„Gísli Lárusson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
Útgerðarmaður í Stakkagerði
Gísli Lárusson (fæddur 16. febrúar 1865 á [[Kornhóll|Kornhóli]] í Vestmannaeyjum, dáinn 27.september 1935).
Hann var bóndi, gullsmiður og útgerðarmaður í [[Stakkagerði]]
 
Gísli nam gullsmíði og tók sveinsbréf 1885.  Hann starfaði sem gullsmiður og úrsmiður í Eyjum.
Jafnframt var hann bóndi í [[Stakkagerði]] og formaður á árabát og fróðleiksmaður. Hann var fjölfróður um [[Saga|sögu]] byggðarlagsins og sérstaklega um [[Sjávardýr|dýralífið í sjónum]] kringum Eyjarnar og [[Fuglar|fuglalífið]] í björgum þeirra.
 
Hann átti sæti í hreppsnefnd og sýslunefnd, var í stjórn ýmissa félaga í Vestmannaeyjum s.s. [[Ísfélag Vestmannaeyja|Ísfélags]], [[Björgunarfélag Vestmannaeyja|Björgunarfélags]], togarafélagsins Draupnis og kaupfélagsins Herjólfs.  Hann var framkvæmdastjóri kaupfélagsins Bjarma í 10 ár.  Hann var einn af stofnendum [[Framfarafélag Vestmannaeyja|Framfarafélags Vestmannaeyja]]
 
Gísli var meðlimur [[Góðtemplarar|Góðtemplarareglunnar]] í 50 ár.
 
 
===Eiginkona og afkomendur===
Eiginkona hans hét Jóhanna Sigríður Árnadóttir, sem var dóttir Diðriks Árnasonar.
 
Árið 1869 fluttu þau hjónin að [[Búastaðir|Búastöðum]] og settust þar að í gamla bænum.  Árið 1893 tóku þau svo við Stakkagerðisjörðinni og hófu að byggja þar.
 
Börn Gísla og Jóhönnu sem komust upp voru: Árni kaupmaður, Georg kaupmaður, Theódóra, Lárus og Kristín.
 


[[Flokkur:Fólk]]
[[Flokkur:Fólk]]
[[Flokkur:Kaupmenn]]
{{Heimildir|
* Páll Eggert Ólafsson. ''Íslenskar æviskrár, frá landnámstímum til ársloka 1940'', V. bindi. Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag, 1952.
* Ýmsir. ''Gullsmiðatal 1991'',  Reykjavík, Félag íslenskra gullsmiða, 1991.
* [[Þorsteinn Víglundsson|Þorsteinn Þ. Víglundsson]]. ''Blik, Ársrit Vestmannaeyja 1972'',  Vestmannaeyjum, Þorsteinn Þ. Víglundsson, 1972.
}}

Útgáfa síðunnar 10. nóvember 2005 kl. 17:05

Gísli Lárusson (fæddur 16. febrúar 1865 á Kornhóli í Vestmannaeyjum, dáinn 27.september 1935). Hann var bóndi, gullsmiður og útgerðarmaður í Stakkagerði

Gísli nam gullsmíði og tók sveinsbréf 1885. Hann starfaði sem gullsmiður og úrsmiður í Eyjum. Jafnframt var hann bóndi í Stakkagerði og formaður á árabát og fróðleiksmaður. Hann var fjölfróður um sögu byggðarlagsins og sérstaklega um dýralífið í sjónum kringum Eyjarnar og fuglalífið í björgum þeirra.

Hann átti sæti í hreppsnefnd og sýslunefnd, var í stjórn ýmissa félaga í Vestmannaeyjum s.s. Ísfélags, Björgunarfélags, togarafélagsins Draupnis og kaupfélagsins Herjólfs. Hann var framkvæmdastjóri kaupfélagsins Bjarma í 10 ár. Hann var einn af stofnendum Framfarafélags Vestmannaeyja

Gísli var meðlimur Góðtemplarareglunnar í 50 ár.


Eiginkona og afkomendur

Eiginkona hans hét Jóhanna Sigríður Árnadóttir, sem var dóttir Diðriks Árnasonar.

Árið 1869 fluttu þau hjónin að Búastöðum og settust þar að í gamla bænum. Árið 1893 tóku þau svo við Stakkagerðisjörðinni og hófu að byggja þar.

Börn Gísla og Jóhönnu sem komust upp voru: Árni kaupmaður, Georg kaupmaður, Theódóra, Lárus og Kristín.


Heimildir


  • Páll Eggert Ólafsson. Íslenskar æviskrár, frá landnámstímum til ársloka 1940, V. bindi. Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag, 1952.
  • Ýmsir. Gullsmiðatal 1991, Reykjavík, Félag íslenskra gullsmiða, 1991.
  • Þorsteinn Þ. Víglundsson. Blik, Ársrit Vestmannaeyja 1972, Vestmannaeyjum, Þorsteinn Þ. Víglundsson, 1972.