„Heimaeyjargosið“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 35: Lína 35:


Ávarp Kristjáns er eftirfarandi:
Ávarp Kristjáns er eftirfarandi:
"Góðir landsmenn. Náttúruhamfarirnar í Vestmannaeyjum eru einn þeirra atburða sem gera öll orð vanmegna. Og þó- þau má þó alltaf nota til að tjá hug sinn í þökk fyrir það, að svo óskaplegur háski við bæjarvegginn í einum fjölmennasta kaupstað landsins skyldi ríða yfir, án þess að nokkurt mannsbarn biði líftjón eða lima. Einu sinni áður hafa Vestmannaeyjar orðið vettvangur einhverra hrikalegustu atburða í sögu landsons. Það var þegar Tyrkir fóru þar herskildi, drápu tugi manna og fönguðu hundruð manns og seldu mansali. Þá tæmdust Vestmannaeyjar nær því af fólki um sinn, eins og nú. En ólíku er saman að jafna. Annars vegar mannleg grimmd og miskunnarleysi í blindni sinni. eru það blind náttúruöflin, sem búa í eldlegu eðli lands vors, sem ógnum valda, en á hinn bóginn hefur mönnum tekist það þrekvirki að flytja fólk allt heilt á húfi brott frá voðanum. Það er ljúft og skylt að þakka öllum, sem á svipstundu, að heita mátti, byggðu þessa brú milli lands og Eyja, bæði heimamönnum í Vestmannaeyjum og öllum öðrum, sem hlut eiga að máli. Það verður ekki annað séð, en að stilling, þrek og góð skipulagning hafi einkennt þessa stórkostlegu mannflutninga, sem um getur í sögu landsins. Og veit þó enginn hvernig farið hefði ef ekki hefði verið það lán í óláni að veðir var gott á hættulegri árstíð. Leggur drottinn líkn með þraut.
"Góðir landsmenn. Náttúruhamfarirnar í Vestmannaeyjum eru einn þeirra atburða sem gera öll orð vanmegna. Og þó- þau má þó alltaf nota til að tjá hug sinn í þökk fyrir það, að svo óskaplegur háski við bæjarvegginn í einum fjölmennasta kaupstað landsins skyldi ríða yfir, án þess að nokkurt mannsbarn biði líftjón eða lima. Einu sinni áður hafa Vestmannaeyjar orðið vettvangur einhverra hrikalegustu atburða í sögu landsins. Það var þegar Tyrkir fóru þar herskildi, drápu tugi manna og fönguðu hundruð manns og seldu mansali. Þá tæmdust Vestmannaeyjar nær því af fólki um sinn, eins og nú. En ólíku er saman að jafna. Annars vegar mannleg grimmd og miskunnarleysi í blindni sinni. eru það blind náttúruöflin, sem búa í eldlegu eðli lands vors, sem ógnum valda, en á hinn bóginn hefur mönnum tekist það þrekvirki að flytja fólk allt heilt á húfi brott frá voðanum. Það er ljúft og skylt að þakka öllum, sem á svipstundu, að heita mátti, byggðu þessa brú milli lands og Eyja, bæði heimamönnum í Vestmannaeyjum og öllum öðrum, sem hlut eiga að máli. Það verður ekki annað séð, en að stilling, þrek og góð skipulagning hafi einkennt þessa stórkostlegu mannflutninga, sem um getur í sögu landsins. Og veit þó enginn hvernig farið hefði ef ekki hefði verið það lán í óláni að veður var gott á hættulegri árstíð. Leggur drottinn líkn með þraut.
