„Herjólfur“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
mEkkert breytingarágrip |
||
Lína 5: | Lína 5: | ||
== Herjólfur I == | == Herjólfur I == | ||
Hinn fyrsti Herjólfur gekk daglega á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, það sigldi auk þess | Hinn fyrsti Herjólfur gekk daglega á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, það sigldi auk þess hálfsmánaðarlega til Hornafjarðar og á sumrin hin síðari ár til Þorlákshafnar einu sinni í viku. Hann kom nýr til landsins í desember 1959 og var í þessum ferðum allt þar til í júlí 1974. Skipið var í eigu Skipaútgerðar ríkissins og höfðu Vestmannaeyingar lítið að segja um hvernig útgerð þess var háttað. | ||
== Herjólfur II == | == Herjólfur II == | ||
Lína 28: | Lína 28: | ||
Þetta skip siglir venjulega á um 16,5 sjómílna ferð og tekur siglingin til Þorlákshafnar u.þ.b. 2 klst. og 45 mín. | Þetta skip siglir venjulega á um 16,5 sjómílna ferð og tekur siglingin til Þorlákshafnar u.þ.b. 2 klst. og 45 mín. | ||
Á þeim tíma sem Herjólfur h.f. átti þetta skip, þ.e. á | Á þeim tíma sem Herjólfur h.f. átti þetta skip, þ.e. á tímabilinu 1992-2000, flutti það u.þ.b. 750 þúsund farþega og um 200 þúsund farartæki stór og smá. | ||
Um áramótin 2000-2001 var félagið selt Ríkissjóði/Vegagerð og þar með var sögu hlutafélagsins Herjólfs lokið. Frá þeim tíma hafa Samskip haft umsjón og rekið Herjólf. Nú fer Herjólfur 13 sinnum milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar í viku, tvær ferðir alla daga nema á laugardögum, þá er ein ferð. | Um áramótin 2000-2001 var félagið selt Ríkissjóði/Vegagerð og þar með var sögu hlutafélagsins Herjólfs lokið. Frá þeim tíma hafa Samskip haft umsjón og rekið Herjólf. Nú fer Herjólfur 13 sinnum milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar í viku, tvær ferðir alla daga nema á laugardögum, þá er ein ferð. | ||
Lína 35: | Lína 35: | ||
== Misjöfn reynsla == | == Misjöfn reynsla == | ||
Leiðin milli lands og Eyja getur verið hörð í horn að taka. Vindurinn getur tekið vel í og getur ferðin þá verið miður skemmtileg fyrir suma. Almennt eru þó ferðir Herjólfs mildar og er Herjólfur gott sjóskip sem að spyrnir á móti ágangi sjávar. Ferðir Herjólfs falla niður sjaldan og er það að meðaltali 2-3 á ári. Ferð með Herjólfi er að öllu jöfnu góð ferð þar sem að ýmislegt er hægt að gera til að stytta stundirnar. Hægt er að horfa á bíómyndir í | Leiðin milli lands og Eyja getur verið hörð í horn að taka. Vindurinn getur tekið vel í og getur ferðin þá verið miður skemmtileg fyrir suma. Almennt eru þó ferðir Herjólfs mildar og er Herjólfur gott sjóskip sem að spyrnir á móti ágangi sjávar. Ferðir Herjólfs falla niður sjaldan og er það að meðaltali 2-3 á ári. Ferð með Herjólfi er að öllu jöfnu góð ferð þar sem að ýmislegt er hægt að gera til að stytta stundirnar. Hægt er að horfa á bíómyndir í sjónvarpssal eða leigja sér koju til að blunda á meðan ferð stendur, en aðrir sitja og spjalla, spila eða lesa. | ||
{{Heimildir| | {{Heimildir| |
Útgáfa síðunnar 28. júlí 2005 kl. 09:47
Herjólfur hefur verið heiti á þremur bílferjum sem gengið hafa á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Núverandi Herjólfur, sá þriðji í röðinni, var tekinn í notkun árið 1992, og var þar um að ræða margfalt stærra og hraðara skip en það sem á undan gekk. Hann tekur um 65 fólksbíla og allt að 500 farþega. Skipin eru nefnd eftir Herjólfi Bárðasyni, sem talinn er vera fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja.
Herjólfur er þjóðvegur Vestmannaeyinga við meginlandið og eina áreiðanlega tengingin við Ísland. Vestmannaeyingar hafa þurft að þola frá upphafi byggðar tímabundna innilokun frá tíð til tíðar. Á meðan ekki er örugg vegtenging við meginlandið, eins og t.d. jarðgöng, þá mun Herjólfur þjóna Eyjamönnum og öðrum farþegum, hvort sem það verður Herjólfur III eða seinna skip.
