„Verndarvættirnir í Ömpustekkjum“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 4: Lína 4:
:''Svo var trú manna sterka á þessu, að talið var varhugavert, að vera á ferli eftir dagsetur fyrir sunnan Ömpustekki.''
:''Svo var trú manna sterka á þessu, að talið var varhugavert, að vera á ferli eftir dagsetur fyrir sunnan Ömpustekki.''


::''Sögn Sigfúsar M. Johnsen''
::''Sögn [[Sigfús M. Johnsen|Sigfúsar M. Johnsen]]''


== Heimildir ==
== Heimildir ==

Útgáfa síðunnar 8. júní 2005 kl. 13:45

Á leiðinni út í Vík eru hraunhólar nokkrir, sem nefndir hafa verið Ömpustekkir, en ekki vita menn lengu af hverju það nafn er dregið. Sagt er, að Vilborgarstaðabædnur hafi haft þar stekki, meðan fráfærur voru tíðkaðar í Vestmannaeyjum, en það stóð aðeins skamma hríð, eftir að konungur fyrirskipaði fráfærur um miðja 18. öld.
Það er haft fyrir satt, að einhverjar verndarvættir ættu hæli í hraunhólum þessum, því að sú var reyndin, að öll ásókn hætti, er menn komu að Ömpustekkjum á leið sinni utan úr Klauf eða Vík. Á þeim slóðum hafði jafnan verið reimt, enda þótt það ágerðist, eftir að útlendingarnir voru dysjaðir í Erlendarkróm á fyrri hluta 19. aldar.
Einhverju sinni voru menn í þangfjöru úti í Vík. Reiddu þeir heim þang á mörgum hestum, að þangskurði loknum. Á leiðinni áttu þeir fullt í fangi með að halda böggunum á hesunum, jafnvel þó að þeir legðust á þá, svo að þeir færu ekki um þvert bak. Áttur þeir í þessu stríði með baggana, þangað til þeir komu að Ömpustekkjum. Þá hætti ásókn þessi með öllu, og þurfti ekki að lagfæra á hestunum úr því. Héldu mennirnir, að vættirnir í Ömpustekkjum hefðu lagt þeim lið.
Svo var trú manna sterka á þessu, að talið var varhugavert, að vera á ferli eftir dagsetur fyrir sunnan Ömpustekki.
Sögn Sigfúsar M. Johnsen

Heimildir

  • Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum