„Rúrik Haraldsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
Rúrik Theodór Haraldsson fæddist í Vestmannaeyjum 14. janúar 1926. Hann lést í Reykjavík 23. janúar 2003. Foreldrar hans voru Guðný Kristjana Einarsdóttir húsmóðir, f. 18. nóv. 1891, d. 9. okt. 1964 og Haraldur Sigurðsson trésmiður á Sandi í Vestmannaeyjum, f. 18. okt. 1876, d. 18. sep. 1943.
Rúrik Theodór Haraldsson fæddist í Vestmannaeyjum 14. janúar 1926. Hann lést í Reykjavík 23. janúar 2003. Foreldrar hans voru Guðný Kristjana Einarsdóttir húsmóðir, f. 18. nóv. 1891, d. 9. okt. 1964 og Haraldur Sigurðsson trésmiður á Sandi í Vestmannaeyjum, f. 18. okt. 1876, d. 18. sep. 1943.


Hinn 11. október 1951 kvæntist Rúrik Önnu Sæbjörnsdóttur hönnuði, f. 28. júlí 1928, d. 5. júní 1998. Þau eignuðust saman sex börn. Þau eru:  Björn , Stúlkubarn og sveinbarn sem létust stutt eftir fæðingu, Stúlkubarn  sem lést stutt eftir fæðingu, Haraldur Steinn og Ragnhildur.
Hinn 11. október 1951 kvæntist Rúrik Önnu Sæbjörnsdóttur hönnuði, f. 28. júlí 1928, d. 5. júní 1998. Þau eignuðust saman sex börn. Þau eru:  Björn , Stúlkubarn og sveinbarn sem létust stuttu eftir fæðingu, Stúlkubarn  sem lést stutt eftir fæðingu, Haraldur Steinn og Ragnhildur.


Rúrik lauk gagnfræðaprófi frá [[Gagnfræðiskóli Vestmannaeyja|Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja]] árið 1943. Hann stundaði nám við leiklistarskóla Lárusar Pálssonar 1945 til 1946 og nám við Central School of Dramatic Art and Speech Training at Albert Hall í Lundúnum árin 1947 til 1950. Rúrik var einnig tónlistarmaður og lék hann á trompet og fiðlu. [[Jónas Dagbjartsson]] fiðluleikari kenndi honum þegar hann byrjaði í [[Lúðrasveit Vestmannaeyja]]. Rúrik var síðar í hljómsveit Bjarna Böðvarssonar á árunum 1945 og 1946
Rúrik lauk gagnfræðaprófi frá [[Gagnfræðiskóli Vestmannaeyja|Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja]] árið 1943. Hann stundaði nám við leiklistarskóla Lárusar Pálssonar 1945 til 1946 og nám við Central School of Dramatic Art and Speech Training at Albert Hall í Lundúnum árin 1947 til 1950. Rúrik var einnig tónlistarmaður og lék hann á trompet og fiðlu. [[Jónas Dagbjartsson]] fiðluleikari kenndi honum þegar hann byrjaði í [[Lúðrasveit Vestmannaeyja]]. Rúrik var síðar í hljómsveit Bjarna Böðvarssonar á árunum 1945 og 1946

Útgáfa síðunnar 10. nóvember 2005 kl. 14:06

Rúrik Theodór Haraldsson fæddist í Vestmannaeyjum 14. janúar 1926. Hann lést í Reykjavík 23. janúar 2003. Foreldrar hans voru Guðný Kristjana Einarsdóttir húsmóðir, f. 18. nóv. 1891, d. 9. okt. 1964 og Haraldur Sigurðsson trésmiður á Sandi í Vestmannaeyjum, f. 18. okt. 1876, d. 18. sep. 1943.

Hinn 11. október 1951 kvæntist Rúrik Önnu Sæbjörnsdóttur hönnuði, f. 28. júlí 1928, d. 5. júní 1998. Þau eignuðust saman sex börn. Þau eru: Björn , Stúlkubarn og sveinbarn sem létust stuttu eftir fæðingu, Stúlkubarn sem lést stutt eftir fæðingu, Haraldur Steinn og Ragnhildur.

Rúrik lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja árið 1943. Hann stundaði nám við leiklistarskóla Lárusar Pálssonar 1945 til 1946 og nám við Central School of Dramatic Art and Speech Training at Albert Hall í Lundúnum árin 1947 til 1950. Rúrik var einnig tónlistarmaður og lék hann á trompet og fiðlu. Jónas Dagbjartsson fiðluleikari kenndi honum þegar hann byrjaði í Lúðrasveit Vestmannaeyja. Rúrik var síðar í hljómsveit Bjarna Böðvarssonar á árunum 1945 og 1946

Rúrik var máttarstólpi í íslensku leiklistarlífi frá 1950 og allt þar til hann lést. Hann var leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1946 til 1947 og 1950 til 1951. Hjá Þjóðleikhúsinu starfaði hann sem leikari frá árinu 1951 til 1995. Lék hann þar í tæplega 150 hlutverkum, síðast í leikritinu Sannur karlmaður. Síðasta leikritið sem hann lék í á sviði var leikritið Fjögur hjörtu sem sýnt var í Loftkastalanum árið 1999 til 2000. Hlutverk Rúriks í útvarpi og sjónvarpi skipta hundruðum. Auk þess lék Rúrik í fjölmörgum kvikmyndum, bæði innlendum og erlendum. Síðasta kvikmyndin sem Rúrik lék í var Stella í framboði sem gerð var árið 2001. Rúrik var í stjórn Félags íslenskra leikara 1956-1957 og vann hann ötullega allan sinn feril að kjarabaráttu starfssystkina sinna, ekki síst á árunum 1985-1990.

Rúrik hlaut ýmsar viðurkenningar á ferli sínum. Hann hlaut m.a. menningarverðlaun Þjóðleikhússins árin 1960 og 1968, og listamannalaun Menningarsjóðs 1960. Þá hlaut hann Silfurlampann, verðlaun Félags íslenskra leikdómara, árið 1970, fyrir túlkun sína á aðalhlutverkinu í leikritinu Gjaldinu eftir Arthur Miller.