„Blik 1980/Hafsteinn Stefánsson (kvæði)“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
(skv. ábendingu frá Sævaldi Elíassyni) |
m (Verndaði „Blik 1980/Hafsteinn Stefánsson (kvæði)“ [edit=sysop:move=sysop]) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 6. maí 2008 kl. 14:04
Hafsteinn Stefánsson, skipaeftirlitsmaður í Eyjum, var kunnur hagyrðingur í kaupstaðnum. Hann kvað við stýrið í meðbyr:
- Beggja skauta sigling ævin er,
- í áttina til grafarinnar þokast.
- Djúpa ristu í hafið skútan sker,
- en skurðurinn í kjölfarinu lokast.
Hafsteinn sat þingmálafund. Þá kvað hann:
- Sýnist mér það sannleiksdropi tær
- að sjáist ekki gróm á hegðun vorri,
- ef menn bara hafa tungur tvær
- og tala eftir þörfum sitt með hvorri.