„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1989/Björgunarfélag Vestmannaeyja 70 ára“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4: Lína 4:
'''Erindi flutt að ósk stjórnar Björgunarfélags Vestmannaeyja 17.12.1988.'''
'''Erindi flutt að ósk stjórnar Björgunarfélags Vestmannaeyja 17.12.1988.'''


'''''Þá var minnst 70 ára afmælis félagsins og ad félagið var að eignast nýjan fullkominn björgunarbát, keyptan frá Englandi. Var honum gefið nafnið Kristinn Sigurðsson. Kristinn Sigurðsson frá Skjaldbreið var í forystu þessa félags í mörg ár. Hann lést fvrir nokkrum árum og ber báturinn nafn hans.'''''
'''''Þá var minnst 70 ára afmælis félagsins og ad félagið var að eignast nýjan fullkominn björgunarbát, keyptan frá Englandi. Var honum gefið nafnið Kristinn Sigurðsson. [[Kristinn Sigurðsson (Skjaldbreið)|Kristinn Sigurðsson]] frá Skjaldbreið var í forystu þessa félags í mörg ár. Hann lést fvrir nokkrum árum og ber báturinn nafn hans.'''''
[[Mynd:Friðrik Ásmundsson Sdbl. 1989.jpg|thumb|328x328dp|Friðrik Ásmundsson]]
[[Mynd:Friðrik Ásmundsson Sdbl. 1989.jpg|thumb|328x328dp|Friðrik Ásmundsson]]
<br>
<br>
Lína 18: Lína 18:
Dýrtíð var mikil eða um 250% öll stríðsárin og vöruskortur.<br>
Dýrtíð var mikil eða um 250% öll stríðsárin og vöruskortur.<br>
Útsvör námu samtals 47.875,00 kr. og gjaldendur 472. Híbýlakostur var bágborinn hjá almenningi. Fólkið varð að hafast við í óhituðum vistarverum, oft mjög þröngum. Verst var þó að búa við skort á eldsneyti til matargerðar. Kol var afar erfitt að fá og dýr. Hækkun á kolaverði var 1000% frá stríðsbyrjun. Samþykkt var tillaga sýslumanns að senda mann undir Eyjafjöll þeirra erinda, að fá menn til þess að taka mó. Til þess kom þó ekki.<br>
Útsvör námu samtals 47.875,00 kr. og gjaldendur 472. Híbýlakostur var bágborinn hjá almenningi. Fólkið varð að hafast við í óhituðum vistarverum, oft mjög þröngum. Verst var þó að búa við skort á eldsneyti til matargerðar. Kol var afar erfitt að fá og dýr. Hækkun á kolaverði var 1000% frá stríðsbyrjun. Samþykkt var tillaga sýslumanns að senda mann undir Eyjafjöll þeirra erinda, að fá menn til þess að taka mó. Til þess kom þó ekki.<br>
Plágur ársins 1918 voru margar, frostgrimmd á öndverðu ári, dýrtíð, vöruskortur og atvinnuleysi, en kaupgjald stóð í stað. Kunnur fræðimaður hefur sagt að þetta hafi verið versta ár aldarinnar. Þann 12. október bættist ein plágan við; Kötlugosið. Síðasta plágan varð þó verst. Spánska veikin, sem barst til Íslands um mánaðamótin okt./nóv. Í Vestmannaeyjum létust 26 úr þessari veiki. 4. nóvember varð svo mikill gleðidagur í allri neyðinni því þá friður saminn í heimsstyrjöldinni."<br>
Plágur ársins 1918 voru margar, frostgrimmd á öndverðu ári, dýrtíð, vöruskortur og atvinnuleysi, en kaupgjald stóð í stað. Kunnur fræðimaður hefur sagt að þetta hafi verið versta ár aldarinnar. Þann 12. október bættist ein plágan við; Kötlugosið. Síðasta plágan varð þó verst. Spánska veikin, sem barst til Íslands um mánaðamótin okt./nóv. Í Vestmannaeyjum létust 26 úr þessari veiki. 4. nóvember varð svo mikill gleðidagur í allri neyðinni því þá friður saminn í heimsstyrjöldinni.<br>
Hér lýkur tilvitnun í VIÐ ÆGISDYR.<br>
Hér lýkur tilvitnun í VIÐ ÆGISDYR.<br>
Við þessar aðstæður var Björgunarfélag Vestmannaeyja stofnað 3. ágúst 1918. Félagið var stofnað til að láta byggja eða kaupa björgunar- og varðskip fyrir Vestmannaeyjar. Þetta var 10 árum áður en Slysavarnafélag Íslands var stofnað og löngu áður en til þess var hugsað að íslenska ríkið keypti eða gerði út varðskip.<br>
Við þessar aðstæður var Björgunarfélag Vestmannaeyja stofnað 3. ágúst 1918. Félagið var stofnað til að láta byggja eða kaupa björgunar- og varðskip fyrir Vestmannaeyjar. Þetta var 10 árum áður en Slysavarnafélag Íslands var stofnað og löngu áður en til þess var hugsað að íslenska ríkið keypti eða gerði út varðskip.<br>

