„Páll Þorbjörnsson (skipstjóri)“: Munur á milli breytinga
m (flokkur fólk) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 8: | Lína 8: | ||
Páll var skipstjóri á [[Skaftfellingur VE-33|Skaftfellingi]] á stríðsárunum 1942—1945 og var í siglingum með fisk til Englands. Áhöfnin á Skaftfellingi öðlaðist mikla frægð þegar þeir björguðu 52 manna áhöfn af þýskum kafbáti og sigldu með þá til Englands. | Páll var skipstjóri á [[Skaftfellingur VE-33|Skaftfellingi]] á stríðsárunum 1942—1945 og var í siglingum með fisk til Englands. Áhöfnin á Skaftfellingi öðlaðist mikla frægð þegar þeir björguðu 52 manna áhöfn af þýskum kafbáti og sigldu með þá til Englands. | ||
[[Loftur Guðmundsson]] samdi eitt sinn formannsvísu um Pál: | |||
: ''Gáfur og ráðsnilld glæsa Pál'' | |||
: ''garp á Ránarþingi'' | |||
: ''með heppni kannar hættuál'' | |||
: ''hann á Skaftfellingi.'' | |||
{{Heimildir| | {{Heimildir| | ||
* Guðlaugur Gíslason: ''Eyjar gegnum aldirnar''. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982. | * [[Guðlaugur Gíslason]]: ''Eyjar gegnum aldirnar''. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982. | ||
}} | }} | ||
[[Flokkur:Fólk]] | [[Flokkur:Fólk]] | ||
[[Flokkur:Þingmenn]] | [[Flokkur:Þingmenn]] |
Útgáfa síðunnar 12. júlí 2006 kl. 14:21
Páll Þorbjörnsson, skipstjóri, var landskjörinn þingmaður á árunum 1934 til 1937.
Páll fæddist í Vatnsfirði þann 7. október 1906. Páll lést í Vestmannaeyjum þann 20. febrúar 1975. Foreldrar Páls voru Þorbjörn Þórðarson (fæddur 21. apríl 1875, dáinn 25 desember 1961) héraðslæknir á Bíldudal og Guðrún Pálsdóttir (fædd 25. janúar 1883, dáin 3. júlí 1971). Páll kvæntist þann 20. maí 1933 Bjarnheiði Jónu (fædd 7. september 1910) dóttur Guðmundar Guðmundssonar bónda á Ragnheiðarstöðum í Flóa og Ólafar Jónsdóttur.
Páll lauk gagnfræðaprófi í Reykjavík árið 1922. Tók farmannapróf árið 1930 frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Hann stundaði sjómennsku frá sextán ára aldri þar til hann varð 24 ára gamall eða á árunum 1920-1932. Þá var hann ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags alþýðu í Vestmannaeyjum í nokkur ár en þá kallaði sjórinn aftur til hans og eftir það var hann skipstjóri og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum. Páll stundaði kaupsýslustörf síðustu árin sem hann lifði. Hann var í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins 1935-1937 og yfirskoðunarmaður ríkisreikinga 1936-1937.
Páll var skipstjóri á Skaftfellingi á stríðsárunum 1942—1945 og var í siglingum með fisk til Englands. Áhöfnin á Skaftfellingi öðlaðist mikla frægð þegar þeir björguðu 52 manna áhöfn af þýskum kafbáti og sigldu með þá til Englands.
Loftur Guðmundsson samdi eitt sinn formannsvísu um Pál:
- Gáfur og ráðsnilld glæsa Pál
- garp á Ránarþingi
- með heppni kannar hættuál
- hann á Skaftfellingi.
Heimildir
- Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.