„Heimaeyjargosið“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
Heimaeyjargosið | |||
Samantekt | |||
== Undanfari == | |||
Það voru bjartsýnir Eyjamenn sem horfðu fram á veginn við áramót 1972-1973. Hafið hafði verið gjafmilt og einnig kaupendur fisksins. Í nýrri og enn stærri landhelgi, þá nýstækkaðri úr 12 sjómílum í 50, höfðu Vestmannaeyingar veitt vel í soðið. Árið 1972 áttu Vestmannaeyingar 8,4% af útflutningsverðmæti landsmanna. Nóg atvinna var í plássinu og íbúar Vestmannaeyja höfðu aldrei verið fleiri, 5273 þann 1. des 1972. Þetta bjartsýna fólk fór því að sofa áhyggjulaust að kvöldi mánudagsins 22. janúar 1973. | |||
Ekki er hægt að segja að Vestmannaeyingar hafi fengið viðvörun um eldgos daginn fyrir upphaf þess. Þegar jarðhræringarnar eru skoðaðar þá voru aðeins tvær litlar jarðskjálftahrinur tvo daga fyrir gosið sem að mega teljast fyrirboðar. Þessar hrinur mældust í Mýrdal og Laugarvatni og töldu menn upptök nálægt Veiðivötnum eða við Heimaey. Mönnum fannst upptökin frekar vera við Veiðivötn, þar sem að það er mun algengara. En hitt kom svo í ljós. Upptökin voru á tvöfalt meira dýpi en vanalega og telja menn nú að slíkt dýpi sé fyrirboði um eldgos. Stærsti jarðskjálftinn, um 3 á Richter, mældist kl.1:40 á aðfararnótt 23. janúar. Það var 15 mínútum fyrir sjáanlegt upphaf gossins. | |||
== Gos hefst == | |||
Trylllukarlinn Hjálmar Guðnason bað vin sinn Ólaf Gränz að koma í miðnæturgöngutúr rétt áður en gosið hófst. Löbbuðu þeir vanalegan rúnt, með bryggjunni, ströndinni, í átt að Kirkjubæ og svo upp á Helgafell. Hin tilkomumesta sýn birtist þeim þegar þeir skoðuðu bæinn á toppi Helgafells. Jörðin hreinlega opnaðist og eldtungur hennar skutust upp á yfirborðið. Á sama tíma var hringt í lögreglunni og henni tilkynnt að jarðeldur væri kominn upp austan Kirkjubæjar. Vantrúuð lögreglan fór á stjá og sá strax hvað var í gangi. Gos var þá hafið á 1600 metra langri sprungu og magnaðist vel á fyrstu mínútunum. Fólk var þá vaknað í austurbænum og byrjað að vekja nágranna. Var þá kveikt á brunalúðrum og á innan við klukkutíma frá upphafi gossins var bærinn vaknaður og streymdi fólkið niður á bryggju. | |||
== Björgunaraðgerðir á fólki og munum == | |||
Bæjarbúar söfnuðust fljótt og vel niður á bryggju. Eitt mesta þakkarefnið í gosinu var óveðrið daginn fyrir gosið. Þá höfðu allir bátar komið í land vegna óveðurs og veðrið hafði skánað til muna með kvöldinu. Lagði fyrsti báturinn af stað um hálfþrjú, aðeins hálftíma eftir upphaf gossins. Af því má sjá að þrátt fyrir að ekkert hafi verið undirbúið voru menn í viðbragðsstöðu. Bátarnir tóku frá 50 manns upp í 400. Sjóferðin var ekki skemmtileg fyrir neinn. Vont var í sjóinn og ofan á sjóveiki og vanlíðan, bættust áhyggjur um framtíð bæjarins, húsa og lífsviðurværis. Björgunaraðgerðir fóru þó almennt vel fram og undir morgun komu bátar til Þorlákshafnar þar sem að tekið var á móti örvingluðu fólkinu. Langflestir voru fluttir með skipum en nokkur hundruð manns voru fluttir með flugvélum. Allur tiltækur flugfloti, jafnt litlar og smáar vélar, fór strax um nóttina frá Reykjavík og sótti aðallega aldraða og sjúka. Að morgni fyrsta gosdags var búið að flytja alla íbúa eyjunnar upp á meginlandið, að undanskildum 200-300 manns sem urðu eftir til að sinna þeim verkum sem þurfti að vinna. | |||
Strax og ljóst var að björgunaraðgerðir á fólki höfðu heppnast sem skildi var hafist handa við að bjarga því sem var hægt að bjarga af eignum fólks. Hafist var handa í austurbænum, þeim hluta sem að stóð næst eldsupptökum. | |||
== Gosið == | |||
== Eyjaskeggar á föstu landi == | |||
== Goslok == | |||
== Lífið eftir gos == | |||
'''Tenglar:''' | |||
'''Heimildir:''' | |||
* Aðalsteinn Eiríksson. 1981. '''Heimaeyjargosið 1973'''. Námsgagnastofnun. | |||
* Þorleifur Einarsson. 1974. '''Gosið í Heimaey í máli og myndum'''. Reykjavík: Heimskringla. |
Útgáfa síðunnar 6. júní 2005 kl. 13:30
Heimaeyjargosið
Samantekt
Undanfari
Það voru bjartsýnir Eyjamenn sem horfðu fram á veginn við áramót 1972-1973. Hafið hafði verið gjafmilt og einnig kaupendur fisksins. Í nýrri og enn stærri landhelgi, þá nýstækkaðri úr 12 sjómílum í 50, höfðu Vestmannaeyingar veitt vel í soðið. Árið 1972 áttu Vestmannaeyingar 8,4% af útflutningsverðmæti landsmanna. Nóg atvinna var í plássinu og íbúar Vestmannaeyja höfðu aldrei verið fleiri, 5273 þann 1. des 1972. Þetta bjartsýna fólk fór því að sofa áhyggjulaust að kvöldi mánudagsins 22. janúar 1973.
