„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2007/Sjómælingar við Vestmannaeyjar“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<center>'''[[Friðrik Ásmundsson]]'''</center><br> | <center>'''[[Friðrik Ásmundsson]]'''</center><br> | ||
<big><big><center>'''Sjómælingar við Vestmannaeyjar'''</center><br> | <big><big><center>'''Sjómælingar við Vestmannaeyjar'''</center></big></big><br> | ||
[[Mynd:Svæðið sem sjómælingabáturinn Baldur Sdbl. 2007.jpg|miðja|thumb]] | [[Mynd:Svæðið sem sjómælingabáturinn Baldur Sdbl. 2007.jpg|miðja|thumb]] | ||
Vorið 2006, í rúman mánuð, frá 15. mai til 20. júní, var sjómælingabáturinn Baldur við sjómælingar við Vestmannaeyjar. Mælt var, í fyrsta skipti, á þessu svæði með nýtísku fjölgeislamæli (multi beam) sem gefur miklu betri mynd af botninum en áður hefur sést. Mælirinn vinnur þannig, að t.d. á 10 m dýpi sýnir hann sjávarbotninn á svæð, 32 m beggja vegna línu sem er lóðrétt undir bátnum. Hann siglir ákveðna stefnu og | Vorið 2006, í rúman mánuð, frá 15. mai til 20. júní, var sjómælingabáturinn Baldur við sjómælingar við Vestmannaeyjar. Mælt var, í fyrsta skipti, á þessu svæði með nýtísku fjölgeislamæli (multi beam) sem gefur miklu betri mynd af botninum en áður hefur sést. Mælirinn vinnur þannig, að t.d. á 10 m dýpi sýnir hann sjávarbotninn á svæð, 32 m beggja vegna línu sem er lóðrétt undir bátnum. Hann siglir ákveðna stefnu og | ||
Lína 9: | Lína 9: | ||
Það er líklegt að þeir á Baldri verði hér aftur við sjómælingar í sumar og mæli þá og kanni út fyrir þau svæði sem þeir könnuðu í fyrra.<br> | Það er líklegt að þeir á Baldri verði hér aftur við sjómælingar í sumar og mæli þá og kanni út fyrir þau svæði sem þeir könnuðu í fyrra.<br> | ||
Það er gaman að sjá hvernig standar, boðar og klakkar, líta raunverulega út á botninum en það sést vel á myndum sem hér fylgja. Fjölgeislamælirinn sýnir þetta vel.<br> | Það er gaman að sjá hvernig standar, boðar og klakkar, líta raunverulega út á botninum en það sést vel á myndum sem hér fylgja. Fjölgeislamælirinn sýnir þetta vel.<br> | ||
Skipstjóri á Baldri er Ágúst Magnússon, sjómælingamaður, frá Neskaupstað, fyrrverandi nemandi okkar í Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum. Gunnar Örn Arnarson er stýrimaður og sjómælingamaður. Auk þeirra eru í áhöfninni vélstjóri, bátsmaður og kokkur sem er sami maðurinn. Alls fjórir um borð.<br> | Skipstjóri á Baldri er Ágúst Magnússon, sjómælingamaður, frá Neskaupstað, fyrrverandi nemandi okkar í Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum. Gunnar Örn Arnarson er stýrimaður og sjómælingamaður. Auk þeirra eru í áhöfninni vélstjóri, bátsmaður og kokkur sem er sami maðurinn. Alls fjórir um borð.<br> | ||
Af öllum stöðum á landinu, segja þeir skipsfélagarnir, að þeir hafi hvergi fengið betri þjónustu, en hér í Eyjum, á allan hátt. Hér biðja þeir um bestu kveðjur og þakkir til Eyjanna og segja að þangað sé best að koma af öllum stöðum á landinu sem þeir hafi komið til. Þetta var gaman að heyra og héðan sendir Sjómannadagsráð þeim bestu kveðjur og óskir og vonast til að þeir verði fljótt aftur við störf á Eyjamiðum.<br> | Af öllum stöðum á landinu, segja þeir skipsfélagarnir, að þeir hafi hvergi fengið betri þjónustu, en hér í Eyjum, á allan hátt. Hér biðja þeir um bestu kveðjur og þakkir til Eyjanna og segja að þangað sé best að koma af öllum stöðum á landinu sem þeir hafi komið til. Þetta var gaman að heyra og héðan sendir Sjómannadagsráð þeim bestu kveðjur og óskir og vonast til að þeir verði fljótt aftur við störf á Eyjamiðum.<br> |
Útgáfa síðunnar 16. apríl 2019 kl. 14:47
Vorið 2006, í rúman mánuð, frá 15. mai til 20. júní, var sjómælingabáturinn Baldur við sjómælingar við Vestmannaeyjar. Mælt var, í fyrsta skipti, á þessu svæði með nýtísku fjölgeislamæli (multi beam) sem gefur miklu betri mynd af botninum en áður hefur sést. Mælirinn vinnur þannig, að t.d. á 10 m dýpi sýnir hann sjávarbotninn á svæð, 32 m beggja vegna línu sem er lóðrétt undir bátnum. Hann siglir ákveðna stefnu og
fram kemur 100% botnþekja á þessu svæði, sem verður stærra á meira dýpi.br> Leiðangurinn sl. vor var á vegum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands til að kortleggja eldstöðvar og misgengi við Eyjar. Gögnin, sem fengust, verða m.a. notuð til endurútgáfu sjókorta. Töluvert af klökkum og stöndum, sem ekki eru í sjókortum núna en að sjálfsögðu velþekktir af Eyjaskipstjórum til margra ára, komu nú í leitirnar hjá sjómælingamönnunum. Allir munu þeir verða í næstu útgáfum sjókorta.
