„Ársæll Sveinsson (Fögrubrekku)“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
Ekkert breytingarágrip |
m (Ársæll Sveinsson færð á Ársæll Sveinsson (Fögrubrekku)) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 21. júlí 2006 kl. 08:56
Ársæll Sveinsson, Fögrubrekku fæddist 31. desember 1893 í Vestmannaeyjum og lést 14. apríl 1969. Foreldrar hans voru Sveinn Jónsson trésmíðameistari og Guðrún Runólfsdóttir. Kona hans var Laufey Sigurðardóttir.
Ársæll var útgerðarmaður frá árinu 1912 og var formaður í fjöldamörg ár á eigin bátum. Ársæll var stofnandi Skipasmíðastöðvar Vestmannaeyja árið 1940 og rak umfangsmikla timburverslun og fiskverkun. Ársæll var auk þess forseti bæjarstjórnar 1954-1962. Ársæll var kjörinn heiðursborgari í Vestmannaeyjum er hann varð sjötugur 31. desember 1963.
Heimildir
- Haraldur Guðnason. Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár. II. bindi. Reykjavík: Vestmannaeyjabær, 1991.