„Fiska- og náttúrugripasafnið“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 5: Lína 5:


== Fuglasafn ==
== Fuglasafn ==
Þarna má finna flesta þá fugla sem verpa á Íslandi uppstoppaða, auk all marga flækingsfugla. Einnig eru egg nær allra íslenskra varpfugla. Þó að þetta sé kallaður fuglasalur er nokkuð af uppstoppuðum fiskum og krabbdýrum í honum, svo sem sjaldséðum djúpsjávarfiskum.
Þarna má finna flesta þá fugla sem verpa á Íslandi uppstoppaða, auk allmargra flækingsfugla. Einnig eru þarna egg nær allra íslenskra varpfugla. Þó að þetta sé kallaður fuglasalur er nokkuð af uppstoppuðum fiskum og krabbdýrum í honum, svo sem sjaldséðum djúpsjávarfiskum.


== Fiskasafn ==
== Fiskasafn ==
Í þessum sal eru 12 ker sem geyma allar helstu tegundir nytjafiska sem veiðast hér við land, auk krabba, krossfiska, sæfífla og skeldýra. Í kerjunum er 6°C heitur sjór, sem dælt er úr borholu skammt frá safninu og er því tandurhreinn sjór.
Í þessum sal eru 12 ker sem geyma allar helstu tegundir nytjafiska sem veiðast hér við land, auk krabba, krossfiska, sæfífla og skeldýra. Í kerjunum er 6°C heitur sjór, sem dælt er úr borholu skammt frá safninu og er sá sjór því tandurhreinn.


== Steinasafn ==
== Steinasafn ==
Þar er hægt að finna alls konar tegundir skraut steina sem fundist hafa hér við land. Flestir þessir steinar eru gjöf hjónanna Unnar Pálsdóttur og Sveins Guðmundssonar, [[Arnarstapi|Arnarstapa]] í Vestmannaeyjum, til Vestmannaeyjarbæjar og var Náttúrugripasafninu falin varsla þeirra.
Þar er hægt að finna alls konar tegundir skrautsteina sem fundist hafa hér á landi. Flestir þessir steinar eru gjöf hjónanna Unnar Pálsdóttur og Sveins Guðmundssonar, [[Arnarstapi|Arnarstapa]] í Vestmannaeyjum, til Vestmannaeyjabæjar og var Náttúrugripasafninu falin varsla þeirra.


----
----

Útgáfa síðunnar 28. nóvember 2005 kl. 10:16

Hús Náttúrugripasafns Vestmannaeyja við Heiðarveg.

Safnið var stofnað árið 1964 og var Friðrik Jesson fenginn til þess að sjá um það. Safninu er skipt upp í þrjá sali: fugla-, fiska- og steinasafn. Friðrik hefur séð um að stoppa upp flest alla fugla og fiska sem eru til staðar á safninu.

Núverandi forstöðumaður safnsins er Kristján Egilsson og er safnið opið alla daga frá klukkan 11-17 á sumrin en frá klukkan 15-17 á sunnudögum á veturna.

Fuglasafn

Þarna má finna flesta þá fugla sem verpa á Íslandi uppstoppaða, auk allmargra flækingsfugla. Einnig eru þarna egg nær allra íslenskra varpfugla. Þó að þetta sé kallaður fuglasalur er nokkuð af uppstoppuðum fiskum og krabbdýrum í honum, svo sem sjaldséðum djúpsjávarfiskum.

Fiskasafn

Í þessum sal eru 12 ker sem geyma allar helstu tegundir nytjafiska sem veiðast hér við land, auk krabba, krossfiska, sæfífla og skeldýra. Í kerjunum er 6°C heitur sjór, sem dælt er úr borholu skammt frá safninu og er sá sjór því tandurhreinn.

Steinasafn

Þar er hægt að finna alls konar tegundir skrautsteina sem fundist hafa hér á landi. Flestir þessir steinar eru gjöf hjónanna Unnar Pálsdóttur og Sveins Guðmundssonar, Arnarstapa í Vestmannaeyjum, til Vestmannaeyjabæjar og var Náttúrugripasafninu falin varsla þeirra.


Tenglar


Heimildir

  • Fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja. Fiska- og náttúrugripasafn Vestmannaeyja [Bæklingur]. Vestmannaeyjar: Höfundur