Könnuð var lega vatnsleiðslanna og rafmagns - og ljósleiðarakaplanna. Sú könnun leiddi í ljós að þessar lífæðar Eyjanna lágu ekki alls staðar á bestu stöðunum. Sumstaðar yfir grjót og urð og m.a. er önnur vatnsleiðslan yfir dálítinn klett sem ekki er í korti en fannst núna, á milli Ingimundarklakks og Kúksklakks. Ábyggilega hafa kaplarnir og leiðslurnar legið, alls staðar, á sandbotni í upphafi. Þarna eru sterkir straumar sem sópa sandinum til og frá svo að sums staðar er urð og grjót sem áður var hulið sandi. Í framhaldi af þessari niðurstöðu er ákveðið að leggja nýja vatnsleiðslu og hefur henni verið fundin ný og betri leið sem þeir á Baldri kortlögðu. Sjá bls. 13.
Það er líklegt að þeir á Baldri verði hér aftur við sjómælingar í sumar og mæli þá og kanni út fyrir þau svæði sem þeir könnuðu í fyrra.
Það er gaman að sjá hvernig standar, boðar og klakkar, líta raunverulega út á botninum en það sést vel á myndum sem hér fylgja. Fjölgeislamælirinn sýnir þetta vel.
Skipstjóri á Baldri er Ágúst Magnússon, sjómælingamaður, frá Neskaupstað, fyrrverandi nemandi okkar í Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum. Gunnar Örn Arnarson er stýrimaður og sjómælingamaður. Auk þeirra eru í áhöfninni vélstjóri, bátsmaður og kokkur sem er sami maðurinn. Alls fjórir um borð.
Af öllum stöðum á landinu, segja þeir skipsfélagarnir, að þeir hafi hvergi fengið betri þjónustu, en hér í Eyjum, á allan hátt. Hér biðja þeir um bestu kveðjur og þakkir til Eyjanna og segja að þangað sé best að koma af öllum stöðum á landinu sem þeir hafi komið til. Þetta var gaman að heyra og héðan sendir Sjómannadagsráð þeim bestu kveðjur og óskir og vonast til að þeir verði fljótt aftur við störf á Eyjamiðum.
Hérna eru sýndar myndir af Rófuboðanum, oft kallaður Rófa, eins og hann lítur raunverulega út í fjölgeislamælinum, einnig mynd, sem Gunnar Þór Friðriksson, skipstjóri á Narfa, tók af dýptarmælinum þar um borð eftir að þeir sigldu yfir boðann fyrir skömmu. Þarna munar miklu. Þarna hafa sjómenn á handfæraveiðum tapað mörgum slóðanum því Rófan heldur fast í allt sem nálægt henni kemur og á þorskanetum er oft gikkfast í henni en venjulegast næst allt upp. En þarna, við þessa gömlu eldstöð, þykir þorskinum gott að vera og þess vegna verður að offra einhverju til að nálgast hann. Gamla miðið á Rófuboðanum er: Faxi í Sauðagötu (slakkinn á milli Hábarðs og Bunka á Elliðaey) og yddir á Dímon (hann er fyrir vestan Markarfljót) við Rófu (Seljalandsmúla). Þaðan er nafnið trúlega komið. Hann er rúmar 2 sjómílur, aðeins norðan við austur, frá Elliðaey og rúmar 3 frá suðurströnd Íslands. Dýpið á honum er 12 m og þar brýtur í verstu veðrum. Þess vegna er hann stórhættulegur öllum skipum sem þarna sigla á fjölfarinni siglingaleið.
Venjulegast sigla skipin fyrir sunnan hann, milli hans og Hæringsklakks, stundum fyrir sunnan þá báða og vestur á milli Elliðaeyjar, Kúksklakka og Ingimundarklakks.
Í norðan og norðvestan áttum fara þau oft fýrir innan, norðan, þetta allt saman á leið sinni fram hjá Eyjunum.