„Minningarvefur um Pál Steingrímsson/Kennarinn Páll“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><big><center>'''Kennarinn Páll'''</center></big></big><br> Páll lauk prófi við Kennaraskóla Íslands 1951 og starfaði sem kennari í einn vetur áður en leiðin lá til K...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:PállStein2.png|miðja|frameless|600x600dp]]
<big><big><center>'''Kennarinn Páll'''</center></big></big><br>
<big><big><center>'''Kennarinn Páll'''</center></big></big><br>



Útgáfa síðunnar 31. maí 2019 kl. 14:11


Kennarinn Páll


Páll lauk prófi við Kennaraskóla Íslands 1951 og starfaði sem kennari í einn vetur áður en leiðin lá til Kanada (Páll Magnússon o.fl., 2016). Um 10 árum seinna hélt svo Páll til Danmerkur og hóf þar vetrarnám við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn þar sem hann lærði bókmentir og líffræði. Hann var svo heppinn að ná einnig inn í myndlistarnám við Kúnstakademíuna þar sem hann lagði stund á málaralist (Ólafur J. Engilbertsson, 2009). Að loknu námi í Kaupmannahöfn hélt Páll heim til Vestmannaeyja þar sem hann kynntist svo Eddu Guðrúnu og eignuðust þau sitt fyrsta barn fljótlega eftir það og reistu sér hús að Sóleyjargötu 9. (Páll Magnússon o.fl., 2016).
Páll starfaði sem kennari í Eyjum í 19 ár og kenndi hann bæði við Barnaskólann og Gagnfræðiskólann. Einnig starfaði hann sem stundarkennari við Iðnskólann í Vestmanneyjum á árunum 1967 - 1970 (Er enn á fullu í gerð heimildarkvikmynda, 2015). Páll fór með nemendur sínar reglulega í vettvangs- og skoðunarferðir víðsvegar um eyjuna og nutu þær ferðir mikilla vinsælda meðal nemenda hans (Ólafur J. Engilbertsson, 2009). Þrátt fyrir að Páll hafi haft gaman kennslu ungmenna þá fangaði myndlistin hug hans allan. Hann sinnti henni hvað hann gat á kvöldin að lokinni kennslu og voru verk hans fjölbreytt og frumleg (Ólafur J. Engilbertsson, 2009). Til að mynda myndir úr muldu grjóti sem hann límdi á trétexplötur (Páll Magnússon o.fl., 2016) en Páll hélt nokkrar sýningar á þessum verkum sínum bæði í Vestmannaeyjum og Reykjavík (Ólafur J. Engilbertsson, 2009).
Páll hafði meðal annars kennt teiknun í barna- og gagnfræðiskólanum og kom síðar að því að hann stofnaði Myndlistaskóla Vestmannaeyja ásamt Bjarna Jónssyni („Pálsstofa opnuð í Byggðasafninu“, 2009). Fjölmargir sóttu skólann en deildirnar voru tvær; ungingadeild og kvölddeild. Páll sá sjálfur um kennslu í unglingadeildinni en ráðinn var kennari frá Reykjavík til þess að sinna kvölddeildinni (Páll Magnússon o.fl., 2016). Skólinn var starfandi í 17 ár óslitið (Ólafur J. Engilbertsson, 2009).