„Garðar Sigurðsson alþingismaður“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 10: | Lína 10: | ||
Garðar var alþingismaður í Suðulandskjördæmi á árunum 1971-1987 fyrir Alþýðubandalagið. Hann var 2. varaforseti neðri deildar Alþingis frá 1979 til 1983. | Garðar var alþingismaður í Suðulandskjördæmi á árunum 1971-1987 fyrir Alþýðubandalagið. Hann var 2. varaforseti neðri deildar Alþingis frá 1979 til 1983. | ||
{{Heimildir| | |||
* Guðlaugur Gíslason: ''Eyjar gegnum aldirnar''. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982. | |||
}} | |||
[[Flokkur:Fólk]] | [[Flokkur:Fólk]] | ||
[[Flokkur:Þingmenn]] | [[Flokkur:Þingmenn]] |
Útgáfa síðunnar 8. júlí 2005 kl. 08:35
Garðar Sigurðsson var fæddur í Reykjavík 20. nóvember árið 1933. Hann lést 19. mars 2004. Foreldar Garðars voru Jóhann Sigurður Hjálmarsson (f. 17. okt. 1900, d. 29. júlí 1981) bifreiðasmiður og Klara Tryggvadóttir (f. 1. okt. 1906). Fyrri kona Garðars var Kristrún Hólmfríður Jónsdóttir (f. 11. maí 1934) húsmóðir. Þau skildu. Síðari kona Garðars var Bergþóra Óskarsdóttir (f. 10. maí 1943) húsmóðir. Börn Garðars og Kristrúnar eru Bjarney Kolbrún (1955), Tryggvi (1958). Dætur Garðars og Bergþóru eru Sigríður (1962), Gerður Klara (1969), Guðný Ósk (1976), Edda (1979).
Garðar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1953. Hann lagði stund á verkfræði við Háskóla Íslands 1953— 1955. Garðar lauk stýrimannaprófi í Reykjavík (utan skóla) árið 1962.
Garðar var kennari við Gagnfræðaskólann í Neskaupstað á árunum 1957—1960 og jafnframt við Iðnskólann þar 1958—1960. Hann var kennari við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum á árunum 1961—1962 og 1963—1973, settur skólastjóri 1969—1970. Garðar stundaði sjómennsku með námi og kennslu, að aðalstarfi 1955—1957, stýrimaður á fiskiskipum á sumrum frá 1962. Hann var starfsmaður Veiðieftirlits sjávarútvegsráðuneytisins á árunum 1987— 1990. Garðar var starfsmaður Landsbanka Íslands síðan 1990.
Garðar var bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum frá 1966 til 1978. Hann sat í flugráði á árunum 1972—1980. Garðar sat í stjórn Viðlagasjóðs 1973—1975 og í bankaráði Útvegsbanka Íslands 1981—1987. Hann sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1974, 1975, 1981 og 1982. Garðar sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1972 og 1979—1983. Hann var fulltrúi á þingi Evrópuráðsins 1983—1987.
Garðar var alþingismaður í Suðulandskjördæmi á árunum 1971-1987 fyrir Alþýðubandalagið. Hann var 2. varaforseti neðri deildar Alþingis frá 1979 til 1983.
Heimildir
- Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.