„Miðhús-vestri“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
(Endurbættur texti) |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
Húsið '''Miðhús vestri''' stóð við [[ | Húsið '''Miðhús vestri''' stóð norðan [[Bakkastígur|Bakkastígs]]. Miðhús eystri voru einnig til, tómthús sem stóð nokkuð austar, en Miðhús vestri voru þekktari og oftast einungis talað um Miðhús þegar átt var við Miðhús vestri. | ||
Í svokallaðri Niðurgirðingu voru þrjár jarðir, [[Kornhóll]], Miðhús og [[Gjábakki]]. Miðhús var yngst þessara jarða, talin tvö kýrfóður og hafði 15 sauða beit í [[Elliðaey]]. | |||
Frægasti ábúandi á Miðhúsum var líklega [[Hannes Jónsson]], oftast kallaður Hannes lóðs, hafnsögumaður og formaður. Hann fæddist árið 1852 og varð 17 ára gamall formaður á áraskipinu Gideon. Með Gideon var hann samfleytt í 37 vertíðir. Hafnsögumaður í Vestmannaeyjum var hann í yfir 40 ár, fram á elliár, en Hannes lést 1937. Hannes fékk byggingu fyrir hálfri Miðhúsajörðinni árið 1888 en kona hans var [[Margrét Brynjólfsdóttir]] frá [[Eystri Norðurgarður|Norðurgarði]]. Hannes byggði elsta hluta íbúðarhússins að Miðhúsum sem stóð allt fram að gosi. Þegar [[Jóhannes Hannesson|Jóhannes]], sonur Hannesar hóf búskap að Miðhúsum, var byggt við húsið og það endurbætt árið 1910. | |||
Íbúðarhúsið að Miðhúsum stóð lengi vestast í ferhyrndum garði. Hlið var á garðinum að norðan og vestan. Norðurhliðið var notað til að sækja vatn í brunninn á Miðhúsum sem var nokkurs konar brunnhús og gengið tvær tröppur ofan í brunninn. | |||
[[Kristinn Ástgeirsson]] frá [[Litlibær|Litlabæ]] keypti Miðhús árið 1945. Kristinn var kunnur frístundamálari og málaði í svonefndum „naívistastíl“, bæði landslagsmyndir sem og atvinnulífsmyndir frá gamalli tíð. Kristinn seldi Miðhús árið 1971 sonarsyni sínum [[Matthías Guðjónsson|Matthíasi Guðjónssyni]] og bjó hann þar með fjölskyldu sinni þegar gaus árið 1973. Miðhús fóru þá undir hraun. | |||
[[Flokkur:Hús]] | [[Flokkur:Hús]] |
Útgáfa síðunnar 30. janúar 2006 kl. 15:04
Húsið Miðhús vestri stóð norðan Bakkastígs. Miðhús eystri voru einnig til, tómthús sem stóð nokkuð austar, en Miðhús vestri voru þekktari og oftast einungis talað um Miðhús þegar átt var við Miðhús vestri.
Í svokallaðri Niðurgirðingu voru þrjár jarðir, Kornhóll, Miðhús og Gjábakki. Miðhús var yngst þessara jarða, talin tvö kýrfóður og hafði 15 sauða beit í Elliðaey.
Frægasti ábúandi á Miðhúsum var líklega Hannes Jónsson, oftast kallaður Hannes lóðs, hafnsögumaður og formaður. Hann fæddist árið 1852 og varð 17 ára gamall formaður á áraskipinu Gideon. Með Gideon var hann samfleytt í 37 vertíðir. Hafnsögumaður í Vestmannaeyjum var hann í yfir 40 ár, fram á elliár, en Hannes lést 1937. Hannes fékk byggingu fyrir hálfri Miðhúsajörðinni árið 1888 en kona hans var Margrét Brynjólfsdóttir frá Norðurgarði. Hannes byggði elsta hluta íbúðarhússins að Miðhúsum sem stóð allt fram að gosi. Þegar Jóhannes, sonur Hannesar hóf búskap að Miðhúsum, var byggt við húsið og það endurbætt árið 1910.
Íbúðarhúsið að Miðhúsum stóð lengi vestast í ferhyrndum garði. Hlið var á garðinum að norðan og vestan. Norðurhliðið var notað til að sækja vatn í brunninn á Miðhúsum sem var nokkurs konar brunnhús og gengið tvær tröppur ofan í brunninn.
Kristinn Ástgeirsson frá Litlabæ keypti Miðhús árið 1945. Kristinn var kunnur frístundamálari og málaði í svonefndum „naívistastíl“, bæði landslagsmyndir sem og atvinnulífsmyndir frá gamalli tíð. Kristinn seldi Miðhús árið 1971 sonarsyni sínum Matthíasi Guðjónssyni og bjó hann þar með fjölskyldu sinni þegar gaus árið 1973. Miðhús fóru þá undir hraun.