Herjólfur I
Hinn fyrsti Herjólfur gekk daglega á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, það sigldi auk þess hálfsmánaðarlega til Hornafjarðar og á sumrin hin síðari ár til Þorlákshafnar einu sinni í viku. Hann kom nýr til landsins í desember 1959 og var í þessum ferðum allt þar til í júlí 1974. Skipið var í eigu Skipaútgerðar ríkissins og höfðu Vestmannaeyingar lítið að segja um hvernig útgerð þess var háttað.
Herjólfur II
Í júnímánuði árið 1976 kom til Eyja ný Herjólfsferja í eigu hlutfélagsins Herjólfur hf. sem stofnað hafði verið um eign og rekstur flutningaskips milli lands og Eyja.
Skipið var smíðað í Kristjansund í Noregi og var 1038 brl. að stærð með 2400 hestafla aðalvél af Wichmann gerð. Herjólfur II gat flutt um 350 farþega í hverri ferð yfir sumarmánuðina og gat haft með sér tæplega 40 fólksbíla á tveim bílaþilförum.
Siglingahraði skipsins var um 12,5 sjómílur á klukkustund, tók því tæplega þrjá og hálfan tíma að sigla til Þorlákshafnar.
Var þetta mikil bylting frá fyrri skipum sem haldið höfðu uppi ferðum milli Vestmannaeyja og lands, auk þess sem skipið var staðsett og gert út frá Vestmannaeyjum.
Þessi fyrsti Herjólfur sem Herjólfur hf átti og rak, var í ferðum til og frá Eyjum frá því í júlímánuði árið 1976 fram í júnímánuð árið 1992 eða í tæp 16 ár og flutti á þessu tímabili u.þ.b. 800 þúsund farþega og um 150 þúsund farartæki.
Skipið var að lokum selt til Svíþjóðar og var það sænski herinn sem keypti það.
Herjólfur III
Í júnímánuði árið 1992 kom síðan önnur nýsmíði félagsins til landsins. Það skip hlaut líka nafnið Herjólfur.
Nýja skipið er smíðað í Flekkefjord í Noregi og er 2222 brúttólestir að stærð með 2 aðalvélar af Alphaman gerð og eru þær samtals um 7300 ha. Skipið er 71 m. langt og 16 m breitt og getur flutt allt að 500 farþega í ferð og um 65 fólksbíla.
Þetta skip siglir venjulega á um 16,5 sjómílna ferð og tekur siglingin til Þorlákshafnar u.þ.b. 2 klst. og 45 mín.
Á þeim tíma sem Herjólfur h.f. átti þetta skip, þ.e. á tímabilinu 1992-2000, flutti það u.þ.b. 750 þúsund farþega og um 200 þúsund farartæki stór og smá.
Um áramótin 2000-2001 var félagið selt Ríkissjóði/Vegagerð og þar með var sögu hlutafélagsins Herjólfs lokið. Frá þeim tíma hafa Samskip haft umsjón og rekið Herjólf. Nú fer Herjólfur 13 sinnum milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar í viku, tvær ferðir alla daga nema á laugardögum, þá er ein ferð.
Herjólfur III kom til Eyja árið 1992 og innan fárra ára mun koma tími á nýtt skip. Það sem Vestmannaeyingar vilja sjá eru jarðgöng í stað nýs Herjólfs en ljóst er að eftir reynslu Eyjamanna af fyrri Herjólfum yrði hægt að nýta reynsluna í að fá skip sem þjónar þörfum Eyjabúa enn betur.
Misjöfn reynsla
Leiðin milli lands og Eyja getur verið hörð í horn að taka. Vindurinn getur tekið vel í og getur ferðin þá verið miður skemmtileg fyrir suma. Almennt eru þó ferðir Herjólfs mildar og er Herjólfur gott sjóskip sem að spyrnir á móti ágangi sjávar. Ferðir Herjólfs falla niður sjaldan og er það að meðaltali 2-3 á ári. Ferð með Herjólfi er að öllu jöfnu góð ferð þar sem að ýmislegt er hægt að gera til að stytta stundirnar. Hægt er að horfa á bíómyndir í sjónvarpssal eða leigja sér koju til að blunda á meðan ferð stendur, en aðrir sitja og spjalla, spila eða lesa.
Heimildir
- Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin; [1]
- Saga HERJÓLFS h.f. Vestmannaeyjum., Magnús Þór Jónasson. [2]