Útgáfa síðunnar 13. júní 2019 kl. 14:13

Friðrik Ásmundsson
Björgunarfélag Vestmannaeyja 70 ára

Erindi flutt að ósk stjórnar Björgunarfélags Vestmannaeyja 17.12.1988.

Þá var minnst 70 ára afmælis félagsins og ad félagið var að eignast nýjan fullkominn björgunarbát, keyptan frá Englandi. Var honum gefið nafnið Kristinn Sigurðsson. Kristinn Sigurðsson frá Skjaldbreið var í forystu þessa félags í mörg ár. Hann lést fvrir nokkrum árum og ber báturinn nafn hans.

Friðrik Ásmundsson


Ég vil í upphafi geta að nokkru ársins 1918, sem er eitt markverðasta ár í sögu Íslands. Það er stofnár þessa félags, og mun ég hér á eftir styðjast við bók Haraldar Guðnasonar VIÐ ÆGISDYR.
„Árið 1918 er merkisár í sögu Vetmannaeyja. Þá varð Vestmannaeyjasýsla kaupstaður að lögum. Í þjóðarsögunni er þetta eitt minnisstæðasta ár aldarinnar.
Erfiðleikarnir voru miklir vegna styrjaldarinnar, vöruskortur, dýrtíð, eldiviðarleysi og atvinnuleysi.
Firnamiklar frosthörkur á öndverðu ári, Kötlugos um haustið og spánska drepsóttin er leið að lokum ársins. En þá er blöðum sögunnar er flett, verður stærsti viðburður ársins, að þá varð Ísland fullvalda ríki.
Útgerðin átti í miklum erfiðleikum vegna saltskorts. Saltskip kom ekki fyrr en um miðjan maí. Tonnið kostaði 260-270 kr., steinolía 90 kr. tunnan og smurolía 200 kr. Verð á fjögramanna fari hækkaði úr 200 kr. í 600 kr. 46 Verður nú lítið vikið að hvernig umhorfs var í Vestmannaeyjum árið 1918.
Vestmannaeyjar höfðu breyst úr sjávarþorpi með um það bil 550 íbúa árið 1860 í kaupstað með 2033 íbúa. Þessu hafði 12 ára vélbátaútgerð áorkað. Vestmannaeyjar voru þá um margt frumstæður bær með hálfgerðum gullgrafarabrag. Og gullið var gull hafsins. Út í Eyjar héldu ungir og gamlir sveitamenn, hertir í erfiði í uppvexti, harðduglegir og bjartsýnir á nýja tíma. Þeir sóttu fast til fanga á nýjum miðum, buðu hættunum byrginn því til mikils var að vinna.
Fyrir 70 árum var byggðin helst sambland af sveit og sjávarþorpi. Hús voru 250, flest lítil timburhús, og oft var lítið fjós og heyskúr á baklóðinni. Fyrsti bíllinn kom þetta ár, og vakti feikna athygli. Bændur voru 28 (sumir sjómenn og útgerðarmenn einnig), vinnumenn 53, þó ekki allir hjú annarra og vinnukonustétt var fjölmenn.

