
Einhvern tíma snemma um haustið vaknaði ég einn morgun með lögregluþjón við rúmgaflinn. Þar var kominn Jóhannes pól að sækja mig í réttarhöld.<br>
Hinn 16. október birtist í Tímanum alllöng grein, með fyrirsögninni: „Ólögskráð, erlend skip, við síldveiðar í landhelgi sl. sumar“ og undirfyrirsögn: „Málað yfir nafn og númer, sett á það íslenskt heiti og dreginn upp ísl. fáni.“ í greininni kemur fram að skipaskoðunin í Vestmannaeyjum neitaði að gefa bátnum skoðunarvottorð í samráði við skipaskoðunarstjóra. Báturinn væri 50 ára gamall, að vísu ný uppbyggður, en bannað með lögum að kaupa skip eldra en 12 ára. Þess vegna hefði skipaskoðunin í Eyjum ekki gefið bátnum vottorð en hann siglt til Reykjavíkur með ámáluðu ísl. skrásetningarmerki og íslenskum fána. Taldi ég víst að Þorvaldur hefði
fengið plögg bátsins í lag. „Um framhald veit ég ekki, það hlýtur skipaskoðunin í Reykjavík að vita,“ hefur blaðið eftir Matthíasi skipaskoðunarmanni. Skrifstofa skipaskoðunarstjóra upplýsti að báturinn hefði aldrei verið skrásettur hér og yfirleitt ekki komið á íslenska skipaskrá.<br>
Bæjarfógetinn í Ve. upplýsti blaðið í símtali að báturinn muni hafa fengið einhvers konar undanþágu frá „æðri stjórnvöldum.“<br>
Tíminn leið og mánuðirnir urðu að árum og krónan minnkaði stöðugt. Ég hitti stundum Snæbjörn, gamla skipsfélagann, ef við komum inn á Flateyri þegar ég var á b/v Bjarnarey 1948-1950. Hann spurði eðlilega hvað gengi með greiðslu björgunarlaunanna en alltaf var sama svarið: „Ekki komin enn.“
Ég man svo ekki hvenær herlegheitin komu. Ég hafði ekki verið heima en þegar ég kom, sagði Stebbi mér að nú væri greiðslan komin og allir líklega búnir að ná í sitt og hann hefði fengið 1100 krónur. Ég brá undir mig betri fætinum og fór að hitta Dídó en hann hafði þá orðið eitthvað mötustuttur svo ég fékk ekki nema 1000. Meira var ekki til.<br>
:::::::::::::::'''Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum.'''