Ekki er hægt að segja að Vestmannaeyingar hafi fengið viðvörun um eldgos daginn fyrir upphaf þess. Þegar jarðhræringarnar eru skoðaðar þá voru aðeins tvær litlar jarðskjálftahrinur tvo daga fyrir gosið sem að mega teljast fyrirboðar. Þessar hrinur mældust í Mýrdal og Laugarvatni og töldu menn upptök nálægt Veiðivötnum eða við Heimaey. Mönnum fannst upptökin frekar vera við Veiðivötn, þar sem að það er mun algengara. En hitt kom svo í ljós. Upptökin voru á tvöfalt meira dýpi en vanalega og telja menn nú að slíkt dýpi sé fyrirboði um eldgos. Stærsti jarðskjálftinn, um 3 á Richter, mældist kl.1:40 á aðfararnótt 23. janúar. Það var 15 mínútum fyrir sjáanlegt upphaf gossins.
Gos hefst
Trylllukarlinn Hjálmar Guðnason bað vin sinn Ólaf Gränz að koma í miðnæturgöngutúr rétt áður en gosið hófst. Löbbuðu þeir vanalegan rúnt, með bryggjunni, ströndinni, í átt að Kirkjubæ og svo upp á Helgafell. Hin tilkomumesta sýn birtist þeim þegar þeir skoðuðu bæinn á toppi Helgafells. Jörðin hreinlega opnaðist og eldtungur hennar skutust upp á yfirborðið. Á sama tíma var hringt í lögreglunni og henni tilkynnt að jarðeldur væri kominn upp austan Kirkjubæjar. Vantrúuð lögreglan fór á stjá og sá strax hvað var í gangi. Gos var þá hafið á 1600 metra langri sprungu og magnaðist vel á fyrstu mínútunum. Fólk var þá vaknað í austurbænum og byrjað að vekja nágranna. Var þá kveikt á brunalúðrum og á innan við klukkutíma frá upphafi gossins var bærinn vaknaður og streymdi fólkið niður á bryggju.
Björgunaraðgerðir á fólki og munum
Bæjarbúar söfnuðust fljótt og vel niður á bryggju. Eitt mesta þakkarefnið í gosinu var óveðrið daginn fyrir gosið. Þá höfðu allir bátar komið í land vegna óveðurs og veðrið hafði skánað til muna með kvöldinu. Lagði fyrsti báturinn af stað um hálfþrjú, aðeins hálftíma eftir upphaf gossins. Af því má sjá að þrátt fyrir að ekkert hafi verið undirbúið voru menn í viðbragðsstöðu. Bátarnir tóku frá 50 manns upp í 400. Sjóferðin var ekki skemmtileg fyrir neinn. Vont var í sjóinn og ofan á sjóveiki og vanlíðan, bættust áhyggjur um framtíð bæjarins, húsa og lífsviðurværis. Björgunaraðgerðir fóru þó almennt vel fram og undir morgun komu bátar til Þorlákshafnar þar sem að tekið var á móti örvingluðu fólkinu. Langflestir voru fluttir með skipum en nokkur hundruð manns voru fluttir með flugvélum. Allur tiltækur flugfloti, jafnt litlar og smáar vélar, fór strax um nóttina frá Reykjavík og sótti aðallega aldraða og sjúka. Að morgni fyrsta gosdags var búið að flytja alla íbúa eyjunnar upp á meginlandið, að undanskildum 200-300 manns sem urðu eftir til að sinna þeim verkum sem þurfti að vinna.
Strax og ljóst var að björgunaraðgerðir á fólki höfðu heppnast sem skildi var hafist handa við að bjarga því sem var hægt að bjarga af eignum fólks. Hafist var handa í austurbænum, þeim hluta sem að stóð næst eldsupptökum.
Gosið
Eyjaskeggar á föstu landi
Goslok
Lífið eftir gos
Tenglar:
Heimildir:
- Aðalsteinn Eiríksson. 1981. Heimaeyjargosið 1973. Námsgagnastofnun.
- Þorleifur Einarsson. 1974. Gosið í Heimaey í máli og myndum. Reykjavík: Heimskringla.