Árið 1918 voru vélbátar 63. Þeir voru allt undir 12 rúmlestum nema Ásdís, sem var tæpar 14 og talin með þilskipum í skýrslum. Áætlað verðmæti þeirra var 500 þús.
Enginn vélbátur bættist í flotann 1918. Var orsökin vafalaust siglingateppan. Þorsteinn í Laufási segir í bók sinni Aldahvörf í Eyjum að gæftir hafi verið dágóðar 1918 og afli mikill. Um 2/3 bátaflotans veiddi í net er leið á vertíðina. Frosthörkur voru miklar framan af vertíðinni, en mestar 6. til 22. janúar, komst frostið þá á tímabili yfir 20 stig.
Dýrtíð var mikil eða um 250% öll stríðsárin og vöruskortur.
Útsvör námu samtals 47.875,00 kr. og gjaldendur 472. Híbýlakostur var bágborinn hjá almenningi. Fólkið varð að hafast við í óhituðum vistarverum, oft mjög þröngum. Verst var þó að búa við skort á eldsneyti til matargerðar. Kol var afar erfitt að fá og dýr. Hækkun á kolaverði var 1000% frá stríðsbyrjun. Samþykkt var tillaga sýslumanns að senda mann undir Eyjafjöll þeirra erinda, að fá menn til þess að taka mó. Til þess kom þó ekki.
Plágur ársins 1918 voru margar, frostgrimmd á öndverðu ári, dýrtíð, vöruskortur og atvinnuleysi, en kaupgjald stóð í stað. Kunnur fræðimaður hefur sagt að þetta hafi verið versta ár aldarinnar. Þann 12. október bættist ein plágan við; Kötlugosið. Síðasta plágan varð þó verst. Spánska veikin, sem barst til Íslands um mánaðamótin okt./nóv. Í Vestmannaeyjum létust 26 úr þessari veiki. 4. nóvember varð svo mikill gleðidagur í allri neyðinni því þá friður saminn í heimsstyrjöldinni.“
Hér lýkur tilvitnun í VIÐ ÆGISDYR.
Við þessar aðstæður var Björgunarfélag Vestmannaeyja stofnað 3. ágúst 1918. Félagið var stofnað til að láta byggja eða kaupa björgunar- og varðskip fyrir Vestmannaeyjar. Þetta var 10 árum áður en Slysavarnafélag Íslands var stofnað og löngu áður en til þess var hugsað að íslenska ríkið keypti eða gerði út varðskip.
Þetta var því einstæð félagsstofnun. Langt á undan þankagangi manna annars staðar á landinu, og þegar litið er til ástandsins 1918 fyllist maður aðdáun á því áræði, sem hér var ráðist í.
Við upphaf vélbátaútgerðar í upphafi aldarinnar hófst mikill fjörkippur í útgerðarsögu Eyjanna. Eftir fyrstu vertíð tveggja slíkra báta 1906, urðu þeir 18 1907 og 38 1908. Stærð þeirra var 7 til 12 rl. og vélarstærð 8 til 12 ha.
Stormasamt er hér og sjór oft úfinn eftir því og af þeim sökum sjósókn erfið. Eyjamið voru lengst af þau gjöfulustu við landið og þess vegna hefur alltaf verið djarflega sótt.
Þessir fyrstu vertíðarbátar voru auk smæðarinnar mjög vanbúnir til að taka nokkrum veðrum og vélarbilanir tíðar. Sjóslys þessara ára voru því geigvænleg. Manntjón, eigna- og atvinnutjón, sem bátstöpunum fylgdi var svo mikið að menn fóru fljótt að hugsa til einhverja ráða að stemma stigu við þeim. Oft var sú erfiða aðferð notuð að biðja sjóhrakta sjómenn, nýsloppna úr hættunni að fara aftur út í náttmyrkur, storm og stórsjó að leita báts eða báta, sem ekki höfðu skilað sér. Og erfitt hefur verið fyrir hina sjóhröktu sjómenn að neita slíku, vitandi eiginkonur og börn bíðandi í angist eftir ástvinunum.
Og oft var leitað til erlendra togara, sem voru hér við veiðar, og heyrði ég oft og hef lesið um að alla tíð hafi þeir brugðist einstaklega vel við slíku. Og mörgum bátnum og skipshöfninni björguðu Englendingarnir og Þjóðverjarnir á þessum erfiðu árum. Þessir menn voru miklir ribbaldar hér á veiðisvæðunum, hvar sem fisk var að fá. Toguðu þvers og kruss yfir línur Eyjabáta, af þeim sökum voru þeir ekki aufúsugestir og stundum gerðist það að Danir eða jafnvel Eyjamenn sjálfir með hreppstjórann í fararbroddi tóku þá í landhelgi. En þrátt fyrir þessi erfiðu samskipti var óþekkt annað en þeir brygðust ekki fljótt og vel við til leitar þegar með þurfti.
Það varð því mörgum mikill léttir þegar stórt og vel búið skip kom 1920, sem hafði það sérstaka hlutverk að aðstoða og bjarga hér á Eyjamiðum, og stugga erlendum veiðiþjófum úr landhelgi og gæta veiðarfæra Eyjamanna.
Við Alþingiskosningarnar 1914 voru hér í kjöri Karl Einarsson sýslumaður og Eldeyjar-Hjalti. Þá mun fyrst hafa komið fram hjá Hjalta nauðsyn þess að fá björgunarskip til Eyjanna. Síðar sama ár h. 27. júní var samþykkt í sýslunefnd Eyjanna þessi áskorun til alþingis: „Nefndin skorar á alþingi að veita sveitarfélaginu allt að 5.000 kr. árlega til eftirlits úr landi með fiskveiðum útlendinga." Á þingmálafundi, sem haldinn var 7. apríl 1918 var samþykkt svohljóðandi tillaga:
„Fundurinn skorar á þingmanninn að flýta sem mest að landstjórnin styrki Vestmannaeyinga til að eignast björgunarskip." Hinn 11. júní 1918 ályktar alþingi að heimila landstjórninni að veita sveitarfélaginu, fiskifélagsdeild eða félagi einstakra manna í Vestmannaeyjum, sem ræðst í að kaupa björgunarskip, allt að 40 þúsund kr. styrk.
Hinn 3. ágúst þetta ár 1918 boðaði svo Karl Einarsson sýslumaður til stofnfundar Björgunarfélags Vestmannaeyja.
Fyrsta stjórn félagsins var þá kosin. Hana skipuðu: Karl Einarsson alþingismaður formaður, Jóhann Þ. Jósepsson kaupmaður skrifari, Gísli Lárusson kaupfélagsstjóri, Þorsteinn Jónsson útvegsbóndi og Árni Filipusson gjaldkeri. Síðar bættist Gísli Johnsen útgerðarmaður í stjórnina og Sigurður Sigurðsson lyfsali var ráðinn erindreki stjórnar.
Þótt félagið væri fyrst og fremst stofnað til að kaupa og reka björgunarskip, var fyrsta verkefni þess að fá lagðan talsíma suður í Stórhöfða til að fylgjast með nauðstöddum bátum þaðan og koma skilaboðum sem fyrst niður í bæ.
Sigurður Sigurðsson erindreki fór til Kaupmannahafnar til að kynna sér skip og jafnframt var hafin söfnun hlutafjár.

