„Íþróttamiðstöðin“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 5: | Lína 5: | ||
== Bygging nýs húss == | == Bygging nýs húss == | ||
Fyrsta skóflustunga að nýja íþróttahúsinu var tekin 17. júní árið 2000 og voru verklok 28. desember 2001. Hið nýja íþróttahús er 3.081 | Fyrsta skóflustunga að nýja íþróttahúsinu var tekin 17. júní árið 2000 og voru verklok 28. desember 2001. Hið nýja íþróttahús er 3.081 m2 og þegar við það er bætt eldra húsinu og stækkun á aðalandyri og millibyggingu til austurs þá er allt húsið 6.581 m². | ||
Í nýja salnum (sem er sá stærsti á landinu) eru áhorfendapallar beggja megin fyrir um 800 manns, þar af 600 í sætum. Íþróttamiðstöðin býður nú uppá fullkomna keppnisaðstæður fyrir nánast allar keppnisíþróttir, hér er fullkomnasta fimleikagryfja landsins, 3 löglegir handboltavellir, líkamsræktarsalur og ein besta sundlaug landsins. Þá er einnig boðið upp á glæsilega skrifstofuaðstöðu fyrir allar deildir [[ÍBV]]. Starfsmannafjöldi er 14 100% stöðugildi og 1 50% stöðugildi og er unnið á vöktum. Fjöldi sem kemur árlega í húsið er í kringum 220.000 manns og þá má reikna með því að á 26 árum séu búin að koma um 5,7 milljónir manna í húsið en ætla má að einhverjir hafi komið oftar en einu sinni. | Í nýja salnum (sem er sá stærsti á landinu) eru áhorfendapallar beggja megin fyrir um 800 manns, þar af 600 í sætum. Íþróttamiðstöðin býður nú uppá fullkomna keppnisaðstæður fyrir nánast allar keppnisíþróttir, hér er fullkomnasta fimleikagryfja landsins, 3 löglegir handboltavellir, líkamsræktarsalur og ein besta sundlaug landsins. Þá er einnig boðið upp á glæsilega skrifstofuaðstöðu fyrir allar deildir [[ÍBV]]. Starfsmannafjöldi er 14 100% stöðugildi og 1 50% stöðugildi og er unnið á vöktum. Fjöldi sem kemur árlega í húsið er í kringum 220.000 manns og þá má reikna með því að á 26 árum séu búin að koma um 5,7 milljónir manna í húsið en ætla má að einhverjir hafi komið oftar en einu sinni. |
Útgáfa síðunnar 20. júlí 2005 kl. 14:58
Íþróttamiðstöðin í Brimhólalaut, var byggð árið 1976 og var þá 3.414 m². Vígsla hallarinnar fór fram laugardaginn 10. júlí 1976 í frábæru veðri að viðstöddum um 1000 manns. Mikill áhugi var fyrir þessu nýja húsi og til marks um það fóru 1329 manns í laugina mánudaginn eftir vígsluna.
Bygging Íþróttamiðstöðvarinnar
Í desember árið 1973 var skipuð nefnd sem skyldi athuga byggingu varanlegra íþróttamannvirkja í Vestmannaeyjum. Nefndin, skipuð einvala liði, hafði 100 milljónir til umráða og ákváðu að nýta vel vegna hækkandi verðbólgu. Verkið var boðið út og tilboði erlends verktaka, „Klemensen og Nilsen“, tekið en það hljóðaði upp á 27 milljónir króna. Stuttu eftir að tilboðið var samþykkt, í desember 1974, ákváðu stjórnvald að grípa til gengisfellingar vegna vaxandi spennu í þjóðfélaginu og umframeyðslu. Þurfti þá að borga 360 milljónir fyrir sama verk. Fyrsta áfanga af þremur var lokið 15. júní 1975. Það var sundhöllin. Seinni áföngunum, tengihús og íþróttavöllur, var svo lokið um haust og vetur og afhent við hátíðlega athöfn, eins og fyrr segir, 10. júlí 1976.
Bygging nýs húss
Fyrsta skóflustunga að nýja íþróttahúsinu var tekin 17. júní árið 2000 og voru verklok 28. desember 2001. Hið nýja íþróttahús er 3.081 m2 og þegar við það er bætt eldra húsinu og stækkun á aðalandyri og millibyggingu til austurs þá er allt húsið 6.581 m².
Í nýja salnum (sem er sá stærsti á landinu) eru áhorfendapallar beggja megin fyrir um 800 manns, þar af 600 í sætum. Íþróttamiðstöðin býður nú uppá fullkomna keppnisaðstæður fyrir nánast allar keppnisíþróttir, hér er fullkomnasta fimleikagryfja landsins, 3 löglegir handboltavellir, líkamsræktarsalur og ein besta sundlaug landsins. Þá er einnig boðið upp á glæsilega skrifstofuaðstöðu fyrir allar deildir ÍBV. Starfsmannafjöldi er 14 100% stöðugildi og 1 50% stöðugildi og er unnið á vöktum. Fjöldi sem kemur árlega í húsið er í kringum 220.000 manns og þá má reikna með því að á 26 árum séu búin að koma um 5,7 milljónir manna í húsið en ætla má að einhverjir hafi komið oftar en einu sinni.
Heimildir
- Aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2014
- Íþróttamiðstöðin. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1977.