Þetta áfall er mikið fyrir Vestmannaeyinga og fyrir þjóðina alla og er þó enn hulið, hversu mikið það áfall kann að verða. En ég vænti þess, að það sé þegar komið á daginn, að allar hendur séu útréttar til þess að bjarga því, sem bjargað verður. Þetta er vissulega mál þjóðarinnar allrar, það mun Vestmannaeyingum vera óhætt að treysta á. Það þarf minna en þessi ósköp til að Íslendingar finni, að þessi fámenna þjóð er líkust stórri fjölskyldu, sem veit, að það sem á einn er lagt, það er lagt á alla. Nú má enn vona, að sú mildi verði með, að eldurinn hlífi Vestmannaeyjakaupstað og höfninni þar, sem er skilyrði mannlífs í Eyjunum og um leið ein af lífæðum þjóðarinnar. Um þetta er á einskis manns færi að spá. Hver veit nema Vestmannaeyingar verði aftur komnir til heimila sinna áður en langar stundir líða. Þá væri vel, en ekki dugir annað á þessu stigi máls en að vera við öllu búinn, þótt hið besta sé vonað. Og þangað til sárin eru gróin, hver sem verða kunna er það landsmanna allra að leggja fram liðsinni sitt, í hvaða mynd sem að gagna má koma, hvers eftir sinni getu.  
Þetta áfall er mikið fyrir Vestmannaeyinga og fyrir þjóðina alla og er þó enn hulið, hversu mikið það áfall kann að verða. En ég vænti þess, að það sé þegar komið á daginn, að allar hendur séu útréttar til þess að bjarga því, sem bjargað verður. Þetta er vissulega mál þjóðarinnar allrar, það mun Vestmannaeyingum vera óhætt að treysta á. Það þarf minna en þessi ósköp til að Íslendingar finni, að þessi fámenna þjóð er líkust stórri fjölskyldu, sem veit, að það sem á einn er lagt, það er lagt á alla. Nú má enn vona, að sú mildi verði með, að eldurinn hlífi Vestmannaeyjakaupstað og höfninni þar, sem er skilyrði mannlífs í Eyjunum og um leið ein af lífæðum þjóðarinnar. Um þetta er á einskis manns færi að spá. Hver veit nema Vestmannaeyingar verði aftur komnir til heimila sinna áður en langar stundir líða. Þá væri vel, en ekki dugir annað á þessu stigi máls en að vera við öllu búinn, þótt hið besta sé vonað. Og þangað til sárin eru gróin, hver sem verða kunna er það landsmanna allra að leggja fram liðsinni sitt, í hvaða mynd sem að gagni má koma, hvers eftir sinni getu.  
Ég lýk þessum ávarpsorðum með því að láta í ljós samhug minn með því fólki, sem nú hefur orðið að yfirgefa hús og heimili í mikilli skyndingu, og þá von og bæn, að sústund komi áður en varir, að aftur blómgist mannlíf í hinum fögru og frægu Eyjum, því að víst mun það ekki búa Vestmannaeyingum í hug að láta undan síga fyrir þeim aðsópsmiklu nágrönnum, sem gert hafa þeim þungar búsifjar nú um sinn."
Ég lýk þessum ávarpsorðum með því að láta í ljós samhug minn með því fólki, sem nú hefur orðið að yfirgefa hús og heimili í mikilli skyndingu, og þá von og bæn, að sú stund komi áður en varir, að aftur blómgist mannlíf í hinum fögru og frægu Eyjum, því að víst mun það ekki búa Vestmannaeyingum í hug að láta undan síga fyrir þeim aðsópsmiklu nágrönnum, sem gert hafa þeim þungar búsifjar nú um sinn."


Ávarp biskups:
Ávarp biskups:
"Ó Guð vors lands, vér lofum þitt heilaga nafn. Þetta er sá strengur, sem ómar dýpst í þjóðarbarmi á honum mestu stundum. Svo skyldi einnig vera nú, þegar vér höfum lifað einn hinn hrikalegasta atburð, sem orðið hefur í sögu landsins, án þess að tjón hafi orðið á lífi eða limum nokkurs manns.  
"Ó Guð vors lands, vér lofum þitt heilaga nafn. Þetta er sá strengur, sem ómar dýpst í þjóðarbarmi á honum mestu stundum. Svo skyldi einnig vera nú, þegar vér höfum lifað einn hinn hrikalegasta atburð, sem orðið hefur í sögu landsins, án þess að tjón hafi orðið á lífi eða limum nokkurs manns.  