Þór smíðaður í Englandi 1899, 205 tonn með 325 ha gufuvél


Það var svo í ágúst 1919 að félaginu bauðst hafrannsóknarskipið Thor til kaups. Hann var gufuskip með botnvörpuskipalagi eins og sagt var. Hann var 115 fet á lengd, 21 á breidd og 11 á dýpt og ganghraði var 10 sml.
Kaupverð skipsins var 150 þús. Áhuginn fór þá mjög vaxandi, og á þremur kvöldum í nóv. þetta ár, söfnuðust hér til viðbótar 40 þús. kr., er það með ólíkindum og sýnir hug fólks til málefnisins, einnig safnaðist nokkuð í Reykjavík.
Enn vantaði töluvert fé og alþingi veitti 50 þús. til viðbótar. Styrkur þess var þá 90 þús. Eins og áður segir var kaupverð skipsins 150 þús. kr., þegar það var tilbúið til heimsiglingar var kostnaðurinn orðinn 272.427 þús. Safnast hefur því fyrir utan ríkisstyrkinn 182 þús. rúmar. Það er með ólíkindum þegar litið er til árferðisins.
Kl. 5 síðdegis h. 26. mars 1920 kom Þór í fyrsta skipti til Vestmannaeyja, eftir vont veður á leiðinni. Mörg fyrstu ár Björgunarfélagsins var haldið upp á þann dag, sem afmælisdag þess.
Um störf skipsins til miðs árs 1926, þegar ríkið eignaðist hann er þetta til. Þar vantar fyrstu tvö árin: Skip tekin í landhelgi 65, sektir samtals kr. 490 þús., þar fyrir utan afli og veiðarfæri. Á sama tíma fór hann 80 sinnum að leita að bátum og dró 40 í land með 200 til 300 manns.
Auk þess flutti hann oft vörur og fólk og þegar sæsíminn slitnaði voru loftskeytatæki skipsins notuð til að ná sambandi í land. 1920 var kostnaður við útgerð skipsins 84 þús. og greiddi Bæjarsjóður hann. Eftir það greiddi Bæjarsjóður 40 þús. kr. á ári til miðs árs 1926. Alls veitti Bæjarsjóður 450 þús. kr. til þessa starfs. Andvirði sekta fyrir landhelgisbrotin námu hærri upphæð eða 490 þús. og svo aflinn og veiðarfærin, sem allt rann í ríkissjóð. Ríkið hefur því stórgrætt á skipinu meðan það var í eigu Vestmannaeyinga.
Hlutverk Þórs var líka að gæta veiðarfæra Eyjabáta fyrir ágangi erlendra veiðiþjófa, bar það góðan árangur. Hann hífði oft upp netahnúta, sem bátarnir réðu ekki við. Allt sparaði þetta mikið afla- og veiðarfæratjón. Á vetrarvertíðium 1921 var skipslæknir á Þór. Var það vegna slasaðra og sjúkra sjómanna, sem kynnu að verða bjargað. Er það einsdæmi á okkar landi ef undan er skilið dvöl lækna í fríum á varðskipunum fynr nokkrum árum, þegar síld var veidd við Jan Mayen.

