„Vilpa“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
(setti inn mynd af Vilpu og texta Gísla Lárussonar)
The content of the new revision is missing or corrupted.
Lína 1: Lína 1:
Vilpa var eitt af fjórum vatnsbólum í Vestmannaeyjum. Hún stóð sunnan við Vilborgarstaði og fyllt var upp í hana árið 1972 eftir að barn hafði drukknað þar. Vilpa fór undir hraun árið 1973.


Nokkrar þjóðsögur tengjast '''Vilpu''' eins og þjóðsagan um [[Herjólfur og Vilborg|Herjólf og Vilborgu]].
Í Krukkspá sagði að gerðust þrír atburðir samtímis í Vestmannaeyjum, myndu Tyrkir ræna þar á ný. Þessir atburðir voru: 1) Að byggð færi vestur fyrir Hástein. 2) Að vatnsbólið í Vilpu legðist af. 3) Að biskupssonur vígðist til prests í Vestmannaeyjum.
Árið 1973 hafði tvennt af þessu gerst, byggðin var komin vestur fyrir Hástein og fyllt hafði verið upp í Vilpu. Og stutt var í þriðja atburðinn, þar sem séra Karl Sigurbjörnsson, biskupssonur, hafði sótt um prestsembætti í Eyjum. Raunar rændu Tyrkir ekki en annar atburður átti sér stað, eldgosið í Heimaey, og vildu einhverjir tengja það við Krukkspána gömlu. Í raun stenst það ekki þar sem séra Karl hafði ekki vígst hingað þegar gosið hófst.
[[Flokkur:Örnefni]]

Útgáfa síðunnar 4. janúar 2006 kl. 19:26