Það hefur margur háski steðjað að þessari þjóð um aldirnar, en varla hefur í annan tíma jafn mikill voði vofað yfir jafn mörgum á sama andartaki og síðastliðna nótt, þegar eldvarpið opnaðist í Helgafelli í Vestmannaeyjum. Og allir hafa bjargast. Þar hjálpaðist margt að, stöðvar gossins, veður og aðrar aðstæður, eistök viðbrögð og gifta þeirra manna, sem stýrðu þessu risavaxna björgunarstarfi eða lögðu því lið, og stilling og æðruleysi þess mannfjölda, sem koma þurfti undan hættunni.
Það hefur margur háski steðjað að þessari þjóð um aldirnar, en varla hefur í annan tíma jafn mikill voði vofað yfir jafn mörgum á sama andartaki og síðastliðna nótt, þegar eldvarpið opnaðist í Helgafelli í Vestmannaeyjum. Og allir hafa bjargast. Þar hjálpaðist margt að, stöðvar gossins, veður og aðrar aðstæður, einstök viðbrögð og gifta þeirra manna, sem stýrðu þessu risavaxna björgunarstarfi eða lögðu því lið, og stilling og æðruleysi þess mannfjölda, sem koma þurfti undan hættunni.
Að sjálfsögðu veit enginn nú, hvað gerist frekar af völdum þeirra afla, sem losnað hafa úr læðingi á þessum stað. En hvernig sem gosinu vindur fram, getur ekkert skyggt á þá mildi Guðs og miskunn, sem vér höfum reynt og lifað nú. Og í því ljósi og með það í huga horfum vér öruggir fram, ráðinir í því, allir landsmenn, að standa einhuga og drengilega við hlið Vestmannaeyinga í þeirri miklu mannraun, sem þeir eiga að mæta. Eilífum Guði sé æra, var viðkvæði séra Jóns Steingrímssonar, þegar hann rifjaði upp ógnir Skaftárelda og öll þau merki um gæsku Guðs, sem hann þreifaði á í þeim skelfingum. Ég veit að Vestmannaeyingar geta tekið undir með honum.
Að sjálfsögðu veit enginn nú, hvað gerist frekar af völdum þeirra afla, sem losnað hafa úr læðingi á þessum stað. En hvernig sem gosinu vindur fram, getur ekkert skyggt á þá mildi Guðs og miskunn, sem vér höfum reynt og lifað nú. Og í því ljósi og með það í huga horfum vér öruggir fram, ráðnir í því, allir landsmenn, að standa einhuga og drengilega við hlið Vestmannaeyinga í þeirri miklu mannraun, sem þeir eiga að mæta. Eilífum Guði sé æra, var viðkvæði séra Jóns Steingrímssonar, þegar hann rifjaði upp ógnir Skaftárelda og öll þau merki um gæsku Guðs, sem hann þreifaði á í þeim skelfingum. Ég veit að Vestmannaeyingar geta tekið undir með honum.
Vér megum muna það, að manneskjan er smá, líf og lán er valt og veikt. En hitt er sýnu meiri og brýnni staðreynd, að vér eigum athvarf, sem bregst ekki. Guð er minn Guð, þó geysi nauð og gangi þannig yfir. Eilífur Guð styrki og blessi þá, sem heimtir voru úr helku. Elífur Guð haldi hlífiskildi yfir oss öllum til lífs og sálar. Hann segir ó orði sínu: Þótt fjöllin færist úr stað og hálsarnir riði, skal mín miskunnarsemi við þig ekki færast úr stað og minn friðarsáttmáli ekki raskast. Þetta verði oss öllum satt í Jesú nafni."
Vér megum muna það, að manneskjan er smá, líf og lán er valt og veikt. En hitt er sýnu meiri og brýnni staðreynd, að vér eigum athvarf, sem bregst ekki. Guð er minn Guð, þó geysi nauð og gangi þannig yfir. Eilífur Guð styrki og blessi þá, sem heimtir voru úr helju. Eilífur Guð haldi hlífiskildi yfir oss öllum til lífs og sálar. Hann segir í orði sínu: Þótt fjöllin færist úr stað og hálsarnir riði, skal mín miskunnarsemi við þig ekki færast úr stað og minn friðarsáttmáli ekki raskast. Þetta verði oss öllum satt í Jesú nafni."