Heimir Sigurbjörnsson, formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja

Þegar björgunarfélagið hætti rekstri Þórs 30/6 1926 og ríkið yfirtók reksturinn var gerður samningur, sem skuldbatt ríkið til þess að hafa varð- og björgunarskip stöðugt hér á vetrarvertíðum. Gekk svo til þar til við eignuðumst Lóðsinn 1960.
Þau urðu endalok Þórs að hann strandaði á Sölvabakkaskerjum í Húnaflóa 21. des. 1929. Mannbjörg varð fyrir ötula framgöngu manna í landi, skipið ónýttist. Hann var þá 30 ára, en var hér við land í tæp 10 ár. Störf hans voru einstæð hér. Hann var fyrsta björgunar- og varðskip Íslendinga og fyrsta hafrannsóknarskipið. Koma hans hingað til Eyja var upphaf mjög merks mannúðarstarfs.
9. júní 1979, sem bar upp á sjómannadag var vígður minnisvarði, sem Björgunarfélagið lét gera hér í Friðarhöfn. Froskkafarar höfðu náð skrúfunni af skipinu. Hún var lagfærð og komið fyrir á hlöðnum stalli. Landhelgisgæslan gaf áletraðan skjöld um þennan frumherja, sem komið var fyrir á stallinum.
Mér hefur orðið tíðrætt um þessi fyrstu ár. Enda eru þau það stórfenglegasta, sem eitt áhugamannafélags hefur gengist fyrir hér og þótt víðar væri leitað.
Margt fleira hefur þetta félag gert gott, sem leitt hefur til öryggis sæfarenda hér í kring. Runólfur Jóhannsson smíðaði 2 mjög fullkomna björgunarbáta.
Var annar staðsettur 50 á Eiðinu en hinn á Skansinum. Voru þeir í húsum sem höfnin lagði til.
Ljóskastara var komið fyrir á dæluhúsinu á Skansinum, sem notaður var til þess að lýsa upp Leiðina, þegar slokknaði á hafnargörðunum, eins og oft gerðist í vondum veðrum, og innsiglingin var stórhættuleg.
Félagið útvegaði og sá um baujur, sem notaðar voru til þess að verja netasvæði fyrir ágangi togara.
Innan félagsins hafa alltaf verið starfandi nefndir, sem séð hafa um ýmis verksvið. Má þar sérstaklega nefna björgunarsveit félagsins, sem nokkrum sinnum hefur hlotnast það lán að bjarga sjóhröktum mönnum hér við Eyjar.
Alltaf hefur verið reynt að fylgjast með og tæki til björgunar keypt, þannig að sveitin hefur alltaf verið vel búin til bjargana. Sérstakur maður eða menn hafa séð um að búnaður allur hafi verið klár og í lagi. Sveit frá félaginu hefur ávallt verið reiðubúin til þess að fara með Lóðsinum í bjarganir og í mörg ár var framkvæmdastjóri við félagið, sem gegndi raunar öðrum störfum.
Í dag þegar minnst er 70 ára afmælis félagsins og fagnað er glæsilegum björgunarbát, sem ber nafn gamals vinar og nágranna míns, óska ég félaginu allra heilla. Vonandi þarf aldrei að grípa til þessa tækis í neyð. En ef svo yrði, bið ég Guð að fylgja skipi og skipshöfn og að báturinn reynist og dugi eins vel og Kristinn á Skjaldbreið var þessu félagi.
Í dag skipa stjórn þessa merka félags: Heimir Sigurbjörnsson formaður, Grímur Guðnason, Sigurmundur G. Einarsson, Halldór Sveinsson, Hjálmar Baldursson, Sigurður Sigurbergsson og Guðmundur Ólafsson. Þetta eru ungir og kappsfullir menn. Þeir hafa látið margt gott af sér leiða. Félagið hefur verið í sókn undir þeirra stjórn. Eg óska þeim velfarnaðar, og sendi félaginu bestu árnaðaróskir.

Friðrik Ásmundsson, Löndum