„Fiskhellar“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 6: | Lína 6: | ||
Þegar bjargsig er sýnt á [[þjóðhátíð]]um hefur oftast verið sigið ofan af [[Fiskhellanef]]i. | Þegar bjargsig er sýnt á [[þjóðhátíð]]um hefur oftast verið sigið ofan af [[Fiskhellanef]]i. | ||
{{Heimildir| | |||
* Sigfús M Johnsen. Saga Vestmannaeyja I bls. 249. Ísafoldarprentsmiðja. Reykjavík 1946 | |||
}} | |||
[[Flokkur:Hellar]] | [[Flokkur:Hellar]] | ||
[[Flokkur:Örnefni]] | [[Flokkur:Örnefni]] |
Núverandi breyting frá og með 24. nóvember 2005 kl. 14:40
Fiskhellar eru hellar sem eru sunnan og vestan megin í Hánni, þar sem hún er þverhnípt.
Fyrr á öldum var venja að flytja fisk að berginu og draga hann upp í fiskbyrgin sem byggð höfðu verið á syllum og snösum upp eftir öllu bergi. Hér háttar svo til að alltaf leikur vindur um bergið og lítil hætta var á að fiskurinn blotnaði. Auk þess losnuðu menn nær algerlega við flugu eftir að komið var u.þ.b. 10 m upp í berg. Þessir þættir gerðu Fiskhella ákjósanlega til að þurrka fisk.
Í Tyrkjaráninu 1627 leitaði fólk skjóls fyrir ræningjunum í hellum og skútum í Fiskhellum. Fóru menn með konur sínar og börn þangað upp, líklega á Þorlaugargerðishillu þar sem Þorlaugargerðisbændur höfðu fiskbyrgi sín en sú hilla er mjög ofarlega í berginu. Hafa og gengið um það sagnir að á Þorlaugargerðishillu hafi fólk komist undan í Tyrkjaráninu. Er það í munnmælum að pils sumra kvennanna á hillunni hafi lafað fram af og hafi 18 kúlnagöt verið á pilsi einnar konunnar en hana hafi ekki sakað. Af neðri syllunum í berginu hefur fólkið að líkindum verið skotið niður.
Þegar bjargsig er sýnt á þjóðhátíðum hefur oftast verið sigið ofan af Fiskhellanefi.
Heimildir
- Sigfús M Johnsen. Saga Vestmannaeyja I bls. 249. Ísafoldarprentsmiðja. Reykjavík 1946