== Gosið ==
== Gosið ==
Öfugt við bjartsýni Eyjamanna í byrjun árs 1973 voru jarðfræðingar ekki bjartsýnir varðandi hið nýja eldgos. Fyrstu dagana var gosið dæmigert sprungugos. Sprungurnar voru 1600 metra langar og röðuðu 30-40 gígar sér þar. Í gosinu sáust hraunflyksur þeytast upp í 600 metra hæð og hraunkúlum flugu að minnsta kosti 2500 metra upp í loftið. Stundum rigndi glóandi hraunflyksum í svo miklu magni og svo títt á ytri veggi eldfjallsins að ýmsir héldu að um hraunstrauma væri að ræða. Hraunkvikan leitaði út í sjó og kom það sér vel fyrir byggðina og innsiglinguna. En það var aðeins fyrstu dagana. Ekki leist mönnum á blikuna í byrjun febrúar þegar neðansjávarsprunga opnaðist við hafnarmynnið. Frá 4.-20. febrúar var höfninni lokað og umferð bönnuð. [[Höfnin]] lokaðist þó ekki en hraunstraumurinn reyndi aftur á taugar manna með straumi í hafnarmynnið frá 9. mars. Þá hafði hraunkælingin sitt að segja.
Öfugt við bjartsýni Eyjamanna í byrjun ársins 1973 voru jarðfræðingar ekki bjartsýnir varðandi hið nýja eldgos. Fyrstu dagana var gosið dæmigert sprungugos. Sprungurnar voru 1600 metra langar og röðuðu 30-40 gígar sér þar. Í gosinu sáust hraunflyksur þeytast upp í 600 metra hæð og hraunkúlur flugu að minnsta kosti 2500 metra upp í loftið. Stundum rigndi glóandi hraunflyksum í svo miklu magni og svo títt á ytri veggi eldfjallsins að ýmsir héldu að um hraunstrauma væri að ræða. Hraunkvikan leitaði út í sjó og kom það sér vel fyrir byggðina og innsiglinguna. En það var aðeins fyrstu dagana. Ekki leist mönnum á blikuna í byrjun febrúar þegar neðansjávarsprunga opnaðist við hafnarmynnið. Frá 4.-20. febrúar var höfninni lokað og umferð bönnuð. [[Höfnin]] lokaðist þó ekki en hraunstraumurinn reyndi aftur á taugar manna með straumi í hafnarmynnið frá 9. mars. Þá hafði hraunkælingin sitt að segja.


[[Mynd:Andstæður.jpg|thumb|left|Andstæður hraunsins.]]
[[Mynd:Andstæður.jpg|thumb|left|Andstæður hraunsins.]]
Í lok febrúar safnaðist hraun saman norðan við gígmynnið. Varnargarðar höfðu verið byggðir til varnar bænum og höfninni. Hraunið tók að streyma í tungu frá gígmynninu og ógnaði varnargörðunum. Ekki var hægt að dæla á hrauntunguna sökum þess að vegalengdin frá sjó var of mikil. Þess vegna gerðist það aðfararnótt 18. mars að varnargarðurinn brast með þeim afleiðingum að 10 hús fóru undir. Næstu daga fóru enn fleiri hús undir hraun. Verst var áhlaup 300m breiðrar tungu fimmtudagskvöldið 22. mars sem fór yfir 70 hús og stöðvaðist niðri á Heimagötu.
Í lok febrúar safnaðist hraun saman norðan við gígmynnið. Varnargarðar höfðu verið byggðir til varnar bænum og höfninni. Hraunið tók að streyma í tungu frá gígmynninu og ógnaði varnargörðunum. Ekki var hægt að dæla á hrauntunguna sökum þess að vegalengdin frá sjó var of mikil. Þess vegna gerðist það aðfararnótt 18. mars að varnargarðurinn brast með þeim afleiðingum að 10 hús fóru undir. Næstu daga fóru enn fleiri hús undir hraun. Verst var áhlaup 300 metra breiðrar tungu fimmtudagskvöldið 22. mars sem fór yfir 70 hús og stöðvaðist niðri á Heimagötu.


=== Flakkarinn ===
=== Flakkarinn ===